Alþýðublaðið - 19.11.1987, Side 1

Alþýðublaðið - 19.11.1987, Side 1
 STOFNAÐ L 1919 Fimmtudagur 19. nóvember 1987 222. tbl. 68. árg Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: „GORBATSJOV HAFDI MIKIL ÁHRIF Á MIG“ Utanríkisráðherra segir að fundurinn með leiðtoga Sovétríkjanna í Moskvu hafi haft áhrif á afstöðu sína til alþjóðamála og telur að íslendingar eiga að styðja viðleitni Gorbatsjovs til friðar í heiminum. Mikhaíl Gorbatsjov haföi mikil áhrif á afstödu Stein- gríms Hermannssonar til al- þjóðamála er þeir hittust í Moskvu þann 2. mars í ár en þá var Steingrimur forsætis- rádherra. Þetta sagöi Stein- grímur Hermannsson utanrik- isráöherra á blaðamanna- fundi sem haldinn var i gær vegna útkomu bókar Gorbats- jovs „Perestrojka“, í íslenskri þýðingu. Utanríkisráðherra sagði við Alþýðublaðið að loknum blaðamannafundi, að hann hafi sannfærst um vilja hins sovéska leiðtoga að breyta kerfinu í landi sínu og viðleitni hans að koma á friði í heiminum. Steingrímur staðfesti það einnig í viðtali við blaöið að hann ályti að ís- land ætti að styðja þá stefnu og viðleitni Gorbatsjovs að eyða tortryggni og minnka spennu i alþjóðamálum. „Steingrimur Hermanns- son sagði að hann hefði kos- ið að greina ekki f smáatrið- um frá fundi þeirra Gorbat- sjovs þann 2. mars sl. vegna þess að hann hafi litið á fundinn sem einkafund þeirra tveggja. Fund þeirra Gorbat- sjovs og Steingrlms sátu einnig íslenski sendiherrann og svovéskur túlkur. Stein- grímur sagði við Alþýðublað- ið að hreinskilni og opin sjónarmið Gorbatsjovs hefðu komið sér mjög á óvart og haft mikil áhrif á sig. „Ég var mjög hissa að leiðtogi Sovét- ríkjanna vildi eyðajafn löng- um tima í viðræður við for- sætisráðherra dvergríkis og að hann væri svona opin- skár,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist einnig vera vonbetri nú en áður um frið í heiminum og minnk- andi spennu vegna hinnar nýju hugsunar Sovétrikjanna, ekki síst með tilliti til efna- hagslegrar uppbyggingar Sovétríkjanna: „Mett tígrisdýr út á sléttu er ekki eins hættulegt og afkróað, hungr- að dýr út í horni,“ sagði utan- ríkisráðherra. Alþýðublaðið spurði utan- ríkisráðherra hvort hinar nýju áherslur i utanríkisstefnu Is- lands gagnvart Bandaríkjun- um hafi að einhverju mótast eftir fundinn við Gorbatsjov i mars. Steingrlmur vildi ekki staöfesta það og sagöist alltaf hafa haft þá skoöun að ísland ætti að reka sjálf- stæða utanrlkisstefnu og við yröum að taka tillit til þess að við værum vestrænt ríki. „Við verðum að gæta að þvi hvar við erum staddir," sagði utanrikisráðherra," en ég vil að við styðjum viðleitni Gorbatsjovs til friöar í heim- inum.“ Utanríkisráðherra sagðist þó ekki hafa orðið fyrir pólitiskri frelsun í Moskvu: „Hann sneri mér ekki pólitískt," sagði utan- ríkisráðherra brosandi. Sovéski sendiherrann, Igor N. Krasavin, vareinnig við- staddur á blaðamannafundin- um um útkomu „Pere- strojku". Hann sagði m. a. í ræðu sinni að hin persónu- Steingrimur Hermannsson: utanrikisráðherra: „Var hissa að leiðtogi Sovétríkjanna vildi tala í langan tíma viö torsætisráðherra f rá dvergriki." Steingríms er sérstaklega getið í bók Gorbatsjovs, „Perestrojka." legu kynni Steingrlms Her- mannssonarog Mikhaíl Gorbatsjovs hefðu treyst i sessi skilning islendinga á grunni nýrrar utanríkisstefnu í Sovétríkjunum. Steingríms Hermannsson- ar er getió i bók Gorbatsjovs. Sovéski leiðioginn segir í bók inni að friðsamleg samvinna og samkeppni milli austurs og vesturs geti orðið báðum til hagsbóta og sé það. Orð- rétt stendur í bókinni: „Smá og meðalstór Evrópuríki geta lagt mikiö að mörkum í þeim efnum. Við höfum rætt þetta við fyrrverandi forsætisráð- herra íslands, Steingrim Her- mannsson, hollenska forsæt- isráðherrann Lubbers, sænska forsætisráðherrann Ingvar Carlsson og aðra leið- toga.“ Kjöt- stríðinu lokið Bls. 3 Páll Pétursson skrifar Þórarni Eldjárn bréf Bls. 5 Gengisfelling rædd hjá verkalýðs- hreyfingunni Bls. 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.