Alþýðublaðið - 19.11.1987, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 19.11.1987, Qupperneq 7
Fimmtudagur 19. nóvember 1987 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Ámadóttir BLAÐAKÓNGURINN Enski blaðakóngurinn Robert Maxwell, lítur á sjálfan sig sem byggingameistara heimsveldis í blaðaheiminum og fjölmiðlaheimin um yfirleitt. Fundarmenn voru sannar- lega ábúðarmiklir á svip. Rúmlega 300 aðalritstjórar, útgefendur, forstjórar og framkvæmdastjórar frá blöð- um hinna ýmsu landa innan FIEJ stofnunarinnar voru samankomnir á Eurobuilding- hótelinu í Madrid. Robert Maxwell enski blaðakóngur- inn er i ræðustólnum, stór og fyrirferðarmikill og ekki laust við að gæti sjálfum- gleði í tali og fasi hans. Af máli hans má ráða að Blaöa- kóngurinn hefur ekki áhuga á blöðum sem ganga fyrir hug- sjónum, nei, það eru bein- harðir peningar sem skipta máli. Hann nýtur augljóslega þeirrar athygli og aðdáunar sem skin út úr augum minni spámanna á fundinum. Maxwell segir blaðaljós- myndurunum að flýta sér við myndatökur, honum liggi á að koma boðskap sínum á framfæri: „Upplýsingar og fréttir eru takmarkaðar „vörur“ í dag alveg eins og orka (olía) var fyrir áratug eða svo. Þá urðum við áþreifan- lega vör við vald stóru olíu- fyrirtækjanna. í fjölmiðla- heiminum munum við brátt sjá það sama gerast. 10-12 risastór fyrirtæki munu verða allsráðandi ( heimi blaða, útvarps og sjónvarps. Ég reikna með að Maxwell-fjöl- miðlafyrirtækið verði eitt af þeirn.“ Úr salnum er beðið um skýringu. „Það gefur auga leið að þetta er það sem markaðurinn krefst. Aðeins þeir stærstu hafa fjárráð til að fjárfesta í þeim kostnaðar- sama útbúnaði, sem til þarf í nútíma fjölmiðlum." Það var og. Hvað verður þá um minni blöðin sem blá- fátæk reyna að vinna að hug- sjónum og hugmyndafræði? Maxwell upplýsti svo fundarmenn um alla milljarð- ana sem hann ætti ( bönkum, það var nú eitthvaö annað en keppinauturinn aumingja Rupert Murdoch sem væri „skuldum vafinn." Maxwell hefur fengið leyfi til aö koma á sjónvarpsstöð i einkaeign í Frakklandi, og nú er hann að reyna fyrir sér hjá ríkisstjórnum Spánar og Portúgals. Eitthvað ætlar ríkisstjórn Spánar að verða honum þung í taumi en hann er öllu bjartsýnni með ríkis- stjórn Portúgal. Blaðakóngurinn heldur áfram að lýsa afrekum slnum. Hann er í þann veginn að kaupa sex sjónvarpsrásir tengdar gervitungli til sjón- varpsendurvarps. Hann segir möguleika á pöntun frá Frakklandi, en því miður geti þeir ekki ákveðið sig fyrr en eftir forsetakjörið í Frakk- landi! „Þeir eiga sko eftir að iðrast þess,“ segir Maxwell. Blaðakóngurinn talar fjálg- lega um verndun höfunda- réttar, því alltaf séu margir til- búnir að stela efni, sem aðrir hafa búið til. Þetta verður meira og meira vandamál, því hægt er að stela sjónvarpsefni frá gervitunglunum og endur- sýna það. Hver á að hand- sama þjófana? Maxwell biður fundarmenn að gefa til kynna með handaiuppréttingu, hve marg- ir þekki til stofnunar innan Sameinuðu þjóðanna WIPO, sem á að vinna að verndun réttar þeirra er skapa menn- ingarverðmæti. Maxwell sagði: „Ef þessir ræningjar verða ekki stöðvaðir við iðju sína, mun Eg ekki geta náð til þeirra höfunda, sem Ég hefi áhuga á. Þá minnka tekjurnar og fjárfest- ingin borgar sig ekki.“ Á þessum punkti lá við að fundarmenn hefðu samúð með sjónvarpsefnis-ræningj- um! Frekar peninga en pólitík Eftir hinn langa og rugl- ingslega fyrirlestur Maxwell vannst lltill tími til spurninga, vegna þess, að „mr. Maxwell þarf aö ná i flugvél á leið til Portúgal, þar sem hann stendur í áríðandi samning- um,“ sagði fundarstjórinn sem var enskur, Roger Nicholson. Maxwell upplýsti fundar- menn um, að hann hefði í hyggju að gefa út í Frakk- landi, blað sem væri í svipuð- um dúr og Daily Mirror, sem er „flaggskip" Maxwell-sam- steypunnar I Bretlandi. „En,“ sagði Maxwell „eftir markaðskannanir sjáum við að hagkvæmara er að blaðið I Frakklaodi verði hægra megin við miðju." Breska blaðið Daily Mirror hefur aftur á móti verið vinstra megin við miðju. Robert Maxwell er það sem kallast „self made man.“ (Sá sem kemur sér áfram af eigin rammleik). Hann getur ekki státað af langri skóla- göngu eða próftitium. Hann fæddist árið 1923, sonur fátæks bónda I Tékkó- slóvakiu. Upphaflega nafn hans er Laibi Hoch og skóla- ganga hans var aöeins þrjú Sagt hefur verid um enska blaöa- kónginn Robert Maxwell, ad hann borði dagblað í forrétt, sjónvarpsrás í aðalrétt og gervi- tungl í ábæti! ár. Sem ungur maður tók hann þátt I andspyrnuhreyf- ingunni gegn Hitler. í fram- haldi af þátttöku sinni I henni, komst hann til Frakk- lands, þar sem hann var handtekinn. Seinna tókst honum að flýja yfir til Eng- lands. Hann bauð sig fram til herþjónustu og Montgomery veitti honum heiðursmerki fyrir hugrekki og vasklega framgöngu. Eftir heimsstyrjöldina síð- ari varð hann þekktur fyrir: að vera skapheitur meðlimur þingflokks Verkamanna- flokksins, og fyrir að vera eigandi útgáfufélagsins Pergamon Press. Árið 1971 virtist velgengni hans fara þverrandi. Hann gerði tilraun til að selja út- gáfufyrirtækið, stóru banda- rísku fyrirtæki en þegar þeir höfðu gert úttekt á útgáfu- fyrirtækinu sögöust þeir hafa verið gabbaðir og lýstu því yfir að Maxwell væri ekki þeim hæfileikum búinn að kunna að stjórna hlutafélagi. Nokkrum árum seinna fór velgengni Maxwell aftur að færast upp á leið og hann keypti útgáfuna aftur af bandariska fyrirtækinu, fyrir gjafverð. Síðan hefur Maxwell geng- ið allt I haginn. Með kaupum á stórum prentsmiðjum og Mirror-blaðasamsteypunni, hefur hann ómótmælanlega skapað sér sess, sem blaða- kóngur, sem menn neyðast til að viðurkenna. í hvert sinn sem hann hefur keypt fyrir- tæki hefur honum tekist að auka ágóða og sýnt skipu- lagshæfileika. Draumur Maxwell um að verða einn af tlu stærstu fjöl- miðlajöfrunum er þó ekki orðinn að veruleika ennþá, breska blaðið The Economist segir hann vera nr. 50 I röð- inni. Hann er eigandi breska knattspyrnuliðsins Oxford, og honum hefur tekist að koma því úr þriðju deild upp I fyrstu deild I breskum fót- bolta. Það er máliö, fyrir Maxwell að veröa númer eitt. (Sunnudagsbl. Det Fri Aktu- elt)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.