Alþýðublaðið - 28.11.1987, Page 15
Laugardagur 28. nóvember 1987
15
VERÐLA UNAKROSSGATA NR. 6
Sendandi:
Stafirnir 1-23 mynda málshátt,
sem er lausn krossgátunnar.
Sendiö lausnir tll Alþýöu-
blaðsins, Ármúla 38, 108
Reykjavík.
Verölaun eru að þessu sinni
bókin Um höf til hafna, sjó-
ferðaævintýri Jóns Stein-
grímssonar. Vaka-Helgafell
gefur bókina út.
Fjöldi lausna við gátu nr. 4 sló
öll met. Lausnin var Af litlu
skal manninn marka.
Verðlaunahafi er Bryndís
Gunnlaugsdóttir, Álftamýri
36, 108 Rvk. Fær hún senda
bókina Þjóö bjarnarins mikla.
Til þess að koma til móts við
Þá sem búaallra lengst frá höf-
uðstöðvum blaðsins, verður
frestur til að skila inn fyrir 5.
krossgátu framlengdur til 4.
desember og frestur fyrir
þessa gátu nr. 6 er til 14. des-
ember.
KVIKMYNDIR
Sigmundur Ernir Rúnarsson
skrifar
ENN FYRIR RETTI
Bióborgin, Laganeminn
(From the Hip):
Bandarísk, árgerö 1987.
Framleiöendur: René Dupont
og Bob Clark. Leikstjórn: Bob
Clark. Handrit: David E. Kell-
ev og Bob Clark, samkvæmt
skáldsögu þess fyrrnefnda.
Kvikmyndun: Dante Spinotti.
Tónlist: Paul Zaza. Aðalieikar-
ar: Judd Nelson, John Hurt,
Elisabeth Perkins, Darren
McGavin og Dan Monohan.
Robin Weathers er nýbak-
aður lögfræðingur, sem hefur
verið ráðinn til þekktrar lög-
mannastofu. En hann vantar
alla reynslu fyrir rétti og sér
ekki fram á að hann geti öðl-
ast hana án nokkurra bragða.
Hann grípur því vitaskuld til
klækja, enda klókur að eðli,
og getur (fyrir bragðið) tekið
að sér mál bankastjóra sem
hefur danglað hendi I andlit
kollega síns. Málarekstur
Robins í þessu máli verður til
að vekja mikla athygli á hon-
um, og svo fer að honum er
fært í hendur næstum óvinn-
andi mál til að leysa úr eftir
afgreiðslu síns fyrsta máls,
ýmsum samstarfsmönnum
hans á stofunni til meinlegrar
skemmtunar, en skjólstæð-
ingi hans, harla skrítnum og
otboð veimiltítulegum karli,
til nokkurrar vonar um farsæl-
an endi.
Við erum semsé mætt fyrir
rétti einn ganginn enn í kvik-
myndasögunni. Helstu auka-
hlutverk sem fyrr. flatur, for-
viða kviðdómur, sem leikið er
með og á eftir bestu kúnst.
Kvikmyndavélum hefur farið
margt verr en að ana um
dómssali, enda sverja dóms
mál sig I ætt við helstu hefð-
ir í handritsuppbyggingu
kvikmynda. Ferill dómsmála
er rannsókn, málarekstur
(gjarnan örvæntingafullur) og
dómsorð rétt eins og gangur
kvikmyndar er kynning, flétta
(gjarnan með risi) og endir.
Það er meðal annars af þess-
um skyldleika sem svo marg-
ar myndir hafa gerst innan
veggja dómssala, en reyndar
ekki síður af öðrum ástæð-
um, þeim helstum að einkar
auðvelt er að mqía persónur
úr þeim efniviði sem dóms-
mál spinna hverju sinni.
Dómsmál eru áhrifarík leið til
að kynnast öfgum fólks, og
það sem meira er; einföld og
skýr aðferö til að vekja sam-
úð og hatur og allt þar á milli
meðal fólksins úti í sal.
Laganeminn er kvikmynd
fyrir rétti og er sek um getu-
leysi I handritsgerð og pers-
ónusköpun: Fléttan erveik
og heldur engan veginn at-
hygli áhorfenda þó ekki væri
nema vegna þess að allan
aðdraganda vantar að henni
þannig að fólk fái samúð
(eða hatur) með (á) persónum
hennar og skilið þá breytni
sem þær kusu, sjálfum sér til
vansæmdar. Ef ekki væri fyrir
hendi firnagóður leikur John
Hurt í rullu stefnda, fengi
þessi mynd mínar allra
mestu skammir, en Hurt hef-
ur ekki leikið betur I annan
tíma síðan í Hit (og muna
menn ekki ennþá eftir honum
úr Midnight Express Alan
Parkers, þar sem hann lék
vonlausa veimiltltu, svo hor-
aða og búkurinn gúlpaði þeg-
ar görugur reykurinn var sog-
aður ofan í lungu). Jæja, hér
er svo sem ekki miklu traust-
ari týpa á ferðinni, tíu árum
seinna, barnalegur bók-
menntafræðingur, meiddur á
sálu, og svo bitur að augun
gráta innan frá alla myndina
á enda. Leiksigur. Ekkert
minna. Þessi breski úrvals-
leikari leikur á slappan leik-
stjórann, sólar upp tilfinn-
ingakantinn og dúndrar túlk-
un sinni beint í mark áhorf-
enda. Ekkert minna.
Judd Nelson hefur átt í
töluverðum erfiðleikum frá
því myndir á borð við Break-
fast Club Hughes og St. Elm-
os Fire Schumacher skiluðu
honum áleiöis inn í sviðsljós
Hollywood. Hann ræður ekki
við bindishnútinn í þessu
hlutverki, kann sig ekki full-
orðinn og fær enga hjálp frá
leikstjóra eða handriti sem
færir honum gjarnan svo ein-
staklega klénar samræður
upp í hendurnar að undrun
vekur að þessi húmoristi
skuli hafa komist í gegnum
rulluna brosviprulaust. Elisa-
beth Perkins er jafn vand-
ræðaleg í rýru hlutverki elsk-
andans í myndinni, líður fyrir
ósennileg samtöl og fálm-
kennda leikstjórn.
Þessi mynd rís hátt, mjög
hátt, í einstökum leik John
Hurt, en dettur langt, mjög
langt niður ( einstökum afleik
leikstjórans sem trúir ekki
frekar á efnivið sinn frekar en
áhorfandinn þegar upp er
staðið.
En svona er þetta bara,
stundum.