Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 1. desember 1987 MÞYÐUBIM9 Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Umsjónarmaður helgarblaðs: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Jón Daníelsson Þorlákur Helgason Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og Sigríður Þrúóur Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. FRUMVARP STÖÐNUNAR Vi ðbrögð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks við þeim athugasemdum sem þingflokkur Alþýðuflokksins hefur gert við drög sjávarútvegsráðherra að frumvarpi um stjórnun fiskveiða, eru harla undarleg. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft mjög óljósar hugmyndir um nýjafiskveiði- stefnu og reyndar ekki undirstrikað nein atriði til breyt- inga nema styttingu gildistíma. Framsóknarflokkurinn hefur aftur á móti skýrar hugmyndir hvað varðar nýja fisk- veiðistefnu, nefnilega að hin nýja fiskveiðistefna verði ná- kvæmlegaeins og sú gamlaeða með öðrum orðum engar breytingar. r I stjórnarsáttmála ríkjandi ríkisstjórnar er fjallað sérstak- legaum skipun stjórnarnefndarsem endurskoði fiskveiði- stefnuna. Sú nefnd var seint skipuð og hefur ekki lagt fram neinar afgerandi breytingar. Á sama tíma hefur sjáv- arútvegsráðherra dengt fram drögum að frumvarpi um stjórnun fiskveiða sem er í meginatriðum það sama og gamla frumvarpið. Við slík vinnubrögð Framsóknar og sjávarútvegsráðherra getur Alþýðuflokkurinn ekki sætt sig. Alþýðuflokkurinn vill gera grundvallarbreytingar á frumvarpinu áður en það verður lagt fram sem stjórnar- frumvarp á Alþingi. Hvers vegna vill Alþýðuflokkurinn gera grundvallarbreyt- ingar á frumvarpinu? Það er vegna þess að jafnaðarmenn geta ekki sætt sig við lénsskipulag auðlindanna, þar sem hafinu kringum ísland og þeim fengsælu veiðisvæðum sem þar liggja, sé skipt með reglustikuákvörðun embætt- ismanna og pólitikusa. Auðlindir hafsins tilheyra öllum landsmönnum. Kvótakerfið var upphaflegasett átil vernd- ar fiskistofna. í dag hefur kvótakerfið fengið allt annað hlutverk. Það skiptir byggöalögum í forréttindasvæði og ölmususvæði, skipstjórum í kvótakonunga og kvótakot- unga, í kvótaflaggskip og kvótadalla. Alþýðuflokkurinn lýsti því yfir í kosningabaráttunni að hann berðist fyrir breyttri fiskveiðistefnu. Eitt aðaláhersluatriðið í nýrri stefnu væri að skera milli kvóta og skips. Alþýðuflokkur- inn villdragaúrog upprætaþáfirringu sem tekin eraðein- kenna fiskveiðistefnu íslendinga. Það er því ótrúlegt, að þegar þingflokkur Alþýðuflokks- ins áskilur sér rétt til að yfirfara frumvarpsdrög sjávarút- vegsráðherra og móta tillögur til breytinga á frumvarpi hans, að viðbrögð Framsóknarflokksins skuli vera þau, að nánast hóta stjórnarslitum. Framsókn þótti hins vegar sjálfsagt að finna frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra um húsnæðismálin allt til foráttu og tefur það enn með vondum orðum og þungum. Það er sjálfsagt mál. En ef þingmenn Alþýðuflokksins segjast ekki geta sætt sig við að fiskveiðistefnan eigi enn einu sinni aó byggjast á viðmiðun frá árunum 1981 til 1983, og vilja breytingar í takt við nýja tíma, þá verður allt vitlaust í þingflokki Framsóknarog Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra ver stöðnunarfrumvarp sitt með óbeinni hótun um stjórnarslit. Þessi framkomaerfyrirneðan allan hellur en er þó upplýsandi fyrir þann yfirgang sem sjávar- útvegsráðherra sýnir samstarfsflokki sínum og reyndar sjómönnum og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi um land allt. Slík drambsemi og þumbaragangur gengur ekki í stjórnarsamstarfi; hvorki í smáum málum eðastórum eins og þessu þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Uppkast Hauks Clausen aö „Statesman‘s“myndinni af Steingrimi. HAUKUR Clausen tann- læknir hefur vakiö athygli sem listmálari góður i frí- stundum. Hann hefur nú opnað málverkasýningu, sína aðra í röðinni og er hún í vestursal Kjarvalsstaða. Haukur hefur fengist mest við landslagsmyndir en hefur málað sína fyrstu portrett- mynd sem er af Steingrími Hermannssyni utanríkisráð- herra. Andlitsmyndin er þó aðeins undirbúningvinna, því Haukur ætlar að eigin sögn að mála virkilega „state- man‘s“ mynd af Steingrími. Það er að sjálfsögðu mál- gagn utanríkisráðherra sem flutti þessa frétt. Blaðið tók viðtal við málarann af þessu tilefni. Við skulum sjá hvað Haukur hefur að segja um „statesman“myndina af Steingrími: „Já, hér er aðeins eitt portrett — fyrsta portrettið sem ég geri og það er af utanríkisráðherra. Við Stein- grímur erum góðir kunningj- ar, höfum þekkst frá þvi við vorum sex ára og vorum bekkjarbræður og það varð að samkomulagi að ég mál- aði af honum mynd. Portrett- ið hér er þó bara undirbún- ingsvinna — ég mun mála af honum stóra mynd, virkilega „statemans“ mynd, eins og vera ber, og hún er sem sagt í undirbúningi.“ Fylgist með „statesman“ myndinni — lesið Tímann á næstunni. ARTHUR Bogason, for- maður Landssambands smá- bátaeigenda, hefur náð athygli fjölmiðla aö undan- förnu ekki síst vegna þess að hann hefur staðið uppi í hár- inu á sjávarútvegsráðherra og haft betur að flestra dómi. Dagblaðið/Vísir hafði viðtal við Arthur um helgina og þar segir Arthur skoðun sína á Halldóri Ásgrímssyni um- búðalaust. Ekki er ófróðlegt að lesa þau ummæli. Arthur segir: „Það hefur hins vegar vald- ið mér miklum vonbrigðum að núna eftir að þessar hug- myndir komu frá ráðuneytinu og óánægja braust út meðal smábátaeigenda hefur Hall- dór farið út i að gefa mér pill- ur persónulega sem ég sé ekki á nokkurn hátt hvaða til- gangi eiga að þjóna. Þetta hefur valdið mér von- brigðum vegna þess að eg hef algerlega látið Halldór í friði og hef ekki hugsað mér að svara í sömu mynt. Það er óhætt aö leita aö því með logandi Ijósi að hvergi finnst það að ég hafi ráðist á hann persónulega. Það þjónar heldur engum tilgangi og er aöeins merki um að menn hafi lélegan málstað að verja. Allir vita að Halldór er ráö- ríkur maður og að því leyti er hann svolitið líkur mér. En ég held að slík ráðsmennska, eins og hann sýnir á köflum, geti frekar verið til ills en góðs. En ég ætla ekki fara að kasta steinum að Halldóri vegna þess að það þjónar engum tilgangi.“ Sumir segja reyndar að Halldór sé þrjóskur og jafn- þrjóska menn sé helst að finna í samtökum smábáta- eigenda. Arthur vill ekki kannast við að hann sé í for- svari helstu þrákálfanna í landinu. „Eigum við ekki heldur að orða það svo að þarna séu samankomnir bestu sjó- mennirnir," segir hann, „Ég veit ekki betur en að þetta þjóðfélag lifi á því sem úr sjónum kemur. Það er alls konar brambolt í kringum nýj- ungar í atvinnu en það er samt svo að hlutur sjávarút- vegs eykst i þjóðarframleiðsl- unni. Eg hef margbent á það og stend við þaö að smábát- arnir eru verkmenntaskólinn fyrir sjómannastéttina. Ef við höldum þessum útvegi frjáls- um og óháðum annarlegum takmörkunum eigum við í framtíðinni nóg af góðum sjómönnum.“ Vonandi hefur Halldór les- ið þessi orð. GUÐMUNDURÁgústs son alþingismaður og Borgaraflokksmaður setur þá skoðun fram í Dagblaðinu/ Vísi í gær, að DV hafi ruglað dómgreind almennings með skrifum sínum. Þetta þarf náttúrlega ekki að koma fólki á óvart. En það sem þing- maðurinn á nákvæmlega við, eru skrif DV um kynferðis- afbrot og dómsúrskurði um þau mál. Gefum alþingis- manninum orðið: „Þegar verið er að gagn- rýna dómara þykir mér ó- maklega aö þeim vegiö, þá sérstaklega af hálfu DV. DV hefur ruglað dómgreind al- mennings með skrifum sín- um um þessi mál. Það er ver- ið að ráðast á dómara en þeir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Dómarar eru að dæma eftir lögum og eftir þeirri réttarframkvæmd sem verið hefur í þessum málum. Blöðin gefa aðra mynd af þessum málum en forsendur dómanna segja,“ sagði Guð- mundur Ágústsson alþingis- maður. Nýleg skoðanakönnun um mat almennings á þyngd refsingar í kynferðisafbrota- málum, sem DV framkvæmdi, sýndi ótvírætt að almenningi í landinu þykir ekki nógu hörð refsing fyrir kynferðis- afbrot. „Fólki fannst nýuppkveð- inn dómur í kynferðisafbrota- máli of vægur þegar maður var dæmdur í átta mánaða fangelsi og þar af sex skil- orðsbundna. Þegar kannað er af hverju dómarinn dæmir ekki þyngri refsingu kemur ýmislegt í Ijós. Meðal annars kemur í Ijós að maðurinn á sér ýmsar málsbætur. Sem verður til þess að hluti af dómnum er skilorðsbundinn. Dómarinn veröur að taka mið af því sem er sannað í mál- inu. Oft á tíðum tekst ákæru- valdinu ekki að sanna sökina. Og það verður að líta á það sem grundvallarreglu að maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Þetta er oft ekki virt í huga almennings," sagði Guðmundur Ágústs- son. Þá er það spurningin hvort DV hlustar á orð alþingis- mannsins og breyti skrifum sínum um þessi viðkvæmu mál. Arthur Bogason hefur ákveðnar skoðanir á Halldóri Ásgrimssyni. Guðmundur Ágústsson þingmað- ur heldur því fram að DV rugli al- menning.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.