Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. desember 1987 3 FRÉTTIR Haffjarðará í sölu: NÝTA HEIMAMENN FORKAUPSRÉTT? Aðstoð ríkisins hugsanleg. Tveir einstaklingar hafa boðið 118 milljónir í ána. Tíu ára samningur við tilboðsgjafana gerir heimamönnum erfitt fyrir. Heimamenn og fleiri kanna nú möguleikana á að nýta forkaupsréttinn að Haffjarö- ará, hugsanlega með aðstoð ríkisins. Páll Jónsson og Ótt- ar Yngvason hafa þegar boö- iö núverandi eigendum, um 118 milljónir króna að því að talið er, fyrir ána og jarðirnar í kring. Þeir hafa nú þegar tryggt sér ána á leigu i tíu ár, og gerir það heimamönnum mjög erfitt fyrir, þar sem lág- ar tekjur yrðu af ánni á þeim tima. I síðustu viku var haldinn fundur ýmissa aðila sem áhuga hafa á málinu, þ.á.m. brottfluttra Snæfellinga og Hnappdælinga. Á fundinn mættu einnig oddvitar hrepp- anna tveggja sem áin og jarð- irnar eru í, Kolbeinsstaða- hrepps og Eyjahrepps. Skip- aður var starfshópur til að kanna málin frekar. í samtali við Alþýðublaðið sagði Reynir Ingibjartsson einn úr hópnum að þarna væru tveir einstaklingar að kaupa um helming allra jarða i tveimur hreppum og ána ( þeim tilgangi einum að nýta veiðiréttindin. Þarna væru einnig ýmsir sérstakir og fagrir staðir sem m.a. væru á minjaskrá Náttúruverndar- ráðs og hefðu menn áhyggjur af því að þarna verði hugsan- lega unnin spjöll vegna hagn- aðarsjónarmiða. Að sögn Reynis hafa Páll og Óttar verið með ána á leigu frá því í fyrra, til tíu ára þannig að mjög erfitt væri fyrir heimamenn að nýta sér forkaupsréttinn, því að þarna væri um svo háar upphæöir að ræða og áin gæfi ekkert af sér í mörg ár. „Hrepparnir eiga enga peninga. Þeir gætu kannski tekið dýr lán, en þetta er svo fátt fólk að það gæti ekki staðið undir því. Sérstaklega þar sem hrepp- arnir eru bundnir af leigu- samningnum“. Sagði Reynir að sér þætti eðlilegast að ríkið kæmi inn I þessar um- ræður, enda væri það engin lausn að einhverjir aðrir einkaaðilar keyptu jarðirnar. Sagði Reynir að þetta mál þyrfti að vinna vel í nánu samráði við heimamenn. Hrepparnir hafa fjögurra vikna frest til að ákveða hvort þeir nýti sér forkaupsréttinn, og ætti sá frestur a'ð renna út um miðjan des. Sagði Reynir að ýmsar athuga- semdir hefðu veriö gerðar og farið hefði verið fram á mat, þannig að fresturinn væri I raun til jóla. Starfshópurinn sem skip- aður var mun hittast næstu daga og verður stefnan þá ákvörðuð frekar. Útvarpsstjóri Stjörnunnar: MARKÚS ÖRN BIÐJIST AFSÖKUNAR Svipmyndir frá ráóstefnu félagsmálaráðuneytisins um starfsmenntun i atvinnulífinu sem haldin var á lauqar- aaginn. a Starfsmenntun í atvinnulífinu: YFIR 200 Á RÁDSTEFNU FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIS er haldin var um helgina. Félagsmálaráðuneytið hœst ánœgt með hversu góð og fjölbreytt þátttakan var. Olafur Hauksson, útvarps- stjóri Stjörnunnar hefur sent Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri: ..HEF MÍNAR HEIMILDIR” „Ég held aö menn veröi aö skoða þetta í samhengi við orðrétt ummæli mín í HP, þær getgátur sem þar koma fram um þennan erfiða rekst- ur, og þar er ríkisútvarpið meðtalið, eru settar fram til að vekja menn til umhugsun- ar um stöðu þessara útvarps- mála almennt um þessar mundir“, sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri er Alþýðublaðið bar þessi um- mæli undir hann. Sagði hann að það sem hann hefði látið hafa eftir sér um Stjörnuna og Bylgjuna væri byggt á ummælum sem hann hefði heyrt og á umtali manna sem hafi verið að lýsa áhyggjum slnum. Þettaværu menn sem stæðu mjög nærri þessum stöðvum. Sagði hann að alls ekki væri verið að reyna að koma höggi á keppinauta ríkisútvarpsins, með þessum vangaveltum um rekstrarafkomu Bylgjunn- ar og Stjörnunnar eftir að samkeppni hófst milli þeirra. það hefði margoft komið fram af sinni hálfu að ríkisút- varpið væri rekið með tapi. Muntu biðjast afsökunar og draga ummæli þín til baka? „Ég myndi fyrstur manna óska þeim á Stjörnunni og öðrum til hamingju ef þeir væru að safna fé og þessi rekstur rekinn með stórfelld- um hagnaði. Hins vegar hef ég mínar heimildir sem segja mér annað. Ég vildi aðeins vekja menn til umhugsunar um stöðu þessara miðla og þeim aðstæðum sem þeir búa við I dag, þar er rlkisút- varpið meðtaliö". frá sér fréttatilkynningu þar sem hann fordæmir harðlega þau orð Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra í siðasta Helgarpósti, að Bylgjan, Stjarnan og Stöð 2 séu reknar með tapi. Ólafur segir fullyrðingu Markúsar Arnar „furöulega" og að hún „flokkist undir atvinnuróg." í fréttatilkynningunni segir orðrétt: „Fullyrðing Markúsar Arnar er vægast sagt furðuleg, og flokkast undir atvinnuróg. Ríkisútvarpsstjóri hefureng- ar upplýsingar um fjárhag Stjörnunnar. Hann getur því ekkert fullyrt um það efni. Ummæli ríkisútvarpsstjóra geta grafið undan trausti við- skiptamanna gagnvart Stjörn- unni. Það er vægast sagt furðulegt að Markús Örn skuli kjósa að slá undir belt- isstað með þessum hætti, og sæmirekki forstöðumanni ríkisstofnunar. Úr því að ríkisútvarpsstjóri kýs að ráðast að Stjörnunni með þessum hætti, þá þykir rétt að minna á að tekjur stöðvarinnar byggjast ein- göngu á auglýsingatekjum. Lögskipuð afnotagjöld standa hins vegar undir helmingi útgjalda ríkisút- varpsins, á móti auglýsinga- tekjum. Ef ríkisútvarpið hefði ekki yfir þessum afnotaskatti að ráða, þá væri það rekið með stórkostlegum halla. Stjarnan væntir þess að Markús Örn Antonsson dragi ummæli sín til baka og biðj- ist afsökunar." FULLVELDIS- DAGURINN í dag, 1. desember er þess minnst að 69 ár eru liðin frá því að ísland varð fullvalda ríki I konungssambandi við Danmörku. Fullveldisins verður að venju minnst með samkomu I Háskólabíói og hefst hún kl. 14. Góð þátttaka var á ráð- stefnu um starfsmenntun í atvinnulifinu sem félagsmála- ráðuneytið stóð fyrir um helgina. í félagsmálaráðu- neytinu fengust þær upplýs- ingar að þar ríkti mikil ánægja með hversu vel til tókst og að félagsmálaráð- herra, Jóhanna Sigurðardótt- ir, hygðist skipa nefnd til þess að halda áfram að vinna að þessum málum. Þátttakendur voru um 220 og komu viðs vegar að af landinu. Þeir sem stóðu að ráðstefnunni voru sérstak- lega ánægöir með hvað hóp- urinn var fjölbreyttur. Mættir voru atvinnurekendur, launa- fólk, kennarar, bæði frá fjöl- brautaskólum og Iðnskólan- um, fulltrúar bænda, fulltrúar þingflokka, aðilar sem vinna að málefnum fatlaðra og sem vinna að jafnrétti kynjanna. Flutt voru 15 gagnmerk er- indi og 7 starfshópar unnu síðan með ákveðin atriði. Má þar nefna, hvert ætti að vera markmiðið með starfsmennt- un I atvinnulífinu, hvernig skipulagið ætti að vera, hvaða stjórnvöld ættu að bera ábyrgð á framkvæmd- um, hversu hratt þyrfti að vinna að þessum málum, hvernig ætti að standa straum af kostnaði o.fl. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins kom vel fram á ráðstefnunni, að flestir hafa tækifæri til að endurmennta sig í tengslum við þau störf sem þeir gegna I atvinnulíf- inu. Margt virðist þó benda til að það fólk sem hefur litla skólamenntun búi við lökust kjör I þessum efnum. Stjórn- völd þurfa því að hyggja mest að því að þetta fólk fái tæki- færi til starfsmenntunar, bæði I fiskvinnslu og iðnaði. í félagsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að það sem vinnumálaráðuneyti hlyti nú að láta til sln taka. Það þyrfti að koma því á að öryggi á atvinnumarkaði væri tryggt. Nefndin sem ráðherra ætl- ar að skipa mun fá niðurstöð- ur ráðstefnunnar til umfjöll- unar, kanna þær og gera til- lögur um skipulag starfs- menntunar I atvinnullfinu. Ekki er enn vitað hvenær nefndin tekur til starfa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.