Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. desember 1987 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir „Maðurinn er að fyllast stórmennskubrjálæði," skrifaði Ulf Adelsohn i dagbók sína. ekki er hægt að treysta því að hann standi við samkomu- lagið ... Stóra spurningin er, getur maður treyst því aö Palme standi við orð sín? Að hann hlaupi ekki í allt aðra átt, þegar honum hentar?" „Stórmennsku- brjálæði“ „Maðurinn er kominn með stórmennskubrjálæði — hann er með „keisara kom- plexa“... Svona væri hægt að halda áfram. í dagbók Ulf Adelsohn er aftur og aftur komið inn á hvað skapofsi Olaf Palme hafi verið mikill og lítið fer fyrir jákvæðum athugasemd- um um þennan stórbrotna stjórnmálamann og leiðtoga. Rúmlega þremur mánuðum áður en Olaf Palme var skot- inn til bana, skrifaði Adel- sohn í dagbókina: „Þessi maður þolir ekki mótbárur, þá verður hann öskureiður." Eins og hér hefur komið I Ijós, dregur þessi fyrrverandi leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar á dögum Olaf Palme, upp allt aðra mynd af pólitlskum höfuðandstæðingi sínum, en sú ímynd Olaf Palme sem flestir og ekki hvað síst eftir dauða hans, hafa skapað sér. Adelsohn gerir sér fyllilega grein fyrir þessu. í formála bókarinnar skrifar hann: „Sú mynd sem ég dreg upp af Olaf Palme, er allt önnur og verri en sú mynd sem vana- lega er dregin af honum. Olaf Palme var myrtur á grimmdar- legan og svíviröilegan hátt og vissulega harma allir þann geðveikislega verknað. Skyndilegt og sorglegt fráfall hans breytir þó engu um þær athugasemdir sem ég skrif- aði í dagbók mína. Skrif mín eru hreinskilin lýsing á því, hvernig Olaf Palme kom fyrir sjónir andstæðings i hita baráttunnar. Sú mannlýsing mín er og verður áreiðanlega mjög umdeild. Sú staðreynd stendur þó eftir, að þannig koma hann mér fyrir sjónir." — Garlsson betri Ulf Adelsohn átti mikiö betri samskipti við manninn sem átti eftir að verða for- sætisráðherra við fráfall Palme. Þessi maðurvar Ingvar Carlsson og Adel- sohna hóf máls á þessu við Ingvar Carlsson, þegar þeir borðuðu saman I janúar 1984. — „Aldrei er mögulegt aö eiga svona afslappaðar sam- ræður við Olaf Palme eins og við þig.“ Carlsson svaraði því til, aö Palme væri ósköp venjulegur Svíi — heilbrigð- ur, vinalegur og réttsýnn. í athugasemd sem Adel- shon ritaði í dagbókina eftir dauða Olaf Palme, er hann að bera saman Palme og Carls- son. Adelsohn, heldur þvl fram að með athugsemdun- um í dagbókinni, sýni hann fram á, hvað það var miklum erfiðleikum bundið að eiga samskipti við Palme og „hvernig framkoma hans eitr- aði andrúmsloftið I sænskri pólitík". „Það liggur við að ég öfundi Carl Bildt (eftirmaður Adelsohn sem leiðtogi flokks Moderata) af þvl að fá Ingvar Carlsson sem andstæðing. Hann hefur aldrei, svo ég viti til, fallið í þá gryfju að vera með persónulegar árásir, en þaö var daglegt brauð hjá Palrne." Hætt er við, eins og Adel- sohn segir að þessar skoðan- ir hans verði umdeildar og bersýnilegt hatur á Palme, hafi stjórnað penna hans við skrif dagbókarinnar. (Arbeiderbladet.) Eftir dauða Olaf Palme var honum stillt upp í einskonar fílabeinsturni, og litið á hann sem hálfgerðan dýrðling. Flestir hafa gleymt því, að hann var mjög umdeildur maður. Þeir, sem lesa dagbók Ulf Adelsohn frá árunum 1981—'96 gleyma því ekki. Þar er Olaf Palme lýst sem ósannindamanm, manni sem ekki var hœgt að treysta. Manni, sem kom aftan að fólki, manni sem ekki þoldi andmœli. Þeir hafa gætur hvor á öðr- um, „prufukeyra" hvor annan. Smám saman víkur spennan fyrir tilfinningu sem vart er hægt að lýsa með öðru orði en — hatri. 17. desember 1983 skrifar Adelsohn í dagbókina: „Menn segja að líklega hati Paime mig eða fyrirlíti mig, eða trú- lega hvorttveggja." Adelsohn skrifar aldrei að hann hati Palme, en hvaða aðra ályktun geta menn dreg- ið, eftir að hafa lesið úrdrátt sem þann, er hér fer á eftir: — Palme er ósannindamaður „Palme sagði mér ekki sannleikann í utanríkisnefnd- inni ... vissara að sýna fyllstu varkárni I samskiptum við hann.“ „Það er hræðilega erfitt að umgangast mann, sem mað- ur getur aldrei verið viss um að fari með rétt mál.“ „Það er mér ekki undrunar- efni að Palme virðist vera að einangrast meira og meira og tortryggni hans gætir æ meir. Hann er greinilega ekki í jafn- vægi. Hann skrökvar, segir hálfan sannleikann og hagar sér þannig að það gæti end- að með ósköpum.“ „Það virðist ekki vera til neitt sem heitir veglyndi í hans skapgerð, og hann er greinilega mjög langrækinn.“ „Ég sagði Anders Thun- borg (varnarmálaráðherra Palme) hreint út, að persónu- leiki Palme stæöi ( vegi fyrir samkomulagi um varnarráð- stafanir. Til þess liggja tvær ástæður: (fyrsta lagi vegna þess, að Palme gæti komið aftan að mönnum, þegar samkomulag hefur náðst, og í öðru lagi vegna þess að Á myndinni er Adelsohn, sem öfundar eftirmann sinn — af því hann fékk Ingvar Carlsson fyrir andstæding. Á árunum 1981—1986 var Ulf Adelsohn leiðtogi „Moderaterna“, sænska hægri flokksins. Öll þessi ár skrifaði hann dagbók, sem nú er að koma út í bókar- formi. Á mjög opinskáan hátt segir hann frá árum sínum, sem leiðandi stjórnmálamað- ur í stjórnarandstöðu í Sví- þjóð. Hatur? Sá kafli bókarinnar, sem fjallar um Olaf Palme, er mjög umdeildur en er sá hluti bókarinnar sem hefur vakið mesta athygli og þykir safarík lesning. Oumdeildan- lega var Palme miðpunktur- inn I sænskri pólitik á þess- um árum, enda er persóna Olaf Palme eins og rauður þráður í gegnum dagbók Adelsohn. Burtséð frá mál- efnum og tímastaðsetning- um, virðist Adelsohn, leiðtogi hægrisinna gera sér Ijóst að það er Palme, sem er mestrar athygli verður. Ekki eingöngu flokksleiðtoginn og forsætis- ráðherrann Olaf Palme, held- ureinnig persónan Olaf Palme. Hinn nýkjörni Adelsohn bervirðingu blandaða spennu fyrirOlaf Palme, þeg- ar hann hittir hann. Hann veit, að Olaf Palme er óvenju- lega harður pólitískur and- stæðingur. Hæfileikaríkur, vel máli far- inn, séður stjórnmálamaður. Pólitíkus með stóru P. Adel- sohn veit, að ef hann á að halda virðingu sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar verður hann að láta hart mæta hörðu. Til að byrja með eru sam- skipti þeirra hlaðin spennu. Palme — eins og hann kom Ulf Adelsohn fyrir sjónir ÓÁREIÐANLEGUR OG HALDINN STÓRMENNSKUBR JÁLÆÐI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.