Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 1. desember 1987 BÓKAFRÉ TTIR Kvæði og söngvar Bókaútgáfan Forlagið hef- ur sent frá sér bókina „Ber- tolt Brecht, Kvaeði og söngv- ar 1917—1956“. í bókinni gefst íslenskum bókmennta- unnendum, í fyrsta skipti, tækifæri til að kynnast stóru úrvali Ijóða Brechts í búningi sextán íslenskra þýðenda. Einungis þriðjungur Ijóðanna hefur áður birst á prenti. Þorsteinn Þorsteinsson annaðist útgáfuna og þýðir mikinn hluta Ijóðanna. Auk þess ritar hann inngang um Ijóðaskáldið Bertolt Brecht. Af öðrum þýðendum má nefna Halldór Laxness, Sig- fús Daðason, Þorgeir Þor- geirsson, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. „Kvæði og söngvar 1917—1956“ er 120 bls. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. AUK hf/ Ólafur Pétursson hannaði kápuna. Móðir kona meyja Móðir kona meyja, fyrsta skáldsaga Nínu BjarkarÁrna- dóttur er komin út hjá Forlag- inu. Á kápu bókarinnar segir m. a. „Haustið 1958 heldur Helga litla í Heiðarbæ suður og ræðst í vist til ríkismanna- hjóna í Reykjavík. Sextán ára sveitastelpa sem eignast hef- ur barn í lausaleik. Arið í hús- inu er tími mikilla atburða og skiptir sköpum í lífi hennar. Helga lætur engan ósnortinn — hún er náttúrubarn og ögr- un við lífið á mölinni. Nína Björk Ijær því fólki mál sem ekki er til frásagnar um hlutskipti sitt, hvort held- ur það er fína frúin Heiður sem fléttar sorg sína og sviknar tilfinningar í vefinn sem hún brennir að hausti. — Sína og Setta, síóustu niðursetningar islenskra sveita — eða Amerikanason- urinn Villý sem berst fyrir til- veru sinni í braggahverfum Reykjavíkur... Frásögnin er spennandi, hún einkennist af heitum erótískum lýsingum, einstæöu næmi á andstæður þjóðfélagsins og er gædd þeim Ijóðrænu töfrum sem Nína Björk Árnadóttir hefur flestum skáldum betur á valdi sínu.“ Móðir kona meyja er 132 bls. að stærð. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði Kápu gerði AUK hf./ Garðar Pétursson. Ásta grasalæknir Lífsaga Ástu grasalæknis er nú komin út I bók í saman- tekt Atla Magnússonar, blaðamanns. í bókinni gefur Ásta ráöleggingar og upp- skriftir. Ennfremur svara þrettán einstaklingar þeirri spurningu, hvers vegna þessi lækningakunnátta lifir svo góðu lífi, nú á dögum há- tækni og vísindahyggju. Dulargáfur hafa löngum fylgt fólki Ástu og hún rekur ýmsar frásagnir því til stað- festingar og ræðir um eigin andlega reynslu. Bókin kemur út hjá Erni og Örlygi, er filmusett hjá Al- prent, prentuð hjá Prentstofu G. Benediktsonar en bundin I Arnarfelli. Hvar ert þú í röðinni „Eru persónueinkenni okk- ar og viðhorf meðfædd eða mótast þau ef til vill meira af fjölskyldu okkar og uppeldi." Þetta eru upphafsorð kynn- ingar á nýrri bók sem Örn og Örlygur hafa gefið út. Bókin nefnist „Systkinaröðin mótar manninn" eftirdr. Kevin Leman. Guðmundur Þor- steinsson er þýðandi bókar- innar. í frétt frá Erni og Örlygi segir að þessi bók sé brunn- ur upplýsinga, sem geta hjálpað þér að bæta sam- skipti þín við aðra, hagnýta þér styrk systkinaraðarinnar og bæta úr veikleikum henn- ar. Töfralampinn Þýðingaútgáfan og Forlag- ið hafa f sameiningu sent frá sér nýjustu bók sagnameist- arans Williams Heinesens. Bókin hefur fengið nafnið „Töfralampinni" á íslensku. í „Töfralampanum“ eru tiu sjálfstæðar frásagnir sem tengjast þó allar innbyrðis. Með þessu er Heinesen að feta ótroðnar slóðir hann var orðinn tæplega nfræður er hann lauk við bókina. Þýðandi er Þorgeir Þor- geirsson, bókin er 132 bis. að stærð, prentuð og bundin í Odda. Bókarkápa og mynd- skreytingar eru verk höfund- arins sjálfs. UMONNUNAR- OG HJUKRUNARHEIMIUD SKJOL VERDUR VIGTIDAG Heimilinu er œtlað að verða skjól fyrirþá aldraða, sem af einhverjum ásfœðum þarfnasf sérsfakrar umönnunar. Þar eiga allir landsmenn jafnan aðgang. Húsið er alls 6 hœðir og verða tvœr þeirra teknar í notkun í fyrsta áfanga. Stefnt er að því að nœstu tvœr verði tilbúnar í mars 1988 og að byggingin verði fullbúin í desember 1988. SKJÓL er sjálfseignarstofnun og stofnendur hennar eru: ÁTAKTILSKJÓLS Hafin er fjársöfnun til styrktar áfram- haldandi framkvœmdum og verða gíróseðlar sendir öilum heimilum á landinu. Einnig er tekið við framlögum á gíróreikning nr. 46226 í Landsbanka íslands. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSIANDS ■ REYKJAVÍKURBORG ■ SJÓMANNADAGSRÁÐ ■ STÉTTARSAMBAND BÆNDA SAMBAND LÍFEYRISÞEGA RÍKIS OG BÆJA ■ ÞJÓÐKIRKJAN VIÐ, SEM ÁTT HÖFUM ÞÁTT f VERKINU, HVETJUM FÓLK TIL AÐ LEGGJA GÓÐU MÁLEFNI LIÐ. VERKFRÆÐISTOFA STEFÁNS ÓIAFSSONAR HF. TEIKNISTOFAN HF„ ÁRMÚIA 6 TRÉSMIDJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. TRÉSMIDJA ÚLFARS, AUÐBREKKU 19 SVERRIR SIGURÐSSON, PÍPULAGNINGAMEISTARI SIGFÚS OG KRISTJÁN SF. MÚRARAMEISTARAR LOFTORKA HF. KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HEILDVERSLUNIN EDDA HF. FJARÐARMÓT HF. EPAL HF. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. BRAGI KRISTIANSEN. RAFVIRKJAMEISTARI BLIKKSMIÐJAN VÍK HF. ALMÁLUN SF. Framkvœmdanefnd þakkar öllum þeim sem stutt hafa verkið með framlögum sínum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.