Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 8
MMBUBLOIB UREVHLL 68 55 22 Þriðjudagur 1. desember 1987 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ii^■■ STJÓRNARSLIT FRAMUNDAN? Nægilegt framboð af tilefnum til stjórnarslita. Renna framsóknarmenn hýru auga til niðurstaðna úr skoðanakönnunum? Misklíðarefnin nú hefðu öll átt að vera fyrirséð þeg- ar stjórnin var mynduð. Eftir langar og strangar viðræður náðist loks samkomulag um myndun þriggja flokka ríkisstjómar undir forsæti Þorsteins Pálssonar i byrjun júlí í sumar. Nú virðist sem eitthvað hafi verið skilið eftir af lausum endum í þeim viðræðum sem enduðu með þessari mynd. Er stjórnin að springa? Þetta er spurningin sem fréttamenn útvarps og sjón- varpsstöðva senda inn á seg- ulböndin áður en þeir snúa hljóðnemanum að ráðherrum eða þingmönnum í viðtölum þessa dagana. Spurningin heyrist reyndar viðar um þessar mundir. Hún er lika rædd á vinnustöðum og ann- arsstaðar þar sem fólk safn- ast saman yfir kaffibolla. Það verður heldur ekki betur séð en spurningin eigi fullan rétt á sér. Misklíðarefnin á stjórn- arheimilinu eru nú bæði mörg og stór og auk þess orðin opinber. Það er sjálfsagt flestum kunnugt sem á annað borð fylgjast sæmilega með stjórnmálafréttum, að mis- klíðarefni innan ríkisstjórna, eru langflest útkljáð með samkomulagi stjórnarflokk- anna og fá farsælan endi án þess að misklíðin á stjórnar- heimilinu af þeirra völdum verði nokkurn tima fréttaefni. Þeim misklíðarefnum sem ná út til fjölmiðla fer hins vegar fjölgandi með árunum. Þetta stafar þó trúlega öðru fremur af þvi að fjölmiðlar eru nú fleiri en áður og beita markvissari og ákveðari að- ferðum við fréttaöflun. Þeir tímar eru liðnir þegar ráðherr- ar mættu í úrvarps- og sjón- varpsviðtöl með niðurskrifað- ar spurningar handa frétta- manninum. Mörg misklíöarefni Engu að síður eru það um- talsverð tiðindi þegar fregnir berast af ósætti innan ríkis- stjórnar ekki síst þegar mis- kliðarefnin eru fleiri en eitt og sum býsna veigamikil. Al- þýðuflokksmenn hafa nú kveðið upp úr með það að þeir treysti sér ekki til að standa að kvótafrumvarpi Halldórs Ásgrímssonar í þeirri mynd sem einkum hef- ur verið til umræðu, en leggja í staðinn fram eigin til- lögur. Landbúnaðarnefnd rík- isstjórnarinnar klofnaði líka fyrir skemmstu, en þar náðu andstæðingarnir í kvótamál- inu saman á móti sjálfstæð- ismanninum, Agli Jónssyni. Enn eru húsnæðismálin ekki útkljáð og þessu til við- bótar koma svo smærri „uppákomur", svo sem yfirlýs- ingar Jóns Helgasonar, land- búnaðarráðherra, um afsal húseignanna í Síðumúla í Reykjavík til hlutafélagsins Ágætis, en fjármálaráðherra hefur fram að þessu séð viss tormerki á að gefa slíkt afsal út. Þessa dagana fer ekki mik- ið fyrir ágreiningi innan stjórnarinnar um fjárlaga- frumvarp, en hins vegar er vitað að um það eru nokkuð skiptar skoðanir í herbúðum stjórnarflokkanna þriggja. Vel kynni svo að fara að einhverj- ir fjárlagaliöir eða hugsan- lega fjarvist ákveðinna liða, kynni að valda uppúrsuðu innan stjórnarinnar áður en fjárlög verða samþykkt á síð- ustu þingdögum fyrir jól. Tilefni ekki sama og stjórarslit Það er þannig ekki skortur ágreiningsefna og þar með tilefni til stjórnarslita. Hitt er svo annað mál að þar með er ekki sagt að tii stjórnarslita muni draga. Staðreyndir stjórnmálasögunnar kenna nefnilega að stjórnarslit verða fremur af öðrum ástæðum en beinu ósam- komulagi í einstökum mál- um. Misklíðarefni á stjórnar- heimilum eru vissulega not- uð sem átyllur fyrir stjórnar- slitum en hin raunverulega ástæða er oftast sú að ein- hver aöilanna í stjórnarsam- starfinu telur stjórnarslit, með nýjum kosningum, sem oft- ast fylgja í kjölfarið, vænleg- an kost. Miðað við fylgistölur síðustu skoöanakannana er að vísu hugsanlegt að fram- sóknarmönnum þætti væn- legt að ganga til kosninga eftir áramótin. Hvorki sjálf- stæðismönnum né alþýðu- flokksmönnum hefur hins vegar vegnað þannig í skoð- anakönnunum upp á síökast- ið að kosningar freisti þeirra mjög. Sjálfstæðisflokkurinn kom að visu verr út úr síðustu kosningum en nokkru sinni fyrr í sögu flokksins, en þrátt fyrir tap Borgaraflokksins ( könnunum að undanförnu, er ekki séð að það fylgi sem hann vann frá Sjálfstæðis- flokknum f síöustu kosning- um, sé að skila sér. Fengi flokkurinn viölíka slæma út- reið í öórum kosningum, væri það ótvíræð staðfesting þess að Sjálfstæðisflokkurinn heföi hrapað úr forystuhlut- j verki sínu, niður í það að vera í hæsta lagi fremstur meðal jafningja. Slík niðurstaða yrði væntanlega til þess að ýta enn frekar á formannaskipti í flokknum og nýjar kosningar nú kynnu þannig að verða andstæðingum Þorsteins Pálssonar innan flokksins til nokkurs framdráttar, en að öðru leyti verður ekki séð að nýjar kosningar ættu að verða sjálfstæðismönnum neitt sérstakt fagnaðarefni. Myndu allir tapa á kosningum? Ef niðurstöður kosninga yrðu i einhverju samræmi við skoðanakannanir að undan- förnu, myndi Alþýðuflokkur- inn sennilega tapa einhverju fylgi frá kosningunum í vor. Stóru sigurvegararnir yrðu hins vegar Kvennalistinn og Framsóknarflokkurinn. Af stjórnarflokkunum þremurer það þannig einungis Fram- sóknarflokkurinn sem gæti eygt nokkra hagnaðarvon í kosningum nú. Á hinn bóg- inn er hætt vió að sú traust- leikaímynd sem framsóknar- menn hafa verið að byggja upp (sbr. sjónvarpsauglýsing- arnarum klettinn í hafinu) myndi bíöa nokkurn hnekki ef þeir ryfu stjórnarsamstarf- ið. A. m. k. yrðu þeir að hafa bæði gilda og trúveröuga ástæðu. Reyndar virðist trúlegast að stjórnarslit nú myndu skaða ímyndir allra flokkanna þriggja, vegna þess hve skammt er liöið síðan stjórn- in var mynduö. Ekkert þeirra vandamála sem stjórnarflokk- arnir kljást nú við, er þess eðlis að það hafi ekki mátt sjá fyrir þegar stjórnin vár mynduð. Þetta þýðir væntan- lega að flestir kjósendur séu þeirrar skoðunar að hafi stjórnarflokkarnir ekki a. m. k. séð fram á að þeir myndu geta náð samkomu- lagi um lausn þeirra, hefðu þeir allt eins getað látið vera að mynda ríkisstjórnina. Málamiðlun Ef ganga má út frá því að kjósendur séu nægilega langminnugir til að draga ályktun af þessu tagi, má jafnframt gera ráð fyrir að stjórnarslit nú yrði öllum stórnarflokkunum nokkurt áfall. Þótt ekki kæmi annað til, gerir þetta að verkum að menn munu væntanlega leggja nokkuð á sig til að ná samkomulagi. Að öllu samanlögðu er því sennilegast að á næstu vik- um fáum við að sjá hina sögulegu málamiðlan í ís- lenskri stjórnmálasögu. í hverju hún kann að vera fólg- in, skulum við að þessu sinni láta ósagt en Alþýðublaðið mun að sjálfsögðu fylgjast með hverju fram vindur. Þú gerir það líka með því að halda áfram að lesa Alþýðu- blaðið. FRETTASKYRING Jón Daníelsson skrifar • Krossgátan Lárétt: 1 kúpta, 5 síða, 6 tinir, 7 umdæmisstafir, 8 mengun, 10 samstæðir, 11 háttalag, 12quóir 13 tómir. ’ Lóðrétt: 1 hélt, 2 spil, 3 til 4 stækkaðir, 5 undrandi, 7 kvabbir, 9 skurður, 12 pípa. Lausn á siöustu krossgátu: Lárétt: 1 skolt, 5 slæg, 6 mél, 7 ha, 8 átakið, 10 tt, 11 ark, 12 orða, 13, kukli. Lóðrétt: 1 slétt, 2 kæla, 3 og, 4 traðka, 5 smátæk, 7 hirði, 12 ok. • Gengið Gengisskráning 27. nóvember 1987 Kaup Sala Bandarikjadollar 36,710 36,830 Sterlingspund 66,317 66,533 Kanadadollar 28,065 28,156 Dönsk króna 5,7454 5,7641 Norsk króna 5,7167 5,7354 Sænsk króna 6,1102 6,1302 Finnskt mark 9,0119 9,0414 Franskur franki 6,5204 6,5417 Belgiskur franki 1,0601 1,0635 Svissn. franki 26,9827 27,0709 Holl. gyllini 19,6958 19,7602 Vesturþýskt mark 22,1585 22,2309 ítölsk lira 0,03007 0,03017 Austurr. sch. 3,1477 3,1580 Portúg. escudo 0,2715 0,2724 Spanskur peseti 0,32957 0,3296 Japanskt yen 0,27447 0,27536 • Ljósvakapunktar • RUV Skammdegisspjall kl. 20.40. Stefán Jón Hafsteinn ræðir við Þráinn Bertelsson um kvikmyndagerð. Á eftir verð- ur sýnd kvikmynd Þráins „Skammdegi." • Rás 1 Leikrit kl. 22.20. „Blómguð kirsjuberjagrein" eftir/Fried- rich Feld. Leikstjóri er Gísli Halldórsson. • Stjaman Helgi Rúnar Óskarsson kynnir lög af breska vin- sældalistanum kl. 20.00. • Útrés Þreytturþridjudagur. Ragnar og Valgeir Vilhjálmssynir sjá um þáttinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.