Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. desember 1987 5 HEILBRIGÐISMÁL Þórunn Guðmundsdóttir skrifar Margrét Ingibjörg Marelsdóttir er öryrki í íalenska „velferðarþjóðfélaginu “SMÁNARBÆTURNAR ERU VERSTAR“ Á fimm árum tapaði hún algjörlega líkamlegri heilsu og er nú œtlað að lifa á 20 þúsund krónum á mánuði. „Ef stjórnmálamenn vita hvernig á að lifa á 20 þúsund krónum á mánuði, ættu þeir aö senda leiðbeiningarbækling inn á hvert heimilisegir Margrét Ingibjörg Marelsdóttir sem varð algjör öryrki á fimm árum. í hlýlegri íbúð í Smáíbúðar hverfinu hittir Alþýðublaðið að máli Margréti Ingibjörgu Mar- elsdóttur. Margrét er fertug að aldri. Hún hefur á síðustu fimm árum tapað algerlega líkamlegri heilsu og er nú ör- yrki. Margrét segir sjálf að hún telji lœknamistök og ranga meðferð á heilbrigðisstofnun- um eiga sinn þátt í hvernig komið sé fyrir sér. Hún segir hispurslaust frá veikindum sín- um. Hún segir að sjaldnast hafi sér verið gerð grein fyrir ástandi sínu af lœknum þeim sem hafa haft umsjón með henni. Stundum hafi svörin verið eins og ástand líkamans vceri ekki hennar mál, hvað þá meðferðin. Hún byrjar að segja okkur sögu sína: „Sem barn varég með hrygg- skekkju. Ég var send í sjúkraleikfimi sem átti að rétta skekkjuna. Þetta var mikið púl. Það var settur svampur á hnén og hendurnar og svo var ég látin skríða fram og aftur um gólfið. Eg mætti samviskusamlega i 81 skipti, þá var meðferð lokið. Þegar ég var u.þ.b. 15 ára fór ég að vinna í bakaríi. Þetta var líkamlega erfið vinna. Oft þurfti ég að bera þunga kassa. Þetta hefur sjálfsagt haft slæm áhrif á bakið þó ég gerði mér ekki grein fyrir því þá. Seinna hóf ég störf í mötuneyti. Vöðvabólga í baki Á þrítugsaldri er ég orðin mjög slæm í baki og það var greint sem vöðvabólga. Ég fékk sprautur en þær geröu ekkert gagn. Mér versnaði sí- fellt. Þegar ég var 35 ára var ég orðin sjúklingur á dagdeild Grensásdeildar. Þar fékk ég meðferð vegna vöðva- bólgu I baki. Á meðan á meðferðinni stóð versnaði mér enn og nú var svo komið að ég gat ekki ekið bílnum mín- um lengur þvl annar fóturinn lét ekki að stjórn. Þegar svo var komið var mér ráðlagt að hafa samband við sjúka- þjálfara á Reykjalundi sem hafði góða menntun og mikla reynslu I meðferð á bakveiku fólki. Þessi sjúkraþjálfari sagði mér að hafa strax samband við taugaskurð- lækni því það væru greinilega klemmdar taugar. Ég talaði við hann á þriöjudegi, var kölluð inn á miðviku- degi og skorin upp á fimmtudegi. Læknir á Borgarspítalanum tjáði mér að ég hefði verið lengi I rangri með- ferð sem hefði gert illt verra. Ég bjóst við að þegar ég myndi vakna eftir svæfingu væru öll mín bakveikindi úr sögunni." Fyrsta „viðhaldið“ Þegar hér er komið I frásögn Mar- grétar er hún orðin mjög harðorð yfir framkomu ákveðins læknis á Grensás- deild. Hún segir að á því tlmabili sem hún dvaldi þar hafi hún kvartað yfir að sér versnaði sífellt hafi svar læknisins verið, „á meðan er trúað á verkina í þér verður eitthvaö reynt að gera“. Margrét heldur áfram frásögn sinni: „Þetta var I nóvember 1982. í desem- ber útskrifaðist ég en var þá enn svo kvalin að ég þurfti verkjasprautur. Stuttu seinna um áramótin 1982-1983 lamast þvagblaðran og nú varég lögð inn á Landspítalann. Þvag- færaskurðlæknir sagði mér að ekki væri hægt að gera við blöðruna þetta væri mænulömun. Eg reyndi að spyrja hver væri orsökin en fékk engin svör. Aðgerð var gerö á blöðru og þvag leitt út I poka. Þannig fékk ég fyrsta „við- haldið" mitt. í maí á þessu sama ári (1983) var ég orðin svo slæm I baki að ákveðið var að skera upp til að bæta líðan mfna. Þegar ég vakna úr þeim uppskurði segir bæklunarlæknir sá sem skar að hann hafi gert allt sem hægt var að gera. Ég fékk engar frekari skýringar á þvl hvað hefði þurft að gera ef það hefði verið hægt. Þegar maður er ný- vaknaður eftir svæfingu spyr maður ekki gaumgæfilega enda eru allir sljó- ir og vankaðir eftir svæfingar. Seinna á þessu sama ári fór ristillinn að gefa sig og varð vandamál. Ristillinn versn- aði á næstu tveim árum og I febrúar 1986 var óhjákvæmilegt að skera mig upp til að laga hann. I mars þetta sama ár fékk ég garnaflækju og næsti uppskurður var staöreynd. Á þessu ári 1986 var ég flutt átta sinnum á Land- spítalann vegna veikinda I ristli og nú hélt ég að lögheimili mitt yrði á deild 13 D á Landspítalanum. Ristillinn leiddur út Þegar ég útskrifast af Landspítalan- um var framhaldsmeðferð fólgin I þvl að ég fengi stólpfpur 2-3 I viku það var eina leiðin til að losna við hægðir. Þessar stólpfpur átti ég að fá á heilsu- gæslustöðinni I Fossvogi. Ég var mjög slöpp og allir sem reynt hafa . vita hvers konar álag þetta er fyrir heilbrigðan mann, hvað þá sjúkling. Ég reyndi að gefa mér þetta sjálf en það gekk ekki. Ég var úrvinda af þreytu á þessari meðferð og treysti mér ekki til að sækja þessa þjónustu úti I bæ. Heimilislæknirinn minn leit- aði til heimahjúkrunarinnar fyrir mig og eftir það varð ég skjólstæðingur hennar og líðan mln batnaði. í einni innlögninni vegna ristilveik- inda á þessu ári, 1987, tók á móti mér læknir sem ég hafði ekki hitt áður. Hann sagði mér að ástand mitt væri þannig að verið gæti að það þyrfti að leiða ristilinn út og ég fengi poka til viðbótar framan á mig. Sú tilhugsun skelfdi mig því mér fannst nóg komið. Hann gat ekki sagt þetta alveg ákveð- ið fyrr en hann hefði skoðað ástandið inni í mér. Þegar ég vaknaði eftir þennan uppskurð þorði ég ekki að þreifa á maganum á mér af ótta við aö finna nýjan poka. En pokinn var stað- reynd. Eg varð að sætta mig við það og hefja baráttuna fyrir betri heilsu einu sinni enn. Nú kalla ég mig pokadýr með tvö viðhöld. Mér gengur vel að aðlagast viðhöldunum þau gera mér llfið auð- veldara en það er nú kannski ekki hægt að segja um öll viöhöld. Núna bið ég eftir að vera kölluð inn og sett I næsta uppskurð því það á eftir að gera lokaaðgerö við frágang á ristlinum." Að lifa sem öryrki á 20 þúsundum á mánuði Alþýðublaðið spyr Margréti hvernig andleg heilsa hennar sé orðin eftir að hafa gengið I gegnum þetta allt á fimm árum. „Ég hef aldrei þurft á aðstoð sál-^ fræðinga eða geðlækna að halda. tg á góöa fjölskyldu sem hefur átaðið með mér. Ég hef alltaf reynt að láta hugann standa upp úr þessum veik- indum og sjá spaugilegu hliðarnar á þessu. En auðvitað hefur ekki alltaf verið hægt að koma auga á þær. Eg hef líka alltaf haft vonina um að nú færi allt að lagast og ástandið gæti a.m.k. ekki versnað. Það er svo annað mál hvort ég á ekki eftir að brotna yfir þeim aðstæðum sem þjóðfélagið býr þeim sem þurfa að lifa á örorkulífeyri. Mér dettur helst í hug að stjórn- málamenn viti ekki um þær. Ef þeir vissu hvernig það væri að lifa á rúm- um 20 þúsundum á mánuði, myndu þeir allir sem einn hella sér út í að bæta hag öryrkja. Ef þeir aftur á móti vita hvernig á að lifa á 20 þúsundum ættu þeir að senda leiðbeiningar- bækling inn á hvert heimili. Ég þarf að reka bíl, bæði þarf ég sjálf að komast um og geta ekið móð- ur minni í meðferð á Vífilsstöðum. Ég bíð eftir svari núna um hvort ég fæ styrk öryrkja til bílakappa. Ef ég lendi ekki í þeim flokki sem fær hærri styrk get ég ekki endurnýjað bílinn minn sem nú er 5 ára og þá lokast ég end- anlega inni. • Fjölmiðlar draga alltaf upp þá mynd af þjóðinni að hún sé öll að gera það gott. Það er kannski þess vegna sem stjórnmálamenn halda að við hin sé- um ekki til. Þeir þekkja ekki aðsfæður háttvirtra kjósenda nema í gegnum fjölmiðla. í sjónvarpi er sagt frá þeim þúsundum sem fara til Glasgow í jóla- innkaup og geta látið það eftir sér að eyða jafnvel hundruðum þúsunda i einni innkaupaferð. Fyrir þá sem lifa á örorkulífeyri er þaö meiriháttar mál ef þarf að borga orkureikninga fyrir 10. hvers mánaðar en Tryggingastofnunin greiðir út bætur á þeim mánaðardegi. Mig hefur dreymt um það síðan ég var ung að komast til Noregs. Ég sé ekki fram á að aðstæður mínar verði þann- ig næstu árin að ég geti látið þennan draum rætast. Vantar upplýsingar Það vantar einn stað þar sem allar upplýsingar um rétt öryrkja eru á einni hendi. Ég vissi ekki fyrr en í fyrra, í sjöttu ferð minni með sjúkrabil það ár- ið að öryrkjar borga ekki fullt fyrir akstur í sjúkrabílum. Það var sjúkra- flutningamaðui- sem upplýsti mig um þetta. Eg get nefnt fleiri dæmi um það hvernig ég hef frétt um rétt minn fyrir tilviljun. Mér finnst að þeir sem tóra af ör- orkubótum ættu að fá ókeypis f þær stofnanir sem rikið rekur og styður af almannaféí. Eins og Þjóðleikhúsið. Ef ég ætla að láta það eftir mér að fara í leikhús verð ég að fara vandlega yfir fjárhaginn og hugsa mig vel um hvort ég geti látið þetta eftir mér. Ég hélt að ég ætti kost á niðurfell- ingu á afnotagjaldi sjónvarps og sótti um það. En það var nú aldeilis ekki. Það var hringt frá sjónvarpinu og mér sagt að vegna þess að bróðir minn sem vinnur fulla vinnu úti í bæ byggi I íbúðinni og horfði á þetta eina sjóvarp sem er hér ætti ég ekki kost á niður- fellingu afnotagjalds. Ég læt það ekki eftir mér að vera bitur út í líkamlegt ástand mitt. Skaö- inn er skeður. Ég tel mig vera fórnar- lamb læknamistaka og eiga rétt á bót- um. Það sem mér finnst vera Ktilsvirð- ing og niöurdrepandi er að ætla ör- yrkjum að lifa á þeim smánarbótum sem nú eru. Við borgum sama verð fyrir bensín, tryggingar, rafmagn, hita, mat og flest annað eins og aðrir þjóð- félagsþegnar," segir Margrét Ingibjörg Marelsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.