Alþýðublaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 4. desember 1987
MÞYÐUBLM9
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Umsjónarmaður
helgarblaös:
Blaöamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Jón Daníelsson
Þorlákur Helgason
Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir, Kristján
Þorvaldsson og Sigriöur Þrúöur Stefánsdóttir.
Þórdís Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaöaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
ABYRGÐ
LANDBÚNADARRÁÐHERRA
Landbúnaðarmálin eru komin í læstastöðu. Ekkert sam-
komulag náðist í fyrradag áráðherrafundi þeirra Þorsteins
Pálssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonarog Jóns Helga-
sonar. Umræðufundur ráðherra fjallaði um hugmyndir
landbúnaðarráðherra um hækkun á framlögum til land-
búnaðarmála í fjárlagafrumvarpinu. Fjármálaráðherra
hefur lýst því yfir að þessari ósk landbúnaðarráðherra
verði að mæta með sömu rökum og öðrum beiðnum um
hækkanir á útgjaldalið fjárlagafrumvarpsins. Jón Baldvin
sagði í viðtali við Alþýðublaðið í gær, að ríkisstjórnin hefði
ekkert samþykkt og það yrði að líta á þessa beiðni í Ijósi
annarra útgjaldahækkana og í samræmi við þær.
Landbúnaðarráðherra gerði í haust fyrirvara varðandi
landbúnaðarhluta fjárlagafrumvarpsins. í ríkisstjóminni
varsíðan samþykkt að vinnaað tillögum sem næðu mark-
miðinu um hallalaus fjárlög. Inni í því vandaverki fólst að
sjálfsögðu sú þraut að hagræða eða færa til þann hluta
sem sneri að landbúnaði. Enda ekki vanþörf á að hætta
hinni glórulausu stefnu að stafla dauðum kindaskrokkum
inn í frystihús og geyma þá í nokkur misseri, aka þeim
síðan á öskuhaugana og senda skattgreiðendum reikn-
inginn. Slík stefna er að sjálfsögðu ekki landbúnaðar-
stefna heldur stefnuleysi og uppgjöf. Þannan erfiða hnút
þarf að höggva á; það verður að finna lausn á vanda land-
búnaðarins, takatillit til byggðannaog bændannasem við
þennan atvinnurekstur fást. Stór hluti af vanda landbún-
aðarins er til að mynda markaðsmálin, en lítið hefur verið
reynt til að koma gæðakjöti á erlendan markað.
öérstakri nefnd þriggja þingmanna stjórnarflokkanna
var falið að vinna til tillögum um landbúnaðarmál sem
taka skyldu mið af hallalausum fjárlögum. í nefndinni náð-
ist samkomulag milli Eiðs Guðnasonar Alþýðuflokki og
Páls Péturssonar Framsóknarflokki en Egill Jónsson
Sjálfstæðisflokki kaus hins vegar að standa ekki að sam-
komulaginu. Fjármálaráðherra hefur hins vegar sagt sig
reiðubúinn að standa við sinn hlut og fallast á tillögurnar
þótt þær feli í sér300 milljón króna hækkun. Fjármálaráð-
herra hefur hins vegar sett það sjálfsagða skilyrði að land-
búnaðarráðherra flytti frumvarp til laga á Alþingi um að
afnumin yrðu sjálfvirk ríkisútgjöld vegna jarðræktarlaga.
Þetta þýðir að reglum yrði breytt á þann veg, að menn
þyrftu að sækja um áður en þeir framkvæmdu. Hingað til
hefur það þótt sjálfsagt má að menn gengju inn í fjár-
málaráðuneytið með reikninga eftir að framkvæmdum er
lokið.
Þessi málamiðlun hefur verið samþykkt í þingflokkum
Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins nema að svo
brá við að Jón Helgason landbúnaðarráðherra var á móti.
Engin andmæli hafa heyrst frá Sjálfstæðisflokki. Land-
búnaðarmálin eru því öll í einum hnút ennþá og hvílir
ábyrgðin á lausninni á herðum landbúnaðarráðherra. Með
því að leggjast gegn málamiðlunartillögunni sem sam-
þykkt hefurverið í þingflokkunum, bregður Jón Helgason
fæti fyrir Jon Baldvin Hannibalsson og afgreiðslu fjár-
lagafrumvarpsins. Jólin og áramótin nálgast og mikilvæg
frumvörp eru enn ólögð fram á þingi. Einna alvarlegast er,
ef landbúnaðarráðherra ætlar að tefja afgreiðslu fjár-
lagafrumvarpsins á forsendum sem þingflokkar stjórnar-
flokkanna hafa þegar afgreitt og rutt úr vegi.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
ÞAÐ er fróðlegt aö fræöast
um uppáhaldsföt einstakl-
inga. Helgarpósturinn fór á
stúfana í síöasta blaði og
spurði þekkta íslendinga um
þetta atriöi. Einna athyglis-
verðast er svar Sverris
Stormskers:
„Uppáhaldsfötin mín eru
bómullartuskur og satin-
druslur. Þessi mjúku, léttu
föt. í þannig fötum geng ég
allt að því dags daglega
nema það sé þvingað upp á
mig einhverjum terelynbrók-
um í veislum í foreldrahús-
um. í þannig buxum líður
mér aíltaf eins og ég sé að
fermast í annað sinn. Það er
algjör pina. Ég legg mikla
áherslu á að vera í þægileg-
um fötum. Það er vellíðunar-
lögmálið i parxis. Þess vegna
á ég fimm eða sex pör af föt-
um í þessum stíl til að eiga
alltaf til skiptanna. En þó það
komi ekki málinu við finnst
mér best aö ganga í skóm.“
DR. Jónas Bjarnason deild-
arstjóri hjá Rannsóknarstofn-
un fiskiönaöarins skrifar at-
hyglisverða grein í Dagblað-
iö/Vísi í gær. Greinin fjallar
um þá sjálfheldu sem sér-
hagsmunahópar Alþingi og
ríkisstjórn eru komnir í. Les-
um sýnishorn af sjónarmió-
um Jónasar:
„Margir hafa tekiö eftir þvi,
að Alþingi og ríkisstjórn er
oft í eins konar sjálfheldu
sérhagsmunanna. Einstakir
þrýstihópar líta á löggjafar-
samkundu þjóðarinnar sem
kjörbúð með nútimasniði.
Þeir ætlast til þess að geta
tekið sína innkaupakörfu og
valið i hana þær vörutegundir
(lög), sem þeim sýnist. Og
ekki nóg með það. Þegar
komið er að peningakassan-
um, framvísa þeir krítarkorti,
en það er stundum fengið að
láni hjá komandi kynslóðum,
sem eiga að standa undir er-
lendum lánum og lántökum
rikissjóðs. Það má segja að
mörgum af fulltrúum eða
skylmingaþrælum sérhags-
muna sé viss vorkunn í Ijósi
þess, að margir alþingis-
menn segjast vera bundnir
samvisku sinni einni hvað
sem líður stefnuskrám þeirra
flokka, sem komu þeim á
Or. Jónas Bjarnason hefur sett
fram skemmtilega kenningu um
Halldór Ásgrimsson og hags-
munaaðiiana í sjávarútvegi.
Sverrir Stormsker veit í hverju
hann vill vera.
þing. Þeir lita á kosninga-
stefnuskrár flokka sinna eða
almenn stefnumið sem um-
búðapappír eða sauðaargæru
fyrir sjálfan sig og svo birtast
þeir á Alþingi með sjónar-
mið, sem enginn kannast við
að hafa kosið. Við þessar að-
stæður er bæði gert tilræði
við flokkaskipan og lýðræði i
landinu. Enda sér þess nú
merki. Öll helstu mál á þingi
að undanförnu eru þvers og
kruss á flokkalínur. Felstir
gráta þó krókódílatárum yfir
óförum og ruglingi i öðrum
flokkum, en eru um leið
ófærir til að taka þátt i tiltekt
heima fyrir. Hver er orðinn
munur á málflutningi þing-
manna?
Dr. Jónas nefnir dæmi:
„Stjórnmálamenn segja,
að hafa eigi samráð við hags-
munaaðila um endurskoðun
fiskveiðistefnunnar og leita
svo til fulltrúa núverandi fisk-
veiðiaðila og fiskvinnslu.
Hverjir eru hagsmunaaðilar?
Hvað með alla íslendinga,
sem eru í uppvexti og höfðu
ætlað að leggja sjávarútveg
fyrir sig? Hinir, sem sitja fyrir
á fleti, reyna auðvitað að
skella hurðinni á þá og segja:
„Vér einir megum.“ Halldór
Asgrímsson sjávarútvegsráð-
herra leggur fram tillögur,
sem hann síðan fær LIÚ og
Fiskiþing til að samþykkja.
Svo segist hann ekki geta
gengið gegn öllum hags-
munaaðilum í sjávarútvegi.
Hvað með allar aðrar atvinnu-
greinar á íslandi, sem búa við
gengisskráningu, sem byggð
er á „þumalfingurskrúfu“ á
sjávarútvegi. Auðvitað á að
skrá gengið með hliðsjón af
viðskiptajöfnuði við útlönd
en ekki nota gengisskráning-
una til að halda aftur af fjár-
festingum í útgerð og of-
veiði.
Og lokaorö Jónasar eru
eftirfarandi:
„Þegar málið er krufið,
sést að íslenskir neytendur
og almennir þjóðfélagsþegn-
ar eru eins og plokkaðar
hænur. Sérhagsmunahópar
rotta sig saman um allt það,
sem bitastætt er. Almenning-
ur étur það sem úti frýs. Mat-
væli og almennur neysluvarn-
ingur er hér mun dýrari en
gengur og gerist í nágranna-
löndum og eru landbúnaðar-
afurðir í sérflokki. Margs kon-
ar þjónusta er einnig miklu
dýrari. — í raun eru skýringar
á öllu þessu samkeppnis-
hindranir. Þjóðfélagið er
gegnumsýrt af margs konar
„samsæri gegn frjálsum við-
skiptaháttum", viðskiptahátt-
um, sem hafa valdið þeirri
lífskjarabyItingu, sem öll
frjáls Vesturlönd státa af.
Útsendarar þrýstihópanna
gera lítið úr markaðslögmál-
unum. Þeir telja sig vita bet-
ur. „Markaðslögmálin eru svo
sem góð innan vissra marka“,
segja þeir. Það sem þeir
meina er, aö frjáls sam-
keppni er góð fyrir alla aðra
en þá sjálfa. Þeim sjálfum
dugar miklu betur einokun.
Málið er í raun sáraeinfalt.
Ætla menn að njörva allt ís-
lenskt þjóðfélag niður í „auð-
fjármæðiveikihólf" og láta
skömmtunarstjóra kerfisins
visa sér til sætis eða ætla
menn að treysta á þær leik-
reglur, sem einar hafa tryggt
rétt almennings um allan
heim?“
Einn
mei
kaffínu
i
Þingmaður í Vestfjarðakjördæmi kom eitt sinn
að utan og hafði með sér vandað, enskt ullarefni
sem hann hugðist láta klæðskera sinn í kjördæm-
inu sauma föt úr. Þingmaðurinn fór með strangann
til klæðskerans fyrir vestan og bað harin að sauma
föt með vesti. Klæðskerinn tók mál af þingmannin-
um og mældi síðan efnið sem þingmaðurinn hafði
tekið með sér. Daginn eftir hringdi klæðskerinn til
þingmannsins og tilkynnti honum að því miður
væri ekki nægjanlegt efni fyrir hendi að sauma föt
og vesti, hann yrði að sleppa vestinu. Þingmaður-
inn brást hinn versti við og náði í efnið sitt og
sagði að klæðskerarnir fyrir sunnan myndu bjarga
svona smámáli.
Næst þegar þingmaðurinn var staddur í Reykja-
vík, fór hann með efnið til klæðskera í höfuðborg-
inni, sem tók mál af þingmanninum og efninu og
sagði það engum vandkvæðum bundið að sauma á
hann föt og vesti úr efninu. Þingmaðurinn varð
glaður við og sagði: „Ég skil ekkert í þessum fúsk-
ara fyrir vestan, hann hélt því fram að efnið nægði
ekki í föt og vesti“ Klæðskerinn leit á þingmanninn
og sagði rólega: „Jújú, en þú ert náttúrlega ekki
nærri því eins stór fyrir sunnan og fyrir vestan.