Alþýðublaðið - 04.12.1987, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 04.12.1987, Qupperneq 6
6 Föstudagur 4. desember 1987 SMÁFRÉTTIR Jólabasar JólabasarSjálfsbjargar, félags fatlaöra í Reykjavík og ná- grenni, verður haldinn laugar- daginn 5. desemberog sunnu- daginn 6. Basarinn verður í Sjálfbjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæð og hefst kl. 14.00 báða dagana. Margvíslegur varningur veröur til sölu, þ. á m. nútíma- legar jólaskreytingar og aö- ventukransar, þurrskreytingar, hannyrðir, púöar, svuntur, kök- ur o. fl. Einnig verður happ- drætti, lukkupakkar og kaffi- hlaöborö. Jólasveinar, takið eftir Nú er komin nýjung til þess aö setja í skóinn. „Happa- þrennuári“ Háskólans er nú sennað Ijúka og hyggjast há- skólamenn setja punktinn yfir i-ið með því að setja á markaö „Jólaþrennu". Henni er nú verið að dreifa þessa dagana og telja þeir sem að standa þetta góðan grip í gluggaskó, skemmtilegan viðaukaí jóla- pakkana eða í jólakortin. Viðtökur íslendinga viö „Happaþrennunni" hafa farið fram úr björtustu vonum há- skólamanna. Sjötíu íslend- ingar hafa fengið um hálfa milljón í sinn vasa það sem af er þessu ári og með til- komu „Jólaþrennunnar" bæt- ast enn fleiri í hópinn. Vinn- ingum hefur fjölgað og þar með vinningslíkum um leið. Á sjötta hvern „Jólaþrennu- miða“ fellur þvi vinningur. Ágóða af sölu þrennunnar er varið til framkvæmda viö Háskóla Tslands og einmitt nú er nauðsynlegt að auka húsnæði og tækjabúnaö skólans til þess að hann standist menntunarkröfur samtímans. Trúnaðarbréf i Chile og Argentínu Hinn 10. nóvember sl. af- henti Ingvi S. Ingvarsson sendiherra, Paul Ricardo Alfonsin, forseta Argentínu, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands í Argentínu með aðsetri í Washington. Ingvi S. Ingvarsson afhenti jafnfram hinn 12. nóvember sl. Augusto Pinochet Ugarte, forseta Chile, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Chile með aðsetri I Washing- ton. Ragnhildur Ófeigsdóttir skáld t.v. og yinkona hennar Nína Björk Árnadóttir. Heimsmet í sælgætisáti? Eitt stærsta næringar- vandamál íslendinga, sæl- gæti og sælgætisát verður til umfjöllunar á fræðslufundi sem Náttúrulækningafélag íslands heldur I kvöid kl. 20.30. Á fundinum verða tveir frummælendur, Jón Gísla- son, formaður Manneldisfé- lags íslands, talar um efna- innihald I sælgæti og Rúnar Ingibjartsson matvælafræð- ingur segir frá sjónarmiði sælgætisframleiðenda. Meðal þeirra spurninga sem verða til umfjöllunar á fundinum eru: Eiga íslend- ingar heimsmet í sælgætis- áti? Er skaðlaust fyrir þjóð- ina aö hver einstaklingur borði að meðaltali 15—17 kg af sælgæti á ári? Eru mörg hættuleg og vanabindandi efni notuð í sælgætisiðnaði? Allir áhugamenn eru velkomn- ir á fræðslufundinn. Jazz Það verður jazzað I Heita pottinum á sunnudag eins og undanfarið og í þetta sinn eru það „Styttri" sem leika. í „Styttri" eru Tómas R. Einars- son bassi, Hilmar Jensson á gítar, Kjartan Valdimarsson píanó og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir byrja kl. 21.30. í Duus—húsi. í minningu móður „Andlit ( bláum vötnum" nefnist nýútkomin Ijóðabók eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur. Elísabet Cochran hefur hann- að útlit bókarinnar. Nafnið er hins vegar komið frá vipkonu skáldsins, Nínu Björk Árna- dóttur. Ragnhildur er Reykvíkingur og er „Andlit í bláum vötn- um“ önnur bók hennar. Áður hefur komið út Ijóðabókin „Hvísl" og einnig hafa birst Ijóð eftir Ragnhildi I blöðum og tímaritum. „Andlit í bláum vötnum“ til- einkar Ragnhildur móður sinni, Ragnhildi Ásgeirsdótt- ur. Ljóðin eru 73 og er hluti þeirra eins konar harmljóð sprottin af reynslu vegna dauöa móðurinnar. Höfundur leitar svara við því hvert sé eðli guðdómsins og auk þess eru flest Ijóðin með erótlsku fvafi. Setningu og umbrot ann- aðist Leturval en Grafík sá um filmuvinnu og prentun. Félagsbókbandið sá um band. „Andlit í bláum vötn- um“ er (litlu upplagi og er hluti þess tölusettur og árit- aður af höfundi. Auglýsing varðandi réttindi til fasteigna- og skipasölu. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 520 24. nóvember 1987, skulu lögmenn sem reka fasteigna- og skipa- sölu og ekki hafa hlotið leyfi til fasteignasölu sam- kvæmt lögum nr. 47/1938 sækja um löggildingu sam- kvæmt 2. gr. laga nr. 34/1986 fyrir 31. desember 1987 hyggist þeir stunda slíka starfsemi eftir þann tíma. Þeir sern hlotið hafa leyfi til fasteignasölu sam- kvæmt lögum nr. 47/1938 og stunda fasteignasölu skulu sömuleiðis fyrir 31. desember 1987 framvísa í dómsmálaráðuneytinu gögnum um að þeirfullnægi ákvæðum reglugerðar nr. 520/1987 um tryggingar- skyldu. Jafnframt skulu fasteignasalar tilkynna ráðuneyt- inu hvar starfsstöð þeirra er en samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 34/1986 getur fasteignasali aðeins haft eina starfsstöð, á sama stað og fasteingasalan er rekin. Þá skulu fasteignasalar einnig senda ráðu- neytinu til staðfestingar eyðublað það sem þeir hyggjast nota fyrir söluumboð samkvæmt 9. gr. laga nr. 34/1986 og 2. gr. reglugerðar nr. 520/1987. Umsóknareyðublöð fást í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Arnarhvoli. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 1. desember 1987. Auglýsing um námskeið og próf vegna löggild- ingar fasteigna- og skipasala. Prófnefnd löggiltra fasteignasala auglýsir hér með námskeið og próf fyrir þá sem vilja öðlast löggild- ingu sem fasteigna-og skipasalarsamkvæmt lögum um fasteigna- og skipasölu nr. 34/1986, sbr. lög nr. 10/1987 og reglugerð nr. 519 24. nóvember 1987. Samkvæmt reglugerðinni skal prófið og undir- búningsnámskeið skiptast í þrjá hluta. Prófnefnd og dómsmálaráðuneytið hafa ákveðið að gefa þeim, sem óskaeftir að gangast undir próf skv. 4. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 34/1986 kost á námskeiði og prófum sem hér segir: Námskeið Próf I hluti janúar-apríl 1988 maí 1988 II hluti september-des. 1988 janúar 1989 III hluti janúar-apríl 1989 maí 1989 Námskeiðið_ verður þó aðeins haldið að næg þátt- taka fáist. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu réttarreglurog fjárhagsleg atriði sem á reynir í störf- um fasteinga- og skipasala, auk þess sem kennd verðurskjalagerð. Ekki erskyldaað sækja námskeið áður en gengist er undir próf og einnig getur próf- nefnd heimilað þeim, sem ekki óskaað gangast und- ir próf að sitja námskeiðið og skulu þeir sitja fyrir sem hafa starfsreynslu á sviði fasteigna- og skipa- sölu. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 34/1986 skal kostnaður vegna námskeiða og prófa greiðast með kennslu- og prófgjöldum og hefur dómsmálaráðu- neytið ákveðið að kennslugjöld vegna I. námskeiðs- hluta 1988 verði kr. 40.000 og prófgjald vegna I. próf- hluta 1988 verði kr. 10.000. Þeir, sem hyggjast taka þátt í námskeiðinu og / eða gangast undir próf skulu fyrir 21. desember n.k. bréf- lega tilkynna þátttöku sína til ritara þrófnefndar, Viðars Más Matthíassonar, héraðsdómslögmanns, Borgartúni 24, Reykjavík. Innritunargjald, kr. 5.000,00 skal senda með tilkynningunni en gjaldið er endurkræft, ef af námskeiðinu verður ekki eða ef til- kynnandi fellur frá þátttöku áður en I. hluti nám- skeiðsins hefst. Sérprentun reglugerðar nr. 519/1987 og kennsluáætlun fást í dómsmálaráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík. Reykjavík 1. desember 1987. Prófnefnd löggiltra fasteingasala Þorgeir Örlygsson Viðar Már Matthíasson Tryggvi Gunnarsson Slys gera ekki boð á undan sér! d OKUM eiNS OO MCNNI 50 ára afmœli Kvenféiag Alþýðuflokksins í Reykjavík Afmæliskaffi með glæsilegu hlaðborði í Holiday Inn, Sunnudaginn 6. desember kl. 15. Dagskrá: 1. Hófið sett, Helga Guðmundsdóttir 2. Ávarp, Jóhanna Sigurðardóttir 3. Sönghópurinn Lítið eitt kemur fram 4. Saga félagsins, Helga Möller 5. Frumort Ijóð, Guðbjörg Ólafsdóttir 6. Ávörp gesta. Jafnaðarmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti, og tak- ið þátt i að gera þennan dag ánægjulegan. Stjórnin FUJ í Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur FUJ í Hafnarfirði verður haldinn laugar- daginn 5. desember klukkan 14.00 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.