Alþýðublaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. desember 1987
5
UMRÆÐA !• ■ í
Þorsteinn Siglaugsson skrifar
HÚS ANDANNA
r
rr
Staðgreiðsla er reiknuð af heildarlaunum
jafnóðum og þau eru greidd. Launagreiðandi
reiknar staðgreiðslu út samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem fram koma á skattkorti launa-
manns um skatthlutfall og persónuafslátt. Hafi
launamaður ekki afhent skattkort sitt skal
draga skatthlutfall af launum hans en ekki
tekið tillit til persónuafsláttar. Skatthlutfall er
fastur hundraðshluti og breytist ekki hver svo
sem launafjárhæðin verður.
SKIL Á STAÐGREIÐSLU
Launagreiðendum ber að gera skil á stað-
greiðslu mánaðarlega fyrir næsta mánuð á
undan. Þó svo að engin laun hafi verið greidd á
tímabilinu ber að senda inn skilagrein. Mánað-
arlega verða launagreiðendum sendar áritaðar
skilagreinar. Gjalddagi er 1. dagur hvers mán-
aðar og eindagi 14 dögum síðar.
Athugið: Launamaður getur ekki sjálf-
ur skilað staðgreiðslu vegna launa frá
launagreiðanda.
VANSKIL
Strangt eftirlit verður haft með skilum. Skili
launagreiðandi ekki á eindaga verða honum
reiknuðviðurlög.
LAUNABÓKHALD
STAÐGREÐSLU
öllum launagreiðendum er skylt að halda
sérstakt launabókhald, þar sem fram komi
launagreiðslur, starfstengdar greiðslur og
hlunnindi. Einnig skal koma fram afdregin stað-
greiðsla, svo og skatthlutfall staðgreiðslu og
persónuafsláttur hvers launamanns.
LAUNASEÐLAR
Á launaseðlum skal auk annars sýna þá
fjárhæð sem haldið er eftir af launum launa-
manns. Einnig fjárhæð afdreginnar stað-
greiðslu launamanns fyrir næst liðið ár.
Athugið að á launamiðum skal frá og
með 1. janúar nk. tilgreina kennitölu launa-
manns en ekki nafnnúmer.
Eftir alla þá umræðu sem
átt hefur sér stað um fyrir-
hugað „hús andanna", ráð-
húsið við Tjörnina, get ég
ekki á mér setið að leggja
þar orð í belg. Raunar hefur
verið mjög gaman að fylgjast
með þessari umræðu. í byrj-
un virtust velflestir á móti
ráðhúsinu. Skoðanir manna
komu mjög fram ( lesenda-
um borgarstjóra er l(kt tario
og húsinu á sandinum —
sem hrundi. Tökum fyrst
vatnsrökin: í því efni hefur
borgarstjóri eflaust fallið fyrir
einstaklega Ijóðrænum lýs-
ingum arkitektanna á sköp-
unarverki sínu (og þeirri vörn
sem ákveðnir hlutar þess
veita fólki þegar hált er.). Slik-
ar lýsingar má finna í skjali
„Borg sem er í örum vexti þarf stórt ráð-
hús. Glæsilega og áberandi byggingu sem
einfaldlega er ekki hœgt að koma fyrir í
gamla miðbœnum,“ skrifar Þorsteinn-
Siglaugsson m. a. í umrœðugrein sinni um
fyrirhugað ráðhús við Tjörnina.
dálkum Morgunblaðsins og
voru yfirleitt á einn veg; ráð-
húsið mátti alls staðar ann-
ars staðar vera en á Bárulóð-
inni. Rökin voru yfirleitt þau
að húsið myndi skaða lífríki
Tjarnarinnar eða þá að bréf-
ritari bjó við Tjarnargötuna.
Um tíma
Svo kom Davíð sjálfur fram
i sjónvarpi og tilkynnti alþjóð
(Reykvíkingum?) að ráðhúsið
væri fallegt, það hefðu út-
lendingar sagt, það hlyti að
vera rétt. Þeir sem væru á
móti ráðhúsinu væru gamal-
dags og á móti framþróun.
Að baki þessu býr auðvitað
hin gamla, en fáránlega kenn-
ing: „tímarnir breytast og
mennirnir með“. Þ.e.a.s. að
okkar hlutverk sé að elta þær
breytingar sem timarnir
skaffa okkur, án þess að
mögla. Breytingarnar verði,
hvort sem fólki líkar betur
eða verr. Samkvæmt þessari
kenningu eru áhrifavaldar
mannkynssögunnar einhverjir
monsterar sem heita „tímar“,
menn koma þar hvergi nærri
og skiptir sjálfsagt engu máli
hvort þeir eru til staðar eða
ekki. Það eru tímarnir sem
breytast fyrst. Þessi kenning
um framvindu sögunnar er
inntakió í marxisma en borg-
arstjórinn er að öðru leyti
ekki illa haldinn af slíku.
En nóg um það. Eftir
sjónvarpsþáttinn virtust við-
horf fólks til ráðhússbygging-
arinnar gjörbreytast. Skyndi-
lega voru allir orðnir fylgjandi
ráðhúsinu. Staðsetningin
varð nú sú besta sem hugs-
ast gat. Það varð ótækt að
byggja ráðhús annars staðar
en á Bárulóðinni, annað hús
en það sem borgarstjórn
hafði samþykkt, kom ekki til
greina. Svona er fegurðin af-
stæð.
Ljóðrænir arkitektar
Ein helstu rökin í málflutn-
ingi borgarstjóra eru þau, að
ráðhús verði að staðsetja i
hjarta bæjarins. Hin rökin eru
þau að ekki sé ráðhús með
ráðhúsum nema það standi i
vatni. í gamalli bók er saga
um tvo menn. Annar þeirra
byggði hús sitt á sandi, það
hús hrundi. Hinn maðurinn
byggði á bjargi sem var
hreint ekki svo vitlaust því
hans hús hrundi ekki. En rök-
sem fylgir með teikningunum
og er í raun hinn stórhlægi-
legasti samsetningur þar
sem stílbrot eru jafn algeng
og heilhveitibrauð hjá öðru
fólki. í þessu skjali er það
einmitt tekið fram að í sum-
um Evrópulöndum séu ráð-
hús byggð í eða við vatn.
Þess vegna verði ráðhús
Reykjavíkur líka aö vera i
vatni. Eittfcvað er minnst á að
þetta auki téngslin milli borg-
arbúa og þeirra sem borginni
stjórna, geri lýðræðið virkara.
Verði ráðhús byggt í Tjörninni
verður væntanlega frekar
grunnt á þessum tengslum
(ca 40 cm.) og eftir nokkra
áratugi hverfa þau alveg, þeg-
ar Tjörnin verður þornuð upp.
.Þegar þar að kemur verður
sjálfsagt fátt hægt að gera til
að bjarga pollinum. Borgin
verður farin á hausinn vegna
kostnaðarvið ráðhúsbygging-
una, líkt og Sydney í Ástralíu
þar sem óperuhöllin fagra var
byggð, og Reykvikingar búnir
að éta allar endurnar útúr
neyð.
Ráðhús á að vera
glæsilegt
Hjarta Reykjavíkur er hjarta
smábæjar sem alls ekki er
hægt að líkja við erlenda
stórborg. Hér eru byggingar
lágar og ef samræmi á að
nást verður ráðhús að vera
málamiðlun. Ráðhús Davíðs
er einmitt slik málamiðlun
milli smábæjarog stórboi gar.
En síðan miðbærinn byggó-
ist hefur margt breyst.
Reykjavfk er ekki lengur smá-
bær, heldur borg. Borg sem
er i örum vexti þarf stórt ráð-
hús. Glæsilega og áberandi
byggingu sem er einfaldlega
ekki hægt að koma fyrir í
miðbænum. Hið fyrirhugaða
ráðhús fellur í skuggann af
öðrum og miklu fegurri bygg-
ingum og verður þar að auki
fljótlega of lítiö.
Það dugir ekki að bera
saman ráðhús i miðbæjum
erlendra stórborga sem eru
byggð við allt aðrar aðstæður
og landrými en við höfum, og
reykvískt ráöhús. Það þarf að
byggja ráðhús. En það á að
vera stórt hús sem stendur á
áberandi stað með nóg pláss
i kring. Hús sem er tákn fyrir
stórhug og framfarir en ekki
stöðnun og smekkleysi.