Alþýðublaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. desember 1987 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir KRAKKA LEG AMMA r A dögunum varð Astrid Lind- gren, „mamma“ Emils í Kattholti og Línu langsokks, áttrœð. Hún eldist öðruvísi en annað fólk, því eldri sem hún verður, því meira af barn- inu, sem í henni býr, kemur í Ijós. Astrid Lindgren, sem er talin einn af bestu barna- bókarithöfundum í heimin- um, varð áttræð á dögunum. Sænska póststjórnin er að senda út frímerki með mynd- um af þekktustu sögupersón- um hennar: dóttur sjóræn- ingjaskipstjórans Linu lang- sokk og einkasyni bóndans í Kattholti Emil í Kattholti. Ævintýrapersónur sópast aö henni og þær eru allar ættaðar frá héraðinu um- hverfis Vimmerby í Smálönd- unum. Hvað er það sem kemur þrjátíu og sjö ára gamalli húsmóður til þess að fara allt I einu að skrifa bækur? Astrid var önnur f röðinni í hópi fjögurra systkina. Þau ólust upp á Nás, þar sem fað- ir þeirra var leiguliöi á prests- setrinu. Hún átti þar skemmtilega æsku og byggir ýmislegt i sumum bóka sinna á þeim hamingjudögum. Það var henni því ekki sársauka- laust þegar þessi hamingja breyttist í sársauka og það á eftirminnilegan hátt. Átján ára gömul varð Astrid ófrísk, og faðirinn var ekrd talinn ákjósanlegur. Fyrsta barn sitt Lars, ól hún á Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn. (Þar var ekki gengið hart eftir upp- lýsingum hjá einstæðum mæðrum.) Það var Astrid mikið sorg- arefni, að hún varð að koma Lars (fóstur í Kaupmanna- höfn. Hún varð að reyna að verða sér úti um vinnu, sem skrifstofustúlka í Stokkhólmi. Nokkrum árum seinna tók hún Lars úr fóstrinu, fór með hann heim til Vimmerby, og þrammaði hnakkakert með hann gegnum götur bæjar- ins. Seinna giftist hún og eignaðist annað barn, stúlku. Á stríðsárunum var hún í vel- launuðu starfi, sem ritskoðari hjá hernum. (Censor) Hún fór að taka þátt ( sam- keppnum bókaforlaga og vann fyrstu verðlaun einu sinni og önnur verðlaun einu sinni. Arið 1945 sendi þessi miðaldra húsmóðir „sprengj- una“ á markaðinn, Lína lang- sokkur var komin á kreik, og eins og eftir aðra sprengju sem sprakk á sama ári, hefur heimurinn ekki verið sá sami síðan. i bókinni um Línu langsokk varð uppreisn „lyklabarnsins" algjör. Á okk- ar dögum hafa menn gott af því að rifja upp hvað börnum var oft stjórnað af miklu óréttlæti og hvað lítið tillit var tekið til persónuleika barna ... Bókinni var ákaf- lega vel tekið en einnig komu fram raddir hneykslaðra. Klausa sem birt var I Dag- blaðinu á Skáni vakti mikið umtal og kátínu: „í nótt var komið að dauðadrukknum verkamanni, sem hafði lagt sig til svefns á gangstéttinni, greinilega yfir sig þreyttur. Bókin um Línu langsokk lá við hliðina á honum og I vös- um hans voru tuttugu og þrír brjþstsykursmolar!" í bókunum um Línu lang- sokk kom Astrid Lindgren inn á þróunina I uppeldismál- um og barnasálarfræði og undir greinilegum áhrifum frá Summerhill skólanum I Eng- landi. Sálfræðileg áhrif á þá foreldra, sem lásu bækurnar voru talin ótvlræð. Það er hreint ótrúlegt, hvað þessi smávaxna kona kemur miklu I verk, þegar hún er „komin I gang“. Blom- kvist, Emil, (sem er talinn vera henni hjartfólgnastur) Nils Karlsson (óhemju vin- sæll í Sovétríkjunum) og svo ævintýrabækurnar um Mio, sem komu út 1954. Hér um bil tuttugu ár voru á milli þeirra og þókarinnar um bræðurna Ljónshjarta, sem er talin eitt mesta meistara- verk hennar. Á milli þessara bóka og seinna komu út fjöl- margar skemmtilegar og fallegar bækur, myndasögur I samvinnu við llon Wikland. Einnig sögusafnið um Söndereng, þar sem frásagn- irnar byrja á þessa leið: „Einu sinni endur fyrir löngu, á dögum fátæktarinnar." ... Titilsagan I sögusafninu, um fátæka barnið Annas sem sagði: „Alla mína barna- æsku,“ hefur þótt hitta les- andann beint I hjartastað. Þeir sem hafa kannað bæði æsku Astrid Lindgren og bækur hennar, sjá dæmi um hennareigin lífsreynslu sem barn í mörgum sögum henn- ar, því þó æska hennar á Nás hafi að flestu leyti verið hamingjusöm, var ekki allt dans á rósum. Astrid Lindgren hefur sjálf minnst á hvernig hin hugljúfa eða Ijúfsára lýsing á Rasmus, drengnum á munaðarleys- ingjaheimilinu varð til I end- urminningu hennar sjálfrar. Rasmus, sem kúrir I rúminu sinu á svefnsalnum reynir að teygja vangann eins langt út á hlið og hann mögulega get- ur, I þeirri veiku von, að for- stöðukonan myndi strjúka honum um vangann með sinni hrukkóttu hendi. Þessa lýsingu á umkomuleysi eins barns þar sem fleiri eru fyrir hendi setur hún I samhengi við sinn eigin bróður heima á Nás, sem átti þrjár yngri syst- ur og vangastroka gleymdist stundum. Um veröld Ljónshjartanna og Mios hefur Astrid Lind- gren þetta að segja: „Svona er heimurinn oft. Það veit ég. En ég segi ekki, hvernig ég veit það.“ Það væri markleysa að segja að Astrid Lindgren gæti ekki lifaó sig inn i hug- arheim og veröld barnsins. Hún er barn og hefur alltaf verið barn; I þess orðs bestu merkingu. Þvl eldri sem hún verður, því meira barn verður hún. Fyrir nokkrum árum sagði eitt barnabarna Astrid Lindgren frá því hvernig þau léku sér, þegar amma Astrid kæmi I heimsókn. „Þú hlýtur að skilja það, að þegar Astrid kemur I heimsókn, með skræpótta klútinn um haus- inn, þá er hún norn og við verðum að flýta okkur að fara í felur. Þú skilur, við vitum að hún er ekki raunveruleg norn en hún heldur sjálf að hún sé raunveruleg norn. Og þá get- ur þetta farið að veröa hættu- legt! “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.