Alþýðublaðið - 04.12.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 04.12.1987, Page 1
Kvótamál: HALLDÓR GAF SIG Öll fjögur áhersluatriði Alþýðuflokksmanna fóru inn i frumvarpið um stjórn fiskveiða. Þeir mótuðu tillöqurnar, sem nú hafa fariö inn í kvótafrumvarpið. Sigh'vatur Björgvinsson, Jón Sigurðsson og Kjartan Jóhannsson, ásamt Eiði Guðnasyni sem nú er í útlöndum, áttu sæti í þingmannanefnd sem mótaöi tillögur Alþýðuflokksins i kvotmalum. Þau fjögur atriði sem þing- flokkur Alþýðuflokks lagði áherslu á að ná inn í frum- varp um stjórn fiskveiða, hafa öll náð fram að ganga og verða því hluti af stjórnar- frumvarpinu. Á miðvikudag kynnti sjá- varútvegsráðherra þingflokk- um stjórnarinnar ný frum- varpsdrög þar sem inn voru tekin tvö atriði af fjórum sem alþýðuflokksmenn hafa lagt áherslu á. Á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun lagði ráð- herrann síðan fram tillögur um ákvæði til bráðabirgða um hina tvo efnisþættina, en eftir hádegi í gær voru allir punktarnir fjórir komnir inn í frumvarpið í einhverri mynd. í samtali við Alþýðublaðið í gær sagðist Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra ekki sjá neina ástæðu til að gera frek- ari fyrirvara varðandi frum- varpið, en einstaka þingmenn stjórnarflokkanna kynnu að hafa mismunandi skoðanir varðandi ýmis atriði. Kjartan Jóhannsson tók í svipaðan streng og sagði alþýðuflokks- menn mega þokkalega vel við una. Halldór Ásgrímsson sagði að búið væri að taka inn ýmis atriði frá bæði sjálf- stæðismönnum og alþýðu- flokksmönnum: „Þess vegna á ég von á, að um þetta verði allgott samkomulag," sagði sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt tillögu Alþýðu- flokksins var tekið inn í frum- varpið ákvæði, þar sem kveð- ið er á um að fiskstofnarnir séu sameign þjóðarinnar og markmið laganna aö stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja meö því trausta atvinnu og byggð í landinu. Ennfremur náðist inn ákvæði um heimild til þess að færa aflamark milli skipa sömu útgerðar eða skipa, sem gerð eru út frá sömu verstöð eftir því sem hlutaðeigandi útgerðaraöilar koma sér saman um. í textan- um segir einnig að sama gildi um skipti á aflamarki milli skipa, sem ekki eru gerð út frá sömu verðstöð, sé um jöfn skipti að ræða að mati ráðuneytisins. Samkvæmt nýju ákvæðun- um verður skipuð nefnd, samkvæmt tilnefningu þing- flokka og helstu hagsmuna- aðila í sjávarútvegi, til að undirbúa tillögur um fyrir- komulag fiskveiðistjórnunar að loknum gildistíma lag- anna. Nefndin á jafnframt að móta tillögur um breytingar á lögunum og gildistíma þeirra eftir því sem tilefni verður til. Hún skal m.a. kanna áhrif laganna á afkomu og hag- kvæmni í sjávarútvegi og skynsamlega nýtingu fiski- stofna. Einnig ber henni að athuga tilhögun veiðiheim- ilda, m.a. heimilda sem ekki séu bundnar við skip. Nefnd- in á aö skila fyrsta áliti eigi síðar en haustið 1989. Þá er kveðið á um að í lok hvers árs setji sjávarútvegs- ráðherra reglugerð um meginþætti stjórnar botnfisk- veiða á komandi ári og hafi hann við það samráð við sjáv- arútvegsnefndir Alþingis og samtök helstu hagsmuna- aðila í sjávarútvegi. HÚSNÆÐISSAMNINGARNIR VORU ALGJÖR MISTÖK Sá hluti kjarasamninganna í febrúar 1986, sem leiddi til nýja hús- næðiskerfisins, var algjör mistök af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er álit Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráðherra, og það kemur fram í ítarlegu viðtali við Alþýðublaðið, sem birtist í helgarblaö- inu á morgun. Ýmislegt fleira í viðtalinu er líklegt til að vekja athygli. Missið því ekki af helgarblaði Alþýðublaðsins á morgun. GULLBOK ®NÝIR VEXTIR 1. DESEMBER ÍÚNADARBANKJ ÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.