Alþýðublaðið - 09.12.1987, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 09.12.1987, Qupperneq 8
HVAÐ Miðað við 100 fermetra ibúð á fjórar milljónir króna er áætlað leigugjald sam- kvæmt kaupleigufrumvarpi félagsmálaráðherra, 10.050 krónur á mánuði í félagsleg- um kaupleiguíbúðum og 15.750 krónur á mánuði í al- mennum. Óski leigjandi að kaupa íbúðina yrði greiðslu- byrði kaupenda 12.300 krónur á mánuði í félagslegu íbúð- unum og 18.000 krónur á mánuði í almennum. Þessir útreikningar koma m.a. fram í greinargerð með frumvarpi félagsmálaráðherra sem til umfjöllunar er í þing- flokkunum. í forsendum fyrir áætlaða kostnaðarleigu og greiðslu- byrði kaupenda í kaupleigu- kerfinu er tekið mið af upp- lýsingum frá tæknideild Hús- næðisstofnunar ríkisins. MMÐUBLf\BIÐ UREVfíLL 68 55 22 Miðvikudagur 9. desember 1987 Kaupleigufrumvarpið: KOSTAR KAUPLEIGAN? Samkvæmt þeim er kostnað- , arverð 100 fermetra meðal- íbúðar, brúttó, (4 milljónir króna í verkamannabústöð- um). í frumvarpinu er gert ráð fyrir að í leigugjaldi fyrir kaupleiguíbúð séu fólgnar af- borganir, verðbætur og vextir af lánum frá Húsnæðisstofn- un og vaxtakostnaður af framlagi framkvæmdaraðila, auk almenns rekstrarkostn- aðar. í áætlaðri kostnaðar- leigu og greiðslubyrði i greinargerð með frumvarpinu er hins vegar ekki tekið miö af rekstrarkostnaði, vegna viðhalds, hita og rafmagns. Almennt er gert ráð fyrir að vextir af framlagi fram- kvæmdaraðila, sem fara í leigugjald verði ekki hærri en vextir af almennum lánum Byggingarsjóðs ríkisins eða 3.5%. I dæmunum um áætl- aö leigugjald og greiðslu- byröi yrði því útkoman eftir- farandi miðað við áöurgreind- ar forsendur: Félagslegar kaupleiguíbúð- ir: Afborganir og vextir af láni úr Byggingarsjóði verka- manna 8.300 krónur. 3.5% vextiraf 15% framlagi fram- kvæmdaraðila 1.750 krónur. Samtals: 10.050 krónur á mánuði. Almennar kaupleiguíbúðir: Afborganir og vextir af 70% láni úr Byggingarsjóði ríkis- ins 11.200 krónur. Afborganir og vextir af 15% láni úr Byggingarsjóði ríkisins 2.800 krónur. 3.5% vextir af 15% framlagi framkvæmdaraðila 1.750 krónur. Samtals 15.750 krónur á mánuði. Þegar leigjandi óskar að kaupa íbúðina er gerður kaupsamningur þar sem kveðið er á um mánaðarlegar greiöslur vegna lána frá Hús- næðisstofnun rfkisins og endurgreiðslu framlags fram- kvæmdaraðila. Lagt er til að endurgreiðslutími framlags- ins verði allt að 30 ár en heimilt verði að taka þá vexti sem framkvæmdaraðili þarf að borga lánadrottnum sín- um ( þessu sambandi. Það er talið eðlilegt með hliðsjón af niðurgreiðslu á húsnæðis- kostnaði íbúðareigenda fyrir mijligöngu skattkerfisins. í dæmunum um greiðslu- byrði kaupenda er þvf gert ráð fyrir 7% vöxtum á endur- greiðslu framlaga fram- kvæmdaraðila. Ennfremur er gert ráð fyrir, eins og í dæmunum um leigugjaldið, að notað verði sérstakt 15% lán úr Byggingarsjóði til al- mennra íbúða; en það beri 4% vexti og verði til 30 ára. Samkvæmt þessu verður greiðslubyrði kaupenda eftir- farandi: Félagslegar kaupleiguíbúð- ir: Afborganir og vextir af láni úr Byggingarsjóði verka- manna 8.300 krónur. Endur- greiðsla 15% framlags fram- kvæmdaraðila 4.000 krónur. Samtals 12.300 krónur á mán- uði. Almennar kaupleiguíbúðir: Afborganir og vextir af 70%> láni úr Byggingarsjóði ríkis- ins 11.200 krónur. Afborgun og vextir af 15% láni úr Byggingarsjóði rfkisins 2.800 krónur. Endurgreiðsla 15% framlags framkvæmdaraðila 4.000 krónur. Samtals 18.000 krónur á mánuði. „Brauð handa hungruðum heimi“: HUNGURSNEYÐ FYRIR DYRUM Líf sjö milljóna manna í hœttu. Talið að allt að 1.4 milljóna tonna af matvœlum þurfi til að koma í veg fyrir hungursneyð. Allar líkur benda til þess að ástandið verði verra heldur en árið 1984. Hin árlega jólasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar er nú farin af stað og ber yfir- skriftina „Brauð handa hungruðum heimi.“ Verið er að dreifa, inn á öll heimili landsins, gíróseðlum ásamt söfnunarbaukum og beinir Hjálparstofnunin því til landsmanna að taka beiðni þeirra vel. Ennfremur munu verða seld Friðarkerti, tólf stunda útikerti, til hjálpar nauðþurftum í Eþíópíu. Söfnunin hófst formlega 6. desember sl. og mun söfnun- arfénu verða varið til hjálpar Eþíópíubúum. Þar er nú mikil neyð því fyrirsjáanlegur er uppskerubrestur vegna þurrka. Búist er við hungurs- neyð strax í byrjun næsta árs og bendir allt til að ástandið verði enn alvarlegra en þegar hungursneyðin ríkti 1984. Ástandið er hvað alvarlegast f sex héruðum sem eru þau sömu og urðu harðast úti í þurrkunum 1984. Nú er áætl- að að 1.4 milljóna tonn af matvælum skorti til að bægja hungrinu frá og líf allt að sjö milljóna manna sé í hættu. Hjálparstofnun kirkjunnar stendur nú einnig að bygg- ingu heimilis fyrir munaðar- laus börn í Wollohéraði í noröur Eþíópíu. Börnin haf- ast nú við í tjöldum en búist er við að þau geti flutt inn i húsið fljótlega á næsta ári. Hjálparstofnun kirkjunnar vonast til að islenska þjóðin bregðist jafnvel við nú, og 1984 en þá var hægt að senda til starfa i Eþíópíu þrjá hópa hjúkrunarfræðinga, lækni og þrjá hjálparsveitar- menn. Veiðarfærabúnaður var einnig sendur frá íslandi, 90 tonn af mjólkurdufti, 43 tonn af fatnaði og eggjahvíturíkt kex. í Eþíópiu er búist við alvarlegri hungursneyð strax í byrjun næsta árs. Ef ekkert verður að gert kann ástandið að verða enn alvarlegra en árið 1984, þegar algjört neyðarástand rikti. ■Hnm| □ 1 2 3 n 4 5 □ v 6 □ 7 8 9 ... - 10 □ 11 □ 12 13 • Krossgátan Lárétt: 1 birtist, 5 grandi, 6 svelg- ur, 7 hvað, 8 svíðing, 10 rykkorn, 11 fiskur, 12 flöt, 13 traustió. Lóðrétt:1 venjur, 2pípur,3eins,4 Breti, 5 oft, 7 sylla, 9 þögulan, 12 heimili. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 fráir, 5 fjær, 6 jól, 7 SU, 8 alltaf, 10 NA, 11 æla, 12 ofur, 13 angar. Lóðrétt: 1 fjóla, 2 ræll, 3 ár, 4 raufar, 5 fjanda, 7 salur, 9 tæfa, 12 og. • Gengtö Gengisskráning 7. desember 1987 Kaup Sala Bandaríkjadollar 36,890 37,010 Sterlingspund 66,098 66,313 Kanadadollar 28,116 28,208 Dönsk króna 5,7207 5,7393 Norsk króna 5,7048 5,7233 Sænsk króna 6,1046 6,1244 Finnskt mark 8,9866 9,0158 Franskur franki 6,5125 6,5337 Belgiskur franki 1,0560 1,0594 Svissn. franki 27,0118 27,0997 Holl. gyllini 19,6067 19,6705 Vesturþýskt mark 22,0608 22,1325 ítölsk lira 0,02996 0,03006 Austurr. sch. 3,1354 3,1456 Portúg. escudo 0,2713 0,2721 , Spanskur peseti 0,3264 0,3275 Japanskt yen 0,27789 0,27880 • Ljósvakapunktar • Rás 1 •RUV Kl. 20.40. Kynlegir kvistir. Á tali hjá Hemma Gunn kl. 21.20. Bein útsending úr Ævar R. Kvaran segir frá. sjónvarpssal. • Ötrás Kl. 21.00. Þegar vindurinn • Stöð 2 blæs verða stampasmiðirnir ríkir. Umsjón Indriði H. Indr- iðason frá Menntaskólanum Mannslíkaminn kl. 21.25. við Hamrahlíð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.