Alþýðublaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. desember 1987
3
FRÉTTIR
Viðbótarkostnaður vegna flugstöðvar:
RAÐHERRA SAMÞYKKTI
AN NANARI SKOÐUNAR
samkvœmt skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Byggingarnefnd Flugstööv-
arinnar á Keflavíkurflugvelli
leitaði eftir og fékk heimild
hjá þáverandi utanríkisráð-
herra fyrir viðbótarkostnaði
vegna byggingarinnar, ekki
var nánari grein gerö fyrir út-
gjaidaaukningu né kostnaðar-
áætlun breytt i samræmi við
auknar framkvæmdir. Fram-
kvæmdaryfirvöldum var
engin grein gerð fyrir kostn-
aði vegna meiri háttar breyt-
inga og aukningu á fram-
kvæmdum. Reyndar var fram-
reiknuð kostnaðaráætlun
aldrei gerð eða send fjárveit-
ingarvaldinu á verktímanum.
Allt árið 1986 var fram-
kvæmdastjóra og byggingar-
nefnd Ijóst að 140—160 m.kr.
vantaði til að endar næðu
saman í árslok. í fjárlagatil-
lögum nefndarinnar fyrir 1987
var þó ekki óskað eftir fé til
að leysa þennan vanda.
Þetta kemur m.a. fram í
ítarlegri skýrslu Ríkisendur-
skoðunar, sem gerð var að
beiðni fjármálaráðherra, um
byggingarkostnað Flugstöðv-
arinnar á Keflavíkurflugvelli.
Samkvæmt skýrslunni fór
framkvæmdarkostnaður 871
milljón króna fram úr áætlun,
á framreiknuðu verðlagi. Að
Viðbættum fjármagnskostn-
aði, kostnaöi vegna listaverka
utsn húss, eftirlits- og bygg-
ingarnefndarlauna verður
mismunurinn 1.049 milljónir
króna.
Upphafleg kostnaðaráætl-
un í nóv. 1980 var 57 milljónir
USD. Hún var skorin niður í
42 milljónir USD. Byggingar-
nefnd bætti hins vegar smátt
og smátt nánast öllum niður-
skurðinum inn aftur, án þess
að breyta kostnaðaráætlun.
Hugðist m.ö.o. framkvæma 57
millj. USD verk fyrir 42 millj.
USD.
Sá verkáfangi sem mest
fór úr böndunum voru inn-
réttingar. Þar, eins og annars
staðar, voru útboðsgögn
mjög ófullkomin, m.a. vegna
þess að hönnunargögn voru
ekki tilbúin á réttum tíma og
tóku þvi breytingum eftir að
útboð fóru fram. Útboö stóð-
ust þess vegna ekki.
Vegna innréttingaáfangans
eins þurfti að bæta við 700
svokölluðum viðbótarverkefn-
um sem samtals kostuðu um
264 m.rk. (óframreiknað).
Dæmi: i útboðsskýringu fyrir
verksamning í innréttingar-
áfanga voru tilgreindir 3.215
lampar í bygginguna, en við
verklok voru þeir orðnir 5.573.
ijSJÓ'
BÍLARNIR“
AUÐ-
KENNDIR?
Dómsmálaráðherra segist
muna kanna hvort ástæða sé
til að geta þess i skoðunar-
skírteinum „sjóbílanna" frá
Noregi, að þeir hafi lent í
tjóni, berist óskir um það.
Félag íslenskra bifreiða-
eigenda hefur lýsti því yfir að
þeir ætli að fara fram á það
við dómsmálaráðherra að
skoðunarskírteini þeirra bila
sem lentu í flóði í Noregi fyr-
ir skömmu, verði auðkennd
þannig að Ijóst sé að þetta
séu tjónabílar og einnig að
settar verði reglur sem komi í
veg fyrir að slík mál endur-
taki sig.
Alþýðublaðið hafði sam-
band við Jón Sigurðsson
dómsmálaráðherra og sagði
hann að þessi beiðni hafi
ekki borist til sín þannig að
hann gæti ekki svarað þessu
nákvæmlega. Hann muni að
sjálfsögðu láta athuga þetta
mál vandlega þegar þar að
kæmi. Þetta væru upplýsing-
ar sem skipt gætu máli þeg-
ar eigendaskipti verða á bíl-
unum.
Varðandi það hvort settar
- verði reglur um slík mál
sagði Jón: „Við því er ekki
hægt að gefa svar i eitt skipti
fyrir öll að mínum dómi.“
Mikilvægt væri að menn
vissu hvað gegni kaupum og
sölum, en opinbert eftirlit
yrði að vera fólgið í því að
meta bílana þegar þeir koma
hingað til lands, en ekki eftir
einhverju sem kann að hafa
komið fyrir þá áöur. Máliö
yröi athugað um leið og
erindið bærist.
I tilefni af hundraö ára afmæii Alþingishússins efndi Alþingi til sam-
keppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þingsins.
Var samkeppnin við það miðuð að heimkynni Alþingis yrðu áfram i
Alþingishúsinu. Tillaga Sigurðar Einarssonar arkitekts hlaut 1. verð-
laun i samkeppninni og á fjárlögum 1987 var veitt fé til að hefja hönn-
un á grundvelli verðlaunatillögunnar. Á myndinni af iikani er
Alþingishúsið og nýbyggingin séð ofan af Hótei Borg.
Utanríkisráðherra um afvopnunarsamninginn:
VONANDI GENGID
LENGRA
að í nánustu framtíð náist einnig samkomulag um fœkkun langdrœgra kjarnaflauga,
niðurskurð hefðbundinna vopna og um efnavopnabann.
Steingrímur Hermannsson,
utanríkisráðherra, fagnar því
fyrsta skrefi sem nú hefur
verið stigið til fækkunar
kjarnavopna með undirritun
samnings Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna í Washington
8. desember sl. um útrým-
ingu allra meöal- og skamm-
drægra kjarnaflauga á landi.
í fréttatilkynningu frá utan-
ríkisráðuneytinu segir að, þó
Samstarfsráð verslunarinnar:
NEYTENDUR NJOTA LÆKKAÐRA AÐFLUTNINGSGJALDA
Lœgri kostnaður verslunarinnar skilar sér fyllilega í lœgra verði til neytenda.
Um áramót munu aðflutn-
ingsgjöld lækka á ýmsum
neysluvörum heimilanna. Að
mati samstarfsráðs verslun-
arinnar munu neytendur
njóta þess að fullu í lægra
vöruverði. Segir samstarfs-
nefndin að reynslan sýni að
neytendur njóti lægri kostn-
aðar verslunarinnar fyllilega í
lægra verði.
I ályktun er ráðið hefur
sent frá sér er í því sambandi
minnst þegar tollalækkanir
uröu 1986, sem skiluðu sér
algjörlega til neytenda.
Samstarfsnefnd verslunar-
innar telur því ómaklegar
dylgjur ráðamanna, að versl-
anir muni ekki láta neytendur
njóta minni skattlagningar.
Staðreyndin er sú, segir í
ályktuninni, að margar versl-
anir munu tapa umtalsverð-
um upphæðum vegna verð-
lækkunar á birgðum um ára-
mótin sem kemur neytendum
til góða. Þrátt fyrir að versl-
anir munu tapa einhverjum
upphæðum hefur Samstarfs-
ráðið hvatt til þess að frum-
vörpin um tolla og vörugjald
verði afgreidd. Gæði vörunn-
ar og sem lægst vöruverð
verður best tryggt með
frjálsri samkeppni og hóflegri
skattlagningu, segir Sam-
starfsráð verslunarinnar.
þessi fækkun sé i sjálfu sér
tiltölulega Iftil, þá tákni hún
mikilvæga breytingu frá
kjarnavopnakapphlaupinu.
Utaríkisráðherra lýsir þeirri
von sinni aö í nánustu fram-
tíð náist einnig verulegur
árangur í viðræðum stórveld-
anna um fækkun langdrægra
kjarnaflauga, niðurskurð
hefðbundinna vopna og um
efnavopnabann.
Að mati utanríkisráðherra
yrði mikill skaði ef samning-
urinn hlyti ekki staðfestingu
öldungadeildar bandaríska
þingsins og hefði mjög nei-
kvæð áhrif á þá sterku sam-
stöðu sem nú er innan
Atlantshafsbandalagsins.
Utanríkisráöherra treystir
því að samningurinn verði
staðfestur af Bandaríkja-
þingi.