Alþýðublaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 8
MfflUBIMS
UREVfíLL
68 55 22
Fimmtudagur 10. desember 1987
GAGNRYNI EKKI
ÁLYKTUN LANDLÆKNIS
— segir Valgarð Briem, formaður Umferðarráðs íslands, vegna fréttar í Alþýðublaðinu í
gær er segir að slysatíðni barna og unglinga á íslandi sé með því hœsta í heiminum. Um-
ferðarráð áformar jafnframt að koma upp „hálkuœfingasvœðiu í Kapelluhrauni.
„Auðvitað get ég ekki
gagnrýnt þessa ályktun land-
læknis enda er þetta örugg-
lega alveg laukrétt hjá hon-
um. Slys á ungu fólki eru allt-
of mörg“ sagði Valgarð
Briem, er Aiþýðublaðið
spurði um álit hans vegna
fréttar í blaðinu i gær um
barna- og unglingaslys á ís-
landi. Vaigarð sagðist sam-
mála því að aðalorsökin væru
óaðgæsla og reynslufeysi
ungra ökumanna og sagði
hann það aðaláhugamál Um-
ferðarráðs að koma upp
æfingasvæði fyrir bæði nem-
endur i ökuskólanum og
aðra.
Fréttin í gær segir að
slysatíðni barnaog unglinga
hér á íslandi sé með því
hæsta i heimi og þeir sem
valdir eru af flestum slys-
anna séu ökumenn nýkomnir
með bílpróf. Valgarð sagði
þetta rétt en þó þyrfti að hafa
i huga aó ungir okumenn
væru miklu fleiri en áöur fyrr.
„Ég vil ekki segja að unga
fólkið sé alla jafnan lélegri
ökumenn en við sem eldri
erum, sagði Valgarö. „Senni-
lega eru þeir sneggri og
kunna umferöarreglurnar ekki
síður en við hin. En þeir van-
meta kannski stundum að-
stæður og hafa ekki sömu
reynslu að baki.og þeireldri.
Snögg viðbrögð duga þá ekki
alltaf til.“
Valgarð minntist í þessu
sambandi á könnun sem lög-..
reglan gerði þar sem kom í
Ijós aö flestir þeir sem lenda
í árekstrum segi ástæðuna
vera óvænt viðbrögö hins
ökumannsins.
Samkvæmt skýrslu Um-
ferðarráðs er slysatíðni mest
í þéttbýliskjarnanum, Reykja-
vík, Hafnarfirði og Kópavogi.
Alvarlegustu slysin veröa þó
úti á landi og af 21 dauða-
slysi 1986 urðu 16 þeirra úti á
landsbyggðinni.
Þrátt fyrir mörg slys segir
Valgarð Briem það ekki rétt-
látt að bera saman slysatíðni
milli ára án þess að taka tillit
til breyttra aðstæðna. í sam-
anburðarskýrslum frá 1986
eru slasaöir og látnir, miðað
við hundrað þúsund bíla, 649.
Það eru færri tilvik en 1984
og 1985, sagði Valgarð. „Við
getum því ekki farið að gráta
vegna þess hve slysum fjölg-
ar, þegar bæði fjölgar fólki
og ökutækjum, auk þess
sem samgöngur hafa batnað
og því hverju ökutæki ekið
fleiri kílómetra.
Til spornar slysum og til
þess að ungt fólk komi betur
undirbúið inn í umferöina
hafa m. a. veriö umræður um
að taka upp ökukennslu sem
valfag í framhaldsskólum.
Auk þess hefur Umferðarráö
lengi barist fyrir því að fá að
koma upp æfingasvæði fyrir
unga ökumenn og aöra, til
æfingar í keyrslu í hálku.
Enn hefur ekki fengist fjár-
veiting til þess en Umferða-
ráði hefur þó hlotnast lóð í
Kapelluhrauni, undir „hálku-
æfingasvæðið".
Þetta er sameiginlegt
áhugamál okkar og Ökukenn-
arafélags íslands, sagði Val-
garð. Yfir 20 slík svæði eru
nú í Noregi og samsvarandi
fjöldi á hinum Norðurlöndun-
um. „En við höfum ekki
neitt,“ sagði Valgarð Briem,
formaður Umferðarráös aö
lokum.
A< 21 dauðaslysi árið 1986 urðu 16
á landsbyggðinni.
KIRKJURÁD GEGN
STRÍDSLEIKJUM
Tillaga lögð fram á Alþingi um kaup á stríðsleik-
föngum. Upphafsmaður tillögunnar, Kristján
Þorgeirsson, segir þetta lið í því sem kallað hefur
verið „uppeldi til friðar. “
Tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð:
ÚTFLUTNINGUR Á HUG-
VITI TIL GRÆNLANDS
Tölvudeild Kristjáns Ó.
Skagfjörð hefur tekið að sér
þjónustu á tölvukerfi á aust-
urströnd Grænlands. Kerfið
kallast VAXkerfi og verður i
fyrstu reynt í þrjá mánuði.
Það sem helst gæti valdið
vandræðum við uppsetningu
þessa búnaðar og áframhald-
andi starfsemi hans eru sam-
gönguerfiðleikar. Fljúga verð-
ur á milli íslands og Græn-
lands og þar ferðast í þyrlum
eða á hundasleðum.
Það var fyrir rúmlega ári
sem Grænlandsverslunin,
Kalaallit Niuerfiat, sem er
með umfangsmikinn rekstur
á þessum slóðum ákvað að
setja upp VAXkerfi í Ang-
magssalik og óskaði eftir
þjónustu frá Skagfjörð. Um
miðjan október sl. fór síðan
tæknimaður frá Tölvudeild-
inni til Angmagssalik og setti
kerfið upp. Það verður nú
keyrt til reynslu í þrjá mánuði
áður en formleg notkun þess
hefst. Síðan er ætlunin á
næstu árum að setja upp
samskonar kerfi á fleiri stöð-
um á austurströndinni.
Sá galli er þó á þessu fyrir-
tæki að ef þjónustu verður
þörf á búnaðinum á Græn-
landi, getur það verið ærin
fyrirhöfn að koma viðgerðar-
manni á staðinn. Aðeins er
um leiguflug að ræða frá
Reykjavik til Kulusuk og síð-
an þyrluflug eða hundasleða
þaðan til Angmagssalik.
Þetta mun þó þrátt fyrir allt
vera einfaldasti ferðamátinn.
A siöasta kirkjuþingi var
lögö fram tillaga varðandi
kaup á stríðsleikföngum til
gjafa. Auk þess hefur þetta
mál verið rætt við samstarfs-
nefnd Kirkjuráðs á Alþingi og
komið til umræðu að setja á
einskonar siðanefnd um aug-
lýsingar þessa efnis í sjón-
varpi. Kristján Þorgeirsson
tillögumaður segir þetta einn
lið í því sem kallað hefur ver-
iö „Uppeldi til friðar“.
Tillagan var lögð fram af
Kristjáni Þorgeirssyni og
lýsti hann þá um leið yfir
áhyggjum sínum vegna
þessa við samstarfsnefnd Al-
þingis. í samtali við Alþýðu-
blaðið I gær sagðist Kristján
einnig hafa imprað á því við
samstarfsnefndina hvort ekki
væri athugandi að koma á fót
einskonar siðanefnd er færi
með mál eins og t. d. auglýs-
ingar. Þ.e.a.s. nefnd er ákvæði
hvers konar efni væri leyfi-
legt að láta koma beint inn í
stofu til fólks í gegnum sjón-
varpið. Nefndi hann sérstak-
lega auglýsingu frá Radio-
búðinni um geisla- eða laser-
byssur, „að mlnu mati er
þetta hryllingsmynd", sagði
Kristján. Samstarfsnefndin
tók vei í þetta mál, sagði
Kristján, og tók ennfremur
undir það að ekki ætti að ala
börn upp á stríðsleikjum
heldur á þann hátt sem gerir
þau að betri manneskjum en
okkur sem eldri erum. Sagði
Kristján þetta ennfremur vera
lið I því sem kallað hefurver-
ið „Uppeldi til friðar".
rIH jif lili'ip i|j 111' i 'HiBaj’jfWJinemMMW
□ 1 2 3 n 4
5 _ □
6 n 7
8 9
10 □ 11
□ 12
13 □ □
* Krossgátan
Lárétt: 1 lasið, 5 kvendýr, 6 stök,
7 þræll, 8 sáran, 10 átt, 11 bjálfi,
12 fóðrað, 13, bókin.
Lóðrétt: 1 sníkill, 2 hressa, 3
eins, 4 nefið, 5 getur, 7 teygt, 9
tungu, 12 bardagi.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 sæist, 5 eiði, 6 iða, 7
hæ, 8 nirfil, 10 ar, 11 áll, 12 bali, 13
trúna.
Lóðrétt: 1 siðir, 2 æðar , 3 ii, 4
Tjalli, 5 einatt, 7 hilla, 9 fáan, 12
bú.
• 6engi5
Gengisskráning 8. desember 1987
Bandarikj adollar
Sterlingspund
Kanadadollar
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Finnskt mark
Franskur franki
Belgiskur franki
Svissn. franki
Holl. gyllini
Vesturþýskt mark
Itölsk llra
Austurr. sch.
Portúg. escudo
Spanskur peseti
Japanskt yen
Kaup Sala
36,840 36,960
66,152 66,367
28,132 28,223
5,7281 5,7467
5,6909 5,7094
6,1064 6,1263
8,9941 9,0234
6,5152 6,5364
1,0576 1,0610
27,0187 27,1067
19,6323 19,6962
22,0863 22,1583
0,02998 0,03007
3,1387 3,1489
0,2711 0,2720
0,3265 0,3275
0,27751 0,27842
• Ijósvakapunktar
•RUV
Á slóð eiturlyfja kl. 22.15. Ný
bandarísk heimildarmynd um
eiturlyfjanotkun þar I landi,
einkum hið nýja efni „Krakk“ og
unnið er m. a. úr kókalni. Fylgst
er með störfum lögreglu og bar-
áttuhópa gegn eiturlyfjum, farið
á sjúkrahús og um stræti stór-
borgar.
• Stöð 2
Heilsubælið I Gervahverfi kl.
21.30.
• Rás 1
Kl. 23.00 Draumatiminni. Krist-
ján Frímann fjallarum merkingu
drauma, leikur tónlist og les
Ijóð.