Alþýðublaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. desember 1987 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir NÝJA STRÍDID LIBANON Sprengjuárásir eru ekki lengur mesta ógnin, sem vofir yfir fólkinu í Libanon. Norsk kona, Kari Karame segir að fleiri flytji nú frá Libanon vegna verðbólgu, en þeir sem fluttu vegna stríðsins. Gildi peninga fellur, og vegna þessa er lífið barátta fyrir daglegu brauði. Eiginmaður Kari er Elie Karame, fyrrverandi leiðtogi Falangista-flokksins. Kari Karame hefur síðustu fimm- tán árin verið búsett i Beirut. Á myndinni með henni eru eigin- maður hennar og synir. Kari Karame hefur upplifað ýmislegt, síðan hún settist að í Beirút, ásamt eiginmanni sínum fyrir fimmtán árum siðan. Þá voru hörmungar stríðsins ekki farnar að setja sinn svip á borgina, þrátt fyr- ir að menn óttuðust að til stríðs gæti komið. Þremur árum seinna braust borgarastyrjöldin út og öryggisleysi einkenndi hiö daglega líf. Neyöin í Líbanon — Auðvitað er hægt að venjast svo til öllu, maður heldur dauðahaldi í vonina um að þetta fari að lagast, segir Kari Karame og heldur áfram: — Það ber að hafa í huga að margir Líbanir eru reiðubúnir til að láta lífið fyrir málstaðinn, en menn eiga bágt meö að horfa upp á það, að börnin líði fyrir þessar hörmungar. Áður gekk allt út á það að forða sér undan sprengjunum en hvernig forð- ar maður sér undan verðbólg- unni? Afleiöingar hörmunganna í Líbanon eru að koma í Ijós. Óstöðvandi lækkun líbanska pundsins, er á góðri leið með að eyðileggja það litla sem eftir var, eftir tiu ára blóði drifið borgarastríð. Árið 1985 var bandarfskur dollari seldur fyrir tvö líbönsk pund. Þegarvið komum til Beirút í apríl síðastliðnum, kostaði dollarinn 120 l.pund og í lok september kostaði dollarinn 278 l.pund. Nú, hálf- um öörum mánuði seinna kostar dollarinn 500 l.pund. Fyrir launþega í Líbanon er þetta mjög alvarlegt mál. Mánaðarlaunin hrökkva ekki til fyrir brýnustu nauðsynjum og fyrir borgarbúa í Líbanon, sem yfirleitt hafa fylgst ákaf- lega vel með tískustraumum, þýðir þetta enga endurnýjun í fataskápunum. Þessi efnahagskreppa kemur niður á öllum. Nú sérðu fólk standa á vegar- brúnum og reyna að „húkka“ sér far, til þess að spara strætisvagnapeninga. Þetta hef ég aldrei séð fyrr, í þau fimmtán ár sem ég hef búið hér, segir Kari Karame. Eins og alltaf kemur þessi verðbólga verst niður á þeim, sem lökust hafa kjörin, i landi þar sem bilið milli ríkra og fátækra hefur alltaf verið mikið. Lyfjakostnaður er t.d. yfirgengilega hár, og fyrir fólk með sykursýki, sem þarf að fá insúlín daglega, getur þetta þýtt algjört hrun efna- hags heimilanna. Þó fátæktin, sem kemur í kjölfar verðbólgunnar sjáist kannski ekki í fljótu bragði verður þjóðfélagið að þjóðfé- lagi sem drabbast niður. — Ef isskápurinn bilar er ekkert hægt að gera í þvi. Ef sjónvarpið bilar, sama sagan. Fatnaður og skór er nýtt til hins itrasta, staglað og bætt þegar áður fyrr þótti sjálfsagt að fara út í búð og kaupa nýtt, — segir Karame fjöl- skyldan. Kari Karame og fjölskylda hennar tilheyra forréttinda- fólki, og þá ekki eingöngu vegna góðra tekna, heldur einnig vegna þess, að Kari og synir hennar hafa tvö vegabréf, þau geta farið og komið þegar þau vilja. Það eru einmitt örlög barnanna sem flestir Líbanir hafa áhyggjur af. Skólabækur barna verða foreldrar að greiða sjálfir og þær geta kostað mörg mánaðarlaun og gefur það því auga leið að menntunarmöguleikar fólks- ins eru litlir eins og ástandið er í dag, segir Kari Karame. Gulliö faliö Ríkisstjóm Líbanon getur ekki notað gullbirgðir lands- ins til að styrkja gjaldmiðil landsins og koma í veg fyrir efnahagslegt hrun. — Með því að selja gull gætum við ef til vill komið verðgildi líbanska pundsins upp ( 40 til 50 pund fyrir doll- arann, segir Elie Karame. Hann var leiðtogi Falang- istaflokksins þangað til fyrir ári síðan. Flokkur Falangista er stærsti kristni flokkurinn í Libanon. Allir flokkar tala um verð- bólguna, en geta samt ekki komið sér saman um aögerð- ir. Samhent ríkisstjórn er lykillinn að gulli Líbanon, í bókstaflegri merkingu. Gullið er á vísum stað, það er ekki vandamálið. Þegar koma átti á jafnvægi hinna ýmsu fylkinga í landinu, var ákveðið að enginn einn aðili ætti að hafa aðgang að gull- geymslum landsins, þannig að það er geymt í smá- skömmtum hjá hinum ýmsu meðlimum rikisstjórnarinnar. Þegar mönnum svo tekst ekki að koma sér saman um málin, heldur gullið áfram að vera þar sem þar er, meðan verðbólgan þýtur upp á við. Svartur efnahagur Stríðið og skipting lands- ins hafa valdið hruni efna- hagsins, en svart efnahagsllf blómstrar: — Trúlega er um 60 prósent af efnahag lands- ins svartur, segir Elie Karame, en fyrrverandi fjár- málaráðherra Elias Sabas segir prósentutöluna vera hærri. Ýmsir hópar innan svartamarkaðsins hafa sínar eigin hafnir, þar sem smyglið á auðvelda leið bæði inn í iandið og frá Líbanon til annarra landa. Þarna er ekki aðeins um að ræða neyslu- vörur frá Vesturlöndum, held- ur eiturlyf af ýmsum tegund- um. Striðið og öryggisleysið hefur eyðilagt eðlileg við- skipti og það er ekki sagt orðum aukið, að hass og heroin séu þær útflutnings- vörur sem mestu máli skiptir. Stríðið gefur atvinnumöguleika — Það er satt að striðið er orðið að iðnaði. Fleiri og fleiri eru kallaðir í herinn, þar fá menn betri laun en hjá al- mennum atvinnurekendum, segir Elie Karame. Þjóð, sem hefur veriö her- vædd i fimmtán ár fær at- vinnu sína í raun út á striðið, þar er atvinnan, peningarnir, vopnin og verndin. Það eru þeiryfirmenn innan hersins, sem standa sig vel, sem eru hinir nýríku i Líbanon. — Ef öfgahópar eiga ekki að ná Líbanon á sitt vald, þá bráðliggur á hnitmiðuðum aðgerðum, segir Karame. Nú þegar búa fleiri Libanir utan landamæra föðurlands- ins en innan þeirra. Fólk reynir umvörpum að fá vega- bréfsáritanir til að geta forð- að sér úr landi, og ef svo heldur áfram sem hingað til, getum við kvatt það Líbanon, sem við þekkjum, segir Beirut — konan frá Noregi, Kari Karame. (Arbeiderbladet)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.