Alþýðublaðið - 23.12.1987, Side 6
6
Miðvikudagur 23. desember 1987
SMÁFRÉTTIR
Frá afhendingu framlaganna taliö frá vinstri: Hannes Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross íslands, Ómar Kristjánsson, forstjóri Þýsk-
íslenska verslunarfélagsins og Helgi Magnússon forstjóri feröaskrif-
stofunnar Útsýn.
Stórgjafir í
Hjálparsjóð
Fyrir nokkrum dögum voru
Rauða krossi íslands afhent-
ar 100.000 kr. frá Ferðaskrif-
stofunni Útsýn og 100.000 frá
Þýsk-íslenska verslunarfélag-
inu i hjálparsjóö félagsins.
Auk þess hafa Hjálparsjóði
RKI borist stórgjafir frá ýms-
um öðrum aðilum til styrktar
hjálparstarfinu í Eþíópíu.
Fyrir nokkru efndi Rauði
krossinn til kynningarátaks
til eflingar á hjálparsjóði fé-
lagsins. Átak þetta var gert í
tilefni af því að Rauði kross
Islands hyggst taka þátt í
starfi Alþjóða rauða krossins
til hjálpar þeim Eþíópíubúum
sem hungursneyð nú vofir
yfir í kjölfar alvarlegs upp-
skerubrests af völdum
þurrka.
Þroskahjálp,
5. tölublað
Tímaritið Þroskahjálp 5.
tölublað 1987 er nú komið út
og er útgefandi þess Lands-
samtökin Þroskahjálp.
Leiðari þessa tölublaðs er
um Kópavogshæli og er það
Unnur Ólafsdóttir sem skrif-
ar. Annað í heftinu er m. a.
grein um Landsþing Þroska-
hjálpar, spjallað er við for-
menn Þroskahjálpar, fráfar-
andi og nýkjörin. Seinni hluti
af þættinum „Að norðan" birt-
ist í ritinu og er það að finna
viðtöl við Björgu Pétursdóttur
og Svanfríði Larsen. Rann-
veig Traustadóttir skrifar
fyrsta pistil sinn, frá Banda-
ríkjunum og skýrir þar frá því
helsta sem er að gerast í
kringum hana vestan hafs. Þá
er haldið áfram með efni frá
þingi NFPU, norrænna sam-
taka um málefni vangefinna,
sem haldið var í Svíþjóö á
liðnu sumri og er m. a. birt
erindi Þórarins Eldjárns sem
hann flutti á þessu þingi.
„Eins og
skepnan deyr“
á myndbandi.
Bandaríska stórfyrirtækið
RCA/Columbia Pictures er
um þessar mundir að gefa út
kvikmynd Hilmars Oddsson-
ar, „Eins og skepnan deyr“ á
myndbandi í samvinnu við
Skífuna h/f. ísland er fyrsta
landið sem myndin er gefin
út fyrir, en RCA/Columbia
hefur keypt alheimsrétt á
dreifingu myndbandsins.
„Eins og skepnan deyr“ er
fyrsta islenska myndin sem
er gefin út á myndbandi af er-
lendu fyrirtæki.
Framleiðandi myndarinnar
er Jón Ólafsson en leikstjóri
og höfundur handritsins er
Hilmar Oddsson. Aðalhlut-
verk eru I höndum Eddu
Heiðrúnar Backman, Þrastar
Leós Gunnarssonar og Jó-
hanns Sigurðssonar.
Veglegar gjafir
Á undanförnum árum hefur
Lionsklúbburinn Njöróur gef-
ið Borgarspítalanum ýmsar
gjafir og hinn 26. nóvember
sl. afhenti klúbburinn nokkrar
gjafir til notkunnar á hinum
ýmsu deildum spitalans.
Hjartadeild var gefin „Ytri
gangráður" sem er notaður
til að jafna óreglulegan hjart-
slátt. Endurhæfingadeild
fékk að gjöf fjóra meðferðar-
bekki fyrir sjúklinga með
sjúkdóma í miðtaugakerfi.
Háls-, nef og eyrnadeild voru
gefin tvö tæki til speglunar á
nefi, koki og barka, og einnig
vardeildinni gefið tæki til
skoðunar á afholum nefs
(sónar).
Félagar i Lionskúbbnum Nirdi,
fulltrúar deildanna og formaður
stjórnar sjúkrastofnana Reykja-
víkurborgar, Páll Gíslason. w
Starfsmenn
kirkjugarðanna
aðstoða
Eins og undanfarin ár
munu starfsmenn kirkjugarð-
anna aðstoða fólk, sem kem-
ur til að huga að leiðum ást-
vina sinna.
Á Þorláksmessu og að-
fangadag verða talstöðvabílar
dreifðir um Fossvogsgarð og
munu í samvinnu við skrif-
stofuna leiðbeina fólki eftir
bestu getu. Skrifstofan er
opin til kl. 16.00 á Þorláks-
messu og til kl. 15.00 á að-
fangadag.
I Gufunesgarði og Suður-
götugarði verða einnig starfs-
menn til aðstoðar og sérstak-
ar ferðir verða í Gufunesið
með strætisvögnum sem hér
segir:
A aðfangadag verða farnar
tvær ferðir. Frá Lækjartorgi
kl. 10.30 og kl. 14.00. Frá
Hlemmi kl. 10.35 og kl. 14.05.
Frá Grensásstöð kl. 10.45 og
kl. 14.15.
Vagnarnir bíða meðan far-
þegar fara í garðinn.
I fréttatilkynningu frá
Kirkjugörðunum segir að það
auðveldi mjög alla aðstoð ef
gestir vita leiðisnúmer. Þeim
sem ekki vita það og eru ekki
öruggir að rata er bent á að
hafa samband við skrifstof-
una, síma 18166, og fá upp-
gefió númer þess leiöis er
vitja skal.
Fatlaðir og
Félagsmála-
ráðuneytið
Félagsmálaráðuneytið hef-
ur, á þessu ári, beitt sér fyrir
útgáfu á ýmsu efni til kynn-
ingar á málefnum fatlaðra.
Gefnir hafa verið út bækling-
ar t.a.m. um Svæðisstjórnun,
Fjárhagsaðstoð við framfær-
endur, Stuðningsfjölskyldur,
Námsstyrki og námslán og
Styrki og lán til verkfæra- og
tækjakaupa. Þá hefur ráðu-
neytið látið gera myndband
um fimm sambýli hér á landi,
sem öll hafa tekið til starfa á
sl. 5 árum. Texti og umsjón
með gerð myndbandsins var í
höndum Margrétar Margeirs-
dóttur, deildarstjóra í málefn-
um fatlaðra í félagsmálaráðu-
neytinu en kvikmyndagerðin
Sýn h.f. annaðist töku mynd-
bandsins. Myndbandið er til
bæði með sænskum og ís-
lenskum texta og hefur m.a.
verið sýnt á norrænu þingi
um málefni þroskaheftra í
Uppsölum í Svíþjóð sl. sum-
ar.
í tilkynningu frá félags-
málaráðuneytinu segir enn-
fremur að það muni halda
áfram að beita sér fyrir
áframhaldandi útgáfu á
ýmisskonar kynningarefni,
enda sé slíkt í samræmi við
lög um málefni fatlaðra.
Tvöföld
verðmerking
Vegna fyrirhugaðra breyt-
inga á tolla- og skattalögum
skorar Neytendafélag Reykja-
víkur og nágrennis á kaup-
menn að taka upp, um tak-
markaðan tíma, tvöfalda verð-
merkingu er sýni bæði verð
vörunnar eins og það hefði
verið án breytinga og verð
vörunnar eftir breytingu.
í ályktun frá Neytendafé-
laginu segir, að þessar laga-
'breytingar muni hafa í för
með sér margvíslegar breyt-
ingar á vöruverði og því nauð-
synlegt að gera allt sem
hægt er til þess að draga úr
hugsanlegum misskilningi
og tortryggni. Neytendafélag-
ið minnir á reynslu þá sem
fékkst af myntbreytingunni í
upphafi áratugarins.
Á þennan hátt segir að
kaupmenn þjóni bæði hags-
munum sjálfra sín og við-
skiptavina sinna.
Hjúkrunar-
fræðingar
mótmæla
I ályktun frá stjórn Félags
háskólamenntaðra hjúkrunar-
fræðinga, er andmælt
ákvörðun ríkisstjórnarinnar
um breytingar á óbeinum
sköttum vegna þeirra breyt-
inga á vöruverði, sem fylgja í
kjölfarið.
í ályktuninni segir: „Kostn-
aður við heilbrigðisþjónustu
ereinn stærsti útgjaldaliður
ríkisins. Forvarnir, sem stuðla
að heilbrigði þjóðarinnar er
árangursríkasta leiðin t. a.
lækka þennan kostnað.
Alþekkt er, að mataræði
hefur bein áhrif á heilbrigði
fólks.
Ákvörðun rikisstjórnarinn-
ar, sem m. a. felur i sér
hækkun á brauði, fiski, nýju
grænmeti og nýjum ávöxtum
brýtur i bága við íslenska
heilbrigðisáætlun, sem lögð
var fram á 109. löggjarfar-
þingi 1986—1987.
í þeirri áætlun segir m. a.:
„Það á að ýta með ýmsu
móti undir neyslu kornmetis,
fisks, kjöts sem er magurt,
kartaflna og grænmetis."
Má ætla að umrædd
ákvörðun ríkisstjórnarinnar
verði síst t. a. ýta undir
neyslu þessara fæðuteg-
unda.“
Nám í
flugumferðarstjórn
Augiýst er eftir umsækjendum til náms í flugum-
ferðarstjórn. Inntökuskilyrði til námsins eru að um-
sækjendur hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál,
riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og
enskri tungu, fullnægi tilskiildum heilbrigðiskröf-:
um, séu 20—30 ára gamlir, leggi fram sakavottorð og
fullnægi ákvæðum laga og reglugerða um loftferðir.
Umsóknareyðublöð fást hjá móttökudeild flugmála-
stjórnar, 1. hæð flugturnsbyggingarinnar á Reykja-
víkurflugvelli og þangað skal skila umsóknum fyrir
12. janúar 1988.
Flugmáiastjóri.
KRATAKOMPAN
Jólabingó
Skrifstofa Alþýðuflokksins verður með glæsileg-
asta bingó ársins í glæsilegasta samkomuhúsi
landsins, Hótel íslandi, við Ármúla þriðjudaginn 29.
desember kl. 20.00.
Aðalvinningur verður splunkuný LANCIA bifreið, að auki
verðurfjöldi heimilistækja í vinninga. Nánarauglýst síðar.
Takið þennan dag frá á almanakinu.
Skrifstofa Alþýðuflokksins.
Jólakrataplata
Skrifstofa Alþýðuflokksins selur nú jólalagasafnið
„Gleðileg jól“ með 24 lögum sem eru flutt af mörg-
um góðum söngvurum svo sem Björgvini Halldórs-
syni, Þuríði Sigurðardóttir og Þóri Baldurssyni.
Lögin eru til á kasettu eða tveimur plötum í umslagi.
Verðið er kr. 1.000.-.
Hringið eða komið. Við tökum vísa og eurocard.