Alþýðublaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 1
Dr. Ingjaldur Hannibalsson: IDNNAMIÐ ER URELT Skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík sammála um að ekki sé lögð nóg áhersla á grunnmenntun. Dr. Ingjaldur Hannibalsson iðnaðarverkfræðingur segir að iðnfræðsia hér á landi sé úrelt. Kennd séu vinnubrögð sem ekki séu notuð i fram- leiðslufyrirtækjum og verið sé að mennta handverks- menn á meðan framleiðslan verði sífellt tæknivæddari. Telur hann að auka þurfi almenna grunnmenntun. Ingvar Ásmundsson skóla- stjóri Iðnskólans i Reykjavík segir að ekki sé kennt nógu mikiö af grundvallaratriðum, en það sé þó að aukast. Þeir sem búa til námskrár hafi ekki gert sér nógu vel grein fyrir þeirri þörf. I samtali við Alþýðublaðið sagði Ingjaldur að í mörgum tilfellum byggi iðnnám á eld- gömlum framleiðsluaðferð- um, að vísu hafi ástandið skánað dálítið á síðustu árum. „Lengi vel hefur sveinsstykkið í húsgagna- smíði verið að geirnegla saman skúffu, og það er að- ferð sem hvergi er notuð I framleiðslufyrirtækjum í dag.“ Að ýmsu leyti sé verið að mennta handverksmenn, á meðan framleiðslan verður æ tæknivæddari. Að hluta til megi kannski leita skýringar í Dr. Ingjaldur Hannibalsson: Verið er að mennta handverksmenn á sama tima og framleiðslan verður sífellt tæknivæddari. því að skólarnir ráði ekki ytir nægu fjármagni til að vera með sambærileg tæki og fyrirtækin. „Ég hef verið með þá kenn- ingu að það sem fólk þurfi helst að læra í skóla séu ákveðin grunnatriði, til að geta aðlagað sig að breyting- um í þjóðfélaginu s.s. að lesa, skrifa, tala íslensku og eitt alþjóðlegt tungumál, stærðfræöi- og tölvuþekk- ingu og rökrétta hugsun. Þetta skiptir meira máli fyrir ævi einstaklings, helduren að kunna einhverja vinnuað- ferð sem verður væntanlega úrelt að fimm árum liðnum." Öryrkjabandalag íslands ætl- ar að láta kanna hvort bygg- inganefnd Reykjavíkur hefur samþykkt breytta notkun á húsinu Tjarnargötu 20, en þangað er ráðgert að flytja skrifstofu ellimáladeildar og heimilishjálpar. Arnþór Helgason formaður Öryrkja- bandalagsins segir að aðstæður sem fyrirhugað er að búa við í húsinu að Tjarnargötu 20 séu alls ófull- nægjandi. Arnþór segir að samkvæmt byggingarreglu- gerð eigi byggingarnefnd að fjalla um málið, vegna ákvæða um breyttar forsend- ur með notkun húsnæðis. „Komi í Ijós að það hafi ekki Nefndi Ingjaldur sem dæmi að fólk lærði með- höndlun á ákveðnum efnum, síðan komi ný efni á markað- inn. Þau komi oft á tíðum er- lendis frá og þá skipti meira máli að geta lesið leiðbein- ingarnar um notkun efnisins, heldur en að kunna að nota eitthvert úrelt efni. Of lítil áhersla sé lögð á þessa grunnþekkingu og á fagsvið- unum sé verið að kenna að- ferðir sem ekki séu lengur í notkun í atvinnulífinu. „Ég held að þróunin muni verða í þá átt sem ég er að nefna. Hingað til höfum við verið að mennta stóra hópa verið gert mun Oryrkjabanda- lagið taka ákvarðanir um frekari aðgerðir," sagði Arn- þór i samtali við Alþýðublað- ið í gær. Arnþór sagði, aðspurður um hugsanlegar aðgerðir, að Öryrkjabandalagið hefði möguleika á að kæra til fé- lagsmálaráðuneytisins. „En við skulum vona að hjá þvi verði komist," bætti hann við. Að mati Arnþórs er húsið algjörlega óhæft til þeirra nota sem því er ætlað. í því sambandi nefndi hann, að ganga þurfi upp átta tröppur til að komast að anddyri með staðlaða menntun, ég held að með aukinni fjöl- breytni í störfum muni það einnig breytast." „Ég er alveg sammála Ingjaldi um það að leggja þurfi áherslu á grunnmennt- un, svo menn geti bjargað sér,“ sagði Ingvar Ásmunds- son skólastjóri Iðnskólans er Alþýðublaðið bar þessi mál undir hann. Sagði Ingvar að skólar hentuðu best til kennslu á grunvallaratriðun- um, en þegar um væri að ræða sérhæfð mál væri mjög líklegt að betur hentaði að kenna slíkt á hverjum vinnu- stað. „Það er alveg Ijóst að hússins. Brattir stigar eru á milli hæða og á efri hæð er ellimáladeildinni ætlað að vera til húsa. Fundarsalur á að vera í risi og þar er um annan brattan stiga að fara. „Það segir sig sjálft að marg- ir skjólstæðingar ellimála- deildar geta alls ekki leitað til hennar við þær aðstæöur sem fyrirhugað er að búa við þarna," sagði Arnþór Helga- son. Ellimáladeild og heimilis- hjálp eru til húsa að Tjarnar- götu 11, sem mun^era ófull- nægjandi húsnæði líkt og það sem fyrirhugað er að flytja í að Tjarnargötu 20. ekki er hægt að vera með skóla sem kennir öll atriöi i iðnaði. Það er alveg útilokað mál.“ Menn þyrftu fyrst og fremst að læra að lesa, skrifa, tala og hugsa, og þyrfti því að leggja áherslu á íslensku, eitt erlent mál og stærðfræði. Semjendur nám- skrár hafa hins vegar ekki gert sér nógu vel grein fyrir því við samsetningu hennar. Að gerð námskrár vinna fræðslunefndir í hverri iðn- grein og starfa þær á vegum Iðnfræðsluráðs. Skrárnar eru síðan staðfestar af Iðn- fræðsluráði og menntamála- ráðuneytinu. „Það eru ýmsir á því að það skipulag sé úrelt. Það eru reyndar tillögur í fram- haldsskólafrumvarpinu að breyta þessu í þá átt að þaö verði fræðslunefnd í hverjum iðngeira i stað hverrar iðn- greinar. Menntamálaráðu- neytið ber meginábyrgó á því að þessi grundvallarþekking hefur ekki skipað nógu stór- an þátt i kerfinu." Sagði Ingvar að breytingar hafi orðið í iðnfræðslu til hins betra. Fleiri og fleiri sjái að auka þarf almenna námið og hafi það verið gert. „Bara ekki nógu mikið.“ Ingvar Ásmundsson: Auka þarf almenna námið og það hef ur verið gert. Bara ekki nógu mikið. Ellimáladeild Reykjavíkurborgar flytur í „nýtt“ húsnœði: ELDRI RORGURUM BOÐIÐ UPP Á HANABJÁLKA Arnþór Helgason, formaður Öryrkjabandalagsins, varar við og bendir á að skjólstœðingar ellimáladeildar geti alls ekki leitað til hennar miðað við þœr aðstœður sem fyrirhugað er að búa við. 35 þúsund íslendingar eiga nú 7,5 milljarða á Gullbók os Metbók A BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS TRAUSTUR BANKl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.