Alþýðublaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 4
4
Þriöjudagur 12. janúar 1988
SMÁFRÉTTIR
Einar Kristján Einarsson gitarleikari.
Háskólatónleikar:
Einar K. Einarsson leikur
Bach og Villa-Lobos
Fyrstu háskólatónleikar á
vormisseri verda haldnir í
Norræna Húsinu miðvikudag-
inn 13. janúar kl. 12:30—
13:00.
Á tónleikunum mun Einar
K. Einarsson flytja BWV998
eftir Bach og Æfingar nr. 8,
3, 5,11, og 12 eftir Villa-
Lobos.
Taliö er að BWV998 sé
samið á tímabilinu 1717-1723
en þá starfaði Bach í Cöthen,
þar sem ríkti Kalvinismi og
tónlist lítt tíökuð í kirkjum.
Ekkert orgel var á staðnum
og aðalhlutverk Bachs var að
sjá um veraldlega tónlist á
heimili Leopolds prins.
Villa-Lobos samdi „12 æf-
ingar" í París 1929. í tónbók-
menntum gítarsins eru Æf-
ingarnareinn af bakfiskunum
og Andrés Segovia komst
efnilega svo að orði i formála
sinum að þeim; „af ást á
hljóöfærinu hefur Villa-Lobos
gert það sama fyrir gítarinn
og þeir Scarlatti og Chopin
fyrir sín hljóðfæri".
Einar Kristján Einarsson
lauk burtfararprófi 1982 frá
Tónskóla Sigursveins. Kenn-
arar hans voru Gunnar H.
Jónsson og Joseph Fung.
Einar stundar nú framhalds-
nám í Manchester hjá Gor-
don Grosskey og Georg
Hadjinikos. Einar hefur kom-
ið fram á tónleikum á íslandi,
Spáni og í Englandi.
Skýrslur um
markaðsmál
Útflutningsráð íslands hef-
ur gefið út nokkur upplýs-
ingarit um þróun, horfur og
tækifæri í markaðsmálum.
Fyrst ber að nefna skýrslu
um matvælamarkaðinn í Sví-
þjóð. í skýrslu þessari er
aðallega fjallað um mögu-
leika íslenskra fiskafurða á
Svíþjóðarmarkaði. Þar er m.a.
gerð grein fyrir sænska neyt-
endamarkaðnum, fiskmark-
aðnum í Svíþjóð og sænska
markaðnum fyrir fisk og fisk-
afurðir.
Önnur skýrsla fjallar um
markaðsþróun tilbúinna
sjávarrétta í Svíþjóð, Bret-
Stjórnmálaskóli Alþýðuflokksins
22.-24. jan. 1988 í Kópavogi
Dagskrá Setning
Föstudag 22. jan. 1988
20.30-22.30 Saga Alþýöuflokksins
Stutt ágrip/Umræður
Sigurður Pétursson, sagntræðingur
Lýðræðisjafnaðarstefnan á íslandi
Karl Steinar Guönason, alþm.
Léttar veitingar
Stefna Alþýðuflokksins í sveitarstjórnarmálum.
Magnús H. Magnússon, fyrrv. ráðherra
Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi
Sunnudagur 24. jan. Aðild Alþýðuflokksins að ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar
10.00—12.30 Jón Baldvin Hannibalsson, form. Alþfl.
Léttar veitingar í hádegi
Skólaslit
Staður: Skólinn verður haldinn að Hamraborg 14a í Kópavogi í fundarsal Alþýðuflokksins á
2. hæð.
Þátttökugjald er 1.000 kr., en afsláttur er fyrir skólafólk.
Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins í sima 29244, en einnig í síma 45051 (Helga)
og 40538 (Þráinn).
Verið með (fræðslustarfi Alþýðuflokksins!
Fræðsluráð Alþýðuflokksins
landi og Vestur-Þýskalandi.
Þar er m.a. rakin almenn þró-
un tilbúinna sjávarrétta í
heiminum og fjallað er um
helstu markaðssvæðin svo
og um markaðssetningu á til-
búnum sjávarréttum.
Þriðja skýrslan af þessu
tagi var unnin fyrir Markaðs-
nefnd landbúnaðarins.
Bandarískt markaðsathug-
unarfyrirtæki var fengið til að
framkvæma markaðsathugun
á möguleikum íslensks
lambakjöts á bandaríska
markaðnum og hafði Útflutn-
ingsráð íslands yfirumsjón
með framkvæmdinni.
Fjórða skýrslan fjallar um
Grænland og skiptist hún í
tvo hluta. Annars vegar er
fjallað um þróun og horfur á
Grænlandi og hins vegar eru
teknar saman almennar upp-
lýsingar um skipulag opin-
berrar stjórnsýslu á Græn-
landi, byggingaog mann-
virkjagerð, tæknilega starf-
semi og atvinnuvegi.
Fimmta skýrslan fjallar um
útflutning á vörum til fisk-
veiða og fiskiðnaðar. Þar er
að finna tölulegt yfirlit út-
flutningsins, skýringar á
sveiflum innan stuðnings-
greinanna, fjallað er um út-
flutning og útflutningsað-
gerðir og einnig birt niður-
staða könnunar meðal fyrir-
tækja í þessari atvinnugrein.
Sjötta skýrslan fjallar um
markaðsmöguleika á austur-
strönd Bandaríkjanna fyrir
framleiðendur tæknivara fyrir
sjávarútveg.
Það er von útflutningsráðs
að skýrslur þessar megi
koma sem flestum aö notum
og þeir sem áhuga hafa geta
fengið eintök hjá Útflutnings-
ráði að Lágmúla 5, Reykjavík.
Hert eftirlit
„Það kemur allt of oft fyrir
að lögskráning áhafna á ís-
lenskum fiskiskipum sé ekki
í lagi. Einnig eru réttindalaus-
ir skipstjórnarmenn allt of oft
um borð í fiskiskipum okkar,“
segir m.a. i fréttatilkynningu
frá Landhelgisgæslu íslands.
Landhelgisgæslan mun f
auknum mæli, eftir því sem
aðstæður leyfa, aðstoða
sýslumenn og bæjarfógeta
KRATAKOMPAN
Aðalfundur
FUJ í Reykjavík
Aðalfundur FUJ í Reykjavík verður haldinn í Litlu-
Brekku klukkan 20.15 mánudaginn 18. janúar næst-
komandi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Félagar hvattir til þess að mæta.
Stjórnin
Flokksstjórn
Alþýðuflokksins
Fundur flokksstjórnarAlþýðuflokksins verður hald-
inn laugardaginn 16. jan. n. k. kl. 11—16 á Hótel Sögu
Dagskrá:
Kl. 11 Stjórnmálaástandið — Jon Baldvin Hannibals-
son formaður Alþýðuflokksins.
Kl. 12. Léttur hádegisverður.
Kl. 13—16 Verkefni til vors.
1. Dómsmál
2. Húsnæðismál
3. Fólk og fyrirtæki (launamál, gengi og vextir).
Formaður Alþýðuflokksins.
viö að framfylgja lögum um
lögskráningu áhafna á fiski-
skipum og fylgjast með rétt-
indamálum skipstjórnar-
manna.
Fiskiskip, sem þannig eru
ólögleg, geta því hvenær
sem er átt von á því, að varð-
skip fylgi þeim til þeirrar
hafnar, sem Landhelgisgæsl-
an gefur fyrirmæli um, með
tilheyrandi veiöitöfum og
sektum.
Hildur Magnúsdóttir.
Sendifulltrúi
til Thailands.
Hildur Magnúsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, lagði af stað
til Thailands nú fyrir
skömmu, þar sem hún mun
dvelja næsta hálfa árið við
störf á sjúkrahúsi Alþjóða-
ráðs Rauða krossins í flótta-
mannabúðum í Khao-I-Dang,
sem er við landamæri
Kamputseu og Thailands.
Hildur tók þátt í undirbún-
ingsnámskeiði fyrir sendifull-
trúa sem RKÍ hélt sl. vor og
þar kynntist hún störfum og
starfsreglum Alþjóðarauða-
krossins og hlaut þjálfun í
lausn vandamála sem upp
geta komið viö hjálparstörf.
Hildur Magnúsdóttir er tutt-
ugasti sendifulltrúinn sem
RKÍ sendir til starfa á vegum
Alþjóðarauðakrossins í Thai-
landi.