Alþýðublaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 12. januar 1988 . 5 TÖLVUR OG FÓLK Axel Nielsen skrifar VEGUR NJÁLA Ein GRAMM? Nú er enn eitt áriö liðió. Mennirnir eldast um eitt ár en tölvugreyin um hundrað ár. Oft er tölvutæknin nefnd upplýsingatæknin vegna þess að aðalhlutverk tölva er að geyma og miðla upplýsingum. Til að geyma upp- lýsingar þarf hirslur. Hirsla tölvunnar eru disklingar (diskettur). Við þær kannast flestir. Nú hillir undir nýja tíma í þessum efnum. Geisladiskar eru að koma til sög- unnar. Geisladiskar eru tækni morgundagsins. Við vitum öll að hægt er að nota geisladiska til að flytja okkur hljóðbetri tónlist en nokkru sinni fyrr. Þessi tegund geisladiska er oft nefnd hljómdiskar. Færri vita að geisladiska má einnig nota til að geyma gögn á sama hátt og disklingár og harðir diskar eru notaðir. En af hverju geisladiskar? Svarið er einfalt. Á einum venjulegum geisladiski sem lýtur nákvæmlega eins út og hljóm- diskur er hægt aö geyma allt að 800Mb sem jafngildir 500 skáldsögum i fullri lengd. Þetta verður enn ótrú- legra þegar stærð þeirra er skoðuð. Geisladiskur er 12 cm í þvermál og vegur um 20 grömm og ég endurtek á aðeins einum geisladisk. Enn ótrú- legra er að ef búinn væri til ferhyrntur geisladiskur sem væri 6 fet á kant þá væri hægt að geyma á honum sér- hvert orð í sérhverri bók sem skrifuð hefur veriö! Allir sem kynnst hafa tölvum kannast við venjulega disk- linga oft nefndir seguldiskar. Hvað geyma þeir? 360Kb er algengt en það er um fjórðungur úr skáldsögu. Harð- ur diskur geymir kannski 30Mb eða 18 skáldsögur. Kostir geisladiskanna eru augljósir. Eru til 500 skáldsögur á þfnu heimili? Mikið vit í háifu grammi. Þessar bækur fylta aðeins 3% disksins. Hvernig má þetta vera, hvaða tækni liggur hér að baki. í stuttu máli þá geymir geisladiskur mun meira magn upplýsinga á hverjum fersentimetra en seguldiskur. Á yfirborði beggja diskanna eru endalausar raðir tölu- stafanna 0 og 1, en samsetning þeirra mynda þau gögn sem við viljum geyma. Það eru 16000 spíralar á hverri tommu og gögnin eru geymd sem raðir á þessum spirulum. Þessir spíralar eru samfelldir og samanlagt eru þeir um fimm og hálfur kílómetri að lengd. Geisladiskar geyma mun meiri gögn heldur en seguldiskar af þeirri einföldu ástæðu að raðir geisla- disksins eru miklum mun smærri en seguldisksins. Svo mikill er munurinn að í stað fjórðungs úr skáldsögu er hægt að geyma 500 skáldsögur. Horn- steinn þessarar nýju tækni er notkun leisergeisla en þeir eru notaðir til að lesa gögn af geisladisknum. Þessi geisli er örgrannur eða um einn billjónasti úr metra. Lítið rykkorn yrði fjall og mannslikaminn veröldin öll við hlið slíks geisla. Saga geisladiskanna er ekki löng, aðeins örfá ár. Það voru reyndar stór- fyrirtækin Philips og Sony sem mörkuðu leiðina þegar þau kynntu fyrsta geislaspilarann. Það er í sjálfu sér lítill munur milli geislaspilara fyrir tölvu og geislaspilara fyrir hljóm- flutningstæki. Hljómflutningstækið getur ekki enn notað raðirnar af 0 og 1 óbreyttar og því er þeim breytt í form sem það skilur. Tölvan notar þessar raðir aftur á móti óbreyttar. Með það í huga hversu kostir geisla- diskanna eru augljósir er von að sú spurning vakni. Hvers vegna í ósköp- unum notast ekki allar tölvur við geisladiska? Staðreyndin er nefnilega sú að þessi tækni hefur verið til nú í nokkur ár en notin eru lítil sem engin. Sá er einn galli við geisladiska að ekki er hægt að geyma sín eigin gögn á þeim, það er, kaupandi fær tilbúinn disk með upplýsingum og getur ekkert hreyft við þeim aðeins lesið þær. Forstjórinn getur grafið draum- inn um að geta loksins sett alla við- skiptamenn á einn lítinn disk. Nú þá er aðeins að finna einhver þau gögn sem breytast hægt og eru auk þess yfirgripsmikil. Ah-ha, lausnin fundin! Bara að markaðsetja alfræðiorða- bækur og aðrar orðabækur og pen- ingarnir streyma inn svo undirtekur i kassanum. Rangt! Venjulegur notandi myndi aldrei kaupa geislaspilara fyrir það eitt að geta flett upp í orða- bókum. Til þess eru þeir alltof dýrir. Bókasöfn höfðu auk þess engan áhuga enda verðið hátt. Markaðsetn- ingin mistókst. Kaupandinn hafði engan áhuga! A siðustu mánuöum hafa verið kynntar nýrri gerðir geislaspilara. Nú getur notandinn skrifaö að minnsta kosti einu sinni á diskinn en lesið eins oft og hann vill. Þegar er verið að þróa þá tækni að notandinn geti skrifað oft og lesið oft. Þegar að því kemur er brautin að fullu rudd. Þá munu geisladiskar koma í stað segul- diska en fyrr ekki. Geisladiskar munu leysa núverandi geymslur af hólmi. Yfirburðirnir eru slíkir. Tíminn einn mun segja hvenær. Upplýsingamagnið verður griðarlegt og risastórir gagnabankar koma til sögunnar. Sérhver notandi mun tengja sína eigin tölvu við þá i gegnum símakerfið en einnig hafa smærri banka, sem þó verða feikna stórir, á geisladiski heima hjá sér. Við Islendingar munum kynnast þessu innan örfárra ára. Ég get nefnt dæmi. Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla íslands, taldi að árið 2000 yrði búið að kort- leggja landgrunn Islands í heilu lagi, hvert gil og hverja festu. Hann yrði allur til á geisladiski sem tengdist tölvunni um borð. Landgrunnurinn kæmi síðan fram á tölvuskjá í öllum regnbogans litum og í þrívidd. Nú- verandi kynslóð tölva, upplýsinga- tölvan, er komin á leiðarenda. Geisla- spilarar eru aðeins framþróun þeirrar kynslóðar. Vel má hins vegar vera að þeir fylgi nýrri kynslóð sem um það bil er að taka við, að minnsta kosti eitthvað áleiðis. Kaupandinn hreyfir sig í það minnsta ekki fyrr en notin verða augljós og verðið sanngjarnt. En tæknin heldur áfram og það eitt víst að Njála léttist stöðugt. FJÖLDI ÖRM'PA Umferðar- óhöppum fjölgaði Skráðum umferöaróhöpp- um hjá tryggingafélögunum fjölgaði töluvert á árinu 1987, frá árinu á undan. Jafnmargir létust i umferðarslysum og árið á undan. Fararheill ’87 hefur fylgst með þróun skráðra umferðar- óhappa hjá bifreiðatrygginga- félögunum á árinu 1987. Fjöldi þeirra hefur síðan ver- ið borinn saman við sam- bærilega skráningu frá árinu á undan. Árið 1987 voru skráð 13. 327 umferðaróhöþp hjá bif- reiðatryggingafélögunum, en þau urðu 12. 015 árið 1986. Flest uröu þau ( mars eða 1275, en fæst 1004 í maí. Fjölgun óhappa er því 10,9 prósent milli ára. Árið 1987 voru 1038 skráðir slasaðir, en voru 942 árið á undan. Fjölgun slasaðra er 10,2 prósent. Á árinu 1987 létust 24 í umferðarslysum á íslandi, og voru jafnmargir árið á undan. Við samanburð milli þess- ara ára verður að taka tillit til talsverðrar umferðaraukning- ar og samkvæmt nýlegum upplýsingum frá olíufélögun- um var bensínsala um 13 pró- sent meiri á síðasta ári en á árinu 1986. Mest fjölgun óhappa varð á fyrsta ársfjórðungi 1987 miðað við sama ársfjórðung 1986, en mest aukning milli ársfjórðunga varð frá þriðja til fjórða ársfjórðungs 1986 eða um 27,5%. Athygli vekur hversu mikil fækkun er frá desember 1986 til sama mánaöar 1987, eða 14,3%. Þá er ekki tekið tillit til aukinnar umferðar. Fjölgun slasaðra var lang- mest f tveimur mánuðum, júlí og ágúst. í þeim mánuðum 1986 slösuðust 167 manns en í ár urðu þeir 75 fleiri eða 242. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góða ferð! yUMFERÐAR RÁÐ flhlllllílflllll 0 68 18 66 DJÚÐVILJINN 0 68 13 33 Tíminn 0 68 63 00 Blaðburður er og borgar sig LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR: Brekkutún Birkigrund Álfatún Lyngbrekka Þinghólsbraut 1—46 Sunnubraut Mánabraut Kársnesbraut 53 og út Kársnesbraut 58 og út Ármúla 38 (£> 68 18 66 Grenimelur Hagamelur Hagatorg Reynimelur til 69 Hafðu samband við okki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.