Tíminn - 10.10.1967, Side 8

Tíminn - 10.10.1967, Side 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 10. október 1967. Kristján Friðriksson, forstjóri: Ný vinnubrögð í skólunum - virkari og frjálsari námshætti Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Kristján Friðrifesson eftir farandi tillögu: „Borgarstjórn samiþykkir að fela fræðsluráði að taka til athugiun- ar að gera tilraun með breytt kennsluform í nokkrum bekkja- deildum í barna- og unglingaskól- um borgarinnar, í þvd skyni að bæta kennslu og uppeldi þeirra aldursflokka, sem breytingin næði til, — en það yrðu aldureflokkarn ir 11 tii 14 ára. Breytingin frá núverandi skipu lagi kæmi m.a. fram í eftirgreind um atriðum. 1. Skólasetutimi þeirra hópa, sem hér um ræðir, breyttist þann- ig að börnin sætu í skóla aðeins 514 mánuð árlega, og næði skóla- tíminn yfir hálfan vetur og háift sumar, og kæmu nemendahóparn- ir til skóladvalar á víxl — þann- ig að kennslukraftar og skólahús- næði yrði hagnýtt allt árið — að frátöldu hæfilegu sumarleyfi. 2. Nemendum í hverri bekkjar deild yrði fækkað 1 um 20. 3. Þeir nemendahópar, sem yrðu utan skólans hverju sinni, fengju sérstaka eftirlitskennara. Verk efni eftirlitskennaranna yrði að hafa urnsjón og eftirlit með nemendum á dvalarstöðum þeirra og vinnustöðum. Þeir hefðu eftirlit með að nemendum yrði ekki of- þjakað með vinnu, að þeir yrðu ekki látnir vinna störf, sem slysa- hætta væri samfara, að þeir hefðu góða aðbúð o.s.frv. Ennfremur væri verkefni eftirlitskennarans að leiðbeina um sjálfsnám og holl viðfangsefni í frístundum, kenna viss atriði eftir því sem aðstæður leyfðu. Einnig ættu þeir að leit- ast við að útvega hverjum ein- stökum nemenda sérstakan leið- beinandi á dvalarstað hans eða vinnustað. Hverjum eftirlitskenn- ara yrði ætlað að hafa umsjón með sem svaraði 60 til 80 nemendum, sem utan skólans dveldu hverju sinni, og yrði verksvið hans í aðal- atriðum bundið við eftirlitssvæði. 4. Kennsluformi yrði breytt þannig að miklu færri minnisatr- iði en nú tíðkast yrðu látin gilda til prófverkefna — en þessi minn isatriði yrðu útvalin sérstaktega með skilgreinanlegar þarfir nem- endanna fyrir augum. Aftur á móti yrði stóraukin á- herzla lögð á að vekja áhuga, auika hugmyndaforða, matshæfni og reynsluþekkingu nemend- anna — og yrði kennslutilhögun breytt í samræmi við ofangreind markmið.“ Framsöguræða Kristjáns fyrir málinu fer hér á eftir: Forseti borgarstjórnar. Borgar- stjóri. Heiðruðu borgarfulltrúar. Lengi hef ég haft í huga að koma á tramfæri hugmynd um að gerð yrði tilraun með nýtt fræðsluform fyrir vissan aldurs flokk í barna- og unglingaskólum. Aðalástæðan fyrir því, að ég hef Hemlaviðgerðir ftennum bremsuskálar. — slípum bremsudælur — lím um á bremsuborða, og aðrar almennar viðgerðir. Hemlastilling h- f. Súðarvogi 14, Sími 30135 ekki fyrr komið þessu á framíæri, er sú, að mér hefur ekki tekizt að gera upp við mig hvaða vett- vangur vœri heppiiegastur tD að koma málinu á framfœri — og allra helzt að fá gerða tiiraun samkvæmt hugmyndinni. Nú hef ég komizt að þeirri niðurstöðu að e.t.v. væri líklegasta leiðin að fá borgarstjórn Reykjaivkur hug- myndina, og með því að mér virð- ist að áhugi sé ríkjandi hjá ýms- um valdamiklum aðilum í borgar- stjórninni fyrir kennslumálum og aðstaða góð til að reyna nýjung- ar, þá hef ég nú ákveðið að kynna yður hugmyndina. Fyrir mér vakir eingönigu að fó heppi- legra kennsluform en ég tel að nú sé beitt. Hitt er svo tninna atriði, en sem ég þó tel rétt að taka fram í byrjun, að þetta form mundi ekki verða dýrara í fram- dvæmd en það fyrirkomulag, sem nú er við líði. Þó skal ég efcki al- veg fullyrða að reksturskostnaður kynni efeki að reynast eitthvað örlítið meiri en nú, en stofnkostn aður, þ.e. fjárfestingakostnað- ur við skólakerfið — ef horfið væri að þessu í ríkum mæli — mundi aftur á móti stórlækka, jafnvel svo að numið gæti togum míUjóna á skö imum tíma. Og með þvl að ég trúi því fastlega, að með þessu nýja kerfi fengist stórum bættur árangur af kennslu starfinu, þá tel ég afsakanlegt, þó ég biðji um athygli háttvirtrar borgarstjórnar meðan ég geri grein fyrir því, sem hér er um að ræða í svo stottu móli sem mér er unnt. Stytt skólaseta. í rauninni þyrfti mjög langt mál til að gera grein fyrir öll- um þeim rökum, sem ég tel að styðji hreytinguna eða þá stefnu- breytingu sem hún felur í sér, en ég mun hér aðeins færa fram fá ein, og verð að treysta á hug- myndaflug borgarfuUtrúa til að fylla inn í myndina. Að sjálf- sögðu geri ég ráð fyrir, að hug- myndin yrði reynd aðeins á frem ur litlum hóp í byrjun, t.d. á nokkrum bekkjadeUdum. Ekki veit ég hvemiig mér tekst að gera grein fyrir hugmyndinni. í því efni kæmu ýmsar leiðir til greina. Ég fer hér þá leið að greina fyrst frá sjálfu fyrirkomu- laginu, án alls rökstoðnings, en greina síðan fáein atriði tU rök- stuðnings. Skal nú frá þessu sagt. Hugmyndiin er, að breytingin nái aðeins til aldursflokkanna 11 —14 ára. Róttækasta breytingin við fyrstu sýn er talsverð stytting skólasetotímans. Skóladvöl hvers barns á þessu aldursskeiði ætti að hefjast ýmist rétt eftir mitt sumar eða á miðjum vetri eftir því sem við ætti og ljóst verður á þvi sem á eftir fer Síðan sæti bamið í sfeólanum aðeins 5V2 mánuð ár hvert — ýmist hálft sumar og hálfan vetur eða öfugt. Fyrirlestrar, nýr þáttur kennsl- unnar. Fækkun minnisatriða. Mats hæfni. Kennsla á þessum skólatíma yrði nokkuð breytt frá því sem nú er. Sú breyting yrði eintum fólgin í Dvennu: Annars vegar því að auk þess sem lög'ð yrði á- herzla á undirstöðugreinar á sama hátt og nú er gert, þ.e. móður- mál, skrift og reikning, yrði lögð áherzla á miiklu færri minnisatriði en nú er gert, en ríkar gengið eftir að þessi fáu útvöldu minn- isatriði yrðu lærð til fullnustu. Einnig er hugmyndin að jafnvtl hin fáu minnisatriði yi-ðu flokk- uð, þannig að svo og svo fá atriði yrði talið alveg sjálfsagt að allir myndu, en síðan kæmi annar flokkur minnisatriða, sem öll sæmilega greind börn ætto að geta lært án minnsto hættu á of- reynsliu. Síðan yrði byggt utan : "i '.'..mj"i i'&i ;:ii '."v,;. jU.1 ' | 1 1 I ilUlljl II llll i pir jjÉjÉjjjj V r~ 3-f 1L _ _ if>' ■: isp .í/> ipil frifb fe,-;, r''r.r ||p!| ij|i||i| wi!! »• • 'i' .•,.ají,- Krisján Friðriksson um þessi minnisatriði með. marg- vislegum hætti — án nokkurrar sérstakrar kröfu um að það náms efni yrði munað. Þessi fylling við minnisatriðin ætti að fara fram með margvíslegu móti, likt og nú er mjög tíðkað, s.s. með mynda- sýningum, vinnubókagerðum, á- bendingum um lestrarefni — og því til viðbótar, sem ég tel of lítið tíðkað, en það er með munn- legum frásögnum og fyrirlestrum. Til fyrirlestrahaldsins þyrfti að veljast og æfast sérstakur hópur kennara, sem vœri fær í þeirri grein. Með þessutn þáttom kennslunnar, þ.e.a.s. þeim síðast töldu, yrði lögð áherzla á að inn- blása nemendum hugsunum og á- huga og jafnvel hugsjónum, tengdum hinum margvíslegu 'eín um. Mun yður renna grun í, hvaða breyting hér vakir fyrir af ýmsu sem ég segi hér á eftir. En eitt atriði í sjálfri bennslunni, sem ég tel að ætti að leggja stórum aukna rækt við, er æfing í mats- hæfni. Daglegt lif krefst sífellt af obkur mikillar matshæfni, og ég er ekki í minnsta vafa um, að þessa hæfiieika mætti þroska til stórra muna, — ef lögð væri rækt við þá. En hér er nokkuð örð ugt um vik, því að kennsluaðferð- ir og kennslutækni í þessari grein skortir að mesto. Þegar ég tala FYRRI HLUTI um matshæfni, er ekki víst að að öllum sé ljóst, hvað átt er við — orðin dómgreind annarsvegar og ágizkunarhædileiki hinsvegar ná yfir hluta af hugtakinu. en of langt mál yrið að greina nái,- ar frá þessu. Enn eitt fyrirkomu- lagsatriði við sjálfa kennsluna skal til greint, en það er að náttúruskoðun og söfnun hluta ir náttúrunni vrði dálítill þáttar í kennslunni. og býður kennsla -t ir sumartímann að sjálfsögðu uop á stóraukin tækifæri í því efni. Ennfremur skal frá því greint, að gert er ráð fyrir að fækka nem- endum í hverri bekkjardeild nið- ur í um 20, en í sumum grein- um t.d. þar sem kennt er með myndasýningum og fyrirlestrum, mættd hæglega slá saman tveim til þrem deiidum, og yrðu þetta skipulagsatriði, bæði til að spara kennslukrafta og til aukinnar hagnýtingar sérhæfra kennara. Utanskólanám á að tengja at- vinnulífinu — undir leiðsögn kennara. En nú er sagan um fyrirkomu- lagið aðeins hálfsögð. Eins Jg fram er komið af framan sögðu, er gert ráð fyrir að nemendurn- ir siti í skólanum aðeins tæplega hálft ár, þ.e. hálft sumar og hálf- an vetur. Hvað á að gera við nemendurna hinn helming árs- ins? Svarið er, að það á að tengja uppeldi þeirra atvinnulífinu í auknum mæli. Þó á sbólinn ekki að sleppa af þeim hendinni. Sér- stakir eftirlitskennarar eiga að hafa hönd í bagga — hafa eftir- lit með hverju einstöiku barni, þ. e.a.s. hverju einasta bami. — Hann á að veita því vissa kennslu — að vísu tafcmarkaða — e>n hanm á að hafa eftirlit með nem- endunum. Hann á að leiðbeina um lestrarefni, frístondaiðkanir o.s. frv. Hann á að hafa eftirlit með að barninu sé ekki ofþyngt með vinnu, og boma í veg fyrir að börn séu látin stunda hættu- lega vinmu eins og mjög hefur viljað brenna við undanfarið — Sbr. hin tíðu slys á börnum við sumarvinnu. Hann á í vissum til- fellum að veita hjálp, ef þörf krefur, til að útvega nemendam- um ákjósanlega vinnu, og hann á að útvega sérstakan eftirlits- mann, einskonar ábyrgðarmann með nemandanum á vinnustað eða á heimild hans. Hann á að leiðbeina þessum eftirlitsmanni og ræða við hann og vekja á- huga hans fyrir þroska og velferð nemandans. Hann á líka að sfcipu- leggja, eftir þvi sem tök eru á, að nemandinn fád ný og ný við- fangsefni á hverju tímabili, þann ig að nemandinn sé búinn að kynnast af eigin raun, t.d. þrem til fjórum mismunandi starfs- grednum, þegar skyldunámi lýkur. Verksvið eftirlitskcnnara. Eftirlitskennarinn verður að heimsækja nemiandann á vinnu- stað og á heimili hans svo oft sem tkni hans leyfir, og kynna sér sem rækilegast aðstöðu nem- andans og gripa inn ef þörf kref- ur. Hann má ekki hafa fleiri eftirlitsnemendur en svo, að tion- um vinnist tími til að sdnna þessu hlutverki sínu þannig að viðhlýt- a-ndi sé. Ég áætia, að hver eftirlitskenn ari gæti þannig haft umsjón með nemendum úr þrem til fjórum bekkjardeildum — en um þetta yrði annars reynslan að skera ir. Þessir kennarar þyrftu að hafa bifreið til umráða og vera búmr viðhlýtandi matshæfnd og viðræðu hæfni. Stundum gæto kennarar komið að góðu haldi við þetta starf, sem hentar ekki venjulegt starf í bekkjardeildum, né heldur fyirirlestrarkennsla. — Mætti svo skjóta pví hér inn' í, að fyrir- komulagsbreytingin í heild mundi valda bví. að kennarastarfið vrði heils árs starf og laun kennara mundu hækka í samræmi við bað. Kostir hins nýja skipulags. Nú hef ég greint firá í alira grófustu dráttum — í hverju sjálf fyrirfeomulagsbreytingin er fólgdn. Liggur nú naest fyrir að greina frá rökum fyrir því, að þetta form hafi kosti fram yfir það, sem tíðkast nú — og einnig hvort þetta fyrirkomnlag yrði framkvœmanlegt í reyind. Skal þá leitazt við að greina nokkra af kostunum. Námsleiði og áhugadeysi fyrir námi á þvi aldursskeiði, sem hér um ræðir, er alþekkt fyrirbrigði Með þessu skólaformi tel ég, að unnt yrði að útrýma námsleiða til stórra muna af þeim sökum sem nú skal greina: Skólasetutíminn styttist. Ákveðn ari kröfur yrðu gerðar um að vel yrðu lærð fremur fá, en vandlega útvalin minnisatriði. Niámið leystist að mesto ur dróma yfiirheyrslu eða „heyrara" skipulagsins. Miklu meiri hluti skólatímans færi í fræðslu, sem til þess væri fallin að vekja &- huga, auka hugmyndaforða, glæða matshæfni, sem yrði einskonar skemmtilegur leikur. Með þvi nokbur hluti skólatfmans nær yfir sumartíma, gæti nokkur hluti kennslunnar prðið hlutlægari en nú er, og meira lifandi. A þetta einkum við um ýmsar greinar náttúrufræði, jafnvel landafræði og átthagafræði, sem fonmið gef- ur tækifæri til að blása í nýju lífi við hæfi þeirra aldursflokka, sem hér um ræðir. Prófin voru nokk- uð á annan veg — eins og ijóst má vera af framam greindu, Oar sem minnisatriðum er fækkar tii stórra muna og þess vegna þvinga þau, þ.e. prófdn. skóla- starfið minna en áður. — Stór um meiri hluti námstímans vrði notaður til að vekja áhuga eftir þeim leiðum, sem þegar sru kunnar — og þeim ieiðum, sem finnast mundu þegar ákveðnar er stefnt að því marki — að glæða áhuga og auka hugmyndaforða — heldur en gert hefur verið Fækkun í bekkjardeildum. Aukin rækt lögð við táustaklinginn. Við það að fækka flemtnilum i hverri bekkjardeild, fæst mjög bætt aðstaða til að sinna hverjun, einstökum nemanda — og er bar komið að einu meginatriði, sem mér virðist styðja þetta kennsiu- form. Eitt megin stefnuatriði kennslu og uppeldismála er það — frá mínu sjónarmiði — að aukna rækt þarf að leggja við hvern einstakan nemanda — kenna hon um og sinna honum sem ein- staiklingi, en hverfa meira frá að sinna bekkjardeildinni sem einni heild. Einstaklingurinn. sérhæín hans og sérþarfir, er það sem fyrst og fremst á að leggja rækt við, en hætta að lita á hópinn sem einn samstæðan massa —eða flokk — því það er hann aldrei, og má sízt af öllu verða. Þessi nýji skóli ætlar ekki að ala upp massaverur — hópverur — held ur emstaklinga hvern me£ sm sérhæfileiks og séreinkenni. með sem mestri dómhæfni og hæfm yfirleitt r.il að snúast við " • hverfi sínu og sjálfum sér, hæfm sinni eða hæfnisskorti á þann hátt, sem bezt hentar honum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.