Tíminn - 10.10.1967, Side 12
Q
n
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
ÞRIÐJXJDAGUR 10. október 1967.
Óskadraumur bakvarðai
rættist á örlagastundu!
Bjami Felixson jafnaði fyrir KR gegn Fram, þegar 5 mínútur voru eftir.
Ali.—Reykjavík. — Oskadraum-
ttr ailra bakvarða er að skora
mark hjá mótherjanum. Allt
of sjaldan rætast þessir draumar,
en á laugardaginn rættist þó óska .
draumur Bjama Felixsonar vinstri
bakvarðar KR, og það á örlaga-
stundu. Útlitið var heldur dökkt
Lék sinn 100.
leik og skor-
aði 1. markið
Gylfi Jóhannesson, hinn kunni
handknattleiksmaður úr Fram, lék
á sunnudaginn sinn 100. meistara-
flokKsleik með Fram, en það var
í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í
handknattleik gegn Þrótti. Og srvo
skemmtilega vildi til, að Gylfi
skoraði fyrsta mark leiksins, sem
jafnframt var fyrsta mark mótsins.
Eins og venja er hjá Fraim, þeg-
ar einihjver leikmannanna leikur
afrnælisleik“, var Gylfi fyrirliði
liðsins. Og áður en leikurinn hófst,
fasrði ung blómarós úr Fram,
Kristín Orradóttir, Gylfa rós í tii-
efni atburðarins.
Hj'á sumurn félögum er leikja-
fjölda leikmanna haldið saman, en
hijtá öðrum eikki. Getuir verið
skemmtilegt að eiga skrá yfir
Seikjafjöldann hjá einstökum leik-
mönnum. Auðveldasta leiðin er sú,
að leikmennirnir sjálfir taki sam-
Krlstín afhendir Gylfa
hvíta rós.
an, hve marga leiki þeir hafa
leikið, þótt æskilegt væri, að fé-
llögin gætu séð um þetta fyrir þá.
hjá KR. Fram hafði yfir 3—2 í
hinum þýðingarmikla bikarleik —
og aðeins 5 mínútur til lciksloka.
En það var þá sem Bjarni breytti
úrsiitunum. Hornspyrna var á
Fram frá hægri og þá sá Bjarni
leik á borði. Hann yfirgaf bak-
varðai stöðuna og æddi npp að
ntarki Fram — og kom á réttu
augnabliki til að skalla knöttinn
í netið. Þar með var staðan orðin
3—3.
Stcemmtilegt fyrir Bjarna, ekki
einungis vegna þess, að þarna
bjargaði hann KR á þýðingarmiklu
augnabliki. heldur og vegna þess,
að þetta er í fyrsta sinn, sem hann
skorar mark í meistaraflokksleik
fyrir KR. Og eins og Bjarnl sagði
eftir leikinn: „Fyrsta, en ekki síð-
asta markið“.
Atlhyglisvert er í þessu sam-
bandi, að annað skiptið í röð skeð
ur pað hjlá KR, að leikmaður úr
öftustu vörinnni grípur inn í og
skorai sigurmark. Eins og menn
muna, yfirgaf Ellert Schram vörn
ina í bikarileiknum á móti Kefla-
vík og skoraði bæði mörk KR
í þeim leik. Hún er orðin nokkuð
stórbrotin ,/varnartaktikin“ hjá
KR!
Leikur KR og Fram á laugardag
inn í leðjuhafi á Melavellinum var
leikur hinna spennandi tækifæra.
Nú sýndu fslandsmeistar-
arnir sitt rétta andlit!
- burstuðu Þrótt. Jafntefli hjá Árm. og ÍR, en Valur vann KR
Alf.—Reykjavík. — Úlfar Þórð-
arson, formaður ÍBR, setti 22.
Reykjavíkurmótið í handknattleik
sJ. sunnudagskvöld, en að því
búnu fóru fram þrír leikir í meist
araflokki karla. Urðu úrslit þeirra
ssi: Fram—Þróttur 20:10 (9:4),
-Ármann 15:15 (8:9), Valur
KR 14:9 (7:5).
FRAM — ÞRÓTTUR
fslandsmeisttarar Fram sýndiu
sitt rétta andlit í leiknum gegn
Þrótti, en leikur liðsins í hrað-
keppnismóti ÍR á dögunum, voru
efcki sannfærandi. Var límiuspii
Fram sérstaklega gott. Mörkin
skoruðu: Ingólfur 6, Sig E., Gylfi
J. og Gylfi H. 3 hver, Gunnlaugur
og Pétur 2 hvor og Arnar 1. —
Lið Þróttar var heldur slakt og
eins og fyrri daginn var Haukur
Þorvaidsson aðalmaður. Mörkin::
Haufeur 4, Birgir 3, Halldór, Helgi
P
IJrslit á sunnudagmn
Eins og menn e.t.v. muna, feng
ust aldrei úrslit í Litlu bikarkeppn
inm j sumar. Akranes og Keflavík
urðu efst og jöfn að stigum og
léku úrslitaleik, sem lauk með
jafntefli 3—3. Nú er ákveðið, að
liðin leiki n.k. sunnudag á Akra-
nesi og hefst leikurinn kl. 3. '—
Daginn áður mæta Skagamenn Vík
ingum í Bikarkeppninni.
og Þói 1 hver. Valur Benedikts-
son dæimdi leikinn og var hvorki
betri né verri en hann er vanur
að vera.
ÁRMANN — ÍR.
Leikur liðanna var mjög jafn
og spennandi allt til síðustu sek
únda. Ármann hafði yfirhöndina,
en ÍR tókst að jafna, 15:15. Ung-
ur nýliði hjá Ármanni, Vilberg,
kom-st í dauðafæri á síðustu min.,
en skaut í stöng. Lauk leiknum
með jafntefli, sem voru sanngjöm
únslit eftir atvikum.
Framhalo á 15. síðu
Liðm skiptusi á að halda forystu
— og leikaðferðin var hjn sama
hjá báðum, þegar þau höfðu yfir
höndina. KR dró Ellert til baka
— en hann lék aðallega í stöðu
tengiliSs — og Fram dró Erlend
Magnússon til baka. Eftir atvik-
um var um rétta leikaðferð að
ræða.
Eftir að KR hafði skorað fyrsta
mark leiksins á 15. mínútu, en
það gerði nýliðinn, Sigmundur,
laglega eftir fyrirgjöf Eyleifs, —
spilaði Helgi Númason, Fram, eitt
aðalfliutverkið í leiknum. Þrisvar
sinnum átti hann eftir að senda
i*'ramhald a bls 15
Axel Einars-
son kjörinn
form. HSÍ
Á ársþingi Handknattleikssam-
bands íslands, sem háð var s.l.
laugardag, baðst Ásbjörn Sigur-
jónsson undan endurkosningu sem
formaður sambandsins, en Ás-
björn hefur verið formaður HSÍ
í möig undanfarin ár. Voru Ás-
birm þökkuð giftudrjúg störf í
þágu handknattleiksíþróttarinnar,
en Ásbjöm hefur átt sinn stóra
þátt í því að gera íslenzkan hand-
knattleik að því stórveldi, sem
hann er í dag.
Axel Einarssofl var kjörinn for-
maður HSÍ í stað Ásbjarnar.' Axel
hefur átt sæti í stjórn BSÍ undan-
farin ár og nýtur trausts hand-
knattléiksfólks hvarvetna. Er HSÍ
heppið að fá jafn ágætan starfs-
kraft í formannssæti.
Stjóm HSÍ er nú skipuð þess-
um mönnum: Axel Einarsson, for-
maður, Rúnar Bjarnason, Valgeir
Ársælsson. Einar Mathisen, Jón
Ásgeiiisson, Axel Sigurðsson og
Sveinn Ragnarsson, sem tekur nú
sæti i stjóminni í fyrsta sinn.
Eyleifur, einn bezti maður KR,
skallar að Fram-markinu. —
(Tímamynd—Róbert).
Keflvíkingar unnu
v'aismenn voru ekki einu ís-
landsmeistararnir, sem máttu bíta
í það súra epli, að verða slegnir
út úr bikarkeppni á sunnudaginn.
Selfyssingar, íslandsmeistarar í
2. ilokki, voru slegnir út af Kefl-
víkingum . biikarkeppni 2. flokks.
Unnu Keflvikingar 3—0. Tvívegis
áður höfðu liðin gert jafntefli.
Sigurður Einarsson skorar fyrir Fram gegn Þrótti.
(Tímamynd—Gunnar).
Law og Ure
voru reknir
út af!
Mikil læti urðu á Old
Irafford, leikvelli Manchest
er Utd. á laugardaginn, í
leik heimaliðsins gegn
Arsenal. Var m.a. tveimur
leibmönnum vikið út af á
sömu mínútunni, fyrir slags
mál, en það voru Dennis
Law hjá Manchester Utd. og
Ure hjá Arsenal. Manchest-
ar Uf;d. sigraði 1:0 og skor-
aði Aston markið.
West Ham. er merkilegt
iið. Þegar 20 mín. voru liðn-
ar af síðari hálfleik í leik
liðsins gagn Stoke, hafði
West Ham yfir 3:0, en á
mínútunum, sem eftir voru,
gerði West Ham meira en
glata forskotinu niður í 3:3,
því að Stoke tókst að sigra
4:3!
AMt gengur á afturfótun-
um hjá Chelsea. Tommy
Docherty, framkvæmdastj.
Framhald á 15. síðu