Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 5. mars 1988 FRÉTTASKÝRING Þórleifur Ólafsson skrifar Iceland Seafood í Bandaríkjunum: EIGINFJÁR- STAÐAN NEI- KVÆÐ UHI 200 MILUÓNIR ÞEGAR GUÐJÓN TÓK VIÐ Var jákvœð um 400 millj. kr. er hann hætti Guðjón B. Ólafsson aö ræða við starfsfólk í vinnslusal lceland Seafood. Þegar hann starfaði í Harrisburg var hans fyrsta verk á morgnana aö fara í vinnslusalinn og spjalla litillega við starfsfólkið. Þó svo aö deilur þeirra Guðjóns B. olafssonar for- stjóra Sambandsins og stjórnarformanns í lceland Seafood og Eysteins Helga- sonar fyrrverandi forstjóra lceland Seafood hafi verið á hvers manns vörum siðustu daga, þá hefur lítið verið fjail- að um sjálft fyrirtækið og sögu þess. Saga lceland Seafood Corp. var búin að vera hrein hörmungarsaga áður en Guðjón B. Ólafsson settist I forstjórastólinn. Guðjón tók við forstjórastarfi fyrirtækis- ins á árinu 1975, vegna þrá- beiðni manna, þar á meðal Erlendar Einarssonar þáver- andi forstjóra Sambandsins og stjórnarformanns lceland Seafood á þeim tima. Guðjón hafði þá um nokkurra ára skeið verð framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sam- bandsins og rifið deildina upp þannig að hún var orðin ein hin mikilvægasta innan Sambandsins, en sölufyrir- tækið í Bandaríkjunum var ávallt mikill höfuðverkur þeirra Sambandsmanna. Á sama tíma blómstraði Coid- water Seafood Corp. dóttur- fyrirtæki Sölumiðstöðvarinn- ar. Þegar Guðjón B. Ólafsson tók við forstjórastarfinu í lceland Seafood, eða lceland Products eins og fyrirtækið hét þá var eiginfjárstaða fyrir- tækisins neikvæð um 5 milljónir dollara eða 197 millj. kr. Því var vitað að ef Guðjóni tækist ekki að koma rekstri fyrirtækisins á réttan kjöl, yrði gjaldþrot innan tíðar og þá hefði getað farið svo, að þeir Sambandsmenn hefðu orðið að selja sinn Ameríku- fisk i gegnum SH og Cold- water. Fyrsta verk Guðjóns eftir að hann settist að í Harrisburg var að semja við skuldunauta fyrirtækisins, fyrst og fremst viðskipta- banka. Tók það ærinn tíma, en að því loknu tók Guðjón til hendi og endurskipulagði reksturinn frá grunni. Áður en Guðjón tók við starfi forstjóra í Harrisburg höfðu margir verið forstjórar fyrirtækisins. Má þar nefna Bjarna Magnússon, núver- andi forstjóra ísl. umboðssöl- unnar, bróður hans Sverri Magnússon og Othar Hanson, sem starfaði í fjölda ára hjá Óoldwater eftir að hann hætti hjá lceland Productions. Rekja má sögu lceland Seafood Corp. til ársins 1951, en þá var stofnað i New York fyrirtækið lceland Products Inc. I þeim tilgangi að selja fisk frá Sambandinu í Banda- ríkjunum. Áður hafði verið fluttur út fiskur til Bandaríkj- anna á vegum Sambandsins og hann seldur í gegnum New York skrifstofu fyrirtæk- isins. Síðar þegar þessi við- skipti fóru að vaxa og útlit var fyrir frekari vöxt í framtíð- inni, var ákveðið að stofna sérstakt fyrirtæki um þennan rekstur og hafði það aðsetur I sama húsnæði og skrifstofa Sambandsins I New York. Valgarð J. Ólafsson var fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, en hann starfaöi síðar í fjölda ára hjá S.Í.F. Fyrstu ár- in unnu aðeins tvær mann- eskjur á skrifstofunni auk Valgarðs og var svo allt til ársins 1959. Á þessum árum var fyrirtækið raunverulega starfandi sem innflutnings- og dreifingarfyrirtæki. Á árinu 1955 var byrjað á því í smáum stíl að fá lítinn fiskréttaframleiðanda í Steelton I Pennsylvaniu til að framleiða fiskrétti undir vöru- merki Sambandsins. Þessi aðili framleiddi fyrirSam- bandið til 1959, að hann varð gjaldþrota. Iceland Product keypti þá fiskréttaverksmiðj- una og fiutti starfsemina til Steelton. Sambandið starfaði þarna til ársins 1966, en síð- an þá hefur verksmiðjan verið stækkuð oft og er nú um tlu sinnum stærri en 1966. Rekstur nýju verksmiðjunnar I Camp Hill gekk þokkalega til að byrja með, en svo fór að síga á ógæfuhliöina, hvert hneykslismálið rak annað. Var svo komið, að þegar Guð- jón tók við rekstrinum að það var í raun gjaldþrota, en þá hafði gengiö mjög erfilega að fá greitt frá verksmiðjunni í langan tíma. Þaö tók Guðjón ekki nema um tvö ár að snúa rekstri lceland Products úr miklu tapi í gróða. Þá var far- ið að huga að stækkun verk- smiðjunnar og umleið var nafni fyrirtækisins breytt úr lceland Products Inc. I lceland Seafood Corp. Verk- smiðja og frystigeymslur voru stækkaðar úr 100 þús- und ferfetum í 207 þúsund ferfet og 1983 störfuðu orðið 400 manns hjá fyrirtækinu. Fyrir 1975 nam sala fyrir- tækisins 20 til 30 milljónum dollara á ári, en á sama tíma seldi Öoldwater fyrir hátt I 200 milljónir dollara. Þetta breyttist fljótt og eftir að Guðjón hafði haldið um stjórnvölinn í tæp 7 ár náðist sá árangur að salan fór yfir 100 milljónir dollara. Það var árið 1982, en þá nam heildar- salan 101.5 milljónum dollara. Og heildarsala fyrirtækisins hélt áfram að aukast allan þann tíma, sem Guðjón var forstjóri fyrirtækisins, það er fram á haust 1986 og var einnig á síðasta ári, þegar Eysteinn Helgason var for- stjóri. Eins og fyrr segir, þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð um 5 milljónir doll- ara er Guðjón tók við og því er Ijóst að erfiöleikarnir hafa verið miklir í byrjun. Fjárhag- ur fyrirtækisins batnaði hins- vegar smátt og smátt og þeg- ar Guðjón lét af starfi sem forstjóri, var eiginfjárstaða þess jákvæð um 10 milljónir dollar eða 395 millj. kr. Þeir sem gleggst þekkja til mála og Alþýöublaðið ræddi við, segja að það hljóti að hafa verið mikil viðbrigði fyrir Guðjón B. Ólafsson að yfir- gefa blómstrandi fyrirtæki í eigu Sambandsins og frysti- húsa innan þess í Bandaríkj- unum (Sambandið á 53% i lceland Seafood og kaupfé- lög og frystihús 47%) og taka við forstjórastarfi Sam- bandsins, því staða þess hafi verið mikið verri en hann ór- aði fyrir. Sem sagt, risi á brauðfótum. Það er líka vitað a aðeins tvær deildir innan Sambands- ins hafa blómstrað síðustu árin. Það eru sjávarafurða- deildin og skipadeildin. Yfir 40% af veltu Sambandsins var f geg n u m sj ávarafu rða- deildina á árinu 1986, en vió uppbyggingu þeirrar deildar hafa mest komið við sögu þeir Guðjón B. Ólafsson og eftirmaður hans í deildinni Sigurður Markússon sem einnig á sæti í stjórn lceland Seafood. Það þarf þvl kannski engan að undra að Guðjón vilji ráða sem mestu í rekstri lceland Seafood Corp., — fyrirtækisins sem hann byggði upp frá grunni. Það hefur líka vakið athygli, að ekkert hefur heyrst frá Sölumiðstöðvar- mönnum varðandi deilurnar í lceland Seafood. Það sama má segja um þá Sambands- menn, að meöan mestur styrrin stóö um Coldwater áðuren Þorseinn Gíslason lét af störfum, að þá létu þeir ekkert frá sér fara um það mál. — Eða eru þeir Sölu- miðstöðvarmenn að bíða eftir því að Guðjón B. Ólafsson hrökklist frá Sambandinu og .komi í þeirra þjónustu?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.