Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 5. mars 1988 21 LEIKLIST Eyvindur Erlendsson skrifar LEIKHÚSIÐ OG LISTIN Leikhúsiö og listin Einhver kynni að segja að þetta væri kyndug fyrirsögn og spyrja: „Leikhúsið og list- in? Er það ekki eitt og hið sama? Er ekki sjálfgefið að þar sem er leikhús þar sé einnig list? Vorkunn þó spurt sé, eftir að maður hefur skoðað öll hin fjölmörgu viðtöl sem leik- húsmenn láta svo lítið að leyfa blöðum og útvörpum að hafa við sig, þar sem þeir lýsa fórnfæringum sínum á altari listarinna, sem að þeirra dómi er vinna og aftur vinna (99%). Viðtöl þessi birtast nær undantekningar- laust i tilefni af frumsýningu eðaeinhverju þvi sem leik- húsið, vinnuveitandi viðkom- anda, þarf að auglýsa. Menn eru, í svona viðtölum annað- hvort ákaflega menningarleg- ir eða þá kátir, sjarmerandi og bjartsýnir. Dragi svo hver sínar ályktanir af því hversu djúpar meiningar þar muni reifaðar. Sannleikurinn er sá að leik- hús getur vel þrifist án listar og leiklist einneginn án leik- húss. Listin í sinni hreinu mynd, þarf sjaldnast neitt í kringum sig annað en leik- hús, í þeirri merkingu sem al- menningur þekkir það, er oft tilstandiö eitt og partur af öðru tilstandi og meiru sem er „hið opinbera líf“, þar sem meiru máli skiptir hvar maður situr og á hvaða sýningu (fyrstu, annarri eða þriðju) heldur en hitt; hvað verið er að sýna og hvernig það er gert. Við skulum ekki vera að blekkja okkur með óska- draumum varðandi þetta: Meirihluti áhorfenda kemur ekki til þess að njóta listar, enn síður til að vera þátttak- andi í sköpun hennar og framþróun. Þessi meirihluti kemur einfaldlega til þess að „fara í leikhús" og það er, að sínu leyti, liður í því að gera sig gildandi í samkvæmislífi, á hærra plani. Menn sýna sig og sjá aðra á leiksýningum. Þeir njóta þess að hafa enn í sér manndóm til að búa sig uppá, hegöa sér svo sem vera ber, gera skyldu sína í þv( efni að „ viðra kerlinguna og efla menninguna“. um þaö hvað verið er að sýna gildir sú regla fyrst og fremst að það má ekki trufla þennan sæla „fíling" hjá leikhúsgest- inum. Og að sjálfsögðu eru þau leikhús í meiri metum en önnur sem hafa rauða lukt yfir dyrum, glæsilegar inn- gangströppur og, að sjálf- sögðu: bar — þar sem maður drekkur af hófsemi úr viðeig- andi glertaui, í hléinu. Allt til að efla „maðurmeðmönnum11 tilfinninguna. Listum kemur þetta auð- vitað ekkert við. Hinsvegar er ætlast til þess að blöðin skrifi um sýn- ingunaog útskýri menningar- gildi hennar, þannig að áhorf- endur fái eitthvað vitlegt í hendur til þess að geta hafið sig upp til jafns við náung- ann hvarvetna þar sem „um- ræður" skapast um listina, á vinnustööum, i fjölskyldu- boðum og, ég tala nú ekki um; i flugvélum á menningar- sveitarstjórnar- og skemmti- feröalögum norður í land eða erlendis. Blöðin taka fúslega þátt í þessum leik. Þau nefni- lega græða á því. Einkum ef þau eru svo gæfusöm, eða efnuð að geta fengið ein- hvern þann til starfans sem er góður í kjaftinum, helst ill- vigur. Og svo, endilega, sí- gildur og sérfróður í faginu! (Viðstaddir undanskildir, eins og ævinlega.) Menn verða því ævinlega, þegar þeir eru að tala um þessa hluti, eða skrifa, að gera sér Ijósan greinarmun þess hvort þeir eru að tala um leikhúslffið eða listalífið — eða, jafnvel; líf listarinnar og lífsmöguleika. Sitt er, nefnilega, hvert. Og harla fjarskylt. Góður partur af leikhúslíf- inu, háður undir yfirskini listalífsins, er svo listiðkun sem metnaðarmál, aðferð til að komast hátt, „meika það“ eins og þeir segja í Ammriku. í erlinum kringum hinn sigur- stranglega „succesgæjann" finnur margur þann æsing sem dugar. Listinni kemur sá æsingur sjaldnast nokkurn skapaðan hlut við. „Hvað er sosum þessi list?“ Nú væri einmitt freistandi að leggjast í skilgreiningar á því hvað listin eiginlega sé. En sleppum því. Seinna, ef menn endilega vilja. Reynsl- an sýnir nefnilega að, enda þótt listin sé skilgreind; hver hún er og hvernig hún þekk- ist, sem er raunar miklu auð- veldara en menn vilja trúa, þá breytir það svo sáralitlu, vegna þess að það er svo mikill og ráðandi meirihluti sem hefur af því hag að hundsa skilgreininguna, halda merkingu listarinnar í dularfullri þoku. Einfalt, rétt svar eyðileggur fyrir þeim hinn mystiska leik með visk- una, skemmir á þeim spek- ingssvipinn þar sem þeir halla sér upp að barnum með rautt í hálfu glasi og gerir þá orðlausa. Hitt ætti að vera saklaust og algjörlega hættulaust stöðu manna í goggunarröð samkvæmislífsins þótt við teldum hér upp þær helstu myndir sem leikhúsið, jafnt sem leiklistin, tekur á sig í voru hér mannlega félagi. Svo byrjað sé á því sem við augum hvers manns blasir þá eru þær myndir þessar, nefndar með óhugsuðum hversdagsheitum: Hefðbund- ið leikhús, tilraunaleikhús, frjálsir leikhópar, áhuga- mannaleikhús, brúðuleikhús, skólaleikhús og ópera. Auk þess er svo vísir að því sem í útlöndum er kallað cammercial theatre sem út- leggst: leikhús í gróðaskyni. Sumir vilja einnig telja til leikhússins alla þá trúöleika sem hafðir eru um hönd á árshátíðum og þorrablótum. Þessi flokkun gildir um leik- hús, þetta sem menn hafa til mannvirðingaröðunar og til þess að skipa sér í ákveðna gáfumanna- og gáfnastigs- flokka. Þannig: það er bæði virðulegra og gáfulegra að sækja óperu en áhuga- mannaleikhús. Hinsvegar lýs- ir það stoltri uppreisn gegn íhaldi og fordómum að sækja tilraunaleikhús o.s.frv. Hlut- verk gagnrýnenda er að skil- greina hvaða leikhús er hvað (raunar taka opinberar nefnd- irog fjárveitingavald þessa flokkun einnig að sér) til þess að hinn almenni list- neytandi geti vitað með vissu hvort hann er að sækja réttar sýningar eða rangar, allt eftir því í hvern flokkinn hann ætl- ar að skipa sér. Þetta er aö vera handgenginn listinni. Og kemur „leikhúsi" í venjuleg- um skilningi harla lítið við. En listin kemur þar ekki mál- inu við, — ekki beinlínis. Það kemur hinsvegar list- unum við þegar leikflokkar, frjálsir svonefndir, leggja svo mikla áherslu á það að vera „prófessjónal" sem í praxis þýðir ekki annað en að menn eru ráðnir upp á ímyndað eða raunverulegt kaup til að vinna verkin, — að þeir þrengja alla möguleika sína til listrænnar sköpunar stór- iega, — svigrúm verðurekk- ert til að bæta við mannskap, sem í flestum tilfellum væri auðvelt að fá ókeypis. En það er, samkvæmt skilgreiningu og almennu samkomulagi, fínna og meira í munni að vera „professjónal“ en „ama- tör“. Amatörismi kemureng- um til mannvirðingar, ekki í stærri bæjum einsog Akur- eyri og Reykjavík og þar á strandar. „Ég er læknir,“ sagði hann En þá er rétt að sleppa hugtakinu „leikhús“ i bili og snúa sér að „listinni". Hún er þess eðlis að engu skiptir hvort yfir dyrum hennar hangir rauð lukt eða ekki og að hún verður mjög trauðla efld með titlum eða „skiln- ingi hins opinbera" sem á mannamáli þýðir: peningar úr ríkiskassanum. Peningar vilja nefnilega gjarnan fara, fljót- lega eftir að byrjað er að veita þeim, í tilstandið í kringum listina en ekki í list- ina sjálfa. Gott dæmi eru Kjarvalsstaðir. Allar fjárveit- ingar til þeirrar stofnunar eru taldar „til lista", — stórfé. Málverkin sjálf seldust hins- vegar betur og nutu meiri og alvarlegri áhuga meðal þjóð- arinnar áður en þessi mikla stofnun kom til. Og væri öllu því fé sem varið er til rekst- urs listastofnana varið til al- mennings með því fororði að hann keypti fyrir þaö lista- verk, þá gæti her uppá þús- undir manna lifað á þeirri sölu. Auk þess er það svo að þegar komnir eru upp vissir „kanalar" fjárveitinga sem listamenn geta fengið fé úr, þá kemur óðara upp ný gerð af „listamönnum": Þeir sem eru duglegir að koma sér fyr- ir, afla sér „punkta" og jafn- vel sniðugir að gera með sér bandalög um að „þrýsta á opinbera aðila“ og mynda fé- lög að kjósa hvern annan í viðeigandi nefndir. Dostoévskí hefði ekki orðið góður í því. Hann hefði stað- ið jafn hjálparvana eftir sem áður, hversu digrum styrktar- sjóðum sem upp hefði verið komið á hans tíð. Van Gogh einnig. Þar hefðu aðrir komið til skjalanna, óðar en búið var að mynda sjóði og tekið rösk- lega til hendinni. Van Gogh var amatör, í þeim skilningi að hann fékk aldrei borgað fyrir vinnu sína (utan eina mynd sem svo seinna kom í Ijós að bróðir hans, Theo, hafði látið kaupa, fyrir vork- unn). Tsékhov var aldrei rit- höfundur í raun. Ilann skrif- aði bara smásögur til þess að selja blöðunum upp i kostnað við sitt læknanám og heimspekidellu föður síns, smávörukaupmanns sem ekki nennti að versla. Síðar skrifaði hann leikrit af því að kunningjar hans þurftu á leikritum að halda til þess að geta stofnað og rekið Listaleikhús í því skyni að mannbæta Rússland. En þegar hann skrifaði sitt fyrsta leikrit: Máfinn, finasta snilldarverk leikbókmennt- anna, og sendi það í leikrita- samkeppni, þá var það ekki hann sem fékk verðlaunin heldur félagi hans — og Stanislavskís, Némerovitsj- Dantsénko sem allir vissu að var „dugandi leikhúsmaður og professional". Tsékhov var aftur á móti „bara læknir“. Ástæðulaust þótti að verð- launa slíkan mann fyrir bók- menntir (sem hafði svo ágæta tekjumöguleikal). Némerovits reyndist aftur á móti slíkur trúnaðarmaður listarinnar að hann sagði: „Ég get ekki tekið viö verð- launum fyrir „Besta rúss- neska leikverk ársins“ þegar ég veit að Máfurinn var með í keppninni". Þar kló sá er kunni. Enda rak hann í raun og veru þetta frægasta leik- hús veraldar uppá eigin hönd og lét sig ekki einu sinni muna um það þótt Staníslavskí væri eignaður allur heiðurinn. Þetta er að vera handgenginn listinni. Og kemur „leikhúsi" í venjuleg- um skilningi lítið við. Tsékhov kunni sig og skrif- aði, fyrir hann, í launaskyni, mörg leikrit. Rithöfund taldi hann sig þó aldrei. Aðrir ekki heldur, fyrr en heimsfrægðin krafðist þess. „Ég er læknir“, sagði hann. Og það, nefnilega var hann. Akkúrat!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.