Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 5. mars 1988 m.»YBiminBH) Útgefandi: Blaó hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarsfminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. ÞOKUSLÆÐINGUR YFIR VERKALÝDSHREYFINGUNNI Eftirmálar kjarasamninga Verkamannasambandsins og atvinnurekenda eru heldur dapurlegir séð með augum verkalýðsforingja. Samningamenn höfðu ekki fyrr boðað til leiðaþinga og atkvæðagreiðslna heima í héraði en það fór að kvisast út að ýmsir sem höfðu skrifað undir samn- ingana ætluðu sér ekki að greiða þeim atkvæði sitt. Með öðrum orðum þeir hugðust ekki styðja það samkomulag sem þeir sjálfir höfðu undirritað. Varaformaðurverkalýðsfélagsins áSelfossi og einn undir- skriftarmanna úr Garðastræti kennir t.d. veðrinu um að hann geti ekki mælt með samningunum. „Við getum sagt að það sé lágskýjað" er haft eftir honum í Þjóðviljanum daginn fyrir atkvæðagreiðsluna á Suðurlandi. Hætt er við að þokuslæðingur hafi villt mönnum sýn við samningagerð í Garðastræti. Það er í það minnsta undar- legt að samningarnir skuli kolfelldir í fjölmörgum verka- lýðsfélögum. Eitthvað er að. Hvað fór úrskeiðis?. Mátu menn stöðuna rangt? Er fólk tilbúið að berjast fyrir hærra kaupi með því að fara í verkfall? Það er sá kostur sem fólk hefur í stöðunni. Líklegt er að margt nærtækara en veðra- brigði valdi úrslitunum eins og þau liggja fyrir, Verkalýðs- foringjum virðist hafa mistekist að kynna samningana þannig að sú kjarabót sem fólst í þeim hafi komið nægi- legafram. ÞrösturÓlafsson einn þungavigtarmannahefur látið í það skína að gamla leiðin að fela kjarabæturnar hafi verið valin nú sem endranær. Því miður virðist sem tekist hafi að fela hækkanirnar líka fyrir launafólkinu sjálfu. Vinnubrögðin kalla líka á andsvar sem aliir vissu að myndu kynda undir hjá óánægðu fólki. Atkvæðagreiðslan í Dagsbrún fyllti mælinn.Það var afspyrnuklaufalega stað- ið að henni. Verkafólk sem hefur tjáð sig bendir auðvitað á ýmislegt sem fylgt hefur í kjölfar undirritunar samnings, búvöru- hækkun, gengisfellingu, hækkun bílatrygginga, umræðu um há laun forstjóra o.fl. Allt þetta hefur ekki ýtt undir að samningar yrðu samþykktir. En dómurinn yfir verkalýðs- hreyfingunni er bitrastur. Staðan hefur verið rangt metin og hringlandaháttur sumra samningamanna er furðuleg- ur. MEIRI , HRINGLANDAHATTUR Sigríður Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, hefursýnt ásérmargar hlióaraöundanförnu. Hún hef- ur stutt Davíð og borgarmeirihluta íhaldsins dyggilega í áformunum um byggingu ráðhúss við Tjörnina. Hún gekk ekki út með borgarstjórnarminnihluta i fyrrakvöld, þegar mótmælt var afgreiðslu borgarstjórnar að gangatil samn- ingaviðverktakaum byggingu ráðhúss viðTjörninaog þar með Ijóst að framkvæmdir hefjast í aprílbyrjun og borgar- búar sviptir þeim rétti sínum að hafa áhrif á deiliskipulag- iðsem þeirhafalögumsamkvæmt.SigríðurMagnúsdóttir er þó sem fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórnar- andstöðunni. Og hún greiddi atkvæði gegn þessari af- greiðslu borgarstjórnar. En gekkekki út með félögum sín- um. Borgarfúlltrúi Framsóknar kveðst nefnilega áhlykta að útgangan sé vantraust á Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra en ekki Davíð Oddsson. Þessi afstaða er allfrumleg þótt ekki sé meira sagt. Það er Ijost að Sigríður Magnúsdóttir verður að gera það upp við sig hvort hún er með eða á móti byggingu ráðhúss við Tjörn- ina, hvort hún telur sig tilheyra borgarstjórnarandstöð- unni eða meirihlutanum. En fyrst og fremst verður hún að komast til botns í því hvort Davíð sé borgarstjóri Reykja- víkur, eða Jóhanna Sigurðardóttir. ÖNNUR SJÓNARMIÐ HARALDURHannesson, formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar lætur í Ijós áhugaverð viðhorf varðandi hugsanlegar úrsagnir og stofnunar nýrra félaga í nýj- asta fréttablaði BSRB. Með breytingum á samningsréttar- lögunum skapast nýjar að- stæður sem geta haft í för með sér töluverða röskun á starfi félagana innan BSRB. Sem dæmi nefnir Haraldur að ef t.d. fóstrur, meinatækn- ar og sjúkraliðar stofna landsfélög, sem síðan fara með samningsrétt myndu fé- lagsmenn ganga úr gömlu fé- lögunum sínum. Það þýðir m.a. að þessi væntanlegu nýju félög byrja eiginlega á núlli, nema brotin verði fé- lagsleg hefð hér á landi og á Norðurlöndunum. En gefum Haraldi orðið: — Samningsréttarlögin gera ráð fyrir að hver ein- staklingur gangi út úr sínu félagi. Það eru til fagfélög, t.d. fóstra og sjúkraliða og þessi félög hafa innan sinn vébanda nógu marga félaga til að stofna sjálfstætt stétt- arfélag, en það á að gerast á þann veg að hver og einn segi fyrir sig hvort hann vill ganga í þetta nýja stéttarfé- lag. Það er misskilningur þegar talað er um að heilir hópar fari — það gerist ekki þannig. Það er ákvörðun hvers og eins hvort hann gengur út úr sínu stéttarfé- lagi yfir í annað stéttarfélag. Samningsréttur fyrir þá sem vilja vera i sínu gamla félagi verður ávallt fyrir hendi. Þessvegna er talið um eigna- skipti byggt meira og minn á misskilningi. Haraldur er spurður að því í viðtalinu hvort hópur sem verður nýtt félag, geti verið áfram í sínu gamla félagi meö sérstöku samkomulagi með tilliti ti félagslegra þarfa. Hann svarar: — Það er ekki gert ráö fyrir þvi í samningsréttarlög- unum að félagsmenn, sem fara úr sínu gamla félagi og stofna nýtt stéttarfélag með sjálfstæðum samningsrétti, geti veriö áfram í sínum gömlu félögum. Við höfum reyndar reynt að fá þetta í gegn. Fóstrur eru dæmigerð- ur hópur af þessu tagi. Viö höfum spurt hvort þær gætu ekki gert sinn kjarasamning sjálfar en þær yrðu eftir sem áður í sínu gamla félagi, fóstrur á Akureyri í sínu fé- lagi o.s.frv. Þetta virðist tor- sótt. Ég leyni því ekki að mér finnst miklu eðlilegra að gera samstarfssamning milli gömlu félagann og þeirra sem eru að gannga út um af- not af eignum. Mér finnst eignauppskiptahugmyndin alveg fáránleg. Það dettur engum einstaklingi í hug að gera kröfu um endurgreiðslu frá sínu félagi ef hann fer t.d. í einkarekstur eða flyst af landi brott. í okkar 60 ára gamla félagi hefur verið innt af hendi gífurieg sjálfboða- liðsvinna við rekstur félags- ins, byggingu sumarhúsa o.s.frv. Við eigum mjög mörg- um einstaklingum að þakka að við eigum i dag vel rekið félag, sem á miklar eignir. Þeir sem ætla að kveðja okkur gera það væntanlega í þeirri trú að þeir séu að skapa sér betri samningsað- stöðu og þá væntanlega betri rétt. Eftir sitja þá hinir sem munu hafa minna milli handanna og þeim veitir sannarlega ekki af því að geta búið betur að sinu. Og síðan segir Haraldur: — Ég hef grun um að hin nýju félög, verði þau stofnuð, eigi eftir að reka sig á óvænta hluti. Ég hugsa að nú haldi til dæmis fóstra eða sjúkraliði að samningur muni fara fram í heimabyggð t.d. Reykjavík, Akureyri eða Nes- kaupstað. Ég hef aftur á móti grun um að nú muni ríki, borg og sveitarfélög ganga í eina sæng og koma fram sem einn samningsaðili — geri samninginn í Reykjavík og sendi taxta út um allt land. Þar sem þessi mál eru taisvert flókin og viðkvæm finnst mér aðalatriði að þeir sem hugsa sér tii hreyfings geri það að vel athuguðu máli og við sem eftir sjtjum lokum engum dyrum. Ég er ekki sannfærður um að ný og mannfá félög haldi lengi út ein á báti. Við viljum ekki halda í neinn, en spyrjum: Vitiði hvert þið eruö að fara? Leiöari Alþýöublaösins í gær fjallaði aö hluta til um aðgerðir þingnefndar- innar til bjargar refabænd- um, en eins og fram hefur komið í fréttum eru uppi þær hugmyndir að breyta refabændum í minka- bændur. Með öðrum orð- um breyta refi í mink. Áhugasamur lesandi hringdi til ritstjórnar í gær og sagðist vera búinn að finna lausnina hvernig breyta ætti refi í mink. Nefnilega: Að minnka refinn. Alpýðnblaðið ÚTVARPIÐ 9.45 Morguntónleikar: Brahms: Kvintett, Op. 34 (plötur). 11.00 Messa í dómkirkjunni (séra Frið- rik Hallgrímsson). 12.15 Hádegis- útvarp. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel ísland. 17.40 Útvarp til út- landa (24.52m). 18.30 Barnatími. 19.20 Erindi Búnaðarfélagsins: Til- raunastarfsemi landbúnaðarins (Pálmi Einarsson ráðunautur). 19.50 Fréttir. 20.15 Norræn kvöld, III: Noregur: a) Ávarp (Jón Ey- þórsson . b) Ræða: Aðalræðismað- ur Norðmanna, H. Bay. c) (20.30) Norsk tónlist. d) (21.00) Erindi: Sigurður Nordal prófessor. e) Upp- lestur (Árni Pálsson prófessor, o. fl.). g) Norsk tónlist. 22.15 Dans- lög. Nei, góði Teitur. Hestinum mínum llður ekki vel. Það er að segja sterturinn er ol- ræt, en klárinn er að veslast upp af einhverri innrl meinsemd, ég heid að það sé af því að ég beitti honum.ium daginn á nýtt Iand. Það verður mörgum bumbult nú á dögum af slíku fóðri. En meðal annara orða. Ég er ekki, hvað sem hver segir, einn af þeim mönnum, sem neita náunganum um vatn að drekka, þó ég sé á annari póli- tískri skoðun en hann. Upplestur Þórbergs Þórbarsonar. Enginn, sem langar til afi veita sér gó&a skemtun, getur neitaö sér um að hlýöa á upplestur Þór- bergs Þóröarsonar klukkan hálf- tvö í Nýja Bíó á morgun. Þess vegna er vissara aö tryggja sér aögöngumiöa i tima. Jafnaðarmannafélag ið í Vestmannaejfjum lýsir trausti ð Jóni Baldvinssyni og meiri hi. sambandsstjórnar JAFNAÐARMANNAFÉLAG- IÐ í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn í gærkveldi og samþykti á honum með öllum greiddum atkvæðum traustsyf- irlýsingu til meirihluta sam- bandsstjórnar og forseta flokks- ins, Jóns Baldvinssonar. Stjórn félagsins var endur- kosin, og skipa hana nú Elías Sigfússon formaður, Guðmund- ur Sigurðsson varaformaður, Jónas Lúðvígson ritari, Guð- laugur Gíslason og Guðjón Karlsson. SKEMDIR AF ÓVEÐRINU (Frh. af 1. síðu.) Ölfusá. Mestar virðast skemd- irnar þar hafa orðið, þaðan sem frézt hefir úr sveitunum í Árnei sýslu, í Flóa og upp á Skeiðum. Þegar Alþýðublaðið hafði tal af fréttaritara sínum að Ölfusá í morgun voru að berast fréttir um skemdir á húsum upp um allar sveitir. Sagði fréttaritar- inn að svo liti út sem meiri og minni skemdir hefðu orðið í veðrinu á hverjum bæ í ná- grannasveitunum. Voru skemdirnar aðallega á' útihúsum og með þeim hætti að þök rifnuðu af. A Húsatóftum fauk t. d. bæði fjós og hlaða og eins á Sóleyjarbakka. Telja bændur eystra að slíkt veður hafi ekki komið eystra í manna minnum. Ekkert hefir frézt frá Þorlákshöfn, því að sími er bilaður þangað. í Arnarbæli fauk refabú og sluppu 4 refir; hefir einn refur fundist dauður í morgun. Brúarland: Úr Kjós og Mos- fellssveit hefir lítið frézt. Að Laxnesi fuku plötur af þaki og að Mosbakka skektist hlaða á grunnni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.