Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 5. mars 1988
mánaöamótin maí-júní í New
York, ( sambandi við afvopn-
unarráöstefnu Sameinuðu
þjóðanna. Sá fundur verður
óformleguren næsti form-
legi fundur okkar verður í
kringum næstu áramót."
Ekki hlutverk flokksins
að finna morðingja
Palmes
— Nú eru liðin tvö ár frá
því að Olof Palme var myrtur.
Enn hefur morðinginn ekki
verið handtekinn, né vita
sænsk yfirvöld hver hann er.
Er hin óleysta morðgáta farin
að íþyngja flokk þínum eða
ríkisstjórn þinni?
„Nei, hin óleysta morðgáta
íþyngirekki flokknum. Þessi
skoðun heyrist stundum í
sænskum fjölmiðum. En það
er ekki hlutverk Sósíaldemó-
krataflokksins að leika lög-
reglu og finna morðinga. Og
það er þannig, að nái lögregl-
an ekki að hafa hendur í hári
morðingja fyrstu klukku-
stundirnar eftir að morð er
framið, getur orðið erfitt að
ná morðingjanum. Þetta er
mjög erfið vinna fyrir lögregl-
una. Þetta á ekki aðeins við
um morðið á Olof Palme,
heldur eru því miður mörg
dæmi um þetta í sögunni. En
það er Ijóst, að það er erfitt
fyrir okkur að lifa við morðið
á Olof Palme; morðinginn
enn ekki handsamaður og
hin póKtiska ástæða fyrir
morðinu enn ekki fundin. Svo
það liggur f augum uppi að
við hörmum mjög að lausn er
ekki fundin á málinu. En það
er hins vegar erfitt að halda
því fram, að þetta íþyngi Sví-
þjóð allri.“
— Hafiö þiö ráögert nýjar
fyrirætlanir til aö handsama
morðingjann?
„Þetta mál er í höndum
lögreglunnar alfarið. Ríkis-
stjórnin skiptir sér ekki af
framgöngu málsins, það er
lögreglunnar."
Málefni mikilvœgari
en menn
— Sósíaldemókrataflokk-
urinn hefur verið langstærsti
flokkur Svíþjóðar á þessari
öld og verið við völd meira
og minna frá árinu 1932.
Hvert er hlutverk formanns
flokks með nær 50%
atkvæða? Er hann einræðis-
herra sem trónir efst á vel-
byggðum valdapýramída?
„Siður en svo. Ég er enginn
einræðisherra. í sérhverju
máli sem ég vil ná fram, verð
ég að fara í gegnum flokks-
fund, flokksstjórn, ríkisstjórn,
þingflokkinn, og stjórn þing-
flokksins. Ég þarf því að ná
samstöðu um málin hjá
fjölda mismunandi fulltrúa
ráða og nefnda. Þar að auki á
flokkurinn og ég sem for-
maður mýmarga fundi með
fulltrúum verkalýðsfélaganna
og heildarsamstaka þeirra
þar sem strengirnir eru stilltir
saman. Ef ég myndi fara að
þrýsta á að ná persónulegum
skoðunum fram sem lægju
utan við stefnumál flokksins,
lenti ég fljótlega í miklum
vandræðum."
— Byggist þá sænski
Sósíaldemókrataflokkurinn
upp á málefnum fremur en
persónuleikum og leiðtog-
um? Leggið þið meiri áherslu
á mál fremur en menn í kosn-
ingabaráttunni?
„Því miður er það þannig,
að fjölmiölarnir verða æ upp-
teknari af formönnum flokk-
anna. Þetta á ekki aðeins við
Svíþjóð, heldur er alþjóðleg
tilhneiging í fjölmiðlaheimin-
um. Mér finnst þetta leiö
þróun, en það er afar erfitt að
standa gegn henni. Ég reyni
að spyrna við fótum, þvi ég
álít að málefni flokksins séu
mikilvægari en leiðtogar
hans. En þarna erum við berj-
ast við fjölmiðlaþróun sem
dynur á okkur.“
um það, að stórt, sænskt
fyrirtæki og fyrrum stjórn
þess hafi brotið gegn sænsk-
um hlutleysislögum og selt
vopn til stríðandi landa. Þar
með getur álit Svíþjóðar
erlendis hafa beðið hnekki.
En enginn stjórnmálamaður,
hvorki frá borgaralegu flokk-
unum né frá sósíaldemókröt-
um hefur blandast í málið. En
það er nógu slæmt ef stórt,
sænskt fyrirtæki hefur brotið
sænsk lög.“
— En hefur trúverðugleiki
Svíþjóðar beðið hnekki út á
við?
„Ef svo er, þá er það
aöeins til skemmri tíma. Það
verður að hafa í huga, að það
er sænskt einkafyrirtæki,
ekki opinbert fyrirtæki eða
stjórnvöld, sem er grunað um
að hafa brotið gegn sænsk-
um lögum. Þess vegna tel ég
ekki að sænsk stjórnvöld
verði álitin ótrúveröuq út á
við.“
Sœnsk vopn í íran?
— Sænskir fjöimiðlar hafa
fjallað um þaö í fréttum að
hugsanlegt sé að sænsk
vopn séu notuð i Mið-Austur-
löndum og í löndum við
Persaflóann. Sænsku eld-
flaugarnar Robot 70 hafa ver-
ið nefndar í þessu sambandi
og sagðar í notkun í íran. Er
eitthvað hæft i þessum
fréttaflutningi?
„Það hefur verið orðrómur
á sveimi um sænsk vopn í
íran, en sá söguburður hefur
aldrei verið staðfestur. Hins
vegar er íran eitt þeirra landa
sem algjörlega er bannaó að
selja sænsk vopn til. Því hef-
ur veriö haldið fram að Robot
Tage Erlander, forystumaður
sænskra jafnaðarmanna á þriðja
áratug, forsætisráðherra lands-
ins i nær jafnlangan tima og
faöir sænskrar velferðar, ól tvo
unga menn til forystu. Þeir voru
Olof Palme og Ingvar Carlsson,
kallaðir „strákarnir hans
Erlanders. Þaö kom i hlut Palme
að taka við af Erlander 1969, og
þegar Palme var myrtur í febrúar-
lok 1986, tók Carlsson við for-
ystuhlutverki sænskra jafnaðar-
manna. Myndin er tekin 1959.
„Það er ekki hlutverk sænska
Sósíaldemókrataflokksins né ríkis-
stjórnarinnar að finna morðingja
Olof Palmes. Morðmálið er alfarið
lögreglunnar,“ segir Ingvar
Carlsson i einkaviðtali við
Alþýðublaðið.
(A-mynd IM).
aðstoð til kontra-skæruliö-
anna. Bandarísk yfirvöld
ásökuðu þig um að hafa
blandað þér i innri málefni
Bandaríkjanna. Var það rétt-
mæt ásökun?
„Grein m(n var alls engin
innblöndun í innri málefni
Bandaríkjanna. Málið snerist
um alþjóðleg málefni. Málið
snýst um Nicaragua. Það
fjallar um alþjóöarétt. Það
fjallar um friðarmál Mið-
Ameríku. Þessir þrír þættir
eru ekki innanrlkismál
Bandaríkjanna, heldur hluti
af málefnum Mið-Ameríku og
spurning um alþjóðlega
afstöðu ( prinsípmáli. Þar af
leiðandi álít ég að ég hafi
fullan rétt að tjá mig um
þessi mál.“
— Hefur þessi uppákoma
gert diplómatiska sambúð
Svíþjóðar og Bandaríkjanna
verri?
„Nei, það állt ég ekki.
Þetta var tlmabundinn pirr-
ingur í Bandaríkjamönnum,
en hefur engin áhrif til lengri
t(ma litið."
— En nú hafa tengsl Svi-
þjóðar og Bandaríkjamanna
ekki verið ýkja góð frá stjórn-
unarárum Olof Palmes. Eru
Bandríkjamenn viðkvæmir
fyrir sænskri gagnrýni?
„Nei, málið er að þeir vissu
vel um afstöðu okkar til
stuðnings Reagans til kontra-
skæruliðanna áður en ég
skrifaði greinina. Það sem fór
þvert I Bandaríkjamenn, var á
hvern máta þessi gagnrýni
var sett fram, þ.e.a.s. aö for-
sætisráðherra Svfþjóðar
skrifaði blaðagrein um af-
stöðu sína, og tíminn sem
valinn vartil birtingar greinar-
innar, þ.e. rétt áður en Band-
ríkjaþing greiddi atkvæði um
tillögu Reagans. En málið er
þannig vaxið, að ég álít það
alls ekki neitt sem skiptir
máli hvað varðar samskipti
þessara tveggja rlkja."
Erlendir kafbátar eru
enn í sœnskri landhelgi
— Mikið hefur veriö rætt
og ritað um sovéska kafbáta í
sænskri landhelgi og einn
þeirra strandaði fyrir nokkr-
um árum í skerjagaröi ykkar.
Eru kafbátar enn á sveimi í
landhelgi ykkar?
„Já, við höfum orðið varir
við erlenda kafbáta en við
höfum ekki getað sannað
hvers lenskir þeir eru.“
— En hvernig eru sam-
skipti Svíþjóðar og Sovét- v
ríkjanna núna?
„Nýlega var Ryskov hers-
höfðingi í opinberri heim-
sókn í Svíþjóð. Það var góð
heimsókn. Það mikilvægasta
var að við náðum samkomu-
lagi um Eystrasalt og Svíþjóð
fékk % hluta yfirráð yfir því
hafssvæði sem við höfum
deilt um. Það var góður
samningur."
Bofors-málið ekki
skaðað krata né
stjórnina
— Ef við snúum okkur aö
öðrum utanríkismálum Sví-
þjóðar: Hefur Bofors-málið
(sala á sænskum vopnum til
Indlands) skaðað flokk þinn
mikið?
„Nei, ekki Sósfaldemó-
krataflokkinn eða stefnu
hans sem slíka. Málið snýst
70-flaugum hafi verið smygl-
að til Persaflóans gegnum
Singapore, en það hefur ekki
verið sannað. Ég vil einnig
benda á að þetta á aö hafa
gerst undir ríkisstjórn borg-
aralegu flokkanna. Það var
hin borgaralega ríkisstjórn
Svíþjóðar sem leyfði sölu
sænskra vopna til Singapore
sem er hlutlaust svæði f
sjálfu sér. En hins vegar er
hægt að smygla vopnunum
áfram á ólöglegan máta, og
það er einmitt það sem orð-
rómurinn heldur fram.“
— Þú ert formaður í svo-
nefndu Framtaki sex þjóða
(Argentína, Mexikó, Tansanía,
Grikkland, Indland og Sví-
þjóð) sem Olof Palme stofn-
aði. Hvað þýöir sú nefnd fyrir
frið og afvopnun í heiminum
í dag?
„Við lítum á okkur sem full-
trúa kjarnorkulausra þjóða og
þeirra friðarhreyfinga sem
vinna aö afvopnun í heimin-
um. Við trúum því að hlutverk
okkar sé mikilvægt í þeirri
þróun. Vegna þess að við
mótum afstööu (friðar- og af-
vopnunarmálum og vegna
þess að við sýnum fordæmi
með afstöðu okkar. En það er
erfitt fyrir okkur að sanna að
þróun þessara mála sé í rétta
átt vegna vinnu okkar. En eft-
ir að Framtak sex þjóða
hófst, hefur þróunin í afvopn-
unar- og friðarmálum verið
mjög jákvæð. Áður ræddu
stórveldin ekki saman. Þá var
einungis rætt um áframhald-
andi vígvæðingu. Nú eröldin
önnur. Stórveldin hafa gert
sögulega samninga um af-
vopnun. Fulltrúar hinna sex
þjóða munu hittast næst um