Alþýðublaðið - 11.03.1988, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.03.1988, Síða 1
Föstudagur 11. mars 1988 STOFNAÐ I * 919 | 49. tbl. 69. árg. Fisk veiðasjóður: EIGID FRAMLAG VERDI 50% í STAÐ 40% ? Stjórn Fiskveiðisjóðs ihug- ar nú hvernig hægja beri á lánveitingum til nýsmiða eða breytinga á fiskiskipum er- lendis. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum Alþýðu- blaðsins, þá mun nú rætt um að eigið framlag fyrirtækja verði hækkað, um leið og ýmis önnur skilyrði verða sett vegna lánafyrirgreiðslu. Fram til þessa hafa menn fengið lánafyrirgreiðslu úr Fiskveiðasjóði, ef menn hafa sannað að þeir gætu lagt fram 40% smiða- eða breyt- ingakostnaðar á smíða- eða breytingatímabili. Alþýðublaðinu hefur verið tjáð, að nú muni mönnum verða gert skylt að leggja 40% inn á sérstaka bók í við- skiptabanka áður en lánveit- ing verði samþykkt í Fisk- veiðasjóði. Ennfremur munu stjórnarmenn í Fiskveiða- sjóði hafa rætt, að ef hert innborgunarregla á eigin fé dugi ekki, þá geti farið svo að Fiskveiðasjóður lækki lánshlutfall þegar fiskiskip eru smíðuð erlendis úr60% niður ( 55% eða jafnvel 50%. Þegar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar voru kynnt- ar var einn liður þeirra, að fara þess á leit við stjórn Fiskveiðasjóðs að hægt yrði á lánveitingum til nýsmiða fiskiskipa og því hefur stjórn sjóðsins rætt breyttar lána- reglur að undanförnu. ..ATVINNUREKENDUR í GRINDAVÍK VITA UM HVAÐ MÁLIN SNÚAST“ segir Benóný Benediktsson formaður Verka- lýðsfélags Grindavíkur Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisráð eru að undirbúa fund með forráðamönnum ráðuneyta, stofnana og fyrir- tækja á vegum hins opin- bera, þar sem mælst verður til að unnin verði fram- „Þó svo að VSÍ hafi fellt samning okkar við vinnuveit- endur í Grindavík, hef ég ekki miklar áhyggjur. Þeir menn, sem við sömdum við eru þekktir fyrir að standa við það sem þeir lofa,“ sagði Benóný Benediktsson for- maður Verkalýðsfélags Grindavíkur i samtali við Al- þýðublaðið í gær. Benóný sagði þegar rætt var við hann, að í gærkvöldi hefði átt að ræða um bónus i saltfiskverkuninni. Það væri staðreynd að aldrei hefði náðst bónus í saltfiskverkun eins og í frystingunni og stefndu menn i Grindavík að því að bónusinn næði fram aö ganga. Hann sagði að eftirfund i bónusnefnd verkalýðsfélagsins, ætti nefndin að hitta fulltrúa at- vinnurekenda og menn von- uðust til að árangur næðist á fundinum. í kjarasamningnum sem Verkalýðsfélag Grindavíkur samþykkti, var gert ráð fyrir svokölluðum vertíðarbónus og átti hann að vera 6000 kr. á þriggja mánaða fresti eða eftir að fólk hafði skilað 500 klst. i dagvinnu í sama fyrir- tæki. Samtals hefði þessi uppbót gert 24.000 kr. á ári hjá fastráðnu fólki. Þá átti fólk að fá auka orlofsdag og þann 1. febrúar 1989 áttu laun að hækka um 5% en ekki 2% eins og í VSÍ samn- ingnum. „Þeir menn sem við semj- um við hér í Grindavik vita vel um hvað málið snýst. Þessir menn eru sjálfir sívinnandi, ýmist á skrifstof- um fyrirtækjanna, í verkun- inni eða um borð í bátunum og flestir byrjuðu þessir menn okkar megin við boriö. Því tel ég langtum, langtum auðveldara að semja við þá heldur en einhverja stráka inn i Garðastræti, sem þekkja hvorki sporð né haus á fiski,“ sagði Benóný. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum í kratakaffinu i Félagsmiðstöð Alþýðuflokksins að Hverfisgötu i fyrrakvöld og ræddi efnahagsaðgerðirnar, húsnæðismálin, kjarasamningana, stöðu Alþýðu- flokksins og önnur heit mál. A-mynd GTK. SÉRSAMNINGUM LÍKUR Á Karl Steinar Guðnason for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur segir gott ef Grindvíkingar nái betri samningum en náðst hafa og að líklegt sé að ein- staka féiög reyni að ná fram sérsamningum á sínum stöð- um. Karl Steinar Guðnason: „Mér þykir það bara mjög gott ef þeir geta náð betri samningum en þegar hafa náðst. Þessir samningar fjalla aðeins um fiskvinnsl- una og „markerast" náttúr- lega af þvi,“ segir Karl Stein- ar ( samtali við Alþýðublaðið. Segir hann að erfitt sé að spá um framhald mála, „mað- ur þarf helst að fara í anda- glas til að vita það.“ „Það er líklegt að hin ein- stöku félög leiti eftir sér- samningum á slnum stöðum. Við erum t.d. með sérsamn- inga á fjölmörgum stöðum m.a. í fiski.“ Jóhanna Sigurðardóttir: Boðar áætlun ásamt Jafnréttisráði um jafnrétti kynjanna i stofnunum. kvæmdaáætlun um hvernig stuðla megi að jafnrétti karla og kvenna í viðkomandi stofnunum. í ræðu sem Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráð- herra hélt á Alþingi I síðustu viku kom fram, að fyrirhugaö- ur er fundur með forráða- Félagsmálaráðherra boðar áœtlun: JAFNRETTI KYNJA I STOFNUNUM mönnum ráðuneyta, ríkisfyrir- tækja- og stofnana, þar sem tilmælum verður beint til þeirra að þeir hlutist til um að hvert fyrirtæki og stofnun vinni að framkvæmdaáætlun um hvernig stuðla megi að jafnrétti karla og kvenna er þar starfa. Er þetta skv. norskri fyrirmynd. Sagði félagsmálaráðherra að hjá norsku Póst- og síma- málastofnuninni væri starf- andi sérstök nefnd, sem ætl- að er að vinna að auknu jafn- rétti kynjanna. í henni sitja fulltrúar stjórnar stofnunar- innar og starfsmannafélags. Eiga þessar aðgerðir sem hér eru í undirbúningi að rétta verulega hlut kvenna frá þvi sem nú er á jákvæðan hátt og án lagaþvingana.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.