Alþýðublaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGAR KTiiViiirM inin AUGLÝSINGAR SlMI SÍMI 681866 XlIjx 1 JLf UHJjJllf IJf Föstudagur 11. mars 1988 681866 „STABA JOHONNU STYRKIST“ — segir Guðmundur Einarsson, framkvœmdastjóri Alþýðuflokksins um skoðanakönnun HP og Skáíss Samkvæmt skoðanakönn- un HP og Skáíss, sem birtist í Helgarpóstinum í gær, hef- ur Alþýöuflokkurinn aukið fylgi sitt úr 12,5% i 14,5% frá því að sambærileg könnun var gerö í janúar. Fylgi Borg- araflokksins er hrunið, sam- kvæmt könnuninni og Sjálf- stæðisflokkur eykur sitt fylgi sem því nemur. Framsóknar- flokkurinn minnkar fylgi sitt um 3% og Alþýðubandalag stendur í stað. Kvennalistinn heldur stórsókn sinni áfram og viröist ætla að festa sig í sessi sem annar stærsti stjórnmálaflokkur á íslandi. Vinsældir Steingríms Hermannssonar virðast seint ætla að dvína og fær hann yfir 200 atkvæði. Jóhanna Sigurðardóttir stekkur úr fimmta sæti í annað og næst á eftir henni koma Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgríms- son. í könnuninni var einnig spurt um afstöðu til rikis- stjórnarinnar. Af þeim sem afstöðu tóku studdu 46% ríkisstjórnina og 54% ekki. Staða stjórnarinnar hefur samkvæmt þessu skánað siðan i janúar, þá studdu hana 44% en 55,6% ekki. Alþýðublaðið tók Guð- mund Einarsson, fram- kvæmdastjóra Alþýðuflokks- ins tali og innti hann eftir nánari niðurstöðum skoðana- könnunarinnar. — Hver er staða Alþýðu- flokksins samkvæmt þessari könnun? „Mér sýnist að staða flokksins sé að styrkjast. Það sem hefur verið honum sér- staklega erfitt að undan- förnu, er bardaginn vegna skattbreytinganna. Þá urðu þingmenn flokksins, eins og þingmenn stjórnarflokka gera yfirleitt, að neita sér um að tala mikið á þingi, en hins vegaróðu þingmenn hinna stjórnarflokkanna uppi með óheiðarlegan málflutning og þetta var okkur nokkuð erfitt. En mér sýnist að fólk sé nú að átta sig á að við vorum að gera þarna mjög nauðsyn- lega hluti." — Hvernig koma mál Jóhönnu Siguröardóttur, fé- lagsmálaráðherra þarna inn í? „Mér sýnist alveg augljóst að eitt af sterku málunum í pólitík í dag er kaupleigu- frumvarpið. Það sést meðal annars á því að Jóhanna Guðmundur Einarsson: „Kvenna- listinn er stjórnarandstöðuafl, sem andstæðingar stjórnarinnar fylkja sér um.“ stendur mjög sterk í pólitik. Andstæðingar hennar, eins og Alexander Stefánsson, komast ekki einu sinni á blað þegar spurt er um stjórn- málamenn. Og reyndar þurfti ekki neina skoðanakönnun til þess að ég gerði mér grein fyrir því að hennar mál standa mjög sterkt meðal þjóðarinnar. Það er hins veg- ar spurning, hvað margir salt- stólpar ætla að verða til á Al- þingi til þess að þvælast fyrir henni í því efni.“ — En efnahagspólitík Jóns Baldvins og Jóns Sigurössonar? „Það er Ijóst að menn tengja ennþá nauðsynlegar aðgerðir rlkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og skattbirt- ingu um áramótin, Jóni Baldvin. En ég er hins vegar ekki I vafa um að þegar tím- inn líður sjái menn aö hér var djarflega tekið á hlutum og eins og þurfti." — Hvað má lesa út úr niðurstöðum um fylgi hinna flokkanna? „Ef maður veltir fyrir sér tilhneigingunum frekaren einstökum tölum, þá sýnist mér að Kvennalistinn njóti þess aö vera stjórnarand- stöðuafl, sem andstæðingar stjórnarinnar fylkja sér um. Þetta hlýtur að vera svona, þvl hann hefur ekki lagt til mörg eða merkileg mál, eða einhverjar lausnir I pólitík, en nýtur þess að vera í stjórnar- andstöðunni. Og það kemur líka fram þannig að hinir tveir stjórnarandstöðuflokkarnir, annaðhvort hrynja, eins og Borgaraflokkurinn eða standa i stað, eins og Alþýðubanda- lagið.“ — Hvers vegna hrynur fylgi Borgaraflokksins? „Því er nú erfitt að svara. í fyrsta lagi skildi ég nú aldrei almennilega af hverju fólk kaus Borgaraflokkinn og þess vegna skil ég ekki hvers vegna fólk segist ætla að hætta að kjósa hann og ég hef aldrei botnað I stefnu þessa flokks fyrr en ég hlust- aði á þagnarræðu Hreggviðs Jónssonar. Þessi flokkur hef- urekki staðið fyrir neinni pólitík og þaö er kannski ein skýringin." — En nú heldur formaður- inn, Albert Guðmundsson, ennþá vinsældum, hvað veld- ur því? „Ég veit ekki hvort það er samúð eða trygglyndi fólks sem Albert hefur einhvern tímann sinnt. Hann hefur ekkert leynt því að hann hafi liðsinnt fjölda fólks og ég tel það alveg vlst að margt af þessu fólki sýni honum persónulega tryggð. En það er greinilegt að fólk tekur hann alveg úrtengslum við flokkinn." — Hvernig stendur á minnkandi fylgi Framsóknar- flokksins? „Það getur nú verið að ein- hverju leyti vegna þess að þó Steingrimur sé vinsæll, held ég að hann hafi ekki komið sterkt út úr málum undan- farnar vikur. Ég hef á tilfinn- ingunni að trúnaðarbrot hans, sem ég tel vera, á Kópavogsfundinum í sam- bandi við efnahagsráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar og alveg óviðurkvæmilegt athæfi hans í sambandi viö hugmyndir um heimsókn Vigdísar forsetatil Rússlands hafi ver- ið vond mál fyrir Steingrlm. Að hann hafi talað þarna eins og fólki finnst ekki að lands- faðirinn eigi að tala." — Hver er hiutur SÍS- málsins? „Það kann vel að vera að umræður um launakjör SÍS forstjóra, eins og þær blönd- uðust inn í kjarasamninga, hafi haft áhrif á Framsóknar- flokkinn. En þó held ég að það þurfi ekki að vera.“ — Sókn Kvennalistans heldur áfram og hann virðist ætla að halda þessari stöðu sem annar stærsti stjórn- málaflokkur landsins, er það framtíðin? „Það getur ekki veriö aö sá flokkur eigi, allavega óbreytt- ur, framtíð fyrir sér. Vegna þess að í honum sjálfum byggir stærsta mótsögn í ís- lenskri pólitík, að framboðs- listarnir séu lokaðir helmingi þjóðarinnar. Þetta getur ekki átt sér framtið, nema að þessi flokkur þróist yfir í venjulegan vinstri flokk, op- inn bæði konum og körlum." — Nú kemur fram í þess- ari skoðanakönnun að minni- hluti, eða 46% styðji ríkis- stjórnina, er stjórnin hrunin? „Alls ekki. Það var ein af dægrastyttingum minum þegar ég var á Alþingi árin ’83-’87 að vera alltaf viðbúin því, ef það hringdi í mig fréttamaður, að sýna framá að sú stjórn væri hrunin. Það var alltaf hægt að tína til 10 atriði sem sýndu að stjórnin væri að hrynja. En það sem stærstu máli skiptir alltaf í sambandi við svona ríkis- stjórn er að persónulega hafa þeir sem orðnir eru ráðherrar áhuga á að þaö ástand vari sem lengst. Og ég spái þvi að þessi stjórn sitji allt kjör- tímabilið.” □ 1 2 3 q ■ 6 □ 7 § 9 □ 11 □ 12 ■ 13 L □ Krossgátan Lárétt: 1 skar, 5 úrgangur, 6 draup, 7 utan, 8 stækkuðu, 10 kvæði, 11 ílát, 12 drabb, 13 hrað- ann. Lódrétt: 1 löður, 2 gljáhúð, 3 borðaði, 4 efni, 5 öskra, 7 eftir- spurn, 9 yndi, 12 átt. Lausn á siöustu krossgátu: Lárétt: 1 kænur, 5 fola, 6 éta, 7 ss, 8 linnti, 10 að, 11 ein, 12 ekka, 13 sorta. Lódrétt: 1 kotið, 2 ælan, 3 NA, 4 rósina, 5 félags, 7 stika, 9 nekt, 13 er. Gengtö nmwi— Gengisskráning 48 — 9. mars 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 38,990 39,110 Sterlingspund 71,549 71,769 Kanadadollar 31,105 31.201 Dönsk króna 6,1034 6,1222 Norsk króna 6,1776 6,1966 Sænsk króna 6,5739 6,5942 Finnskt mark 9,6689 9,6987 Franskur franki 6,8911 6,9123 Belgiskur franki 1,1152 1,1186 Svissn. franki 28,2240 28,3108 Holl. gyllini 20,7697 20,8337 Vesturþýskt mark 23,3215 23,3932 ítölsk lira 0,03161 0,03171 Austurr. sch. 3,3197 3,3299 Portúg. escudo 0,2847 0,2856 Spanskur peseti 0,3480 0,3491 Japanskt yen 0,30409 0,30502 m&sam&smmm. • Ljósvakapunktar •RUV Mannen frán Majorka (Mað- urinn frá Mallorka). Sænsk sakamálamynd, sem unnið hefur til fjölda verðlauna. Myndin hefst kl. 22.25. • Stöð 2 Séstvallagata kl. 20.30. Þátt- ur um fólk sem býr á Sést- vallagötu en hún er á milli Er- vallagötu og Tilvallagötu. • fós 1 Andvaka kl. 23.10. Pálmi Matthíasson reynirárangurs- laust að sofna. • Útrás Bleikir inniskór kl. 16.00. Gunnar Atli Jónsson IR Iftur yfir helgarstuðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.