Alþýðublaðið - 11.03.1988, Síða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1988, Síða 3
Föstudagur 11. mars 1988 3 FRETTIR SJOMENN NOKKUD ANÆGÐIR MED FISKVERDIÐ HÉR segir Sœvar Gunnarsson í Grindavík „Ég held að óhætt sé að segja að sjómenn hér séu nokkuð ánægðir með fisk- verð og því tel ég að menn séu ekki tilbúnir að fara út í einhverjar aðgerðir. Hér eru almennt greiddar um 40 kr. fyrir kílóiö af þorskinum og við höfum séð að greitt hefur verið allt upp í 45 kr. en út- gefið fiskverð Verðlagsráðs er á milli 34 og 35 kr. hvert kíló,“ sagði Sævar Gunnars- son formaður Sjómannafé- lags Grindavíkur þegar Alþýðublaðið ræddi við hann. Sævar sagði, að þó gæti far- ið svo að sjómannafélagið í Grindavík segði upp samn- ingum og hefði þá lausa, en Sjómannasamband íslands hefur skorað á aðildarfélög sín að segja upp samningn- um. „Fiskverðsmálin eru víðast hvar í góðu lagi hér, en þó er einstaka aðili sem reynir að sniðganga fiskmarkaðinn, en það verður vonandi,ekki lengi,“ sagði Sævar. — Þá sagði hann, að afli Grindavik- urbáta hefði glæðst verulega síðustu daga. Mest fengist af þorski og margir bátanna væru með yfir 10 tonn í róðri sem teldist gott. Fulltrúaráð KI: RðSKUN A SKOLA STARFI RÍKINU AÐ KENNA Fulltrúaráö Kennarasam bands íslands lýsir fullri ábyrgö á hendur ríkisvaldinu vegna þeirrar röskunar sem verða kunni á skólastarfinu náist ekki samningar á næstu vikum. Fulltrúaráö segir aö eitt mikilvægsta skrefið í eflingu skólastarfs í landinu, sé að bæta kjör kennara og meta kennslustarfiö aö verðleikum. Ekki sé hægt aö sætta sig við kjarasamning sem ekki geri ráð fyrir launahækkun viö undirskrift og aðeins 6% hækkun seinni hluta árs ’88, slíkt þýöi í raun kjaraskerð- ingu. I ályktun sem samþykkt var á fulltrúaráðsfundi KÍ fyrir skömmu, segir að eitt mikil- vægasta skrefið til að efla skólastarf í landinu sé að bæta kjör kennara og meta kennarastarfið að verðleikum. Menntamála- og fjármála- ráðuneyti hafi tekið undir þessi sjónarmið í starfskjara- nefnd sem skilaði tillögum sínum í des. sl. Fulltrúaráðið harmar að ekki skuli hafa náðst sam- komulag i samningaumleit- unum hingað til og lýsir fullri ábyrgð á hendur rfkisvaldinu vegna þeirrar röskunar sem verða kunni á skólastarfinu, náist ekki samningar á næstu vikum. Segir ennfrem- ur í ályktuninni að fulltrúaráð KÍ geti ekki sætt sig við að félögum í KÍ sé boðið upp á samning er ekki geri ráð fyrir launahækkun við undirskrift og einungis tæplega 6% hækkun á seinni hluta árs 1988. Slíkt þýði í raun veru- lega kjaraskerðingu. NÝIR EIGENDUR AD CAFÉ HRESSÓ Sigurjón Ragnarsson veit- ingamaður hefur nú selt Café Hressó þeim Ríkarð Jónssyni framreiðslumanni og Viöari Vilhjálmssyni og áttu eig- endaskiptin sér stað 6. febrú- ar s.l. Þeir Ríkarð og Viöar hafa stofnað hlutafélag um rekstur staðarins, sem nefn- ist Café Hressó hf. Ríkarð sagði I samtali við Alþýðublaðið í gær, að ákveðnar breytingar væru fyr- irhugaðar á rekstri staðarins, hægt yrði farið í þær, en fólk myndi örugglega verða vart við breytingarnar þegar kæmi fram í maímánuð. Sjálfur hefur Ríkarð starfað sem framreiðlumaður i 17 ár, þar af síðustu 2 árin á Hressó. „ Það má segja að Hressó sé búið að vera mitt annað heimili þessi tvö ár og svo verður ugglaust áfram, enda hlakka ég til að reka þennan stað,“ sagði hann. Reynt var að ná í Sigurjón Ragnarsson og spyrja hann um ástæðuna fyrir sölu stað- arins en án árangurs. Hress- ingarskálinn eða Café Hressó eins og staðurinn hefur verið nefndur siðustu árin, var rek- inn af Sigurjóni og hans fjöl- skyldu um áraraðir. Samstarfshópur um húsnæðismál efndi til blaðamannafundar i gær um ástandið í húsnæðismálum og skoru- ðu á þingmenn og stjórnvöld að sjá sóma sinn í að efla félagslega húsnæðiskerfið. Húsnœðismál: EFLUM FÉLAGSLEGA KERFIÐ segir í kröfu samstarfshóps um húsnæðismál Samstarfshópur um hús- næðismái skorar á félög og heildarsamtök launafólks aö láta húsnæöismál til sín taka og fylgja eftir samþykktum sínum og baráttumálum á því sviöi, og á fulltrúa stéttarfé- laga í stjórnum lifeyrissjóða aö beita sér fyrir því aö Ví framlags sjóðanna til hús- næðiskerfisins renni til fé- lagslegra íbúðabygginga. Á fundi hópsins í gær, sem i eru ýmis samtök námsfólks, fatlaðra og aldraðra, auk Bú- seta og Leigjendasamtak- anna, var einnig skorað á stjórnvöld og þingmenn að láta þegar af niðurskurði til húsnæðismála, og að stjórn- málamenn ættu að sjá sóma sinn i að efla félagslega hús- næðiskerfið. Er vakin athygli á því að sú kvöð sem lögð er á sveitarstjórnir, að þær leggi fram 8.5% af byggingarkostn- aði hverrar íbúðar í verka- mannabústöðum, hefur verk- að sem dragbítur á byggingar slíkra íbúða ( mörgum sveit- arfélögum. Er skorað á ráða- menn að færa þessa kvöð að mestu eða öllu leyti yfir á rik- isvaldið. Nýtt frumvarp: KOSIÐ VERÐI TIL ÞJOÐ- FUNDAR Ullll STJÓRNARSKRÁ Á Alþingi liggur nú frammi frumvarp um að kallaður verði saman þjóöfundur og á fundurinn að fjalla um nýja stjórnarskrá. Flutningsmaður er Jón Bragi Bjarnason vara- þingmaður Alþýöuflokksins. í frumvarpi Jóns segir, að Þjóðfundur skuli skipaður 60 fulltrúum, kosnum með jöfn- um atkvæðisrétti allra lands- manna sem kosningarétt hafa og er gert ráð fyrir að kosningar til fundarins fari fram síðasta laugardag i maí 1990. Þá er gert ráð fyrir að Þjóð- fundurinn komi saman 17. júní 1990 og eigi að starfa í 3 mánuði í tvö sumur og störf- um skuli lokið innan tveggja ára. Einnig er lagt til að for- seti Sameinaðs þings setji Þjóðfund, stýri hönum og slíti. Þá segir í frumvarpinu að Þjóðfundur skuli starfa í einni málstofu og að þrjár umræður skuli fara fram um ályktun fundarins. Jón Bragi Bjarnason talar fyrir frumvarpinu n.k. þriðju- dag og verður það jómfrú- ræða varaþingmannsins. Bifreiðavarahlutir: Verðmunur allt að Samkvæmt verökönnun Verðlagsstofnunar hefur verö á varahlutum í bíla lækkað allnokkuð i kjölfar tollalækk- unar og afnáms vörugjalds í byrjun ársins, margar versl- anir hafi þó lækkaö verð á birgðum. Dæmi voru um í könnuninni aö 367% verö- munur var á samskonar vöru i tveimur verslunum. I Ijós kemur að oft er verðið hæst í varahlutaversl- unum bifreiðaumboðanna, þó hafi Hekla h.f. og Bifreiðar og landbúnaðarvélar aldrei verið með hæst verð, og f 7 og 8 367% tilvikum af 12 með lægsta verðið. Verð á kveikjuloki í Toyota Tercel var hæst kr. 949 í umboðinu, en kr. 203 í Há- bergi Skeifunni og er munur- inn 367%. Stýrisendi í Saab 900 kostaði kr. 1.871 i umboð- inu, en kr. 530 í Bilanaust og er þaö 253% munur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.