Alþýðublaðið - 11.03.1988, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.03.1988, Síða 4
4 Föstudagur 11. mars 1988 FRÉTTIR Fjarkennslunám í gegnum sjónvarp: HENTAR ÖLLUM ALDURSHÓPUM Tilraunaútsendingar hefjast 19. mars í sjónvarpi og í útvarpi með vorinu. Námsefnið verður mismunandi og œtlað fólki á öllum aldri. Tilraunir með skipulegt fjarkennslunám í gegnum sjónvarp hefst 18. mars n.k. og með vorinu munu hefjast útsendingar í útvarpi. Út- sendingar i sjónvarpi verða á laugardögum og um klukku- stundarlangir. A fréttamanna fundi er Fjarkennslunefnd boðaði til kom fram að til- gangur þessa væri sá að bjóða fólki upp á þann mögu- leika aö geta stundað nám án þess að mæta í skóla. Hefur verið ákveðið að kanna útsendingarnar „Fræðslu- varp.“ Usendingarnar sem byrja 19. mars eru einungis tilraun og til undirbúnings viðameiri og skipulegri fjarkennslu sem stefnt er að því að hefj- ist næsta haust. Sent veröur út á laugardögum og verða útsendingar í um klukkutíma. Á fréttamannafundi Fjar- kennslunefndar sagði Sigrún Stefánsdóttir, sem veitir Fræðsluvarpinu forstöðu, að námsefnið ætti að miðast við mismunandi aldur fólks og að bæði yrði almenn fræðsla og svo sérhæfð prógrömm. Umsjón með framkvæmd fjarkennslunnar er í höndum sérstakrar framkvæmda- nefndar sem var skipuð sl. sumar og hefur hún markað sér þá stefnu að standa ekki sjálf fyrir kennslunni heldur fela öðrum framkvæmd henn- ar t.d. skólum. Nefndin mun hins vegar skapa þeim aðil- um sem vilja stunda fjar- kennslu aðgang að fjölmiðl- um og dreifitækni fjarkennsl- unnar. í nefndinni eiga sæti Jón Torfi Jónasson, formaö- ur, Þuríður Magnúsdóttir, Stefán Stefánsson, Þór Vig- fússon og Gunnar G. Schram. Öll starfsemi Fræðslu- varþsins er enn í mótun og þessar fyrstu vikur verður dagskrá af ýmsum toga. Til að mynda þættir fyrir grunn- skóla vegna samræmdu próf- anna í vor, þætti um eyðni, skáklist, garðrækt o.fl. Hluti af Fjarkennslunefnd t.f.v. Sigrún Stefánsdóttir, Jón Torfi Jónasson, Gunnar G. Schram og Stefán Stefánsson. Hver er munurinn á þessum varahlutum? Verðmunurinn Samkvæmt 10. tölublaði Verðkönnunar VERÐLAGS- STOFNUNAR á bifreiðavarahlutum, sem gefið var út 9. mars, kemur fram að mikill verðmunur mælist milli varahlutaverslana. Þessi tvö kveikjulok eru ætluð Hondu Civic Sedan GL árgerð 1983. Lokið til vinstri er frá versluninni Blossa, sem selur þessi lok ódýrast á 168 kr. Lokið til hægri er frá Hondaumboðinu þar sem það kostar 695 kr. Verðmunurinn er því 527 kr. eða 314% - það munar um minna. VERUM Á VERÐI Könnun VERÐLAGSSTOFNUNAR náði til 11 bifreiðaumboða og verslana sem selja varahluti í bifreið- ar. í könnuninni má merkja að verðlækkun á varahlut- um er þegar orðin allnokkur vegna tollalækkana og niðurfellingar vörugjalds, en þess er þó ekki að vænta að lækkunin verði að fullu komin fram fyrr en með vor- inu. Dæmin sýna að það margborgar sig að gera verðsam- anburð á milli varahlutaverslana í stað þess að kaupa blindandi. VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.