Alþýðublaðið - 11.03.1988, Side 6

Alþýðublaðið - 11.03.1988, Side 6
6 Föstudagur 11. mars 1988 SMÁFRÉTTIR Sýningum á „Litla sótar- anum“ fer fækkandi ísienska óperan sýnir nú barnaóperuna „Litli sótarinn" eftir Benjamin Britten. Óper- an hefur veriö sýnd fyrir fullu húsi frá því i janúar og fer nú sýningum senn aö fækka. Þátttakendur í sýningunni eru 26 talsins, þar af 12 börn. Verö aðgöngumiða er ekki nema þriðjungur af verði miða á venjulega óperusýn- ingu. íslenska óperan hefur leitað eftir fjárstuðningi frá Reykjavíkurborg til að greiða niður verð aðgöngumiðanna fyrir börn á grunnskólastigi, en ekki haft erindi sem erfiði þrátt fyrir meðmæli fræðslu- yfirvalda. Sýning í þakk- lætisskyni Margrét Jónsdóttir, ekkja Þórbergs Þórðarsonar, færöi Listasafni ASÍ listaverkagjöf sumariö 1983. Þar var um aö ræöa á fimmta tug verka eftir nokkra af fremstu listamönn- um þjóðarinnar m.a. Gunn- laug Scheving, Jóhann Briem, Nínu Tryggvadóttur og Svavar Guðnason. Listasafn ASÍ vill sýna Margréti hinsta þakklætisvott meö því aö efna til stuttrar sýningar á þessum listaverkum dagana 11. til 14. mars n.k. Sýningin verður opnuð föstudaginn 11. mars kl. 20.00 og verður þá lesið úr verkum meistara Þórbergs og mun Jón Hjartarson leikari hafa umsjón með lestrinum. Sýn- ingin verður síðan opin laug- ardag og sunnudag kl. 14.00 — 20.00 og mánudag kl. 16.00 — 20.00. Kvennalistinn 5 ára Kvennalistakonur halda upp á 5 ára afmæli Kvenna- listans í Félagsheimilinu Garðaholti, Álftanesi á af- mælisdaginn 13. mars n.k. á milli kl. 15.00 og 18.00 Ýmislegt léttmeti verður á dagskránni m.a. les Bryndís Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, afmælisbarninu pistilinn. Seldar verða kaffiveitingar á staðnum og barnakrakur veröur á slnum stað. í til- kynningu frá Kvennalistanum vegna afmælisins segir „Við vonumst eftir fullu húsi af mömmum, ömmum, körlum og krökkum til að taka þátt í 5 ára afmælishátíð okkar.“ Auglýst eftir námsefni í stafsetningu Námsgagnastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að þar sem lengi hafi verið talin þörf á því að endurnýja námsefni til staf- setningar fyrir 4.-9. bekk grunnskóla hafi verið ákveðið á fundi 1. mars sl. að náms- gagnastjórn auglýsti eftir hugmyndum um þetta efni. Leitaö verður eftir vel út- færðum hugmyndum um námsefni í íslenskri stafsetn- ingu handa 4.-6. bekk og 7.-9. bekk grunnskóla. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að senda lýsingar á aðgerðum, útfærðar hugmyndir eða sýnishorn af námsefni til Námsgagnastofnunar fyrir 15. apríl. Höfundar þeirra hugmynda sem vænlegar þykja að mati dómnefndar verða síðan ráðnir til að semja efnið. Á þessum sama fundi samþykkti Námsgagnastofn- un einnig að leitað verði til Bandalags kennarafélaga um tilnefningu tveggja fulltrúa í fimm manna dómnefnd þar sem einnig ættu sæti einn fulltrúi frá Kennaraháskóla íslands, einn frá skólaþró- unardeild menntamálaráðu- neytisins og einn frá Náms- gagnastofnun. Fólki ekki borguð mann- sæmandi laun Almennur félagsfundur Kvennalistans í Vesturlands- anga var haldinn 5. mars sl. og var þá samþykkt ályktun þar sem segir, að eftir síð- ustu kjarasamninga sé Ijóst að enn sé ekki talin ástæða til að borga fólki sem vinnur að undirstööuatvinnugreinum mannsæmandi laun. A sama tíma skammta milliliðir og yfirmenn sér upphæðir sem eru mörg hundruð prósent haerri. í ályktuninni segir enn- fremur „Við teljum að tími sé kominn til að endurmeta öll laun og störf í þjóðfélaginu og fá úr þvi skorið hvort þessu launamismunur stenst hjá frjálsbornum mönnum." Afkoma Alusuisse Reikningar Alusuisse og samstæðunnar fyrir árið 1987 voru samþykktir á stjórnar- fundi félagsins þann 2. mars 1988. Hrein sala samstæð- unnar er 10% lægri en árið áður, eða frá 5.649 milljónum franka (CHF) árið 1987 í 5.071 milljón franka (CHF). Stafar lækkunin aðallega af sölum fyrirtækja og lækkun ýmissa gjalda. Fjárstreymi samstæöunnar nam 5.071 milljónum franka (CHF) meö inniföldum sér- stökum tekjum að upphæð CHF 189 milljónum. Fjár- streymi í reglulegum rekstri var CHF 426 milljónir eða 8,4% af sölu og batnaði veru- lega frá fyrra ári. Hagnaður samstæðunnar fyrir skatt var CHF 259 millj- ónir og samanstendur af hagnaði af reglulegum rekstri, CHF 146 milljónir og sérstökum gjöldum að upp- hæð CHF 150 milljónir. Reiknaður tekjuskattur er CHF 37 milljónir. Skuldir fyrirtækisins voru lækkaðar um CHF 491 milljón. Hagnað- ur móðurfyrirtækisins á árinu 1987 var CHF 74 milljónir. Mjókurafurðir virðast vinsælar Aðalfundur Osta- og smjör- sölunnar sf. var haldinn í Reykjavík í byrjun mars og kom þá meðal annars fram í skýrslu framkvæmdastjórans, Óskars H. Gunnarssonar, að sala afurðanna hefði gengið mjög vel á liðnu ári. Á fundinum kom fram að sala osta jókst um 9% eða um 210 tonn og var þá meðal- neysla á íbúa um 10.4 kíló. Sala á viðbiti, þ.e. Smjöri, Smjörva og Létt og laggott nam í heild um 1.556 tonnum en það er um 260 tonnum meira magn heldur en árið áður. Helstu nýjungar í vöru- framboði á sl. ári voru Létt og laggott, nokkrar nýjar ostategundir, þ.e. tvær teg- undir af kryddostum, Jökla- ostur og svo Mozarella ostur sem einkum er notaður til framleiðslu á pizzum og til matargerðar. Þá kom einnig á markaðinn Beikonostur og svo jógúrtbúðingar sem hlutu nafnið Hnoss. Útflutningur mjólkurvara dróst saman á árinu og nam um 330 tonnum minna en ár- ið áður, þ.e.a.s. 963 tonn. Heildarsala Osta- og smjör- sölunnar sf. árið 1987 nam um 2.165 milljónum króna og hafði þá aukist um 298 millj- ónir á árinu. Úthlutun til framkvæmda á svæðum íþróttafélaga Á fundi borgarráðs 7. mars s.l. var samþykkt tillaga íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. mars s.l. um úthlutun á fé til framkvæmda á svæðum íþróttafélaga í Reykjavík. Er gert ráö fyrir 14 milljónum króna í þetta verkefni í fjár- hagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 1988. Glímufélagið Ármann fær 2.000.000 krónur til endur- byggingar og stækkunar á grasvelli við Sigtún. Iþrótta- félagið Fylkir fær sömu upp- hæð til framkvæmda við grasvöll í Árbæjarhverfi. Til framkvæmda við bað- og búningsklefa við Austurberg fær íþróttafélagið Leiknir 2.400.000 krónur og íþrótta- félag Reykjavíkur fær 3.200. 000 til framkvæmda við gras- völl í Suður-Mjódd. Vegna framkvæmda við lóð og um- hverfi svæðis við Safamýri fær Knattspyrnufélagið Fram 1.200.000 kr. og til fram- kvæmda við stæði fyrir áhorfendur. Vegna bað- og snyrtiaðstöðu og girðingar á svæði við Frostaskjól fær Knattspyrnufélag Reykjavíkur 2.200.000 krónur. Knatt- spyrnufélagið Valur fær 4.300.000 vegna lokakupp- gjörs á framkvæmdum við grasvöll við Hlíöarenda, Knattspyrnufélagið Víkingur 6.500.000 vegna uppgjörs á framkvæmdum 1987 við Hæðargarð og vegna byrjun- arframkvæmda við búnings- klefa í Fossvogi og Knatt- spyrnufélagið Þróttur 3.200. 000 krónur til framkvæmda við grasvöll og endurbygg- ingu á malarvelli við Sæviðar- sund. Njóttu ferðarinnar!j^t3> Aktu eins og þú vilt að aðrir aki.vt' Góða ferð! || UMFERÐAR RÁÐ Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita- veitu Reykjavíkuróskareftirtilboöum í rennilokaog skiptiloka fyrir Nesjavelli. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. apríl n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFN'JN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik ra W UTBOÐ Stjórn Verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftirtil- boðum í lokafrágang 49 íbúða í tveim fjölbýlishúsum við Hlíðarhjalla 51-55 og 57-61 í Kópavogi. Áætlað er að verkframkvæmdir á staðnum geti haf- ist í apríl næstkomandi og að þeim verði að fullu lokið 30. mars 1989. Verkið skiptist i eftirfarandi sérútboð: D Málun innanhúss E Innréttingar og smíði innanhúss F Gólfefni Heimilt er að bjóða í einstaka hluta sérútboða sam- kvæmt ákvæðum útboðsgagna. Útboðsgögn eru afhent gegn skilatryggingu (kr. 10.000 per sérútboð) á Verkfræðistofu Guðmundar Magnússonar, Hamraborg 7, 3ju hæð, Kópavogi, sími 42200. Tilboðum skal skilatil stjórnarVBK, Hamraborg 12, 3. hæð, Kópavogi. Tilboðin verðaopnuð föstudaginn 25. mars 1988 kl. 14.00 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi, að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. VerkfræÓistafa GuÖmundar Magnússonar Verklræóiráógjalar Ffí V. Hamraborg 7,200 Kópavogi. S. (91) 42200.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.