Alþýðublaðið - 11.03.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 11.03.1988, Side 7
Föstudagur 11. mars 1988 7 ÚTLÖND Æ w * i Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir BÖÐULLINN VARÐ MANNESKJULEGUR Demjanjuk, sem er ákœrður fyrir að hafa verið böðull í dauðabúðunum í D'eblinka, varð svo mótsagnakennt sem það er, allt að því manneskjulegur við réttarhöldin yfir honum. Demjanujk talar viö lögfræðing sinn, Yoram Sheftel viö réttarhöldin Réttarhöldin yfir John Demjanjuk, þar sem hann var ákærdur fyrir nasistíska stríösglæpi, eru nú á enda eftir aö hafa staöiö yfir í eitt ár. Þessi réttarhöld hafa verið lærdómsrik fyrir unga ísraela, einskonar lifandi sagnfræöilega kennsla um „helförina" (Holocaust). Þaö uröu tímafrekar um- ræöurviö réttarhöldin um hvort verið væri aö ákæra réttan mann, og sumum fannst vegna þessa, veriö gert of lítið úr glæpaverkum nasistanna. Demjanjuk er annar maöur- inn sem réttað er yfir í ísrael, vegna illverka nasista, dómur veröur kveðinn yfir honum i apríl. Fyrri maðurinn sem hlaut sinn dóm i ísrael vegna stríðsglæpa, var Adolf Eichmann. Mörgum ísraelum fannst Demjanjuk vera mann- eskjulegri en Eichmann, þetta var að hluta til af því aö Demjanjuk kunni dálítiö í hebresku, og einnig vegna þess aö fjölskylda hans var svo til alltaf viöstödd réttar- höldin. Veröi Demjanjuk dæmdur getur líflát komió til greina, en flestir búast viö aö hann veröi dæmdur í lifstíðar- fangelsi. í marga mánuði voru lang- ar biöraöir ísraela sem vildu fá sæti í kvikmyndahúsinu, sem var notaö sem réttarsal- ur. Fimm manns, sem lifðu helförina, liföu nú upp aftur hörmungarnar. Hvernig „Ivan hinn grimmi“ limlesti gyöing- ana eins og haldinn kvala- losta og rak þá því næst inn í gasklefana í dauðabúóunum í Treblinka í Póllandi. Demjanjuk, 67 ára gamall er fyrrverandi starfsmaður í bílaverksmiðju, en kominn á eftirlaun. Hann var sendur frá Bandaríkjunum til ísraels til að standa fyrir máli sfnu. Hann stendur á því fastar en fótunum, að hann sé sak- laust fórnarlamb þess, aö vera tekinn fyrir annan mann. „Þessi réttarhöld sýna, svo ekki veröur um villst, hvað oröagjálfur getur tafiö fyrir að það sem skiptir máli komi fram. Menn hanga í einhverj- um smámunum og lagakrók- um“, sagöi Ephraim Zuroff, (sraelski nasista-veiöarinn. Hundruð allskonar pappira og gagna, meöal annars pappírsklemma voru lögö fram í réttinum, í þeim til- gangi aö sanna að mikilvæg- asta sönnunargagn ákæru- valdsins væri ófalsað en þaö er flokksskírteini (nasista) Demjanjuk. Sex sérfræðingar fullyrtu að skírteiniö væri ófalsað, og jafnmargir af hálfu verjenda fullyrtu að þaö væri falsaö. Demjanjuk full- yrti aö skírteinið væri falsaö af Sovétríkjunum til aö hegna honum fyrir aö vera and- kommúnistískur. Manneskja Mörgum ísraelum finnst munur á hinum spillta Eich- mann, manninum sem stjórn- aði útrýmingarherferðinni og „Ivan sálsjúka“’ sem fram- kvæmdi skipanir. Eichmann var dæmdur og hengdur áriö 1962. Áhorfendur sáu lítið af Eichmann, sem sat í skot- heldu búri, en þeim finnst framkoma Demjanjuk öllu manneskjulegri. Hann rabbar við verðina, brosir og hrópar hebreskt „Shalom" til áhorf- enda þegar hann er leiddur í handjárnum til og frá réttar- höldunum. Hann reyndi aö taka í hönd eins þeirra sem lifði af hörmungarnar í Treblinka, en sá hörfaði til baka og kallaði Demjanjuk moröingja. Hinn ákærði er fæddur í Ukraníu. Eiginkona hans Vera, þrjú börn þéirra og tveggja ára barnabarn hafa oftast verið viðstödd réttar- höldin og sorg þeirra hefur birst í sjónvarpi og dagblöð- um í ísrael. „Skammist ykkar, þiö eruð miskunnarlausir", hrópaöi frú Demjanjuk grátandi, þegar réttarhöldin voru á enda á dögunum. Hún sakaði ákær- endur um aö Ijúga, og aö eiginmanninum hefói ekki verið sýnt réttlæti. Daginn sem réttarhöldun- um lauk, lýsti einn af áhorf- endunum Mordechai Fuchs, þeim sársauka sem þessi löngu réttarhöld höföu valdiö fórnarlömbum nasista, en Fuchs var einn af þeim sem komst lifandi frá Treblinka. Um leið og hann veifaði myndum af foreldrum sínum, þremur bræórum og systur, sem öll voru myrt í Treblinka, hrópaöi hann grátandi að verjendur væru lygarar. Toby Greenwald, ísraels- maóur fæddur í Bandaríkjun- um, segir: „Hver sem dómur- 'inn verður getur enginn sagt að ekki hafi verið fariö ofan í saumana á minnstu smá- atriöum. Þaö er áríóandi vegna þess, að fólk gæti lát- ið sér detta í hug aö dómarar af gyðingaættum, gættu ekki fyllsta réttlætis þegar stríðs- glæpamenn eiga hlut að máli.“ Verjendur óhæfir? Sumir segja aö mal Demjanjuk hafi ekki fengiö réttláta meðferð, aö hluta til vegna vanhæfni verjenda og í annan staö vegna fjaðrafoks í kringum málið. Demjanjuk rak sjálfur lög- fræöing sinn, Mark O’Connor en hann haföi verið lögfræö- ingur Demjanjuk í sjö ár. Demjanjuk var ekki ánægöur meö frammistöðu O’Connor. Mörg vitna verjenda virtustu óörugg og eitt þeirra dró framburó sinn til baka og annað reyndi að fremja sjálfs- morö þegar vitnisburóur þess var dreginn í efa. Margar staðhæfingar verj- enda virtust út í hött. Sjálfur fór Demjanjuk hjá sér þegar einn verjenda hélt því fram aó sovéska leyniþjónustan notaði hugsanaflutning til að koma óvinum sínum fyrir kattarnef og koma á stað ill- indum á Vesturlöndum! Demjanjuk hefur sjálfur skaðað sitt eigið mál, með mótsagnakenndum útgáfum af aðgerðum sínum í heims- styrjöldinn siöari. Áður en verjendur byrjuðu vörnina, var ég ekki viss um sekt. Demjanjuk", sagði Ebud Offer, 31 árs gamall myndhöggvari „En vörnin hefur máð út allar efasemd- ir“. Dómararnir þrir hafa nú hafist handa við að fara í gegnum 15.000 siður af papp- irum og 500 muni sem taldir eru til sönnunargagna. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.