Alþýðublaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 1
STOFNAÐ
1919
Fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri á Islandi:
EKKI LEYFT AÐ STUNDA FISKVEIDAR
NÉ AD FJÁRFESTA í FISKVINNSLU
Samkvœmt nýju frumvarpi verður útlendingum ekki heimilt að gefa út dagblöð eða reka
útvarpsstöðvar hérlendis, en heimilt að eignast allt að 25% eignarhlut í íslenskum fjöl-
miðlum
Nefnd sú, er Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra skipaði
í september 1987 til þess að
gera tillögur að samræmingu
á lögum og reglum um fjár-
festingu erlendra aðiia í ís-
lensku atvinnulífi, hefur lokið
störfum. Tillaga að frumvarpi
til laga, sem nefndin hefur
gert, um þetta efni iiggur nú
til umfjöllunar hjá þingflokk-
um stjórnaflokkanna.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins mun erlendum
aðilum heimilt að fjárfesta i
atvinnurekstri hérlendis með
ýmsum takmörkunum og
skilyrðum. Þar á meðal mun
útlendingum ekki heimilt að
fjárfesta í fiskveiðum, útgerð
og fiskvinnslu og veröur ekki
leyft að reka útvarpsstöðvar
eða gefa út dagblað.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins felur tillaga
nefndarinnar að frumvarpinu
um fjárfestingu erlendra
aðila í atvinnurekstri á Is-
landi í sér eftirfarandi tak-
markanir: Erlendum aðilum
verður ekki leyft að stunda
fiskveiðar í íslenskri land-
helgi. Þeim verður einnig
óheimilt að reka fiskvinnslu
hérlendis eða eiga hlut í ís-
lensku fiskvinnslufyrirtæki.
Erlendum aöila verður óheim-
ilt að gefa út dagblað eða
reka útvarpsstöð á íslandi.
Þó verður útlendingum
heimilt að eiga eignarhluta í
íslenskum fjölmiðlum, allt að
25%. Sama er að segja um
hlutafjáreign erlendra aðila í
viðskiptabanka sem rekinn er
af hlutafélagi; hún má ekki
vera meiri en 25%.
Þá er erlendum aðila
óheimilt að gerast félags-
maður í félagi sem á heimili
eða stundar atvinnurekstur
hér á landi þar sem allir fé-
lagsmenn bera fulla ábyrgð á
skuldbindingu félagsins,
nema með sérstöku leyfi við-
skiptaráðherra. Erlend ríkis-
fyrirtæki mega ekki fjárfesta
í atvinnurekstri hérlendis
nema með leyfi ráðherra.
Heildarfjárfesting erlendra
Stjórn Iceland Seafood fundar í dag:
LAUNAMÁL GUÐJÓNS
TEKIN FYRIR
Stjórn lceland Seafood
Corporation kemur saman til
fundar í dag. Sigurður Mark-
ússon, framkvæmdastjóri
Sjávarafurðardeildar SIS og
stjórnarmaður í lceland Sea-
food sagði aðspurður viö Al-
þýðublaðið, að launamál
Guðjóns B. Ólafssonar yrðu
m.a. rædd á fundinum og
innlegg í þá umræðu yrðu
eflaust skýrsla Geirs Geirs-
sonar endurskoðenda Sam-
bandsins.
Talið hefur verið að á þess-
um fundi yrði tekin afstaða
til ráðningar nýs forstjóra
vestra. Af samtölum sem Al-
þýðublaðið átti í gær, má
hins vegar gera ráð fyrir að
þau mál séu enn ekki til lykta
leidd.
Stjórn SÍS kemur saman til
fundar á þriðjudag. Þar verð-
ur að líkindum rætt um
launamál Guðjóns og þá nið-
urstöðu sem kann að verða á
fundi stjórnar lceland Sea-
food Corporation.
aðila í íslenskum atvinnu-
rekstri má ekki fara fram úr
100 milljónum kr. á einu
almanaksári nema með leyfi
ráðherra. Einnig er erlendum
aöilum óheimilt aó reka sjálf-
stætt fyrirtæki hérlendis
nema að búa í landinu og
með sérstöku leyfi viðskipta-
ráðherra. Þá er kveðið á um
það í tillögu að frumvarpinu,
að viöskiptaráðherra geti
stöðvað erlenda fjárfestingu í
íslenskum atvinnurekstri ef
hún ógni öryggi landsins,
skerði verulega samkeppni
fyrirtækjanna í viðkomandi
atvinnugrein eða hafi óæski-
leg áhrif á atvinnulíf í
landinu.
í nefndinni sem viðskipta-
ráðherra skipaði og samið
hefur tillögu að frumvarpinu,
eiga eftirtaldir menn sæti:
Baldur Guðlaugsson, hrl., for-
maður, Björn Friðfinnsson,
aðstoðarmaöur dómsmála-
ráðherra, Brynjólfur Bjarna-
son, framkvæmdastjóri,
Eiríkur Tómasson hrl., Mar-
geir Daníelsson, hagfræðing-
urog Þorvaldur Gylfason,
prófessor.
Röntgendeildir ríkisspítalanna:
M f
TÆKJABUNADUR URELTUR
segir Johannes Pálmason framkvœmdastjóri Borgarspítalans. „Yfir-
leitt eru tækin notuð í helmingi lengri tíma en œskilegt er“
Jóhannes Pálmason fram-
kvæmdastjóri Borgarspítal-
ans segir það staðreynd að
tækjabúnaður á spitölum og
þá sérstaklega röntgendeild-
um sé úreltur. Segir hann aö
verið sé að halda úti gömlum
tækjum með miklum tilkostn-
aði sem gæti, í sumum til-
vikum, veriö jafnmikill og
jafnvel meiri en sem nemur
nýju tæki. Borgarspítalinn er
um þessar mundir að skipta
á 20 ára gömlu tæki fyrir nýtt
og segir Jóhannes jafnframt
að sumstaðar séu tæki i
notkun er komin eru hátt á
fertugsaldur.
í Alþýðublaðinu í gærvar
fjallað um íslensku heil-
brigðisáætlunina. Segir þar
m.a. að Islendingar séu
orðnirheilum áratugáeftir
öðrum í hátækni og að fjöldi
röntgentækja sé orðinn svo
úreltur að ekki séu lengur
framleiddir varahlutir í þau.
Framkvæmdastjóri Borgar-
spítalans, Jóhannes Pálma-
son, staðfesti þessi ummæli
í samtali við Alþýóublaðið og
segir það staðreynt að verið
Jóhannes Pálmason, fram-
kvæmdastjóri Borgarspitalans,
segir tækjabúnað á röntgen-
deildum löngu úreltan og aö sum-
staðar séu i notkun tæki frá fjórða
áratugnum
sé að halda úti tækjum meó
miklum tilkostnaði og fyrir-
höfn. Sagði hann jafnframt
að mörg þessara tækja gætu
orðið hættuleg þegar líða
tæki á þannig að oft sé teflt
á tæpasta vað. „Það skortir
að mínu mati allan skilning á
því að það þurfi að endurnýja
þennan tækjabúnað eins og
allan annan tækjabúnað. það
kemur til vegna þess að um
er að ræða miklar fjárhæöir
en á sama tíma eru endur-
nýjaðar heilar brýr í togurum,
keyptir nýjr dýptarmælar og
rannsóknartæki og þykir
öllum sjálfsagt" sagði Jó-
hannes.
Eftir því sem tækin verða
eldri er meiri hætta á að frá
þeim komi hættulegir geislar.
Geislaeftirlit ríkisins fylgist
með öllum tækjum og sagði
Jóhannes aö Borgarspitalinn
væri einmitt nú að fá nýtt
tæki í staðinn fyrir tæki er
tekið var i notkun árið 1968,
sama ár og spitalinn tók til
starfa. Sagöi Jóhannes það
ekki óalgengt að tæki væru
svona gömul og að það væri
yfirleitt þannig aó þau væru
notuð helmingi lengur en
æskilegt væri. „Ég veit líka
að það eru notuð tæki sem
eru komin á þriöja og jafnvel
fjórða áratuginn" sagði Jó-
hannes.
JON BALDVIN MED FUNDI I FJORDUNGUNUM
Fundur með öllum þingmönnum Alþýðuflokksins í Reykjavík á Hótel Loftleiðum á fimmtudagskvöld.
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, er
þessa dagana á fundaferð
um landið. Fyrsti fundurinn
var haldinn á ísafirði á
iaugardag. Á fundinum voru
einnig þingmennirnir Karvel
Pálmason og Sighvatur
Björgvinsson. Á mánudags-
kvöld var fundur á Seyðisfirði
en ásamt Jóni Baldvin á
þeim fundi var Guðmundur
Einarsson, framkvæmdastjóri
flokksins. í gærkvöldi voru
formaðurinn og Jón Sæ-
mundur Sigurjónsson al-
þingismaður með fund á
Siglufirði. Á fimmtudag
veröur siðan fundur á Hótel
Loftleiðum með öllum þing-
mönnum Alþýðuflokksins i
Reykjavík.
A laugardag verður sam-
eiginlegur fundur flokkstjórn-
ar- og sveitarstjórnarmanna
Alþýðuflokksins. Fundurinn
verður haldinn á Hótel Loft-
leiðum og hefst klukkan 11.00
um morguninn.
Að sögn Guðmundar Ein-
arssonar var góð mæting á
fundinn á Seyöisfiröi á mánu-
dagskvöld, þrátt fyrir harða
samkeppni frá Sverri Storm-
sker, sem á sama tíma var að
heilla þjóðina í beinni út-
senaingu rra bjonvarpssai.
Guömundur sagði að þetta
heföi veriö góður pólitískur
fundur. Formaðurinn fór í
gegnum stöðunaog ræddi
þær mótsagnir sem uppi eru
i þjóðfélaginu og stjórnmál-
unum í dag. Minnti hann á að
á sama tíma og fluttir eru inn
25 þúsund bílar og sólar-
landaferðir uppseldar, þá eru
gífurleg kjaraátök, upplausn
wy L/anocyja. Þetta sagði for-
maðurinn að birtist ekki sist í
gjánni á milli Reykjavíkur og
landsbyggðar.
Þá ræddi Jón Baldvin lið
fyrir lið þær breytingar sem
hrundið hefur verið í fram-
kvæmd síðan hann settist i
fjármálaráðuneytið. Enn-
fremur rakti hann þær breyt-
ingar sem eru á döfinni eins
og t.d. virðisaukaskatt og
eignaskatta.