Alþýðublaðið - 23.03.1988, Side 7
Miðvikudagur 23. mars 1988
7
UTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
OMAN
REYNIR
AD
HALDA
JAFN-
VÆGI
Soldánsrikið Oman er
staðsett óþœgilega ná-
lægt vígvöllum í Persa-
flóa og reynir því að
miðla málum milli
stríðsaðila.
Stríöiö í Persaflóa er
hvorutveggja óhuggulega
nálægt en jafnframt ákaflega
fjarlægt litla soldánsríkinu
Oman, sem er staðsett við
eina mikilvægustu sam-
gönguleið á sjó í heiminum,
Hormuz — sund sem er 45
km. breitt.
Nálægðar stríðsins verður
vart, þegar menn líta herskip
Vesturveldanna sigla inn
sundið til að vernda olíu-
skipin og fylgja þeim gegn-
um flóann. Stríðið gerirvart
við sig vegna þess að leið-
togi Oman, Qaboos soldán
tekur hlutverk sitt sem út-
vörður Hormuz-sundsins,
mjög alvarlega.
Samt verður stríöið strax
fjarlægt, þegar erlendir
blaðamenn leita frétta af
stríðinu og hlutverki Oman í
því. Ríkisstjórnin í Oman
reynir eftir megni að þegja
það hlutverk í hel. Heims-
pressan er velkomin til
höfuðborgarinnar Muscat —
en ekki til Musandam-höfð-
ans, sem trónir yfir innsigl-
ingunni til Persaflóans. Ríkis-
stjórnin kærir sig ekki um
„fyrirsagnir í æsifréttastíl".
„Það liggur Ijóst fyrir að
bardagarnir og ósamkomu-
lagið verða að taka enda.
Þetta er eins og tifandi
sprengja undir öllu land-
svæðinu", segir Abdul bin
Mohammad Al Rowas upp-
lýsingamálaráðherra. „Raun-
veruleg lausn á þessu vanda-
máli finnst ekki nema með
samningum."
Qaboos soldán reynir að
hafajafnvægi með hinum
striðandi öflum. Oman er eitt
af ríkjunum í samvinnuráði
arabisku landanna við Persa-
flóa. Á þeim vettvangi reynir
Oman að koma í veg fyrir að
ráðið reki pólitík sem er alltof
hliöholl írak í stríöinu milli
íran og Irak.
Utanríkisráðherra íran, Ali
Akbar Velayati, kom í heim-
sókn til Oman á síðastliðnu
sumri og nokkrum dögum
seinna kom aðalritari Sam-
einuðu Þjóðanna sem reyndi
að koma á framfæri friðar-
tillögu sinni. Soldáninn
skipulagði heimsendingu á
líkum þeirra írana sem féllu
þegar bandarískar þyrlur
gerðu árás á skip íranskra á
dögunum. íranirsem höfðu
særst fengu einnig að fara til
sins heima.
Qaboos soldán virðist hafa
skilning á ástæðunum fyrir
því að Bandaríkin og önnur
Vesturveldi, telja sig knúin til
að hafa flota til staðar í
Persaflóa. En hann telur þörf-
ina fyrir flota þeirra í Persa-
flóa vera tilkomna vegna
rangrar og skammsýnnar
pólitískrar stefnu.
Þrátt fyrir að soldáninn er
trúaður Muslimi, hefur hann
aldrei farið í felur með sam-
kennd sína við Vesturlönd.
Hann hlaut menntun sína við
breska herforingjaskólann í
Sandhurst, þjónaði í skoskri
herdeild i Vestur-Þýskalandi í
níu mánuði og hann hefur
komið ríki sínu inn í tuttug-
ustu öldina, frá því að vera
talið þróunarland.
Hann bældi niður Dhofar-
uppreisnina árið 1970, með
hjálp Bretlands, Jordan og
Shains í íran. Breskir yfir-
menn eru ómissandi fyrir
vopnaðan her Oman. Soldán-
inn var einn af fáum arabisk-
um leiðtogum, sem sleit ekki
stjórnmálasambandi við
Egyptaland, þegar Sadat
samþykkti Camp David sátt-
málann.
Frá því á árinu 1985 hefur
soldáninn gert sér far um að
reka „jafnvægispólitík“. Hann
hefur komið á stjórnmála-
sambandi við Sovétríkin á
tíma Gorbatsjov og skiptst á
sendiherrum við sovéska
Suður-Yemen — þar sem
Sovétmenn hafa verið að
koma upp stöðvum fyrir
kjarnorku-kafbáta sína.
Þangað til um mitt árió 1987,
má raunverulega segja að
Kuwait hafi verið eina arab-
íska ríkið við Persaflóa, sem
var í sambandi við Moskvu.
Þegar Shainn var við völd í
íran, skiptu Oman og íran
með sér vörslu við innsigl-
inguna að Persaflóa. Þegar
Khomeini komst til valda
byrjuðu vandamálin. Nú er
slík sameiginleg varsla út úr
myndinni.
Qaboos soldán telur að
Vesturveldin hefðu strax árið
1979, átt að gera sér Ijóst,
hvað olíu-líflinan til olíuver-
anna í Persaflóa er áríðandi
og gera þá strax ráðstafanir.
Á þeim tíma var Qaboos sá
eini, sem var reiðubúinn til
aö bregöast við komandi
erfiðleikum við olíuflutninga.
Þar sem Oman hafði lítið af
þeim olíu-dollurum, sem hin
ríkin við Persaflóa höfðu
fengið í sinn hlut, fór Qaboos
fram á það við Vesturveldin
og rikin við Persaflóa, að
Oman fengi 100 milljónir doll-
ara til að kaupa tundurdufla-
slæðara — eins og þá sem
nú eru á þessum slóðum.
Þegar á árinu 1979 lét hann
í Ijós áhyggjur sínar vegna
afleiðinga alþjóðlegra hafta
við Hormuz-sundið.
„Hluti af Hormuz-sundinu
er yfirráðasvæði Oman. Við
gerum það sem í okkar valdi
stendur til aö vernda sundið.
Aðgangur að sundinu er lífs-
nauðsyn fyrir Vesturlönd.
Það sama má segja um okkar
arabísku bræðraþjóðir, þar
sem allur olíuflutningur
þeirra og innflutningur ann-
arra naðsynjavara liggur í
gegnum sundið“, segir Abdul
Aziz bin Mohammad
AIRowas, upplýsingamálaráð-
herra.
Hvorki arabísku bræðra-
þjóðirnar eða Vesturveldin
voru tilbúin til að opna budd-
urnar. Tóku þá ákvörðun að
biða og sjá hver gangur mála
yrði.
Nú ösla stríðsskip Vestur-
veldanna gegnum Persa-
flóann — og Vesturveldin
verða að borga fyrir skamm-
sýni sína. (Det fri Aktueit.)
Soldánsrikiö Oman er staðsett
við innsiglinguna til Persaflóa.
Rikið reynir aö miðla málum i
striðinu, til aö koma i veg fyrir að
árekstrarnir breiðist út.
Qaboos soldán, kvartar yfir
skammsýni Vesturlanda.