Alþýðublaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGAR
SlMi
681866
MMiiiiRnniii
Miövi’kudagur 23. mars 1988
Viðræður við PLO:
OPINBERUN STEINGRIMS
Steingrímur Hermannsson
utanríkisráðherra og Þor-
steinn Pálsson forsætisráð-
herra eru mjög á öndverðum
meiði varðandi afstöðuna til
Frelsissamtaka Palestínu-
manna, PLO. Steingrímur
segist reiðubúinn aö ræða
við Arafat og jafnvel að fá
hann hingað til lands, en
Þorsteinn segir að ríkis-
stjórnin muni ekki taka þátt í
nokkru slíku, hvorki hér á
landi né annars staðar. Farið
gæti svo, komi utanrikisráð-
herra á fundi, að hinum við-
kvæma, en dýrmæta fisk-
markaði ísiendinga i Banda-
rikjunum yrði stefnt í voða.
Ekki er heldur vist að íslend-
ingar kæri sig um að fá hing-
að menn í stórum stíl, sem
orðnir eru heimsþekktir fyrir
hryöjuverk, þó svo aö við eig-
um það til að stæra okkur af
því að vera fordómalausir
friðarsinnar.
Eins og fram hefur komið I
fréttum sagði Steingrímur
Hermannsson utanríkisráð-
herra i samtali við Elias
Daviðsson ritara Samtakanna
Ísland-Palestína á útvarps-
stöðinni Rót um helgina, að
hann væri reiðubúinn að
ræða við háttsetta embættis-
menn Frelsissamtaka
Palestínu, PLO. Aðspurður
sagði utanríkisráöherra að
fróðlegt væri, og kæmi vel til
athugunar, að bjóða Yasser
Arafat forystumanni PLO til
íslands.
Ósammála ráðherrar
Á fundi utanríkisráðherra
Norðurlandanna, sem hefst í
Tromsö i Noregi í dag, ætlar
Steingrímur Hermannsson að
leggja til að framferði ísraels-
manna á hernumdu svæðun-
um á Gaza og vesturbakka
Jórdanár, verði fordæmt, og
að Norðurlöndin lýsi yfir
stuðningi við frjálst ríki
Palestínumanna.
En eftir ummæli Stein-
grims á Rót, hafa þeir skipst
á yfirlýsingum í fjölmiðlum,
hann og Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra. Steingrím-
ur segir að sér sýnist að ís-
land gæti orðið staður þar
sem stríðandi öfl gætu hist
og rætt saman. Þorsteinn
Pálsson segir að ekki komi til
greina að ríkisstjórnin taki
upp viðræður við PLO, hvorki
Steingrimur Hermannsson og Yasser Arafat. Gestgjafinn og gesturinn?
á íslandi né annars staðar.
Ekki einu sinni þó PLO leiti
eftir þeim. Í DV í gær segir
Þorsteinn: „Ég held að heim-
urinn fylgist nú varla með af
andakt þó aö formaður Fram-
sóknarflokksins ræði við ein-
hvern skæruliðaleiðtoga."
En, samkvæmt ummælum
Elíasar Davíðssonar eru
skilaboðin frá Steingrími
komin til höfuðstöðva PLO.
Hagsmunir í hœttu?
Það hefur löngum viljað
loða við utanríkismálapólitík
íslendinga, að hún hefur ver-
ið samtvinnuð ýmsum við-
skiptahagsmunum. Stefnan
kannski verið mótuð með það
í huga að styggja ekki þá'
sem eru okkur mikilvægir í
viðskiptum. Þá vaknar spurn-
ingin hvort þetta mál gæti
skaðað viðskiptahagsmuni
okkar?
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að gyðingar eru
mjög áhrifamiklir í banda-
rísku viðskiptalífi. í því sam-
bandi má geta þess að
stjórnarformaður og aðaleig-
andi veitingahúsakeðjunnar
Long John Silver, sem er
stærsti kaupandi á íslensk-
um fiski í Bandaríkjunum, er
gyðingur að nafni Rosenthal.
Erum við að stofna hagmun-
um okkar í hættu með þess-
ari nýju sveiflu i utanríkis-
stefnunni?
„Ég gæti ímyndað mér að
það væri hætta. Þau eru
voðalega viðkvæm í Banda-
rikjunum, öll þessi araba- og
Palestínumál, og gyðingar
eru geysilega sterkir í fjár-
hagslífi Bandarikjanna. Ég tel
að hættan sé fyrir hendi, en
ég hef ekkert fyrir mér í því
annað en tilfinninguna," seg-
ir háttsettur aðili innan fisk-
útflutningsfyrirtækjanna i
samtali við Alþýðublaðið.
Kjartan Jóhannsson vara-
formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis segir í sam-
tali við blaðið, að hann telji
að ágætt sé að menn hittist,
hverjir sem vilja, en ýmis
vandamál kunni að verða því
samfara að halda fund hér á
landi. Æskilegra væri að það
yrði annars staðar. Ýmis
vandamál fylgi því að fá hing-
að þekkta menn, og enn frek-
ar, komi þeir frá stríðandi öfl-
um. „Ég hef nú ekki komið
auga á það“, segir Kjartan
um hvort einhver raunhæfur
möguleiki sé á því að okkur
takist að stilla til friðar, þar
sem svo mörgum hefur mis-
tekist.
FRÉTTASKÝRING
Hattkur Holm
skrifar
Friðarparadísin Island?
Vera kann að fólki hugnist
illa aö fá hingað Palestinu-
menn og ísraela til viðræðna.
Yfir þjóðina hafa flætt frétta-
myndir í fjölmiðlum, þar sem
ýmis óhæfuverk eru framin,
og íslendingar óttast kannski
að nálgast atburðina um of.
Þegar þeir hittust hér á
landi, Ronald Reagan og
Mikhail Gorbatsjov, á stór-
veldafundinum I nóvember
1986, varð ísland nafli al-
heimsins um stund, og urðu
margir stoltir af. Mikið var tal-
að um að sáralitlu hafi mun-
að að leiðtogarnir næðu sam-
komulagi hér, sem hefði fest
fundinn fullkomlega á spjöld
sögunnar. Að vísu var minnst
á þegar þeir síðan undirrit-
uðu samkomulag sitt I
Washington fyrr i vetur, að
grunnurinn að því hafi verið
lagður í Reykjavík. Eftir
Reykjavíkurfundinn var oft
gælt við þann möguleika
manna á milli, að Island ætti
kannski að hasla sér völl í al-
þjóðastjórnmálum, á sviði
friðarfunda.
Hvort Steingrímur Her-
mannsson er haldinn þeirri
áráttu er ekki gott að segja.
Verið gæti, að hann hafi bara
sagt aðeins og mikið, eins og
honum hefur stundum hætt
til, og oft fylgt miklar umræð-
ur í kjölfarið. Eða kannski er
það vinsælasti stjórnmála-
maður landsins að viðhalda
vinsældum sínum, með því
að játa öllu og vera til í allt.
Með þessari afstöðu sinni
gæti hann höfðað til vinstri
manna og ekki síst Kvenna-
listans, sem er stórveldi í ís-
lenskum stjórnmálum þessa
stundina.
Auðvitað er það góðra
gjalda vert að reyna að leggja
sitt á vogarskálarnar í þágu
friðar, en eins og fram hefur
komið, má það teljast hæpið
að utanríkisráðherra geti
komið á friði í hinum stríðs-
hrjáðu löndum, þegar reyndir
samningamenn hafa ekki
haft erindi sem erfiði.
En spurningin er einnig
einfaldlega sú hvort að Stein-
grímur hafi einfaldlega ekki
farið yfir strikið í hita leiksins
í hrifningu sinni að vera
kannski orðinn friðardúfa á
heimsmælikvarða?
□ 1 2 3 4
■
6 □ 7
É— 9
10 □ 11
□ 12 ■
13 _ □
• Krossgátan
Lárétt: 1 skeldýr, 5 þjark, 6 útlim,.
7 lengdarmál, 8 umhyggjusam-
ar, 10 íþróttafélag, 11 spfra, 12
hugarburður, 13 talar.
Lóðrétt: 1 megnar, 2 þó, 3 sam-
stæóir, 4 viðkvæmrar, 5 hugsan-
ir, 7 masar, 9 líkamshluti, 12
kvæði.
Lausn á siðustu krossgátu
Lárétt:1 skært, 5stef,6vin,7óm,
8 angana, 10 nn, 11 mæt, 12
gleði, 13 tjóni.
Lóörétt: 1 stinn, 2 keng, 3 æf, 4
tómati, 5 svangt, 7 ónæði, 9
amen, 12 gó.
* Gengið
Gengisskráning 56 -21. mars 1988
Kaup Sala
Bandarikjadollar 39,200 39,320
Sterlingspund 71,840 72,060
Kanadadollar 31,417 31,513
Dönsk króna 6,0569 6,0754
Norsk króna 6,1718 6,1907
Sænsk króna 6,5612 6,5813
Finnskt mark 9,6409 9,6704
Franskur franki 6,8275 6,8484
Belgiskur franki 1,1096 1,1130
Svissn. franki 28,0501 28,1360
Hoil. gyllini 20,6582 20,7215
Vesturþýskt mark 23,2056 23,2766
itölsk lira 0,03135 0,03145
Austurr. sch. 3,3017 3,3119
Portúg. escudo 0,2840 0,2848
Spanskur peseti 0,3462 0,3472
Japanskt yen 0,30770 0,30865
• Ljósvakðpunktar
• RUV
21.33 Á tali hjá Hemma
Gunn. Þáttur fyrir þjóðina.
• Rás 1
22.30 Sjónaukinn. Bjarni
Sigtryggsson beinir kíkinum
að þjóðmálaumræðu hér-
lendis og erlendis.
• ROT
20.30 Frávímu til veruleika.
Krísuvíkursamtökin stjórna
hálftíma dagskrá.
• Stöð 2
23.40 Rocky IV. Sylvester
Stallone sýnir gúmmístælt-
an kroppinn, við misjafnan
fögnuð áhorfenda.