Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 12. apríl 1988 MÞMMDIÐ Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgadslaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. , Áskriftarsíminn er 681866. Dreifingarsími um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. ALEXANOER OG HINAR ÞAKLAUSU ÞÚSUNDIR AlexanderStefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins var félagsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. Hann fékk í hendur samningsatriði úr febrúarsamningunum 1986 milli aðila vinnumarkaðarins um húsnæðislánakerfi. Svo mikill var ákafi Alexanders Stefánssonar félagsmálaráð- herra, að hann keyrði lög um húsnæðislánakerfið í gegn áAlþingi á 11 dögum. Þettavarí apríl 1986. Hugmyndirnar um húsnæðislánakerfið voru mótaðar af aðilum vinnu- markaðarinsog fólu í sérýmsaókosti sem nánari athugun og útfærsla hefði án efa svipt dulunni af. En Alexander mátti ekki vera að því að bíða. Nú skyldi nýtt húsnæðis- lánakerfi verða til — hókus, pókus! Til að mynda áttaði félagsmálaráðherra sig ekki á því, að lánsloforðin voru seld með miklum afföllum á markaðnum og verð á íbúðar- húsnæði stórhækkaði með tilkomu húsnæðislánakerfis- ins. Með öðrum orðum varð hið nýja kerfi þess valdandi að kaupendur stóðu með minni peninga í höndunum til greiðslu á mun dýrara húsnæði. Og vandinn óx. Hann óx og óx. Fjárþörf húsnæðislánakerfisins varð meiri og meiri sem biðlistarnir lengdust. Og nú er svo komið að hús- næðislánakerfið þarfnast um 20 milljarða króna og bið- röðin í kerfinu telur 12 þúsund manns. Þetta vandræðakerfi tók nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, að erfðum þegar ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar tók við völdum fyrir tæþu ári. Jóhanna Sigurðardóttir benti strax á veikleika kerfisins, og lagði fram nýjar hugmyndir til lausnar á húsnæðisvandanum, t.a.m. kaupleigukerfið sem var eitt af baráttumálum Alþýðuflokksins í síðustu kosningum og samstaða náðist um í stjórnarsáttmála nýrrarríkisstjórnar. Jafnframt réðist nýr félagsmálaráðherra gegn húsnæðislánafeninu sem kerfið hans Alexanders var botnsokkið í. Meðal annars skipaði Jóhanna Sigurðardóttir vinnuhóp undir forystu Kjartans Jóhannssonar alþingismanns sem lagt hefur fram tillögur í ítarlegri skýrslugerð til breytinga á almenna þúsnæðislánakerfinu. Á grundvelli þessara tilagna hefur Jóhanna Sigurðardóttir nú boðað breytingar á almenna húfcnæðislánakerfinu um næstu áramót og kauþleigu- frufnvarp hennar liggur til afgreiðslu fyrir yfirsiandandi þinipi. Einhverra hluta vegna hefur fráfarandi félagsmálaráð- herra, Alexander Stefánsson, ekki fundið frið í sínum beinum vegna vasklegrar framgöngu Jóhönnu Sigurðar- dóttur í húsnæðismálum þjóðarinnar. Orsakir opinnar andúðarhans áverkum Jóhönnu Sigurðardótturverðurað leita til sálfræðilegra róta en ekki faglegra, því öll rök Alexanders gegn gerðum Jóhönnu eru óefnisleg og ómál- efnaleg. Alexander hefur beitt sér gegn kaupleigunni og ekki viljað kaupleiguformið inn í almenna kerfið þótt kostirþess séu augljósir, ekki síst fyrirlandsbyggðina. Og hann hefur þverskallast við breytingum á gamla hús- næðislánakerfinu. Sem formaður félagsmálanefndar neðri deildar Alþingis hefur Alexander Stefánsson mikið vald í húsnæðismálum þjóðarinnar. Og miklaábyrgð. Það er nú spurt, hvort Alexander Stefánsson vaidi þessu hlut- verki. Hér er um augljósa og mikla hagsmuní fjöldans að ræða; grundvallarkröfu almennings um þak yfir höfuðið. Það er ekki hægt að fórna jafn umfangsmiklu réttlætis- máli á altari geósveiflna. Alexander Stefánsson segir í viðtali við Tímann um helgina að það sé algjörlega óraun- hæft að stefna að nýju húsnæðislánakerfi um næstu ára- mót: „Það þýðir ekki að ana svona áfram og þetta lýsir flumbrugangi í félagsmálaráðherra," segir Alexander við blaðið. Segir sami maður og þrælaði núverandi hús- næðislánakerfi í gegn á 11 dögum vorið 1986. Hvað segja hinar þaklausu þúsundir um þessi ummæli Alexanders Stefánssonar? BRÉFFRÁ LESENDUM „Eigum fullt erindi á Olympíuleika“ Skíðaíþróttin hefur nú undanfarið fengið verulega umfjöllun í fjölmiðlum á Is- landi, sérstaklega í blöðum. Nú mætti ætla að því fögn- uðu unnendur íþróttarinnar, en því miður er nú öðru að heilsa. Þegar fréttamenn loks sáu ástæðu til að skrifa veru- lega um skíðaíþróttina, var það gert af slíku þekkingar- leysi, að langt er síðan annað eins hefur sést á prenti. Hér er rétt að taka fram, að mikill munur var á framgangi einstakra manna i þessari aðför. Alverst höguðu sér nokkrir blaðamenn DV og Heigarpóstsins. I skrifum þessum flestum var aðallega kappkostað að finna að, og draga fram eitt- hvað neikvætt og niðrandi um það fólk sem vinnur að framgangi skíðaíþróttarinnar. Áhuginn fyrir íþróttinni sjálfri kafnaði i þessum skrifum flestum. Yfirleitt hvarf allt hið jákvæða, sem snerti þessa för íslenskra keppenda á 15. vetrarólympiuleikana í Calgary í gjörningarveðri meinfýsninnar. Allt snerist um hallærislegar útleggingar á fyrstu æsifréttinni, sem snerist um að Daniel Hilmarsson hefði gleymt skíðunum sínum, og þvi ekki getað keppt. Án þess að hér verðj farið nákvæmlega út í einstaka þætti þessa máls, er rétt að gera sér grein fyrir nokkrum staðreyndum, sem hafa mikla þýðingu, að minnsta kosti fyrir okkur i stjórn SKÍ. Tilkynnt var um þátttöku (slendinga í þessum vetrar- ólympíuleikum í desember 1987, og þá þannig, að til- kynntur var mesti hugsanleg- ur fjöldi keppenda. Allar til- kynningar um þátttakendur og fararstjóra voru sendar vel í tima, utan ein, sú að Daníel Hilmarsson ætti að keppa í tvíkeppni (bruni og svigi). Sú hugmynd kviknaði reyndar i síðustu keppnis- ferðinni fyrir Ólympíuleikana, og stjórn SKÍ fékk ekki vitneskju um þetta fyrr en að lokinni ferðinni, seinni part- inn i janúar 1988. Á fundi sín- um í lok jan. 1988, samþykkti stjórnin svo að gera tillögu um þátttöku Daníels í tví- keppninni, til Ólympíunefnd- ar íslands. Líklega eru þetta einu mis- tök stjórnar SKI í öllu þessu máli, en það er að hafa sam- þykkt að Daniel keppti í bruni (hluti af tvíkeppninni), af því að hann hefur aldrei keppt í þeirri grein á stórmótum, litið æft hana, og greinin er ólík öðrum greinum alpaskíða- mennskunnar. Tvíkeppnin fór fram í byrj- un Ólympiuleikanna, þannig aö auðséð var strax í byrjun aö naumur tími mundi gefast til að æfa í brunbrautinni, eins og skylt er að gera í minnst tvo af þremur æfinga- dögum fyrir sjálfa keppnina. Ferðin út gekk brösulega, sem átti rætur aö rekja til seinkunar Flugleiðavélarinn- ar frá Keflavík og seinkum á öllum leiðum þess vegna. Síðar varð einnig seinkun vegna snjókomu á flugvellin- um í Toranto í Kanada. Áætl- aður ferðatími til Calgary var um 20 klst., en varð 36 klst... Til Calgary var komið um miðja aðfararnótt annars æfingadagsins í bruninu, reyndar án skíða Daníels, sem höfðu ekki verið send meö flugvélinni frá Toranto, ásamt farangri margra annarra farþega. Menn geta svo svarað því sjálfir hvort það hefði verið gáfulegt að senda keppendann beint á æfingu í erfiða brunbraut, eftir allt þetta ferðalag og að viðbættum sjö klukkustunda tímamun. Alla vega var það ekki gert. Varðandi ásakanir á hendur aðalfararstjóra um að erfitt hafi verið að ná í hann, er rétt að taka fram eftirfarandi: Að vera fararstjóri á stór- mótum á skíðum er ekkert barnagaman, og á það ekki síst við um mótið í Calgary, þar sem fjarlægðir á milli Ólympíuþorpsins og keppnis- svæðanna voru miklar. Til að geta komist yfir þau verk sem vinna þurfti, var nauðsynlegt að fara á fætur á milli kl. 5 og 6 á morgnana, og aftur var svo komið'til Ólympíuþorpsins um kl. 17 síðdegis. Á meðan verið er að vinna í fjalli, er óhægt um vik að komast í síma, og óþekkt er með öllu, að þar séu menn kallaðir í síma, jafnvel þó að sá sem hringir sé íslenskur blaðamaður. Besti timi dagsins til að ná sambandi við menn á slíkum mótum er á tímabilinu frá því að komið er úr fjalli og farið er i kvöldmat. Síðan hefjast fararstjórafundir og að mörgu öðru þarf að hyggja. Þá þarf sá sem hringir að sjálfsögðu að gæta að tíma- mun, sem er á milli staða. Árangurokkarkeppendaá Ólympíuleikunum nú, var alveg í samræmi við það sem búast mátti vió fyrirfram, nema að því leyti að einn keppenda okkar, Guðrún H. Kristjánsdóttir, fékk flensu. Einar Ólafsson var að visu veill i þaki, en keppti samt af miklu harðfylgi og náði ágæt- um árangri í 50 km göngunni, þar sem hann varð 44. af 69 keppendum. Daníel varð 42. af 120 í stórsvigi og 24. af 114 keppendum í svigi. Áður en keppendur okkar fóru til Calgary vissum við hvar þeir stóðu og þeir upp- fylltu þær vonir sem við þá voru bundnar. A íþróttamótum, þar sem allar þjóðir heims senda sína bestu til keppni, mável við una ef viö íslendingar náum að vera um miðja röð i úrslit- um. Þeir íslensku keppendur sem þátt tóku í Ólympíuleik- unum i Calgary, stóðust fylli- lega það próf, og viö meiru var ekki að búast af þeim að þessu sinni. Það er á hinn bóginn um- hugsunarefni, af hverju ís- lenskir blaðamenn hamast svona óskaplega gegn þátt- töku okkar [ vetrarólympíu- leikum yfir höfuð. Það er þó fyllilega í samræmi við Ólympíuhugsjónina, að jafn- vel þær þjóðir sem ekki geta gert sér vonir um sigur, eigi að taka þátt í þeim. Enda erum við í kringum miðju í getu á skíðum í slíkum mót- um, og fáum því ekki betur séð, en að þjóð sem þannig stendur, eigi fullt erindi á Ólympíuleika. Það eru meira að segja til sérstakir sjóðir hjá Alþjóða Ólympíunefnd- inni, sem ætlað er að styrkja þjóðir til að komast á leik- ana. Það var töluvert fjargviðr- ast út í þann kostnað, sem Ólympíunefnd Islands hlyti að hafa af för íslensku kepp- endanna til Calgary. En til upplýsingar má geta þess að Ólympíunefnd íslands fékk í sinn hlut vegna þátttöku okk- ar í leikunum u.þ.b. 750 þús. kr., sem er nálægt því sem þátttakan kostaði. Yfirleitt er staða okkar ís- lendinga í iþróttum um miðju eða lakari, með nokkrum gleðilegum undantekningum þó, eins og á við nú um stundir, um t.d. handknatt- leiksmenn okkar og nokkra aðra góða afreksmenn að auki. Það er svo að öðru leyti ósk skíðasambandsmanna, að áhugi fréttamanna á íþrótt okkar megi vaxa og dafna f framtíðinni, en beinast frekar í framtíðinni að hinu jákvæðu þáttum en hinum neikvæðu. Skíðasamband Islands Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn miðvikudag- inn 13. apríl kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi- veitingar. Félagar fjölmennið. Stjórn Dagsbrúnar Steinullarverksmiðjan hf. Aðalfundur Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 19. apríl kl. 17.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin OPIÐ HUS Kratakaffi hefst á ný Miðvikudaginn 13. apríl n.k. kl. 20.30 verður opið hús í félagsmiðstöðinni Hverfisgötu 8-10. Gestur fundarins verður Jón Sigurðsson, viðskipta- og dóms- málaráðherra. Mætum öll. Alþýðuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.