Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 8
M9UBL0HI
Þriöjudagur 12. apríl 1988
LIKUR A ,,AKUREYRARSAMNINGUM “
í EYJUM UG Á AKRANESI
Eina „útgönguleiðin“ fyrir forsvarsmenn verkalýðsfélaganna er að samþykkja þann
samning sem fordœmdur var á sínum tíma. Þar með vœri samningur Verkamannasam-
bandsins í höfn, með litlum lagfœringum.
Verkalýðsfélögin i Eyjum
boða til félagsfundar i dag,
þar sem afstaða verður tekin
til tilboðs vinnuveitenda er
fram kom á fundi hjá sátta-
semjara á föstudag. Tilboð
vinnuveitenda er um Akureyr-
arsamninginn, afturvirkt til
21. mars. Félögin i Eyjum og
á Akranesi verða aö svara
vinnuveitendum fyrir fimmtu-
dag. I gærkvöldi var fundur í
stjórnar og trúnaðarmanna-
ráði á Akranesi og þar átti
að ræða hvort boðað yrði til
almenns félagsfundar og
atkvæðagreiðslu um samn-
inginn. Af samtölum sem Al-
þýðublaðið átti við verkafólk i
Eyjum og Akranesi í gær má
ráða að miklar iíkur eru til
þess að Akureyrarsamningur-
inn verði samþykktur á
báðum stöðum.
Uppgjör í dag
„Við ætlum aö fá niður-
stööu á þessum fundi. Þetta
snýst um það hvort fólki finn-
ist það vera búið að fá nóg,
— hvort því finnist að búið
sé að stíga ofan á okkur. Þaö
kemur væntanlega í Ijós á
þessum fundi hvort fólk er
farið að lengja eftir þeim við-
bótum sem aðrir eru búnir að
fá eða hvort því finnist að við
eigum að halda okkar málum
til streitu í Ijósi þess að viö
vorum hálfan mánuó i verk-
falli,“ sagði Vilborg Þor-
steinsdóttir formaður Snótar
í Eyjum i samtali við blaðið í
gær.
A föstudag lá bónusvinna
niðri hjá Snótarkonum, sem
vildu með því þrýsta á um
samninga á fundinum með
sáttasemjara fyrir helgi. Aö
sögn Vilborgar var ekki um
skipulagðar aðgerðir að ræða
af hálfu félagsins.
Verkalýðsfélagið, karlarnir,
hafa boðað yfirvinnubann
sem tekur gildi í dag. Yfir-
vinnubann hefur staðið á
Akranesi síðan á þriðjudegi
fyrir páska, eöa í 13 daga.
Slegin út af laginu
Með „tilboðinu'1 á föstudag
virðist sem vinnuveitendur
hafi endanlega slegið félögin
þrjú út af laginu. Þeir eru
ekki til viðtals um hækkanir
Fra samningafundi Verkamannasambandsins og vinnuveitenda í febrúar.
Samningurinn mœtti mikilli andstöðu félaga um allt land, sem ákváðu að fara
eigin leiðir. Niðurstaða þeirrar lotu þykir hins vegar ekki svo ýkja fjarri
umfram Akureyrarsamninginn
og geta það meö nokkurri
reisn f Ijósi þess, að samn-
ingurinn hefur þegar verið
samþykktur með góðum
meirihluta í flestum félögum.
upphaflegum samningi.
Þá hefur tíminn einnig unnið
með vinnuveitendum því
mikil þreyta er komin í bar-
áttu verkalýðsfélaganna eftir
margra mánaða þras og
árangurslaus verkföll og
skyndiaðgerðir.
Það er að minnsta kosti
Ijóst að ekki er grundvöllur
fyrir verkfallsaðgerðir í Vest
mannaeyjum og því síður á
Akranesi, þar sem atvinnu-
FRÉTTA SK ÝRING
Kristján Þorvaldsson skrifar
ástand hefur verið bagalegt
um nokkurt skeið og staða
fyrirtækja tvísýn. Það væri
því siðferðilega útilokað fyrir
Akurnesinga að fara í hart, á
sama tíma og Akureyrar-
samningurinn hefurverið
samþykktur víðast hvar
annarsstaðar þar sem at-
vinnuástand er viðunandi.
Ein leið út
Málið snýst því um út-
gönguleið fyrir forsvarsmenn
verkalýðsfélaganna sem hafa
róið svo langt en sjá ekki
aðra leið í land, en sam-
þykkja þann samning sem
fordæmdur var á sínum tíma.
Það verður þvf látið í hendur
félaganna að taka ákvörðun
og að sögn forsvarsmanna í
félögunum verður ekki gerð
tilraun til þess að mæla með
eða á móti „þessari einu
færu leið," eins og einn
þeirra orðaði það í samtali
við blaðið.
„Þetta hefur haft lamandi
áhrif á atvinnulíf í Eyjum. Um
það eru allir sammála. Þess
vegna þurfa menn að komast
frá þessari deilu. En það er
Ijóst að við erum ekki reiðu-
búnir að borga hærra kaup
hér en annarsstaðar," sagði
Arnar Sigurmundsson hjá
vinnuveitendum í Vestmanna-
eyjum. „Það er staðreynd
sem við blasir að Akureyrar-
samningurinn hefur alls
staöar verið samþykktur,"
bætti hann við.
Samningur Verka-
mannasambandsins í
höfn.
Ef svo fer að félögin í
Eyjum og á Akranesi sam-
þykkja, þá hefur að endingu
verið samið um þau helstu
atriði sem gerðar höfðu verið
bókanir um á fundum vinnu-
veitenda og verkalýðsfélag-
anna f Vestmannaeyjum á
sínum tíma. Samningur
Verkamannasambandsins frá
þvf í febrúar væri því kominn
í gegn á öllum stöðum, með
„litlum lagfæringum." Það er
hins vegar staðreynd sem
ekki verður höfð í hámælum.
■I
□ 1 2 3 n 4
5 □
6 □ 7
5 9
10 □ 11
□ 12 L ■
13 n
Krossgátan
Lárétt: 1 háð, 5 tóbak, 6 traust, 7
drykkur, 8 frek, 10 þegar, 11 eínn-
ig, 12 múli, 13 háski.
Lóðrétt: 1 listar, 2kurteis, 3eins,
4 gusti, 5 snúru, 7 skattur, 9
hljóp, 12 umdæmisstafir.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 stork, 5 staf, 6 kóf, 7 ár,
8 ærlega, 10 rs, 11 ræð, 12 viti, 13
rjála.
Lóðrétt: 1 stórs, 2 taf I, 3 of, 4 kar-
aöi, 5 skærir, 7 ágæta, 9 eril, 12
vá.
Gengi5
Gengisskráning 68-11. april 1988
Kaup Sala
Bandarikjadollar 38,920 39,040
Sterlingspund 72,693 72,917
Kanadadollar 31,329 31.426
Dönsk króna 6,0472 6,0659
Norsk króna 6,2168 6,2359
Sænsk króna 6,5699 6,5901
Finnskt mark 9,6756 9,7054
Franskur franki 6,8272 6,8482
Belgiskur franki 1.1054 1,1089
Svissn. franki 27,9839 28,0702
Holl. gyllini 20,6363 20,6999
Vesturþýskt mark 23,1522 23,2236
itölsk lira 0,03122 0,03132
Austurr. sch. 3,2955 3,3057
Portúg. escudo 0,2842 0,2851
Spanskur peseti 0.3501 0,3512
Japanskt yen 0,30836 0,30931
•Ljósvakapunktar
• RUV
19.30 Matarlyst Sigmars B.
Haukssonar. í þættinum ætl-
arSigmarm.a. að kynnalamb
á mongólska vísu.
• Útvarp Hafnarfjörður
16.30 Halló Hafnarfjörður.
Halldór Árni rabbar um allt á
milli himins og Hafnarfjarð-
ar.
• Stöð 2
17.55 Denni dæmalausi.
Þettaerteiknimynd um hinn
raunverulega Denna. Þætt-
irnir veröa vikulega.
• Rás 1
20.40 Hvað segir læknirinn?
LiljaGuðmundsdóttir sér um
dagskrárgerð.
m