Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. apríl 1988 3 FRÉTTnt Framsóknarþingmenn afgreiða dómsstólafrumvarpið: FRUMVARPIÐ VERDI KYNNT EN EKKI AFGREITT í VOR Framsóknarmenn gera margar athugasemdir og vilja m.a. tvo héraðsdómstóla á Norðurlandi í stað eins. Þingflokkur framsóknar- manna samþykkti á fundi sín- um i gær ad frumvarp Jóns Sigurðssonar dómsmálaráð- herra um aðskilnað dóms- valds og framkvæmdavalds verði lagt fram í nafni ríkis- stjórnarinnar á þessu þingi til kynningar. Framsóknar- menn munu þó standa fastir gegn því aö frumvarpið verði afgreitt sem lög fyrir þinglok. Þingmenn Framsóknar- flokksins gera athugasemdir við mörg atriði frumvarpsins. „Skrá yfir fyrirvara okkar fylla heila síðu,“ sagði einn fram- sóknarmaður í samtali við Alþýðublaðið eftir fundinn í gær. Munu þeir m.a. gera þá breytingakröfu að á Norður- Iandi verði staðsettir tveir héraðsdómarar i stað eins eins og í frumvarpi ráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að héraðsdómstóll Norðurlands verði staðsettur á Akureyri og nái lögsagnar- umdæmi hans frá vestur- mörkum Húnavatnssýslu að austurmörkum Þingeyjar- sýslu. A þetta geta framsókn- armenn ekki fallist. Þingflokkur sjálfstæðis- manna samþykkti á þing- flokksfundi á föstudag að frumvarpið verði lagt fram en með sömu fyrirvörum og framsóknarmenn, þ.e. að það verði ekki samþykkt á þessu þingi. Hefur Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra lýst því yfir nýlega á fundi með sjálf- stæðismönnum í Kópavogi að mikið vatn muni rennna til sjávar áður en sjálfstæöis- menn samþykki að svipta baejarfélög varnarþingi sínu. i starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar segir „að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir heildar- enduskoðun dómsmálaskip- unar, er feli í sér aðskilnað dómsstarfa og stjórnsýslu- starfa." Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra mælir lik- lega á morgun fyrir frumvarpi um virðisaukaskatt sem lagt var fram á Alþingi í gær. Gildistöku þess hefur verið frestað fram á mitt ár 1989. Gert er ráð fyrir aö skatthlut- fallið verði 22% Eftir umfjöllun í þingflokk- um stjórnarflokkanna voru gerða nokkrar breytingar á frumvarpinu m.a. vegna inn- heimtu skatts í landbúnaði sérstaklega vegna sölu til vinnslustöðva, vegna endur- greiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað íbúð- arhúsnæðis, og vegna skatt- lagningar á sölu dagblaða. Áætlað hafði verið að frumvarpið tæki gildi um næstu áramót, en gildistök- unni hefur verið frestaö til 1. júlí 1989. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra mun að öllum líkindum mæla fyrir frumvarpinu á morgun. segir Kjartan Gunnarsson formaður Útvarpsréttarnefndar. Biskup íslands mun ekki kæra Útvarpsstöðina Rót fyrir útvarpsréttarnefnd vegna aprílgabbs eins og út- varpsstjóri Rótarinnar Þór- oddur Bjarnason, sagöist búast viö í ræðu er hann hélt i Útvarpi sínu þann 9. april sl. í aprllgabbi Rótar var full- yrt að gálgar myndu leysa krossa af hólmi sem tákn kristinna manna, vegna nýrra uppgötvana fornleyfafræð- inga. Vegna þessa lét biskup Islands þau orð falla að þetta væri mikið óhæfuverk. Þóroddur Bjarnason, út- varpsstjóri Útvarps Rótar flutti ræðu í útvarpi sínu á laugardaginn og sagði þá m.a. að eftir því sem hann kæmist næst ætlaöi biskup (slands aö kæra stöðina fyrir útvarpsréttarnefnd. í samtali við Alþýðublaðið sagöi Kjartan Gunnarsson, formað- ur útvarpsréttarnefndar að það stæði ekki til. „Ég talaði sjálfur við biskup í dag og ég á ekki von á kæru frá honum, né neinum öðrum“ sagði Kjartan. í ræðu Þórodds á laugar- daginn sa^ði hann m.a.: „Skensið á fyrsta apríl byggó- ist ávangaveltum um kross- inn sem bæði er trúartákn og fornt aftökutæki og saman- burði á honum og nýmóðins aftökutæki sem engan helgi- blæ hefur yfir sér; gálgan- um.“ Sagði jafnframt að Út- varp Rót væri grasrótarútvarp þar sem orðið væri frjálst og útvarpsmenn því þeim einum skuldbundnir er hlýddu á dagksrána. „Ákúrur frá aug- lýsendum, þjóðkirkjunni eða öörum utanaðkomandi aðil- um eru einfaldlega ekki teknar til greina.“ Starfsfólk Utvegsbankans viö Lækjartorg unnu vió þad aö flytja nú um páskana Útvegsbankinn: AÐALBANKA BREYTT I UTIBU Aöalbanka Útvegsbanka Is- lands, við Lækjartorg hefur nú veriö breytt i útibú og er útibússtjóri þar Reynir Jónasson. Breytingar þessar uröu þann 1. apríl sl. og hafa þær i för meö sér aö yfir- stjórn bankans hættir aö sinna afgreiðslumálum eins ákveðins útibús og setur þao í hendur útibússtjóra. Forráðamenn bankans telja að með þessu muni létta á bankastjórninni þann- ig að hún getur sinnt starf- semi allra útibúanna jafnt þannig að allir viðskiptavinir hvar á landi sem er fái sömu þjónustu. i kjölfar breytinganna hafa verið gerðar ýmsar endur- bætur á afgreiðslu bankans, deildir hafa veriö fluttar til og meðal annars er öll gjaldeyr- isafgreiðsla á einum staó ( neðri afgreiðslusal bankans. Alþingi: VIRÐISAUKINN LAGÐUR FRANI Aprílgabb Rótarinnar: BISKUP KÆRIR EKKI HAF- BEITAR- OG ALI- FISKAR UNDIR EFTIR- LIT Ríkisstjórnin hefur nýveriö samþykkt aö leggja fyrir Al- þingi frumvarp sem veitir ráö- herra rétt til aö setja reglur um eftirlit meö ali- og haf- beitarfiski sem settur er á markað hér innanlands eða erlendis. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um lax- og silungsveiði og segir í 1. grein að ráðherra sé rétt eftir tillögum fisksjúkdómanefnd- ar að setja reglugerð um heil- brigöiseftirlit í klak- og eldis- stöðvum, um töku sýnis- horna, um sóttvarnaraðgerðir, um slátrun, mat og meðferð á sláturafurðum hafbeitar- og alifiska." I greinargerð kemur fram að á þessu ári er áætl- uð framleiðsla af laxi og silungi 1800 tonn og 12 milljónum seiöa og talið er að hún fari mjög vaxandi á næstu árum. Til þessa hefur ekkert eftirlit opinberra aðila verið með fiskeldis- og haf- beitarstöðvum. Hafa hags- munaaðilar lýst yfir að þörf sé á reglum á þessu sviði ekki sist vegna harðnandi samkeppni í greininni. Meginmarkmiöið er að tryggja vöruvöndun á við- kvæmum markaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.