Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. apríl 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir GULLIÐ AFTUR TIL NOREGS Það var ánœgjulegt fyrir ellilífeyrisþegann Ivar Borg að sjá aftur hluta þess gulls, sem hann tók þátt í að koma burt frá Noregi 9. apríl 1940. — Á 26 vörubílum, fluttum við gullið — hver vörubíll flutti sem sam- svaraði 10 milljónum norskra króna í gullu. Vörubílarnir voru ekki yfirbyggðir, segir Ivar Borg, sem á þessum tíma vann í Norges Bank. Eins og svo margir aðrir, minnist Ivar Borg stríðsár- anna sem hiuta af lifi sínu á yngri árum. Það er ánægju- legt fyrir hann, nú næstum 40 árum síðar að sjá aftur gullið sem hann tók þátt í að flytja úr landi árið 1940. Ivar Borg var með í fyrsta áfanga ferðarinnar til Lillehammer. Þessi mikilvæga ferö, bjarg- aði gullinu úr klóm þýska hernámsliðsins. Ströng gœsla Þama er um mikil verð- mæti að ræða sem Norges Bank á að gæta og ávaxta, en ennþá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað gera skuli við gullið. Ragnhild Lagerlow einn af bankastjórum Norges Bank, segir að stranga gæslu verði að viðhafa, fyrst gullið sé nú komið til síns heima. „Ennþá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað gera skuli við gullið, en ég á bágt með að trúa að það verði selt. Ég reikna með að verð- gildi þess minnki ef þaö verður selt“, segir Lagerlow. Hún var ein af þeim sem fóru til Ottawa í desember síðast- liðnum, í þeim tilgangi að koma gullinu heim til Noregs. „Þetta var spennandi ferða- lag meðal annars vegna þess að þeir hjá SAS voru hálfragir við að flytja gullið í sömu flugvél og Ólafur konungur flaug meö frá Kanada. Að lokum var það þó samþykkt en þar sem gullfarmurinn þótti svo dýrmætur, steig öryggisvörður gullsins fyrst frá borði, en konungurinn á eftir“, segir Lagerlow. Dýrmœtt Gullið sem nú er komið aftur heim til Noregs, er talið vera ákaflega dýrmætt. Það hlýtur að vera draumur hvers myntsafnara, að eignast einn af gullpeningunum, sem voru til sýnis á dögunum I Norges Bank, að vísu eingöngu fyrir fréttamenn. Eftir þvl sem Arbeider- bladet hefur komist næst. verður gullið að hluta, til sýnis fyrir almenning, bæði gullstangir og gullmynt. Það er talið að hver gull- mynt, tíu og tuttugu n.kr. sé nú virt á átta þúsund n.kr. I þeim hluta gullsins, sem kominn ertil Noregs, er reiknað með að sé milli 1,3 og 1,5 milljón gullpeningar. Þetta er að mestum hluta skandinavisk mynt frá þeim tíma þegar sameiginleg myntslátta var I Skandinavíu, og mun vera frá árunum 1875-1910. Gullfarminum er skipt i 40 kassa, sem eru samtals 10 tonn á þyngd. Ef miðað er við verð á gulli í dag en það er um 93.000 þús. n.kr. kílóið, er verðmæti myntarinnar um einn milljarður n.kr. Ef gull- stangirnar eru taldar með, er verðmætið um 3,4 milljarðar n.kr. Myntfræðilegt verðmæti gullpeninganna, það er að segja að mati þeirra sem safna mynt, er talið vera miklu hærraen gullstang- anna. Ákvörðunina um að flytja gullið frá Noregi, tók Nicolai Rygg þáverandi bankastjóri í Norges Bank. Fréttir um þýsk skip á leið norður á bóginn höfðu borist og um morgun- inn, daginn eftir að striðið var orðið staðreynd, hófust flutningarnir. í febrúar 1940 var gerð á vegum norsku ríkisstjórnar- innar tillaga um lagabreyt- ingu, þar sem lagt var til, að allur gullforðinn yrði í örygg- isgeymslu erlendis. Áður hafði þess verið krafist að Norges Bank heföi 120 millj. n.kr. í tryggingu. Þetta var ástæðan fyrir þvi, að ekki var allt gullið flutt til Bandaríkj- anna þegar á árunum 1938-1939 þegar gullflutning- arnir hófust. 49 tonn af „farangri“ Allir vörubílamir fóru frá Osló 9. apríl og komu til Lillehammer síðar sama dag. Það var I þessum hluta flutn- inganna, sem Ivar Borg tók þátt í. í útibúi Norges Bank í Lillehammer var gullið síðan geymt í tiu daga. Ljóðskáldið Nordahl Grieg, sem tók þátt I þessum flutn- ingum ásamt Einar Gerhard- sen, kallaði gullfarminn „þungafarangur". Gullið var síðan flutt yfir í járnbrautar- lest og sent áfram til Ándals- nes 19. apríl. Þrátt fyrir sprengjuárásir tókst að skipa út öllu gullinu og fyrsti farmurinn fór með skemmtiferðaskipinu „Gala- thea“ beint frá Ándalsnes til London. Stefnt til Bandaríkjanna Næsti farmur fór frá Molde, sem þá stóð í Ijósum logum, með skemmtiferða- skipinu „Glasgow". Skipið fór fyrst til Tromsö og þaðan til Englands. Það var ekki aðeins gullfarmurinn sem var dýrmætur um borð í Glas- gow, því norska rikisstjórnin og konungurinn voru einnig með í ferðinni. Það sem eftir var af gullinu var sent til Tromsö með bátunum „Alf- hild“ og „Stölvag". í Tromsö var gullkistum og kössum hlaðið um borð í skemmti- ferðaskipið „Enterprise“, en fjórar sprengjuárásir voru gerðar á skipið, áður en það gat tekið stefnu i átt til Englands. Fyrst var gullið sett í öryggisgeymslu hjá Eng- landsbanka en I júlí 1940 var þaö sent til Bandaríkjanna og Kanada. Á þessu langa ferðalagi 48.8 tonna af gulli, töpuðust aðeins 297 tuttugu krónu (m.kr.) peningar. Verðmæti 121 milljóna gamalla norskra gullkróna, var í júlí 1940 orðið 240 milljónir n.kr. (Arbeiderbladet.) Það var sögulegt augna- blik þegar ívar Borg sá aftur gömlu gullmynt- ina, sem var flutt frá Noregi 9. apríl 1940. Þá vann hann í Norges Bank.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.