Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. apríl 1988 5 r r FRETTASKYRING Sigriöur Þ. Stefánsdóttir skrifar : 11 Innan veggja þessa húss er ýmislegt að gerast og um þessar mundir eiga starfsmenn og yfirmenn stofnunar- innar í deilu um hvort og hve hagkvæmt það sé að úthluta einkaaðilum verkefni til vinnslu. Af innanhúsmálum sjónvarpsins: HVER VINNUR FYRIR HVERN? Starfsmannafélag sjónvarps og forráða- menn stofnunarinnar greinir á um hvort og í hvað miklum mœli eigi að úthluta verk- efnum til einkaaðila. Ýmis innanhusvandamál hafa herjað á starfsmenn rík- issjónavarpsíns að undan- förnu, bæði hið svo kallaða Ingva Hrafns mál. og svo nú siðast yfirlýst stefna foráða- manna sjónvarpsins að deila æ oftar verkefnum til aðila utan sjónvarpsins. Hefur þessi ákvörðun farið mjög svo fyrir brjóstið á starfs- mönnum og varð það til að setja punktinn yfir i-ið þegar sú hugmynd kom upp um að fela íslenska myndverinu, sem er samtvinnuð Stöð 2, vinnslu á leikritinu Nætur- ganga. Ákvörðun um þetta mál hefur hins vegar verið frestað og verður ekki tekin fyrir fyrr en í seinni hluta þessarar viku. Starfsmenn telja þessa stefnu yfirmanna sinna mjög varasama en yfirmennirnir segja þetta nauðsynlegt og komi betur fyrir sjónvarpið á flestan hátt. Ástæðan fyrir þessu er, að að mati yfir- manna sjónvarpsins annar tæknideild sjónvarpsins ekki öllum þessum verkefnum en það sem kemur starfsmönn- um þá spánskt fyrir sjónir er að á sama tima er verið að segja upp starfsfólki í tækni- deild. Þeir telja stefnu þessa mjög varasama, en forráða- menn sjónvarpsins segja nauðsynlegt að kaupa þjón- ustu utan úr bæ og segja það betra fyrir stofnunina. Meðal þeirra þátta sem hér um ræðir er Maður vikunnar, Dagskrá næstu viku, Helgi- stundin, Landið þitt o.fl. Þau fyrirtæki sem einkum hafa unnið fyrir ríkissjónvarpið eru t.a.m. ís-film, Saga-film, Þum- all, Plús-film og Myndbanda- gerð Reykjavíkur. Aðalfundur starfsmannafé- lags sjónvarpsins sendi frá sér ályktun fyrir skömmu þar sem segir í aðalatriðum að sú stefna forráðamanna sjón- varpsins að úthluta I sífellt ríkara mæli verkefnum til vinnslu hjá einkaaðilum sé alls óhæf, og að sú ákvörðun aö fela íslenska myndverinu, er rekur Stöð 2, tæknivinnslu á leikritinu Næturganga hafi fyllt mælinn. Telja starfs- menn það heldur þversagna- kennt að fara með verkefni út úr stofnuninni vegna þess að tæknideild anni ekki eftir- spurn og á sama tlma sé ver- ið að fækka fólki í tækni- deild. „Það er ekkert laun- ungarmál að ýmsir yfirmenn í sjónvarpinu telja þetta og hafa sagt heppilegan kost. Viö teljum þetta hins vegar slæman kost og bendum á að fáránleikinn í þessari stefnu hafi komið best I Ijós þegar íslenska myndverinu, sem er samtvinnað Stöð 2, helsta keppinaut sjónvarps- ins, er falið að vinna fyrir sjónvarpið." sagði Ögmundur Jónasson, formaður starfs- mannafélags sjónvarpsins, í samtali við Alþýðublaðið. Sagði hann jafnframt að það hefði verið hringt frá Stöð 2 til starfsmanna sjónvarpsins og þeim boðin vinna við þetta tiltekna verkefni. „Þetta er fráleitt og ég held að allir séu sammála um að hér hafi veriö gengið of langt“ sagði Ögmundur. Ingimar Ingimarsson að- stoðarframkvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði málið einfaldlega vera þannig að sjónvarpið réði ekki við að vinna sjáltt allt það innlenda efni sem það þyrfti að sýna. Sagði hann að þegar kostn- aðaráætlanir fyrir deildirnar hefðu verið gerðar, í lok síð- asta árs, hefði komið í Ijós að það fé sem ætlað var til dag- skrárgerðar nægði engan veginn til að útvega öllu tækniliði sjónvarpsins vinnu. „Þá voru ekki nema tveir kostir fyrir hendi“, sagði Ingimar, annað hvort að tæknideildin leitaði út fyrir stofnunina eftir verkefnum eða að fækka fólki, sem var og gert. „Við það að segja upþ fólki sparast fé og það var ákveðið að það fé yrði notað í framleiðslu á inn- lendu efni. En það hefur allt- af legið fyrir að það þyrfti að bjóða ákveðin verkefni út.“ sagði Ingimar. „Sú ákvörðun, um að fækka fólki verður hins vegar endurskoðuð um mitt árið, hér var einungis um sex mánaða tímabil að ræða.“ Ingimar sagði ennfremur að það væri alls ekki frá- gengiö hver ynni leikritið Næturganga. Útboðið hafi verið lokað og að mati Hrafns Gunnlaugssonar og Baldurs Hermannssonar hefði tilboð íslenska mynd- versins verið hagstæðast. „Þetta mál er hins vegar ófrá- gengið. Tæknideildin hefur haldið því fram að þeir hafi getu til að vinna þetta verk og það er regla hér að engin verk eru send úr húsi nema það liggi alveg fyrir að þau sé ekki hægt að vinna innan- húss og það er verið að at- huga það nánar“ sagði Ingi- mar. Lagði hann jafnframt á það ríka áherslu að þó hér ætti í hlut fyrirtæki sem væri í meirihlutaeign Stöövar 2 væri hér ekki um Stöð 2 að ræða. Odýrara utanhúss Aó mati bæði starfsmanna og stjórnanda sjónvarpsins hefur það aukist mjög að undanförnu að rikissjónvarp- ið leiti út fyrir stofnunina meö verkefni og geta áhorf- endur sjálfir séö hver annað- ist vinnsluna í lok hvers þátt- ar. Ýmsir yfirmenn sjónvarps- ins hafa líka sagt það að þeir telji þetta heppilega leið. Þar eru starfsmennirnir hins veg- ar ekki á sama máli og hafa þeir varað við því að þessi braut verði farin. „Við teljum að sjónvarpið þurfi jafnan á hæfu og krefjandi fólki að halda og ef farið er með öll krefjandi verkefni út f bæ, helst stofnuninni ekki á hæfu fólki“ sagöi Ögmundur, formaður starfsmannafélags- ins. Einnig telja starfsmenn að með þessu sé fjármunum stofnunarinnar ekki skynsam- lega varið og vilja því að horf- ið sé af þessari braut. Ingimar Ingimarsson, að- stoðarframkvæmdastjóri, sagðist þessu all ósammála og taldi að hér væri þvert á móti sparað timi og peningar. Sagði hann t.d. að um þaö væri engin spurning að Mað- ur vikunar og Dagskrá næstu viku væru unnin mun ódýrari utanhúss. „Ástæðan erein- faldlega sú“, sagði Ingimar, „að það gilda reglur um vinnutíma hjá opinberum starfsmönnum sem eru ekki það sveigjanlegar að þær henti þessum verkefnum. Auk þess eru sumir þessir þættir unnir á hvaða tíma sólarhrings sem er og vegna ákvæða um yfirvinnu gæti það margfaldað kostnaðinn að hafa starfsfólk sjónvarps- ins þar inni.“ „Við teljum það hins vegar heppilegra að festa þessa peninga innnn veggja sjónvarpsins og segj- um það koma stofnuninni mun betur" sagði Ögmundur. Hvað segir tœknideildin? Yfirmenn sjónvarpsins segja hessa leið nauðsyn- lega þar sem tæknideildin anni ekki öllum þessum verk- efnum. Starfsmannafélagið finnur ekkert við það aö at- huga ef að stórum hluta starfsmanna tæknideildar hefði ekki verið sagt upp nú fyrr i vetur. Að sögn Eyjólfs Valdemarssonar yfirmanns tæknideildar sjónvarpsins hefur tæknideildin verið á kafi í verkefnum i vetur þann- ig að hjá því hafi ekki verið komist að leita út fyrir stofn- unina. Vegna uppsagna starfsfólks væri vissulega meira að gera en þó einkum hjá einstaka aðilum. „Hins vegar tel ég það eðlilegt að það sé keypt þjónusta úti i bæ til þess að taka eðlilega álagstoppa af okkur t.a.m. fyrir jól og páska.“ Eyjólfur sagði jafnframt að þau fyrirtæki er ynnu fyrir sjónvarpið væru aðilar er gætu gert hluti sem sjón- varpið gæti ekki gert. „Mér finnst það einnig mjög eöli- legt að þegar við rúmum ekki verkefni í okkar bókunarkerfi, sé leitaó til annarra aðila.“ sagði Eyjólfur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.