Alþýðublaðið - 16.04.1988, Page 2
Laugardagur 16. apríl 1988
''' i ■ .......
LÍTILRÆÐI
Flosi Ólafsson
skrifar
AF HORFUN
Er þaö ekki meö fádæmum hvað vel getur
legið á manni dag eftir dag. Mér er nær að
halda að manni sé bara ekki sjálfrátt. Ég
segi það satt. Það er bókstaflegaeinsog allt
geti orðið til að kæta mann. Þegar tuttugu
stiga frost er á Þingvöllum eru bara tíu stig
hérna I bænum fyrir utan gluggann minn og
tuttugu stiga hiti innihjá mér, en ég sjálfur
með kjörhita, nákvæmlega 37 stig.
— Þetta getur bara ekki betra verið,
hugsaég og velti mér uppúr því, hvað ég hef
það nú rosalega gott.
Þegar þessi gállinn er á mér á ég það til
að kíkja svona útundan mér á mestu alvöru-
menn samfélagsins. Og mér finnst þeir
margir svo brúnaþungirað ég ferað velta því
fyrir mér, hvað sé eiginlega að hjá þeim.
Og ég hugsa sem svo:
— Kannske er hitaveitan hjá honum
biluð, eða konan farin frá honum, nema
hvorttveggja sé. Eða:
Gæti þetta verið sjónvarpinu að kenna?
Eðajafnvel útvarpinu?
Hver veit?
Stundum finnst mér að allir séu enda-
laust í einhverri maraþonfýlu útaf sjónvarp-
inu og útvarpinu. Það hálfa væri nóg. Og
samt elskar íslenska þjóðin ekkert eins
heitt einsog sjónvörp og útvörp. Sjáið þið
bara skoðanakannanirnar. Allir alltaf að
horfa á þá stöðina sem borgar fyrir skoðana-
könnunina. Sjáið þið súluritin í dagblöðun-
um dag eftirdag. Súlurit í öllum regnbogans
litum. I auglýsingum annarrar sjónvarps-
stöðvarinnarsérmaðurað allirvoru að horfa
á þá stöð dagana sem könnunin var gerð og
enginn á hina. En í auglýsingunum frá hinni
stöðinni sér maður að sömu daga voru allir
að horfa á þá stöð, en engin á hina.
Auðvitað er þetta allt orðið léttur og
skemmtilegur brandari sem þjóðin bara
hlaer að, ef hún er ekki í fýlu.
Útúr skoðanakönnunum sem Ríkissjón-
varpið lætur gera kemur það, að tíu vinsæl-
ustu þættirnir sem þjóðin horfir á, séu á
skjánum I Ríkissjónvarpinu. En ef Stöð 2
lætur gera skoðanakönnun, eru tíu vinsæl-
ustu þættirnir í stöð 2.
Þetta er kallað að verið sé að gera könnun
á (afsakið orðbragðið) „horfun“ og þegar
niðurstöðurnar koma ætlar venjulega allt
vitlaust aó verða í höfuðstöðvum þeirrar
stöðvarinnar sem ekki stóð að könnuninni
sem verið er að birta.
Svo eru niðurstöðurnar teygðar, togaðar,
túlkaðar og rangtúlkaðar þangað til þær eru
orðnar úthverfar og marklausar og allir
farnir að hlæja nema fýlupokarnir.
Persónulega horfi ég jafnan á báðar sjón-
varpsstöðvarnar í einu og er með lítinn kubb
I hendinni. Á honum eru takkar og með því
að ýta á þá, eftir vissum reglum, get ég
„svissað11 milli stöðva, þannig að þegar
kossar verða of langir á annarri stöðinni,
„svissa" ég yfir á hina og kem inná skot-
bardaga. Þegar ég er svo búinn að horfa á
manndrápin góða stund, „svissa“ ég aftur
yfiráhitt sjónvarpiðog þarerkossinn búinn
og bílaeltingaleikur byrjaður. Þegar ég er
búinn að horfa á bílaeltingaleikinn góða
stund „svissa“ ég afturyfirog rétt næ því að
verið er að murka lífið úr einhverjum með
hrottalegum hætti, en á hinni „rásinni“ er
verið að nauðga vinnukonu í þýskum fram-
haldsþætti. Og enn ýti ég á takkann og þá
kemur í Ijós að eiginkona olíukóngs er
komin I göturæsið á rúngandi fyllirí rétt
einu sinni, en hinumegin er vangefinn og
bæklaóur sænskur maður að reyna að
komast áfram I lífinu.
Og af því að myndin er sænsk reikna ég
með því að það taki langan tíma að komast
til botns í því hvort mannkertið „meiki það“.
Þessvegna get ég gefið mér rúman tíma til
að fylgjast með barni sem drepur fjölskyld-
una sína með köldu blóði, af því aó djöfull-
inn hefur tekiö sér bólfestu I snáðanum.
Ég geri lítið af því að hlusta á útvarpið á
meðan ég er að horfa á báðar sjónvarps-
stöðvarnar, nema ef eitthvað sérstaklega
skemmtilegt er þar á boðstólum, en tefli
afturámóti oft við skáktölvuna mína á
meðan ég horfi á sjónvörpin, svona einsog
I framhjáhlaupi.
Ég er að sjálfsögðu með afruglara og það
gefur „horfuninni", að mínum dómi aukið
gildi í vissum tilfellum.
Stundum finnst mér að forsvarsmenn
sjónvarpsstöðvanna séu eina fólkið í land-
inu sem ekki fattar að skoðanakannanir um
„hlustun" og „horfun" eru orðnar brandari.
Mér svona dettur þetta í hug vegna þess
að um daginn þegar ég var, rétt einu sinni,
með báðar stöðvarnar í takinu, álpaðist ég
einsog fyrirslys inná umræðuþátt áannarri-
hvorri sjónvarpsrásinni og þar var verið að
taka félagsvísindamenn — væntanlega
skoðanakannendur, til bæna.
Ég náði nú ekki nema brotabrotum úr
þessum umræðuþætti, sem greinilega var
um skoðanakannanir. Ég gat ekki hugsað
mér að fórna efnisþræðinum í hinni „rás-
inni“ en þar var verið að sjónvarpa vanda-
málum og búksorgum svía nokkurs sem
vildi ekki gefa hjartað úr konunni sinni tyrr
en hún væri dauð.
Þó náði ég því að heyra og sjá Pál
Magnússon varpa fram þeirri skarplegu at-
hugasemd að ef maðurhefði tvo brjóssykur-
mola fyrir framan sig, þágæti maðurdæmt
um það, hvor brjóssykurmolinn væri betri,
en ef maður hefði aðeins einn brjóssykur-
mola fyrir framan sig, þá gæti maður ekki
dæmt um hvor brjóssykurmolinn væri betri.
Svo ég tali nú einusinni í alvöru, býst ég
við að hann hafi átt við að ekki sé hægt að
horfa á tvö sjónvarpstæki ef slökkt sé á
öðru. En það er rangt hjá honum, einsog ég
hef þegar sýnt framá.
Hinsvegar finnst mér rétt að það komi
fram hér, svo ég verði ekki sakaður um hálf-
kæring, að áður en ég fékk afruglarann, þá
fannst mér stundum þegar ég var að horfa á
ruglað efni, að það væri einsog að éta brjós-
sykur og konfekt uppúr Makkintossdollu,
án þess að opna hana.
Þessvegna skil ég svo vel samlíkinguna
með brjóssykurinn.
Afturámóti er það nú svo að eftir að ég
fékk afruglarann, þá er ég ef til vill einn af
fáum íslendingum sem hæfur er til að
dæma um það hvor er'betri, Stöð eitt eða
Stöð tvö, einfaldlega af því að ég horfi alltaf
á þær báðar í einu.
Er með báða molana í takinu.
Og þegar maður borðar tvo brjóssykur-
mola saman, þá verður það alltaf útkoman
að þeir eru báðir nákvæmlega jafn góðir.
Þetta hefur reynslan kennt mér.
Sama má segja um sjónvarpsstöðvarnar.
Ef maður nýtur þeirra saman, þá kemur í Ijós
að þæreru nákvæmlega jafn góðar, óhollar
að vísu, einsog brjóssykurinn, en jafn eftir-
sóknarverðar.
Og það hvað ég er jafnan I góðu skapi, má
þakka því að nú þarf ég ekki lengur að enda-
sendast um allarjarðirtil að leigjamérsjón-
varpsefni á myndböndum og setja vídeó-
kassettur sjálfur I vídeótækið mitt.
Stöð eitt og Stöð tvö taka af mér ómakið.
Bon Giomo
- við erum byrjuð að œfa ítölskuna, fyrir áœtlunarflugið
til Mílanó.