Alþýðublaðið - 16.04.1988, Side 9

Alþýðublaðið - 16.04.1988, Side 9
. Laugardagur 16. apríl 1988 9 Stjórnmálaflokkar eru sem seglskúta fremur en mótorbátur Menn þurfa ekki að hafa neina minni- máttarkennd út af þessari jafnaðarstefnu munaaðila í þjóðfélaginu i ríkisstjórn. Það sem einkennir stjórn- málakerfið er að þú veist ekki hvaða stefnu þessir flokkar taka í ákveðnum málum. Það fer eftir því hvaða aðilar hringja í flokkinn. Tökum Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi. Nú fór hann að draga lappirnar í sýslumannafrum- varpinu vegna þess að sýslu- mannagengið hefur hringt i flokkinn, útvegsmannagengið hringdi i flokkinn i haust i Útvegsbankamálinu." — Hlýtur það ekki að veikja ríkisstjórn og allt aðrir menn að stjórna, þegar látið er undan þrýstingi hags- munahópa? „Stjórnkerfið er þvi miður þannig að það skiptir afar iitlu máli hvað um það stend- ur í lögum eða reglugerðum. Þú verður að fara eftir formúl- um um kosningarog þvíum- líkt, en síðan vinnur stjórn- kerfið ekki eftir neinum leik- reglum heldur lætur stjórn- ast af þrýstingi. Stjórnmála- flokkar eru sem seglskúta fremuren mótorbátur. Þeir hrekjast eftir því hvaða tröll blæs á þá hverju sinni, en þeir hafa sáralítið eigið vélar- afl. Vegna þessara einkenna eru möguleikar fyrir stjórn- málamenn, sem eru komnir með fótinn inn í þetta gagn- virka þrýstikerfi, hvort sem er í stjórn eða stjórnarand- stöðu, geta menn komið ýmsu í gegn. Stundum er það lán, stundum fyrirgreiðsla í sambandi við mannaráðning- ar. Hér eru fjárakornið engar reglur um hvernig stjórnkerf- inu ber að vinna. Hvert mál verður fyrst sinnar tegundar. Menn eru alltaf að finna upp hjólið.“ Allar hreyfingar hafa áhrif — Guömundur. Hvers vegna falla hin nýju frjó stjórnmálanna dauö og stjórnmálaflokkar sem hleypa fersku lofti inn í stjórnmálin týna allir tölunni? „Allar hreyfingar hvort sem eru stórar eða smáar og hvort sem þær vaka lengur eða skemur, hafa áhrif. Ymis- legt sem við sögðum í Bandalagi jafnaðarmanna á sínum tíma höfðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna rætt á svipuðum nótum, t.d. um fáveidið á íslandi, svo að ég taki eitt dæmi. Sagan virð- ist endurtaka sig en í hvert sinn hefur það sín áhrif, en það fer eftir kringumstæðum hversu djúp spor hugsunin skilur eftir sig. Tökum Kvennalistann sem dæmi. Ein meginástæða þess að hann vakir svona lengi, er aö það er ekki til stöðugra landamerki í pólitík en kynja- munur. Og vegna þess að Is- lendingar eru eftirbátar ann- arra í réttindamálum kvenna, hefur Kvennalistinn þeim mun meiri möguleika. Jafn- aðarmannaflokkurinn í Noregi t.d. fékk snemma kon- urtil stjórnmálaþátttöku með þeim árangri að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn Brundt- lands eru konur. Þetta er dæmi um að gamlir flokkar geta hugsað róttækt, og ef vilji er fyrir hendi geta þeir hleypt nýju blóði í stjórn- málaumræðuna.“ — Finnst þér ekki ósigur að þurfa að hoppa með fersk- ar hugmyndir inn í hefðbund- inn flokk eins og gerðist með þig og fleiri í BJ? „Það getur vel verið að ég væri öðruvísi settur persónu- lega, en ef þú iítur í kringum þig út frá málefnunum, þá sérðu að baráttumál okkar eins og frjálst fiskverð, bankamálin, kröfur um aukið þátttökulýðræði sem nú spretta fram í kjölfar ráð- hússmálsins, um aðskilnað dómsvalds og framkvæmda- valds, um vinnustaðasamn- inga — og svona gæti ég áfram talið... Ég er ekki viss um að þessi mál væru á betri rekspöl, þó að Bandalag jafn- aðarmanna héldi þeim til streitu til að skilja sig að frá öðrum flokkum. Það er góður dómur um framsýni þeirra sem stofnuðu Bandalag jafnaðarmanna á sínum tíma, að þessi mál eru nú í deiglunni, ög segirokkur að við vorum að tala um raunverulega pólitík i BJ.“ Um sál og líkama í flokki — Hvað finnst þér, Guð- mundur, sem framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins brýn- ast að gera? „Flokksstarf þarf peninga og það er merkilegt hvað er mikill tvískinnungur í sam- bandi við peninga stjórn- málaflokka. Allir eru fúsir að gera ákveðnar kröfur til þeirra, stjórnmálaflokkur á að halda fundi, halda uppi fræðslustarfsemi og gefa út gögn, halda námskeið, vera í sambandi við allt og alla — en þetta má ekki kosta neitt. Þetta er eins og með velferð- arkerfið. Þú byggir það ekki sterkt fyrr en allir greiða rétt- látan skerf til þess. Það þýðir ekki að láta eins og stjórn- málahreyfing kosti ekki neitt. Þetta hefur verið feimnis- mál í þjóðfélaginu, en það þyrfti að setja um þetta ákveðnar reglur. Þetta eru líkamlegu þarf- irnar. En það þarf líka að búa i haginn fyrir sálina í flokkn- um. Það verða allir að halda fullri reisn, en láta ekki and- stæðingnum um að skilgrein sig.“ — Flokkurinn hefur víöa áhrif i dag i bæjarstjórnum. Þýðir það ekki að margir eru að boða fagnaðarerindiö? „Það er vist að það er tugir manna í starfi á stöðum eins og í Keflavík, þar sem flokk- urinn er í meirihluta. Þarna fer fram geysimikið pólitískt starf, sem ekki kemur upp á borð á flokkskontór lands- flokksins. Og svona er þetta víða út um land. Ég held hins vegar að okk- ur hafi ekki tekist að sinna sem skyldi þeim þörfum sem fylgja því að flokkur verður skyndilega ríkisstjórnarflokk- ur.“ Eftir að ná sáttum við landið — Líffræðingur í hlutverki framkvæmdastjóra. Finnst þér ekki umræðan stundum fullmikið á hráum efnahags- nótum? „Jú, vissulega. Umræðan um pólitík er dálitið skekkt af því að hún er næstum því alltaf um efnahagsmál. Að sumu leyti er það eðlilegt, því að þjóðin er alltaf á hausnum og efnahagsmálin eru þannig að það er alveg að kvikna i. Umhverfismál hafa t.d. set- ið á hakanum. Sumir segja að ekki verði hægt að leysa umhverfismálin fyrren við höfum efni á því, en það er rangt. Við verðum að vita hvernig við ætlum að hegða okkur, þegar við teljum okkur hafa efni á því. Það er eins gott fyrir umhverfismálin að ekki eru til peningar til að setja í þau, því að ef mönn- um dytti skyndilega í hug að verja miklum fjármunum í þau mál, kæmi ýmislegt í Ijós. Þá kæmi til dæmis í Ijós að það er ekkert stjórnkerfi til. Það e'r óuppgert hver á að hafa forystu í þessum mála- flokki. Og það er eftir að ná sáttum við landið, — milli sauðkindarinnar, kjötfjallsins og ríkissjóðs." Ekki gott, ef Steingrímur tínir blómin — Þú segir Guömundur aö Alþýðuflokkurinn sé ábyrgur flokkur, en hafa flokkar eins og hann svarað spurningu eins og þeirri hvað komi í veg fyrir að hægt sé að hækka verulega lágmarks- launin? „Þessari spurningu hefur verið svarað, en fólk hefur ekki sætt sig við svörin. Ef við hækkum laun hjá hinu opinbera, verðum við hækka skatta eða skera niður á öðr- um sviðum opinbers rekstrar, og um hvorugt er pólitisk samstaða. Þegar kemur að öðrum greinum atvinnulifsins en opinbera geiranum, kom- um við að grunmdvallar- spurningu: Á rikisvaldið að hlutast til um hlutaskiptin eða á það að gerast í frjáls- um samningum. Og þá kom- um við að frelsi og sjálfstæði verkalýðshreyfingarinnar. Það er líka meira en að segja það að lögbinda lág- markslaun. Sumir telja að lögbinding muni beinlínis leiða til launalækkunar, vegna bess að skilgreinum við lágmarkslaun til fram- færslu er hætt við að önnur laun færist niður á sama þlan, vegna þess einfaldlega aö minnstu laun eru þar með talin næg til framfærslu. Þeir, sem tala hæst um lögbindingu lágmarkslauna, verða að svara spurningunni um það hvort þeir eru tilbúnir að setja líka lög um launabil o.fl. sem nauðsynlega fylgir." — Er ekki hætta á að hinn „ábyrgi“ flokkur missi skraut- fjaðrirnar i stjórnarsamstarfi núna eins og forðum, þegar hann hrökklaðist út úr við- reisnarstjórninni og mátti þola eyöimerkurgöngu í fjölda ára? „Það verður hið pólitíska viðfangsefni næstu ára að láta ekki þá sem hoppa í kringum okkur tína þau blóm sem við höldum að geti sprottið úr þeim pólitíska jarðvegi sem Alþýðuflokkur- inn plægir nú. Það er ekki nóg að vonast til þess að „bráðum komi betri tíð með blóm í haga", ef Steingrímur eða aðrir tína blómin."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.