Alþýðublaðið - 16.04.1988, Qupperneq 10
10
Laugardagur 16. apríl 1988
MmilBUDIII
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaóur
helgadslaös: Þorlákur Helgason
Blaöamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar
Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12.
Áskriftarsiminn er 681866.
Dreifingarsími um helgar: 18490
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
BYLTING í HÚSNÆÐISMÁLUM
Segja má aö lífsstarf heillar þjóöar sé bundið í íbúöar-
húsnæöi. Mest hefur þetta átt sér staö á sömu nótum og
fjárfestingar almennt gerast í þessu landi. Fyrirhyggja af
skornum skammti. Einstaka sinnum hefur þó verið form-
legt samkomulag að gera eitthvað á einhverjum öðrum
nótum en þeim aö ota hverjum og einum út á íbúðar-
markaöinn annaö hvort meö nýbyggingu eöa að kaupa
„gamalt". Upphaf bygginga íbúöarhúsnæöis í Breiöholti í
Reykjavík má rekja til samninga verkalýöshreyfingar og
viðsemjenda á sínum tíma, og fyrir tveimur árum runnu
samningar um stórfellda fjármögnun lífeyrissjóða á hús-
næóiskerfinu í kjölfar samninga á vinnumarkaönum. Þaö
kerfi var meö þeim endemum gert aö þeim sem áttu íbúðir
í kippum fyrir og eignalausum var gert jafn hátt undir
höföi. Þó aö sett hafi verið undir þann augljósa leka, er
Ijóst aö það kerfi er sþrungið og engan veginn fyrirmynd
aö húsnæóiskerfi sem tryggir jöfnuó meöal landsmanna.
Á síðustu árum hafa ýmis áhugasamtök litiö dagsins
Ijós, sem hafa aö markmiði aö leita nýrra leiða í byggingar-
málum. Búseti, er eitt þeirra. Búsetakerfi byggist á því aö
einstaklingareignast íbúðarrétt meö því aögreiöa hlutaaf
íbúðarkostnaöi og meö föstum mánaðargreiðslum erséö
fyrir greiðslu rekstrarkostnaöar, en eigandi eru samtök,
sem tryggja viðhald fasteigna. Meö slíku fyrirkomulagi er
komið í veg fyrir að einstaklingar þurfi aö stefna sér í stór-
skuldir við flutninga milli landshluta. Þetta kerfi er reist á
félagslegum grunni og brýtur ugp hefð um að þaö sé
nauðsynlegt aö allir „eigi“ eitthvað. Allir vita aö búsetu-
röskunin hefur fært landsbyggðinni skuldir á silfurfari.
Verð á íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni er langtum lægra
en á Reykjavíkursvæðinu. Á sama tíma og skuldir „eig-
enda“ húsnæöis úti á landi eru aö éta húsnæöiö upp
vegna þess að hækkun lánskjaravísitölu sem lán til íbúð-
arkaupa miðast við er langtum meiri en virði eignanna,
heldur húsnæðiö sínu verðgildi í Reykjavík og eykur stór-
lega á misvægi lífskjara í landinu.
Alþýöublaöiö greindi um síðustu helgi frá nýstárlegri
lausn á húsnæðisvandanum sem Sunnuhlíöarsamtökin í
Kópavogi hafa fundið. Svo gæti verið aö hér sé ekkert
minna en bylting í húsnæöismálum. Eldra fólki er tryggt
húsnæði á réttum tíma. Vitaö er aö fjöldi fólks sem er
komið á lífeyrisaldur kýs aö skipta um húsnæöi. Þaö býr
margt hvert í of stóru húsnæði og hefur ekki í nánasta
umhverfi þá þjónustu sem því er nauðsynleg, auk þess
sem eingangrun plagar marga í nægtarþjóðfélaginu.
Samtökin í Kóþavogi virðast slá margar flugur í einu
höggi. ístuttu máli erkerfið þannig: Fólkselursínareignir
og eignast íbúöarrétt í 1-3 herbergja rúmgóöum íbúðum
hjá Sunnuhlíðarsamtökunum. Meö íbúöarréttarsamning-
inn í höndunum öólast viökomandi tryggingu í Búnaðar-
bankanum fyrir endurgreiöslu sambærilegrar íbúðar og
það hefur greitt í húsnæði samtakanna. Bankinn tryggir
að greiðslur séu inntar af hendi til byggingaraðila. Sam-
tökin sjá algjörlega um viðhald fasteigna og íbúar greiða
húsaleigu sem svarar til alls kostnaðar á mánuði þar með
talins viðhalds. Óski íbúar að flytja út úr húsnæðinu eða
falli frá, ábyrgist bankinn verðtryggðar greiðslur til við-
komandi eða afkomenda. Gagnvart samfélaginu er aug-
Ijóslega um góða lausn að ræða. „Garnla" fólkið flytur úr
grónum hverfum þarsem skólar, dagvistarstofnaniro.fi. er
þegar byggt. Sparnaður þjóðfélagsins liggur í augum
uppi. Sunnuhlíðarsamtökin byrjuðu líka á byrjuninni í
framkvæmdum sem er heldur óvanalegt hér á landi. For-
svarsmenn samtakanna ákváðu fyrirfram hvað íbúðirnar
mættu kosta til að koma í veg fyrir að bakreikningar
bærust og miðuðu við að kostnaður næmi ekki hærri upp-
hæð en þeirri sem meðalhúsnæði þessa eldra fólks væri
í dag.
Samkvæmt könnunum býr 9 af hverjum 10 sem er eldri
en 60 ára í skuldlitlu eða skuldlausu húsnæði. Yfir 150
milljarðar króna eru bundnar í íbúðum í landinu í dag og
ekki ósennilegt að helmingur þessarar uþphæðar skrifist
á reikning fólks eldra en sextugt. Með því að fylgja for-
dæmi Sunnuhlíðarsamtakanna og losna m.a. undan
grillunni um „eignarrétt“ náum við áreiðanlega langt á leið
með að losa um húsnæðishnútinn í samfélaginu.
Berglind Ásgeirsdóttir sendi-
ráöunautur í Stokkhólmi. „í
sendiráðinu erum viö i sambandi
viö íslendinga á hverjum einasta
# degi.“
EG HEF
SERSTAKAN
ÁHUGA Á
JAFNRÉTTISMÁLUM
segir Berglind Asgeirsdóttir nýskipuð ráðuneytisstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu.
Samkvæmt tillögu félags-
málaráöherra hefur forseti ís-
lands skipað Berglindi Ás-
geirsdóttur í embætti ráðu-
neytisstjóra í féfagsmála-
ráðuneytinu. Karlavígin falla
hvert af öðru og nú er röðin
komin að ráðuneytunum þvi
Berglind er fyrsta konan sem
skipuð er til að stýra ráðu-
neyti á íslandi. Berglind mun
einnig, samkvæmt bestu
heimildum, vera næstyngsti
ráöuneytisstjóri sem skipað-
ur hefur verið en hún er 33
ára gömul. Þórhaliur Ásgeirs-
son ráðuneytisstjóri í við-
skiptaráðuneytinu var 29 ára
þegar hann tók við skipun i
embætti ráðuneytisstjóra.
í samtali við Alþýðublaðið
segist Berglind hafa útskrif-
ast úr lagadeild Háskóla ís-
lands 1978. „Árið eftir hóf ég
störf í utanrlkisráðuneytinu
og var í tæplega 3 ár í ráðu-
neytinu hér í Reykjavík I upp-
lýsinga- og menntadeild.
Annaðist þar uppýsingastarf-
semi fyrir ráðuneytið, menn-
ingarsamskipti, aðstoðaði er-
lenda blaðamenn og annað í
þeim dúr,“ segir Berglind.
„Þvi næst lá leiðin I sendi-
ráðið í Bonn þar sem ég var
sendiráðsritari og var vara-
fulltrúi hjá Evrópuráðinu í
Strassburg. Frá 1984 hef ég
svo verið sendiráðunautur í
sendiráði okkar í Stokk-
hólmi.“
— Þú ert ekki alveg
ókunnug blaðamennskunni...
„Það ér rétt. Ég var í blaða-
mennsku með námi og fyrst
eftir að ég útskrifaðist úr
lagadeild. Var til skiptis á
Vísi og Dagblaðinu og var
líka með nokkra þætti í sjón-
varpinu.“
Auk sendiráðsstarfans hef-
ur Berglind stundað fram-
haldsnám í Bandaríkjunum
og hlaut mastersgráðu í
alþjóðasamskiptum frá há-
skólanum í Boston árið 1985.
Hvernig líst henni á að snúa
sér frá milliríkjamálunum að
félags- og sveitarstjórnarmál-
um hér heima á íslandi?
„Mér líst mjög vel á nýja
starfið. Þetta eru ákaflega
áhugaverðir máiaflokkar sem
heyra undir ráðuenytið. Þetta
eru mikilvæg mál, húsnæðis-
mál, sveitarstjórnarmál og
skipulagsmál, að ógleymdum
jafnréttismálunum sem ég
hef sérstakan áhuga á.
í sjálfu sér eru þetta ekki
svo mikil viðbrigði fyrir mig. I
sendiráðunum erum við í
hagsmunagæslu fyrir ísland
og sinnum erindum sem
koma frá ráðuneytum hér
heima og jafnframt sinnum
við íslendinganýlendunni á
staðnum. í Svíþjóð er mestur
fjöldi íslendinga á erlendri
grund og þess vegna erum
við í sambandi við íslendinga
á hverjum einasta degi. Þá er
ég heldurekki óvön stjórnun
því sem sendiráðunautur er
ég staðgengill sendiherra og
hef þurft að vera mikið við
stjórnunarstörf. Það er lika
stór hluti starfans að koma
fram fyrir hönd íslands."
Berglind tekur við starfinu
í félagsmálaráðuneytinu 1.
september. Hún var stödd
hér á landi i nokkra daga
þegar Alþýðublaðið náði tali
af henni en segir að fjöl-
skyldan muni taka sig upp í
sumar og flytja heim til ís-
lands. Eiginmaður hennar er
Gísli Ágúst Gunnlaugsson,
sagnfræðingur, og eiga þau
eitt barn. „Ég hlakka ákaflega
til að takast á við þetta nýja
starf,“ segir Berglind að lok-
um. ’