Alþýðublaðið - 16.04.1988, Síða 11

Alþýðublaðið - 16.04.1988, Síða 11
Laugardagur 16. apríl 1988 11 Akraneskaupstaður AUGLYSING um deiliskipulag á Akranesi. Arnardalssvæði. Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18 gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athuga- semdum við tillögu að deiliskipulagi Arnardals- svæðis Akranesi. Svæðið afmarkast af Kirkjubraut að norðanverðu, Stillholti að austanverðu, Faxa- braut', Jaðarsbraut og Skagabraut að sunnan og vestanverðu. Teikningar, ásamt greinargerð og skilmálum liggja frammi á Tæknideild Akraneskaupstaðar Kirkju- braut 28, 2. hæð, frá og með mánudeginum 18. apríl, til föstudagsins 10. júní, 1988. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrif- legar og berast bæjartæknifræðingi Akraneskaup- staðar fyrir 17. júní n.k. Þeir sem ekki geraathugasemdir við tillöguna innan tiltekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræöingur. w ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA Dalbraut 27 — 105 Reykjavík Viltu vinna með öldruðu fólki? Ef svo er, þá vantar okkur gott starfsfólk, í eftirtalin störf. VAKT: Unnið er á tvískiptum vöktum, kl. 08—16 og 16—24 og aðra hverja helgi — 75% starf. HEIMILISHJÁLP: Vinnutími frá kl. 08—16 hlutastarf kemur til greina. Um er að ræða þrif á íbúðum aldraðra. RÆSTING: Vinnutími kl. 13—17. 50% starf, þrif á sameign. Einnig vantar okkur sumarafleysingafólk — á vakt í ræstingar og í eldhús. Upplýsingar í síma 68 53 77 frá kl. 10—14 alla virka daga. tlAtíVIST IMHVl. Jöklaborg, nýtt dagvistarheimili í Seljahverfí óskar eftir fóstrum og aðstoðarfólki í heilar og hálfar stöður. Ennfremur óskast starfsfólk í eldhús. Upplýsingar veitir forstöðumaður, Anna Egilsdóttir á skrifstofu dagvistar barna í síma 27277. Öryggi vegna dráttarvéla Frá og meö gærdeginum eiga allar dráttarvélar sem eru í venjulegri notkun aö vera meö öryggishús eóa öryggisgrind með þaki. Und- anþegnar þessu eru dráttar- vélar sem eingöngu eru notaðar sem kyrrstæöur drif- kraftur og skulu þær auö- kenndar með sérstökum lím- miða sem Vinnueftirlit ríkis- ins hefur látið gera í því skyni. Þeir fást afhentir á aöalskrifstofu stofnunarinnar og hjá umdæmisskrifstofum. í þeim dráttarvélum sem búnar eru öryggishúsum og öryggisgrindum skulu vera skilti á áberandi stað með varanlegri áletrun þar sem stendur: Aðvörun. Haldið fast um stýrið ef vélin veltur. Stökkvið ekki út. Ertu tæpur I UMKKRÐINNI * án þess að vita það? örvandi lyf og megrunarlyf geta valdið því. Akraneskaupstaður AUGLYSING um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi. Grundahverfi. (Bjarkargrund, Furugrund, Grenigrund, Reynigrund og Viöigrund.) Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athuga- semdum við breytingu ádeiliskipulagi Grundahverf- is, það er Bjarkargrund, Furugrud, Grenigrund, Reynigrund og Víðigrund. Um er að ræða breytingu til rýmkunar á skilmálum fyrir þá sem óska eftir því að breyta þakgerð húsa. Skilmálarnir liggja frammi á Tæknideild Akranes- kaupstaðar Kirkjubraut 28,2. hæð, fráog með mánu- deginum 18. apríl 1988 til föstudagsins 10. júní 1988. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrifleg- arog berast bæjartæknifræðingi Akraneskaupstað- ar fyrir 17. júní, 1988. Þeirsem ekki gera athugasemdirvið skilmálana inn- an tiltekins frests teljast samþykkja þá. Bæjartæknifræðingur JÖKLABORG A © iðnaöarbankinn Á aðalfundi Iðnaðarbanka íslands hf., sem haldinn var 25. mars 1988, var samþykkt að auka hlutafé bankans um 40 milljónir króna með útgáfu nýrra hlutabréfa. í samræmi við þá ákvörðun hefur bankaráðið ákveðið eftirfarandi: 1 2. 3 Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt til aukningar í hlutfalli ■ við hlutafjáreign sína til 31. maí n.k. Sölugengi hlutabréfanna verður 150, þ.e. 1,5 falt nafnverð m.v. 1. apríl 1988. Frá 1. apríl og til loka forkaupsréttartímans breytist sölugengið daglega í samræmi við almenna skuldabréfavexti bankans. Skrái hluthafar sig ekki fyrir allri hlutafjáraukningunni hafa aðrir ■ hluthafar ekki aukinn rétt til áskriftar. Bankaráð mun selja það sem eftir kann að standa af aukningunni á almennum markaði síðar á árinu. Hlutabréfunum fylgir óskertur réttur til jöfnunarhlutabréfa og Ei réttur til hlutfallslegs arðs frá 1. apríl 1987 í samræmi við ákvarðanir aðalfundar 1989. Nánari upplýsingar veita Guðrún Tómasdóttir og Stefán Hjaltested, Lækjargötu 12,2. hæð í síma 691800. Reykjavík, 15. apríl 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.