Alþýðublaðið - 21.04.1988, Side 3

Alþýðublaðið - 21.04.1988, Side 3
Fimmtudagur 21. apríl 1988 3 FRÉTTIR . ' ' .. 1 1 .—i ■—■■■■■■■. Viðrœður eru í gangi um að Póstur og sími taki að sér að bera út stefnur í dómsmálum. Nú eru i gangi viðræður milli dómsmálaráðuneytisins og Pósts og sima um að pósturinn taki að sér að flytja stefnur í dómsmálum til við- takenda. Breytingin ef af verður, felur í sér að starf stefnuvotta verður aflagt. Ef samningar nást þarf að breyta lögum og yrði þá frumvarp lagt fram á næsta þingi- Nú eru stefnuvottar í öllum 215 sveitarfélögum landsins sem hafa haft af þessu nokkrar aukatekjur og í Reykjavík eru 4 stefnuvottar i fullu starfi og tveir til vara. Einfalt gjald fyrir aö bera út dómsstefnu er í dag kr. 750 og lendir sá kostnaður yfir- leitt á þeim sem tapar í dómsmáli með öðrum kostn- aðj. í breytingunni felst ódýrara og einfaldara fyrirkomulag ef póstburðarkerfið í landinu mun taka þetta að sér. Ef allt er talið mun kostnaðurinn vegna stefnuvotta vera tals- vert mikill. ,ÞETTA ER SVIPAÐ OG VORIÐ á5V segir Páll Bergþórs- son, veðurfrœðingur um tíðarfarið á norður- og austan- verðu landinu. hjá ungum sem öldnum. A-mynd/Þorlákur Helgi. VSI með verkbann: TIL AÐ SPARA LAUN ií „Þetta er ákaflega likt núna eins og var voriö 1951, fyrir 37 árum. Þá var svona feiknalega kalt fram undir 20. apríl, svo fór að hlýna og mánuðurinn varð ekkert sér- staklega kaldur, þegar upp var staðið og sumarið ágætt“ sagði Páll Bergþórsson, veðurfræðingur hjá Veður- stofu íslands í samtali við Al- þýðublaðið en að undanförnu hefur verið mikill snjór og kuldi á norðan- og austan- verðu landinu. Páll sagði að þessir kuldar myndu að öllum líkindum ekki hafa nein veruleg áhrif á gróður á norðan- og austan- verðu landinu þar sem ekki lengra væri liðið fram á vorið. „Snjórinn hlífir jörðinni fyrir frosti og svo þegar þaö koma hlýindi getur þetta orðið nokkuð gott“ sagði Páll. Á Suður- og Vesturlandi er hins vegar auð jörð og mikið frost í jörðu. Sagði Páll frost allt aö 50 cm. dýpi. „Næstu daga og fram yfir helgi, eru hins vegar líkur til að fari hlýnandi, einkum á Suður- og Vesturlandi, svo það er engin ástæða til svartsýni.“ Med komu sumars eykst isneysla ..EKKI Sambandsstjórn Vinnu- veitendasambands íslands hefur veitt framkvæmda- stjórn heimild til að leggja verkbann á félög verslunar- manna sem boðað hafa verk- fall. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segir að það sé gert til að hafa jafna stjórn og verslunar- menn á verkfallinu, t.d. vegna undanþágó. Ekki sé um að ræða aðgerðir til að létta launagreiðslum af fyrirtækj- um. I tilkynningu sem sam- bandsstjórn VSÍ hefur sent frá sér, segir að sú 30% upp- hafshækkun launa sem 11 fé- lög verslunarmanna hafa boðað verkfall til að knýja á um, muni óhjákvæmilega leiða til breytinga á samning- segir Þórarinn um við þau nær 80 stéttarfé- lög sem þegar hefur verið samið við. Verðbólguáhrifin verði tilsvarandi og lækkandi þjóðartekjum gæti ekki fylgt aukinn kaupmáttur, þótt krón- um verði fjölgað. Hún lítur svo á að vinnudeilur við verslunarmenn snúist í reynd um efnahags- og verðlags- þróun, því nái kaupkröfur þeirra fram að ganga, verði almenn áhrif þau að verð- bólga eykst en kjör batni ekki. Seðlabankinn hefur reikn- að út lánskjaravisitölu fyrir maí og er hún nú 2020 stig. Hefur vísitalan hækkað um V. Þórarinsson Segir að samtökin séu skuldbundin tugum þúsunda launþega og öllum sinum fé- lagsmönnum um að halda fast um þau markmið sem þegar hefur tekist víðtæk sátt um. Þau geti ekki látið einstaka hópa brjóta niður þá stefnumörkun sem þegar liggur fyrir. Til varnar stefnumörkun- inni og til að tryggja jafnræði deiluaðila samjáykkti sam- bandsstjórnin að veita fram- kvæmdastjórn VSÍ heimild til 1,56% á milli mánaða. Um- reiknað til árshækkunar hef- ur breytingin verið 20,4% síð- asta mánuð. Miðað við síð- að leggja verkbann á þau fé- lög verslunarmanna sem boð- að hafa verkfall. „í sjálfu sér felst verkbann, ef þvi verður beitt, í fyrsta lagi í því að hafa jafna stjórn á verkfallinu eins og verslunarmenn, i sambandi við undanþágurog fleira. Þetta eru ekki varnar- aðgerðir í því skyni aó létta launagreiðslum af fyrirtækj- um“, sagði Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri VSÍ í samtali við Alþýðublað- ið. ustu 6 mánuði er um 20,4% hækkun að ræða og á einu ári 21,5% LÁNSKJARAVÍSITALA HÆKKAR UIR 1,56% P0UTISK MISNOTKUN A FELAGASKRA SINE I ályktun stjórnar Sambands ísl. námsmanna erlendis er mótmœlt pólitískum afskiptum ungra sjálfstœðismanna af kosningum innan sambandsins Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur sent frá sér ályktun þar sem gagnrýnd eru harðlega vinnu- brögð sem fimm frambjóð- enda til stjórnar SÍNE eru sagðir hafa viðhaft í yfir- standandi kosningum. í ályktuninni segir m.a.: „Skv. bréfi sem stjórn SÍNE héfur komist yfir, þá hafa þau Belinda Theriault, Birgir Þór Runólfsson, Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, Jónas Egils- son og Óskar Borg, hvatt út- valinn hóp SÍNE-félaga til þess að kjósa sig sem einn iista með sameiginlega stefnuskrá. Þetta samráð hef- ur átt sér stað án vitundar stjórnar SÍNE og án vitundar annarra frambjóðenda. Á þennan hátt hafa fimmmenn- ingarnir reynt að tryggja sér kosningu með leynilegri kosningabaráttu, án þess að gefa mótframbjóðendum sín- um tækifæri til að skýra sjónarmið sín.“ Þá segir jafnframt í álykt- uninni að stjórn SÍNE telji sér skylt að gefnu tilefni að mótmæla harðlega öllum af- skiptum stjórnmálaflokka af innri málefnum SINE. Stjórn- in telur sig hafa vissu fyrir þvi að framboð fimmmenn- inganna sé skipulagt af nokkrum forsvarsmönnum Sambands ungra sjálfstæöis- manna. Þá heldur stjórnin því fram að öruggt sé að bréf þaó sem fimmmenningarnir sendu til útvalins hóps SÍNE- félaga, hafi einungis verið sent til þeirra sem þeir telja hliðholla stefnu S.U.S. Að sögn Kristjáns Ara Ara- sonar formanns SÍNE fékk S.U.S. léða félagaskrá SÍNE fyrir nokkru og með því for- orði að ekki mætti nota hana á neinn hátt nema að höfðu samráði við stjórn SÍNE. Tel- ur stjórn SÍNE að hér sé um pólitiska misnotkun að ræða á félagaskránni. í ályktun stjórnarinnar er þessum meintu afskiptum S.U.S. af málefnum SINE mótmælt harðlega og segja stjórnar- mennirnir. „...styrkur SÍNE í þeirri hagsmunabaráttu sem námsmenn heyja byggist á sem víðtækastri samstöðu. Og slik samstaöa næst ein- ungis ef opin og lýðræðisleg skoðanaskipti eiga sér stað.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.