Alþýðublaðið - 21.04.1988, Síða 7
Fimmtudagur 21. apríl 1988
7
UTLOND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
STRAUMUR TIL NÝS LÍFS
60-80 Austur-Þjóðverjar koma á degi hverjum, í leit að nýju og betra lífl
Nú og undanfarið koma
dags daglega milli 60 og 80
Austur Þjóðverjar til bráða-
birgöa-búðanna gegnt járn-
brautastöðinni í Giessen rétt
hjá Frankfurt. Til að sjá líkj-
ast þessar búðir þyrpingu af
hermannabröggum. Það er
einungis þegar þekktir Aust-
ur-Þýskir andófsmenn eru
reknir úr landi, sem komur
Austur-Þjóðverja yfir múrinn
vekja athygli og blaðaumtal.
Síðan árið 1984 hafa rúm-
lega 100.000 Austur-Þjóðverj-
ar farið í gegnum Giessen.
Flestir voru þeir árið 1984,
40.000.
Hálf kvíðafullir á svip, sitja
þeir nýkomnu í skrautlausum
borðsalnum. Nýtt tímabil í lífi
þeirra er að hefjast — fólkið
er eiginlega að byrja alveg
upp á nýtt. Öfugt við það
sem áður var, er það aðallega
yngra fólkið sem yfirgefur
Austur-Þýskaland. Töluvert er
um heilu fjölskyldurnar,
mann, eiginkonu og börn.
Flestir eiga það semeigin-
legt að hafa verið önnum
kafnir síðustu klukkutímana
áður en þeir fóru yfir. Það líð-
ur langur tími — stundum
mörg ár — frá því fólkið legg-
ur inn beiðni um að fá að
flytja vestur yfir, þangaó til
óvissunni léftir. Skyndilega
láta yfirvöld vita að leyfi hafi
fengist og þá verða menn aö
yfirgefa Austur-Þýskaland
innan 12 stunda.
Þá byrjar kapphlaupið við
tímann, allskonar snúningar í
opinberar stofnanir skila
pappirum, fá aðra pappíra,
kvittanir um að menn skuldi
ekki skatta o.s.frv. Síðan þarf
að kveðja ættingja og vini í
fljótheitum, pakka niður og
siðan í hasti til brautarstöðv-
arinnar — nokkrum klukku-
stundum seinna eru menn
komnir með fimm - sex ferða-
töskur til búðanna í Giessen.
Kjarkur þeirra og einbeitni
vekur athygli. Að vísu standa
þeir, sem innflytjendur betur
að vígi en aðrir innflytjendur,
þeir tala altént sama tungu-
málið og aðrir íbúar fyrir-
heitna landsins.
Fjögurra ára biðtími
í fjögur ár beið ungur fjöl-
skyldufaðir með konu og átta
ára son, eftir því að fá brott-
fararleyfi frá Þýska Alþýðulýð-
veldinu. Eins og flestir sem
rætt er við undir þessum
kringumstæðum, vill hann
ekki láta nafns síns getið.
„Þessi langa bið mín, á trú-
lega rót sína að rekja til þess
að ég hafði hlotiö dóm, en
var látinn laus síðastliðið
haust, var náðaður, og nú er-
um við komin hingað", segir
hann.
Ástæða þess að fjölskyld-
an valdi Vestur-Þýskaland er
ekki fjárhagsleg. Þeim fannst
óþolandi að ef menn falla
ekki í kramið í Þýska Alþýðu-
lýðveldinu „þá er maður ekki
maður með mönnum“.
Við annað borð í matsaln-
um sitja tveir flóttamenn
báðir um fertugt. Annar
þeirra var háseti á austur-
þýsku skipi. Honum heppn-
aðist að losna frá verði sín-
um í Hamborg, en austur-
Austur-Þjóðverji kemst við,
þegar hann hittir fjölskyldu sina
aftur, viö komuna til Giessen.
þýskir sjómenn verða alltaf
að vera minnst tveir saman,
þegar þeir eiga frí í landi,
sem varúðarráðstöfun gegn
flótta.
Hinn hafði fengið vega-
bréfsáritun um 10 daga leyfi
til heimsóknar í Vestur-
Þýskalandi, til aö taka þátt i
afmælishátíð ömmu sinnar.
Eftir veisluna hélt hann til
Giessen.
Hann hafði með sjálfum
sér búiö sig undir flótta í
nokkurn tíma.
„Ég hafði ekki beinlínis
sagt konu minni og níu ára
syni frá þessu, það borgar
sig ekki að ræða of mikið um
svoleiðis, það getur alltaf
kvisast, en konan mín vissi
þetta óbeint," segir hann.
Hann hefur reynt að sjá til
þess að konu og barn skorti
ekkert, hefur sent konunni
alla sína peninga þvi honum
finnst ótrúlegt að eiginkonan
haldi vinnunni, þegar það
hefur uppgötvast að hann er
flúinn vestur.
Hann segir ástæðuna fyrir
því að gera svo alvarlegan
hlut, sem það er að yfirgefa
fjölskyldu og heimili, hafa
verið þá að hann var beittur
órétti á vinnustað sínum í
stóru verslunarfyrirtæki.
Þetta segir hann hafa verið
gert af því hann hafi verið í
kristilega demókrata-flokkn-
um í Austur-Þýskalandi.
„í atvinnulegum skilningi
var ég kominn á blindgötu
sem ég hefði ekki komist út
úr af pólitískum ástæðum",
segir hann.
Hann lætur mat sinn kólna
í aluminium-bakkanum og
segist vonast til að kona
hans og sonur komist á lög-
legan hátt til Vestur-Þýska-
lands eftir tvö ár. Þangað til,
ætlar hann að reyna að fá
vinnu við þróunarverkefni, í
enskumælandi þróunarlandi.
Eini möguleikinn
Fyrir sjómanninn áður-
nefnda var flótti eini mögu-
leikinn til þess að komast í
burt. Hann á enga ættingja í
Vestur-Þýskalandi svo það
hefði verið tilgangslaust fyrir
hann að sækja um ferðaleyfi
á löglegan hátt.
„Flótti minn er af pólitísk-
um ástæðum. Það er kjaft-
æði sem fólk á Vesturlönd-
um segir, að allt sé breytt til
batnaðar í Austur-Þýskalandi.
Það er ekki mikið sem maður
má segja neikvætt um stjórn-
arfarið þar, svolítið en aðeins
upp að vissu marki, ef þú
ferð upp fyrir markið ertu
brennimerktur.
Hásetinn er tortrygginn á
hvað friðarog mannréttinda-
hreyfingar ásamt yfirvöldum
kirkju í Austur-Þýskalandi
geta komið til betri vegar.
Valdamenn í Austur-Þýska-
landi líta svo á, að hættu-
legustu menn þjóðfélagsins
séu ekki þeir sem yfirgefa
landið, heldur þeir sem eru
kyrriren krefjast meira frelsis
til að koma á breytingum í
kerfinu.
Sessunautarnir tveir eru
sammála um að A-Þýskaland
sé langt á eftir sovéska
leiðtoganum Gorbatjov í
tilraunum hans við að opna
sovéskt samfélag.
„I austur-þýsku pressunni
er sáralítið minnst á það,
sem er að gerast í Sovétrikj-
unum. Okkur er kunnugt um
það vegna þess að við hlust-
um á vesturþýskt útvarp og
sjónvarp.
„Við vitum ósköp vel að
Vestur-Þýskaland er engin
Paradis á jörðu, en betra en
Austur-Þýskaland er það alla-
vega“, segir sjómaðurinn.
(Det fri Aktuelt.)