Alþýðublaðið - 30.04.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Side 7
Laugardagur 30. apríl 1988 7 HÖFUM GLATAÐ 80% AF LANDGÆÐUM ÍSLANDS Er náttúruvernd aðeins skrautmál — ekki alvörumál? Ingvi Þorsteinsson náttúrufrœðingur: f Ein af nútímaiþrótfum Íslendinga er aö þeysa um náttúruna i hraö skreiðum bílum. Þessir feröamenn ætluðu sér aö stytta sér leið utan vegar á hálendinu. Ýmsarstofnanireins og Skógrækt ríkisins og Landgræðsla hafa baris hetjulegri baráttu í stríðinu við gróður- og jarðvegseyðsluna. Myndit sýnir áburðardreifingu við Sandskeið árið 1987. t Þrátt fyrir aukningu í skógrækt og uppgræðslu, metur Ingvi Þorsteins- son náttúrufræðingur stöðuna i umhverfismálastyrjöldinni svo, að meira tapist árlega af jarövegi og gróðri en ávinnst af starfsemi Land- græðslu og Skógræktar rikisins. Ingvi Þorsteinsson náttúru- fræðingur vakti óskipta at- hygli á fundi umhverfismála- nefndar Alþýðuflokksins sem haldinn var fyrir skömmu en þar flutti hann erindi um stöðu umhverfismála hér á landi. Meðal annars ræddi hann vítt og breitt um þá imynd sem dregin er upp af landinu í söluferðum ferða- skrifstofanna sem flytja hingað erlenda ferðamenn. Alþýðublaðið spurði Ingva fyrst um þessa söluímynd erlendra ferðamanna. Loforðin í ferðamannabœklingum „Þegar verið er að laða ferðamenn hingað til lands- ins og við önnur tilefni er þvi mjög haldið á lofti, að hér sé óspillt náttúra og umhverfi, að minnsta kosti miðað við það sem gerist á þéttbýlis- svæðum. Það má örugglega staðhæfa að á margan hátt sé náttura okkar lands óspillt, hér er tært og hress- andi loft, lítt mengaður sjór, ár og vötn tær og blá, jarð- vegur lítið sem ekkert mena- aður af áburtíar- og eiturefn- um o.s.frv. Það er jafnvel staðreynd að í landi Reykja- víkur renna ágætar oa lítt mengaðar laxveiðiár, önnur jafnvel gegnum þéttbýlið og þetta á sér fáar hliðstæður í heiminum. Og þegar ferða- menn koma til íslands hvort sem er af hafi eða í lofti blasa við þeim „fannhvítir jöklanna tindar“. Þetta er s.s. sú mynd sem blasir við, ekki aðeins ferða- mönnum heldureinnig okkur sem búum í landinu og þetta er í samræmi við það sem lofað var í ferðabæklingun- um. Að vísu reka þeir ferða- menn sem hingað koma í fyrsta skipti upp stór augu, að minnsta kosti fyrst í stað þegar þeir sjá gróðurleysi landsins og ekki sist þeir sem lenda á Keflavíkurflug- velli. Margir hafa orðað það þannig að þeim fyndist þeir vera lentir á tunglinu en svo fara þeir að hugsa sig um og muna að landið heitir ísland, það er kalt nafn, býður ekki upp á mikla gróðurímynd, það er staðsett langt norður í Atlantshafi norður undir heimskautsbaug og hvers annars er að vænta en að landið sé svona gróöurlítið. Og margir íslendingar hugsa svona lika enda er þetta það sem þeir hafa alist upp við og þeir þekkja ekki aðra á- sjónu íslands en þá sem blasir við.“ Höfum misst 80% landsgœða Það sem ég á við með þessu, er sú staðreynd, að á Islandi hefur orðið gifurleg gróður- og jarðvegseyðing, sem ætti raunar að vera hverju mannsbarni kunn en virðist hreint ekki vera það. Þess vegna er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir um þetta mál hér eina ferð- ina enn: Við upphaf land- náms þakti gróður og jarð- vegur 65-70% af yfirborði landsins en nú 1100 árum síðar aðeins um 25%. Þá var mikill hluti af láglendi lands- ins þakinn skógi og kjarri eða um 25-30% af yfirborði landsins, en í dag þekja þeir aðeins liðlega 1% og hluti þessara leifa er í slíku ásig- komulagi að það er naumast hægt að telja þær meö. Sam- fara þessu hefur gróska, eða við skulum segja uppskeru- magn þess gróðurlendis sem enn er eftir i landinu, rýrnað svo mjög að það er ekki nema brot af því sem landið gæti gefið af sér miðað við ríkjandi loftslag. Og sé tekið tillit til beggja þessara þátta, þess taps sem oröið hefur á stærðarflatarmáli gróðurlend- is landsins vegna uppblást- urs og þessarar rýrnunar á uppskerumagni sem ég nefndi má reikna það út að við sitjum nú uppi með minna en 20% af þeim land- gæðum sem fólust í jarðvegi og gróðri við upphaf land- náms. Þetta er meira tap á landgæðum en flestar aðrar þjóðir heims hafa orðið að þola, að minnsta kosti miðað við landsstærð og það þarf ekki að fjölyrða um það hvað hér væri mikla betra að búa ef þetta tap hefði ekki átt sér stað. Þar á ég ekki aðeins við fjárhagslega afkomu land- búnaðarins heldur einnig vel- ferð, vellíðan og hamingju þeirra sem búa á mölinni eins og það er kallað og eru þrátt fyrir allt meirihluti þjóð- arinnar. Skoðanakannanir hafa að vísu sýnt að við erum hamingjusamasta þjóð heims en hvernig væri það þá ef landið væri enn viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og var í árdaga byggöar á ís- landi?“ Þáttur grasbíta — Hvaö olli þessari eyö- ingu? „Hér er óhagstæð veðrátta, eldgos, sveiflur í veðurfari, jöklar o.s.frv. Allir þessir þættir voru hér fyrir landnám og það er enginn vafi á því að á þeim öldum sem ísland var óbyggt hefur orðið hér gróð- ureyðing af völdum þeirra en það hefur verið hægt að sýna fram á að stórfelld eyðing átti sér ekki stað sem bendir til þess að landið hefur gróið upp að nýju enda voru hér engir grasbítar til að hindra að svo yrði. En með tilkomu landnámsmanna og búfjár breyttist þetta allt saman. Það hafði í för með sér skyndilegt og gífurlegt álag á gróður sem hafði þróast nánast í friði og var þess vegna afskaplega viðkvæmur vegna eldfjallauppruna síns þá leiddi þetta álag fljótlega til gróðurrýrnunar og upp- blásturs. Við skulum hafa í huga að loftslag er hér ekki hiö hagstæðasta fyrir gróður þótt landið sé veðurfarslega engan veginn á mörkum hins byggilega heims eins og stundum er haldið fram. Þetta gerir náttúrlega að verkum að gróðurinn, lífrikið, er miklu viðkvæmari heldur en þar sem veðurfar er hag- stæðara. Raunar verður svar- ið við spurningunni hvað olli þeirri eyðingu eitthvað á þann veg að það sé afleiðing af samspili búsetunnar og þeirra ytri aðstæðna sem gróðurinn býr við. Slík eyðing er ekkert bundin við óhag- stætt loftslag. Þess eru sannarlega ekki fá dæmi í heiminum bæði frá fyrri tím- um og frá okkar tímum um að óskynsamleg nýting gróð- urs og útrýming skóga o.s.frv. hafi orðið upphaf stórfelldrar gróðureyðingar og uppblást- urs sem jafnvel hefur lagt heil þjóðlönd í eyði. — Hvernig standa þessi mál í dag og hvernig ætti gróöur landsins aö vera ef allt væri meö felldu? „Það á sér enn stað mjög mikil gróður- og jarðvegseyð- ing i landinu þó að það sé erfitt að sanna það tölulega. Það er að minnsta kosti mín skoðun að meira tapist ár- lega af jarðvegi og gróðri en ávinnst, af starfsemi Land- græðslu og Skógræktar ríkis- ins, sem að uppgræðslumál- um vinna. Þessar stofnanir hafa barist hetjulegri baráttu í þessu stríöi við mesta um- hverfisvandamál þjóðarinnar gróður- og jarðvegseyðinguna og árangur þeirrar starfsemi sér vissulega víða stað. En þær hafa haft alltof lítiö fjár- magn til að vinna með miðað við stærð vandamálsins og eyðingin var mjög langt á veg komin þegar sú barátta hófst. Við þetta bætist að beit á landinu hefur víða verið úr hófi og jafnvel á svæðum sem alls ekki ætti að beita vegna lélegs ástands og í raun má segja að það sé

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.