Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 30. apríl 1988 „Gott og blessað að fá hingað ferðamenn, en hversu marga fætur og hversu mörg hjól þolir (sland?“ Margir einstaklingar hafa lagt hönd á plóginn við að leysa mesta umhverfisvandamál þjóðarinnar, gróðureyðsluna. Hér er gróðursett í skógræktarstöð rikisins í Kollafiröi 1987. „Bílhræ liggja út um land allt og við - skóglausasta þjóð í heimi - hendum 15 þúsund tonnum af pappírsúrgangi á ári.“ Punktar úr stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar um umhverfismál engin von til þess aö sigur vinnist í þessu máli fyrr en gengið hefur veriö frá því hvar beit eigi sér stað í land- inu og tekin upþ beitarstjórn- un. Nú á undanförnum árum hefur þetta verið að færast í betra horf meðal annars vegna þess að sauðfjáreign landsmanna hefur farið minnkandi vegna sölutregðu á kindakjöti heima og erlend- '8. . ^ A móti hefur komið að hrossum hefur fjölgað óhóf- lega og þau eru nú talin nýta jafn mikinn gróður á beit eins og sauðfé gerir. En það þarf að taka betur á þessum málum sem varða beitar- stjórnun. Koma henni í það horf að landið sé nýtt sam- kvæmt ástandi og beitarþoli á hverju svæði og ekki um- fram það. Þetta verður ekki hægt nema með miklum girðingarframkvæmdum svo hægt verði að hafa hemil á ferðum búfjárins. Reynsla Ný-Sjálendinga Svipuð vandamál; gróður- eyðingar og uppblástur komu upp á Nýja-Sjálandi fyrir nokkrum áratugum vegna þess að þar var orðið allt of mikið beitarálag. Ný-Sjálend- ingum hefur nú tekist að snúa vörn i sókn með ýmsum hætti en þeir telja að engin ein aðgerð hafi haft jafn af- gerandi þýðingu í þessum efnum eins og einmitt þetta, að taka upp stranga beitar- stjórnun og nánast binda endi á lausagöngu búfjárins. Það er Ijóst að það þarf að veita miklu meira fjármagni til landgræðslumála heldur en núna er gert og m.a. að gera búfjáreigendum mögu- legt að girða af lönd sín. Það þarf að gera heildaráætlun um.hinar fjölþættu aðgerðir sem þörf er á í þessu máli og fylgja henni síðan eftir. Þetta gerðu þeir Ný-Sjálendingar í upphafi sinnar baráttu og það bar þann árangur að á fjórum, fimm áratugum hefur þeim tekist að snúa vörn í sókn. Alveg eins á okkur að takast það. Spurningunni hvernig gróð- ur landsins ætti að vera í dag ef allt væri með felldu má svara á þann veg, að loftslag nú er ekki svo frábrugðið því sem var við upphaf landnáms að það má ætla að hið náttúrulega gróðurfar, það gróðurfar sem væri nú í land- inu ef það hefði ekki orðið fyrir neinni röskun og hér byggi enginn, að það væri með svipuðum hætti og það var þá og var gróflega lýst hér áður, það er að segja skógur og kjarr á láglendi og heildar gróðurþekja á land- inu tvisvar, þrisvar sinnum meira en nú er. En við mynd- um nú ekki vilja óska eftir slíku gróðurfari nema á vissum hlutum landsins. Við gerum aðrar kröfurti! iand- nytja við þurfum að nýta landið til landbúnaðarfram- leiðslu, undir þéttbýli, vegi og alla þá starfsemi sem nú- tíma þjóðfélag býður upp á. í rauninni ættu landgæðin I dag að geta verið meiri vegna þess aö það hafa verið fluttar inn og reyndar hér ýmsar tegundir plantna, bæði nytja-, trjáa og annarra sem auðga flóruna gera hana fjölbreytt- ari og verömætari. Það er kominn til sögunnar áburður sem eykur uppskeru landsins og með kynbótum og úr- vali plantna miðar að sama marki. En við eigum langa leiö að því marki að endurheimta það gróðurlendi og þau landgæði sem voru hér áður fyrr. Fyrst þarf að stöðva þá eyðingu sem á sér stað í landinu og síðan hefja landvinningana. Það er hægt að flýta fyrir þeim á ýmsan hátt með tækni og kunnáttu sem nú er fyrir hendi en að miklu leyti Rikisstjórnin mun sam- ræma aðgerðir stjórnvalda að umhverfisvernd og mengun- arvörnum, meðal annars með eftirfarandi hætti: • Sett verði almenn lög um umhverfismál og samræm- ing þeirra falin einu ráðu- neyti. • Gerð verði áætiun um nýt- ingu landsins sem miði aó því að endurheimta, varð- veita og nýta landgæðin á hagkvæman hátt. • Ríkisjarðir verði nýttartil útivistar, skógræktar og orlofsdvalar fyrir almenning þar sem þvi verður við kom- ið. • Skógrækt, landgræðsla og gróðurvernd verði aukin í samvinnu ríkis, sveitarfé- laga og frjálsra samtaka. • Umhverfisáhrif atvinnufyrir- tækja, svo sem í fiskeldi, verði könnuð og reglur settar til þess aö koma i veg fyrir mengun frá þeim. • Við skipulag feróamála verði þess gætt að hlífa viðkvæmum landssvæðum svo að komið verði í veg fyrir umhverfisspjöll. • Fræðsla um náttúruvernd og umhverfismál verði auk- in. • Eftirlit með losun hættu- legra efna verði bætt. • Athugaö verði hvernig auka megi endurvinnslu á úr- gangi. • Strangara eftirlit verði haft með efnanotkun við mat- vælaframleiðslu og í inn- fluttri neysluvöru. verður að byggja það á endurreisn og þá endurheimt á því að landið grói upp af sjálfu sér, að gróðurinn þró- ist af sjálfu sér. Það verður of dýrt og við ráðum ekki við það að græöa upp nema tak- mörkuð landssvæði með tæknilegum þætti eins og áburðargjöf, skógplöntun o.s.frv. Af þessum ástæðum er svo gífurlega mikið verk að gera heildaráætlun um landnýtingu og það má ekki dragast öllu lengur. Einmitt núna þegar landbúnaðarfram- leiðslan hefurdregist svona mikið saman á að nota tæki- færið, þvi að þeir tímar koma áður en langt um liður að við þurfum að fjölga búfé I land- inu aftur þó ekki væri til annars en að viðhalda eigin þörf fyrir þær landbúnaðar- afurðir sem hér er hægt að framleiða og þá eigum við að vera tilbúin með slfka áætlun og fara eftir henni.“ — Erum við þá komin i tímaþröng? „Því lengur sem við bíðum fara auðvitað fleiri svæði í eyði og þegar uppblástur er kominn á ákveðið stig er ekki hægt að stöðva hann. Mikið af því landi sem nú er að blása er á þessum mörkum og ef við bíðum mikiö lengur komast fleiri svæði á þetta örvæntingarstig og þeim verður þá ekki bjargað. Þetta svarar að hluta til spurning- unni.“ Ágangur ferðamanna — Nú hefurðu talað um beitarþol lands og ágang bú- fjár en hvað um ágang ferða- manna? „Það hefur verið lagt mikið kapp á það undanfarin ár aö fá sem flesta ferðamenn til landsins og það er náttúrlega hagsmunamál þjóðarinnar að gera atvinnulíf fjölbreyttara í landinu og þar á meðal hagn- ast af ferðaþjónustu. Þessi viðleitni hefur borið mikinn árangur og það hefur oröiö mikil aukning í fjölda ferða- manna hingað á hverju ári eins og allir vita og hún hefur jafnvel orðið meiri en menn hafa áætlað. Nýlega las ég að talið væri að árið 1992 myndi tala ferðamanna hing- að til Islands ná 250 þúsund- um á ári eða svipuðum fjölda og svarar til okkar íslendinga. Langflestir ferðamennirnir koma á svipuðum tíma yfir sumarið og ofan á þetta bæt- ist allur sá fjöldi íslendinga sem náttúrlegaog góðu heilli leggur land undir fót til að skoða landið sitt. Og það er nokkuð síðan menn fóru að leiða að því hugann hvað landið þyldi raunverulega marga ferðamenn, hversu margar fætur og hversu marga bíla þetta viðkvæma land okkar þolir. Það má líta þetta sömu augum og beitar- álag og búfjárfjölda á land- inu. Það þolir ekki heldur nema ákveðið álag af völdum ferðamanna vegna þess hve náttúra þess er viðkvæm. Gróðurinn er nefnilega ekki eingungis viðkvæmur fyrir beit heldur einnig fyrir traðki. Það er staðreynd sem varð Ijós fyrir talsvert löngu aö margir af fallegustu ferða- mannastöðunum hér á landi eru í hættu vegna of mikils ágangs ferðamanna og farar- tækja þeirra. Það er ekki aðeins að fjöldinn sem kem- ur inn í landi sé hömlulaus heldur er of lítið gert i því að hafa hendur í bagga með hvert þeir fara og hvernig þeir fara með landið. Vissir staðir eru eftirsóttari en aðrir og þangað fara ferðamenn en önnur svæði sem okkur sýn- ast jafn falleg og eftirsóknar- verð eru lítið heimsótt nema af íslendingum. Margir af eft- irsóttustu stöðunum eru einmitt á hálendi landsins þar sem náttúrufar er viðkvæmara en á láglendi. Það má nefna Þórsmörk, Hveravelli, Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir o.s.frv. og það sem er annað verra er að það er erfiðara að fylgjast með ferðum manna um há- lendi en láglendi. — Á þá að setja ítölu á ferðamenn? „Það er alveg til i dæminu og er gert víða um heim að takmarka aðgang manna að vissum svæðum t.d. þjóð- görðum og ég sé ekki annað en það þurfi að fara að gera það einnig hér. Það er erfitt að segja ferðamönnum og skipa þeim fyrir hvert þeir eiga að fara og hvert ekki, það er hægt að vissu marki, en það er hægt að laða ferðamenn að svæöum meö fræðslu. Og með innlendum hópferðum ætti að vera unnt að beina meira á ný svæði en gert hefur verið hingað til. En þess hefur gætt allt of lítið að bæta þessa þjónustu um landið. í fyrsta lagi vegna þess að það er varið allt of litlu fjármagni til feröamála og hlutfallslega mikið af því fé sem til þeirra er varið fer í að kynna Island sem ferða- mannaland erlendis. Það er tekið þannig á málum að það eru byggð hótel hvert á fætur öðru og mann fer að undra hvernig þau geti staöið undir sér en sú hliðin sem snýr að því að hlífa landinu, að beina ferðamönnum á nýjar slóðir sem betur þola álagið og sú viðleitni að bæta umgengni um landið almennt er van- rækt. Það er eins og við ætl- um að reyna að fá sem mest- an ágóða út úr ferðaþjónust- unni með sem minnstum til- kostnaði. Það verður eins og fyrri daginn á kostnað lands- ins. Þessi mál verður að fara að taka föstum tökum og gera um þau heildaráætlun sem verður fylgt eftir eins og áætlunum um nýtingu lands- ins til beitar og til land- græðslunnar sem framar er getið. Mér skifst að samkvæmt lögum eigi Ferðamálaráð að fá 10% af tekjum fríhafnar- innar í Keflavík og að noti beri þá peninga til að bæta aðstöðu ferðamanna á ís- landi m.a. þessi upphæð myndi nema tugum milljóna króna á ári en ráðið mun ekki fá nema brot af þessari upp- hæð og mikill hlutj hennar fer til kynningar á íslandi erlendis. í þessu sambandi má líka minna á Náttúru- verndarráð sem lögum samkvæmt á m.a. að stuðla að samskiptum manns og náttúru þannig að ekki spill- ist að óþörfu líf eða land né mengi sjó, vatn eða andrúms- loft. Til að sinna þessu ekki ómerka hlutverki hefur Nátt- úruverndarráð á fjárlögum um 16 milljónir króna þetta ár auk um 9 milljóna kr. sem fara gagngert til rannsókna á lífrlki Mývatns. Um þetta þarf ekki að hafa öllu fleiri orð.“ Hendum 15 þúsund tonnum af pappír á ári — Hvernig stöndum við okkur i umhirðu landsins og hvað um úrgangsefni sem hér falla til árlega? „Ég held að það megi segja að við göngum á ýms- an hátt betur um landið en hér áður fyrr hvað það varðar að maður verður ekki eins var við drasl eftir ferðamenn á víðavangi. Þarna hefur áróð- urinn borið árangur. Hvað varðar úrgangsefni sem falla til hér á landi þá held ég að lítil sem engin endurvinnsla eigi sér stað hér á land og viö íslendingar virðumst ákaf- lega lítið hugsandi eða með- vituð um þau verðmæti sem í þeim liggja. Miðað við íbúa- fjölda eru bílar að verða fleiri á íslandi en i nokkru öðru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.